Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1984, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1984, Blaðsíða 3
DV. FÖSTUDAGUR21. DESEMBER1984. 25 Sjónvarp Sjónvarp 22.55 Lokapróf. (The Graduate). Bandarísk gamanmynd frá 1967. Leikstjóri Mike Nichols. Aðalhlut- verk: Dustin Hoffmann, Anne Bancroft og Katharine Ross. Lífið blasir við háskólanemanum Benjamín en hann er óráðinn um framtíöina. Hann kemst í tygi við miöaldra konu en verður ást- fanginn af dóttur hennar. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 00.35 Fréttir í dagskrárlok. Laugardagur 29. desember 16.00 Hildur. Níundi þáttur — Endur- sýning. Dönskunámskeið í tíu þátt- um. 16.30 íþróttir. Umsjónarmaður Ingólfur Hannesson. 18.30 Enska knattspyrnan. Umsjón- armaður Bjarni Felixson. 19.25 Kærastan kemur i höfn. Fjórði þáttur. Danskur myndaflokkur í sjö þáttum ætlaöur börnum. Þýð- andi Jóhanna Jóhannsdóttir. (Nordvision — Danska sjónvarp- ið) 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Dave Allen lætur móðan mása um jólin. Breskur skemmtiþáttur. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 21.30 Gestrisni. (Our Hospitality) Þögul bandarísk skopmynd frá 1923. S/h. Leikstjóri Buster Keaton. Aðalhlutverk: Buster Keaton, Natalie Talmadge, Joe Keaton og Buster Keaton yngri. Á öldinni sem leið snýr ungur Suður- ríkjamaður heim til átthaganna eftir langa fjarveru. Þar. verður hann leiksoppur í hatrömmum ættaerjum. Þýöandi Guöni Kol- beinsson. 22.40 Júlía. Bandarísk bíómynd frá 1977 byggð á bókinni „Penti- mento” eftir Lillian Hellman. Leikstjóri Fred Zinnemann. Aðal- hlutverk: Jane Fonda, Vanessa Redgrave, Jason Robards og Alexander, sem ein af aðalsöguhetjunum i myndinni, hugsandi á svipinn enda þarfhann að ganga í gegnum ýmislegt. Sjónvarp 25. og 28. desember og 1. og 4. janúar—Fanný og Alexander. „STÓRKOST- LEGT VERK” — segir Jóhanna Jóhannsdóttir sem þýddi myndina sem hlotið hefur frábærar viðtökur um allan heim Um jólin tekur sjónvarpiö til sýninga Fanný og Alexander — nýjustu smíð Ingmars Bergman. Myndin verður sýnd í fjórum hlutum. Fyrsti hluti er á dagskrá á jóladag, síðan 28. des- ember, á nýársdag og 4. janúar. I sam- tali við DV sagði Jóhanna Jóhannsdótt- ir, þýðandi þáttanna, að Fanný og Alexander væri stórkostlegt verk. Sjónvarpsþættirnir væru fyllri en bíó- myndin sem hefði verið mikið stytt. Myndin gerist í smábæ í Svíþjóð um aldamótin og segir frá viðburðaríku ári í lífi Ekdahl-f jölskyldunnar. Fjöl- skyldan rekur leikhús i bænum sem nýtur mikilla vinsælda meðal heima- manna. Höfuð fjölskyldunnar, gamii Ekdahl, er látinn. Ekkja hans, Helena, og sonur hennar, Oscar, hafa tekið við rekstri leikhússins. Þeir sem helst koma við sögu í myndinni eru Emilie, kona Oscars, biskupinn strangtrúaði, Edvard Vergerus, og börn Emilie, Fanný átta ára og Alexander tíu ára. Regnboginn sýndi Fanný og Alex- ander fyrr í vetur. Myndin hefur hvar- vetna í heiminum hlotið góða dóma. Hlaut meira að segja náð fyrir augum