Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1984, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1984, Side 31
DV. LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1984. 79 msgMmm Natnið Giorgio Moroder segir sennilega fæstum unnendum popp- tónlistar hér á landi mikla sögu. Engu að siöur er maðurinn er ber þetta nafn einn afkastíunesti smeiiasmiöur sam- tímans. Og nú upp á síðkastið hefur svo til daglega mátt heyra tónsmíðar hans a öldum Ijósvakans bæöi hérlendls og erlendis. Má til dæmis nefna lögin „l’ogether In Electric Dreams”, „Never Ending Story” og „Love Kilis” i þessu sambundi. Nafn Moroders fer sjaldnast hátt í tengslum viö tónsmíðarnar og má með sanni segja að hann sé eitt gleggsta dæmiö í dag um manninn á bak við tjöldin. Og það má heimfæra það orðtakið upp á hann bókstaflega eða breyta þvi í maðurinn á bak við tjaldið, þvi hann leynist ósjaldan á bak við kvikmyndatjaldið þar sem þekktar tónlistarkvikmyndir eru annars vegar. Traust dæmi um þetla eru kvik- myndirnar „Flashdance” og „Metropolis”, en þá mynd er einmitt verið að sýna hérlendis um þessar mur.dir. Og þrátt fyrir að frægðarsól Morod- ers skíni hvaö skærast nú er hann langt frá því aö vera einhver nýgræöingur í poppbransanum. Hann hóf ferjl sinn á ttalíu, enda up[)runninn þar, én staif áöi fyrir ijiargt löngu að mostu í Bret- landi og i Bandaríkjunum. Reyndar; starfaði hann á tímabili í Uýskalandi ög þá mest með Donnu .Sununer, en ; liana uppgotvaði Moroder og samdij flest öll hennar frægustu lög. Moroder kemur fyrst viö sögu á breska vinsældalistanum árið 1972 er lagið ,,Son Of My Father”, flutt af hljómsveitinni Chicory Tip, nær efsta sæti iistans. Og siðar á árinu 1972 og á árlnu 1973 nær Chicory Tip hátt á lista með tvö önnur lög samin af Moroder og samstarfsmanni hans um iangt árabil, Pete Bellotte. Eftir það liggur leiðin til Þýskatands og á árunum 1976—1980 rennur hver smellurinn á fætur öðrum úr smiðju þeirra Moroders og Bellott- flest allt lög flutt af diskódrottning- unni Donnu Summer. Ymsir fleiri flytjendur fljóta þó með, þar á meöal Three Degrees, Janis tan og Blondie, en eitt vinsælasta iag þeirrar hijóm- sveitar, lagið „Catl Me”, er samiö af Moroder í samvinnu við Debbie Harry eftir að Donnu Summer tíma- bilinu lýkur heidur Moroder vestur um haf og fer að fást við kvikmynda- tónlist. Hann er þegar hér er komiö sögu orðinn þekkt nafn innan tónlistar- heimsins, þó svo að almenningur kunni lítt skil á honum. Gott dæmi um það nafn sem hann er búinn að skapa sér á þessum tima er að raeistari David Bowie fær Moroder til samstarfs við sig og afraksturinn er lagið „Cat Pcople” (Putting Out Fire). Um svipað ieyti semur Moroder lagiö „Life In Tokyo” ásamt söngvara hljómsveU- arinnar Japan, David Sylvian. Og nú kom aö því að frægðarsói Moroders færi að skína fyrir alvöru. Vorið 1983 er kvikmyndin „Flash- dance” frumsýnd og kvikmyndin og lögin úr iienni fara síöan sigurför um heim allan. Og þar á Moroder ekki iítinn þátt, hann semur alla tónlistina í kvikmyndinni, þar á meöal hiö gullfallega titillag myndarinnar „Flashdunce . . . What A Feeling”. Eftir þetta hefur ekkert lát veriö á stórsmellunum frá hendi Moroders. A því ári sem nú er að renna sitt skeið á enda hafa fjögur lög náð heimsfrægö og það fimnita líklega á lciðiimi. Þessi lög eru „Breakdance”. flutt af Irené Cara. „Love Kills”, flutt af Freddie Mercury, „Together In Electric Dreams”, flutt af Moroder sjálfum á- ; samt Phit Oaky, „Ne\>er ; Endiim I Story”, flutt af I.imahí og Beth Ander- son og að endingu lagið „Here She Comes”, flutt af Bonnie Tyier, en þaö lag er nú á uppleið í Bretlandi. Þetta er ekki slorleg afrekaskrá og afköstin ineö ólíkindum eins og sjá má á því að allt eru þetta lög úr kvikmynd- um þar sem Moroder hefur samið alla tónlist. Og i ofanálag hefur vinurinn haft tíma til að endurvinna hina gamalfrægu kvikmynd Metropolis, og fer nú sigurför um heiminn með hana, enþaöerönnursaga. IVIoroder liefur veriö spuröur að þvi með hverjum af öllum þessum frægu listamönnum, sem hann hefur unnið ineö um dagaria, hafi honum þótt best aö vinna. Hann hefur svarað því til aö Dayid Bowie og hann hafi átt mjög gott samstarf og veriö með á- framhaldandi samvinnu á prjónunum, sem ekki varö úr. Hann hælir Bowie mjög fyrir sköpunargáfu og bendir á .. fáir ef nokkur listamaöur breyti jafnört um stíl og Bowie, en haldi vinsældum engu aö siður. Þá hefur Moroder einnig verið spurður aö því hvort hann eigi sér ein- hverja uppáhaldslistamenn, sem hann vildi gjaman hafa samið lög fyrir. Sem svár við þeirri spurníhgU: nefnir Moroder tvö nöfn, The Beatles og Etvis Presley, Hvaö Bitlana varðar sagði hanlj að þeir heföu liklega ekki haft neitv not fyrir sig vegna þess að þeir söjndu flestöll sín lög sjálfir og þau það góðað fáir geröu betur. Hins vegar heföi Prestey ekki samið mikið af lögum sjálfur og því ekki ioh. fj rir það skotið að hann heföi þegiö l.ig frá sér. Bn á það hafi aldrei reynt því að þegar hann (Moróderl hafi veriöaðhefja sinnferil í Ameríku, hafi Presiey verið að cnda sinn og áhuginn á kappanum iiorfinh.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.