óskarsverðlaunadómnefndarinnar fyrr á árinu. Þar var hún kjörin besta erlenda kvikmyndin. Myndin hefur verið sýnd í kvikmyndahúsum i Bandaríkjunum við góða aðsókn. Hún var sýnd á sænsku sem yfirleitt er ekki til að laða að áhorfendur vestanhafs. Bandaríkjamenn, sem halda mikið upp á bófahasar, ævintýramyndir og ástarvellur, streymdu í bíó til að sjá sænska f jölskyldutragedíu. -EH. Maximilian Schell. Bandarísk skáldkona lýsir örlögum Júiíu, æskuvinkonu sinnar. Hún leggur stund á læknisfræði, fyrst í Oxford og síðan í Vínarborg. Jafnframt fyllist hún áhuga á stjórnmálum og mannréttindamálum. Þegar fundum þeirra stallna ber saman síðar kemst skáldkonan að því aö Júlía tekur virkan þátt í baráttu gegn uppgangi nasismans. Mynd- in hlaut þrenn óskarsverölaun áriö 1978. Þýðandi Kristrún Þórðar- dóttir. 00.40 Dagskrárlok. Loksins, loksins, loksins, hugsar örugglega margur Duran Duran-aðdáandinn og bíður spenntur eftir að föstudagurinn 28. renni upp. Þá verður sýndur klukkustundar þáttur með hljómsveitinni á hljómleikum. Sjónvarp f östudaginn 28. desember kl. 20.30: DURAN DURAN! Jólagjöf sjónvarpsins til Duran Duran-aðdóenda í ár er tæplega klukkustundar langur þáttur með hljómsveitinni. Upptakan var gerð á tónleikum sveitarinnar í Oakland í Bandaríkjunum að viðstöddum 60.000 æstum áhorfendum. Simon Lebon og félagar munu alls spila 12 af sínum þekktustu lögum í þættinum, þ.á.m. lögin Save a prayer, Union of the snake, Rio, Seventh stranger og Girls on film. Duran Duran er án nokkurs vafa vinsælasta hljómsveitin hér um þessar mundir og hafa lög hennar tröllriðið útvarpsrásum og óskalagaþáttum á undanfömum mánuðum. Ahangendur hljómsveitarinnar munu því sitja sem negldir fyrir framan skjáinn föstu- daginn 28. til að sjá goðin hrista sig. -ÞJV. Guðrún Stephensen og Jón Sigurbjörnsson i hlutverkum sinum i Gullna hliðinu eftir Davið Stefánsson sem erjólaleikrit sjónvarpsins iár. Sjónvarp annan jóladag kl. 20.30 — Jólaleikrit sjónvarpsins: GULLNA HLIÐIÐ Jólaleikrit sjónvarpsins, sem sýnt verður annan í jólum, verður að þessu sinni hið sívinsæla leikrit Davíðs Stefánssonar, Gullna hliöið. Þar segir skáldið af skálkinum Jóni og kerling- unni hans sem þekkir sitt heimafólk svo vel að hún fer með sálina hans alla leið að Gullna hliðinu og svindlar henni þar inn því aldrei hefði Lykla-Pétur fríviljugur hleypt svo vondum manni þar inn um gættir. Samkvæmt fréttum mun sjónvarps- uppfærsla Agústs Guðmundssonar hafa tekist meö afbrigöum vel og hafa nú allar stærstu sjónvarpsstöðvar á Norðurlöndum keypt sýningarréttinn. Uppfærslan mun nokkuð sérstök að því leyti að leikmynd ÖU er teikningar eftir Snorra Svein Friðriksson og gefur það leikritinu hinn ævintýralegasta blæ, sem viðeigandi er. Það er Guðrún Þ. Stephensen sem leikur kerUnguna og Jón Sigurbjörns- son leikur Jón. Ovinurinn sjálfur er leikinn af Amari Jónssyni, Vilborg af Sigurveigu Jónsdóttur og Lykla-Pét- ur af Róbert Arnf innssyni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.