Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1985, Síða 5
DV. FÖSTUDAGUR1. FEBRUAR1985.
27
Chet Baker í Óperunni
verða Kristján Magnússon, píanó;
Tómas R. Einarsson, bassi, og Sveinn
Oli Jónsson, trommur.
Chet Baker kom til Islands fyrir
þrjátíu árum, þá 25 ára gamall. Hann
öðlaðist heimsfrægö sem trompetleik-
ari í kvartett Gerry Mulligans árið 1952
en haföi áður leikið með ýmsum, m.a.
Charlie Parker. Chet Baker var kosinn
trompetleikari ársins 1955, bæöi í
Down Beat og Metronome, og fór þá
meö kvartett sínum í lengstu Evrópu-
för er nokkur djasshljómsveit hafði
farið. I lok hennar heimsótti hann
Island.
Um árabil átti Chet Baker við eitur-
lyfjavandamál að striða en eftir aö
honum tókst að losna undan ofurvaldi
hins hvíta eiturs fyrir áratug hefur
vegur hans farið vaxandi og hin síð-
ustu ár hafa hljómplötur hans oft feng-
ið fimm stjörnu dóma í Down Beat. Má
í þvi sambandi minna á hinar stór-
kostlegu hljómplötur er hann hljóð-
ritaði fyrir Steeple Chase ásamt Niels-
Henning 0rsted Pedersen og Doug
Raney.
Chet Baker og Art Farmer þróuðu
sérstakan trompetstíl á vesturströnd-
inni, mjög skyldan þeim er Miles Davis
blés á austurströndinni. Tónninn er
flauelsmjúkur og þurr og titurlaus.
Chet Baker syngur einnig í sama stíl
og hann blæs í trompetinn, enda hefur
hann sagt að hann geti sungið hvem
tón er hann blæs.
Chet Baker mun aðeins koma fram í
þetta eina skipti að þessu sinni.
Keila í öskju-
hlíð opnuð
um helgina
Það hafa margir beðið eftir því með
óþreyju aö hér yrði opnuö aðstaöa til
að leika keiluspil eða bowling eins og
íþróttin er nefnd í öðrum löndum.
Draumur þeirra rætist nú um helg-
ina en þá verður keiluspilshúsið lang-
þráða í öskjuhlíð opnað. Þegar eru
tímar í svonefndri „liðakeilu” frátekn-
ir langt fram á vor. Eru þaö starfs-
mannafélög og kunningjahópar sem
hafa tekiö þá tima frá. A kvöldin eftir
kl. 18.00 og um helgar frá kl. 9.00 um
morguninn er svonefiid „opin keila” og
geta þá þeir sem áhuga hafa mætt og
fengið leigöa braut, skó og kúlu.
Keiluhöllin verður opnuð almenningi
í fyrramálið kl. 9. Verður húsiö opið til
kl. 2 um nóttina. Á sunnudaginn verður
það einnig opnað kl. 9 og er þá opið til
00.30.
Karl Johan
Falkmah
— á tónleikum
Tónlistarfélagsins
1 Austurbæjarbíói
Einn fremsti barítonsöngvari
Konunglegu óperunnar í Stokkhólmi,
Karl Johan Falkman, mun syngja á
tónleikum Tónlistarfélagsins í
Austurbæjarbíói á morgun, laugar-
daginn 2. febrúar, kl. 14.30.
Karl Johan Falkman er þekktur
söngvari í Svíþjóð og víöar. Með hon-
um á tónleikunum í Austurbæjarbíói
kemur fram Jan Eyron píanóleikari.
Á efnisskránni veröa m.a. lög eftir
Ravel, Rangström og aríur úr ýms-
um óperum.
Miðar, sem gilda áttu á tónleika
Nicolai Gedda sem vera áttu á veg-
um Tónlistarfélagsins sl. mánudag
en féllu niður vegna veikinda söngv-
arans, gilda á þessa tónleika.
Chet Baker btœs i trompettinn ð sviðinu sem notafi er i Carmen í Gamla
bíói á morgun.
Chet Baker, einn af fremstu Gamla bíói á morgun, laugardag, í
trompetleikurum og söngvurum djass- boði Jazzvakningar og hef jast tónleik-
, ins, mun leika og syngja svalan djass í arnir kl. 15. Undirleikarar Chet Bakers
Hvað er á seyði
um helgina?
Harmóníkuunnendur
Skemmtifundur Félags harmóníku-
unnenda veröur í Templarahöliinni v.
Skólavörðuholt sunnudaginn 3. febrúar
og hefst kl. 15. Tvær stórar harmóníku-
hljómsveitir koma þar fram, nokkrir
einleikarar, kvennatríó og fl. Dansað
milli kl. 17 og 18. Góðar veitingar verða
á boðstólum sem endranær.
Kvikmyndir
Kvikmynd um sovéska
húsagerðarlist í MÍR
Kvikmyndasýning verður að venju í
MlR-salnum, Vatnsstíg 10, nk.
sunnudag, 3. febrúar, kl. 16. Sýndar
verða tvær hálftima langar myndir
með skýringatali á íslensku. Fjaliar
önnur kvikmyndin um friðarbaráttu
sovéskra kvenna, hin um húsagerðar-
list í Sovétrikjunum. — Aðgangur er
ókeypis og öllum heimill.
Fyrir eða eftir bíó
PIZZA
HOSIÐ
Grensásvegi 7
sími 38833.
IMýlistasafnið
Vatnsstíg
Þar stendur yfir sýning ítalska málar-
ans Corrado Corno. I kvöld munu nokk-
ur skáld Reykjavíkur lesa úr verkum
sínum. Síðan munu meðlimir úr In-
ferno 5 leika fyrir dansi. Húsið opnað
kl. 21.30 og lestur byrjar fljótlega upp
úr því. Gestir mega gefa 50 kr. til
styrktar fyrir ánægjuna en bók-
menntafræðingar verða að borga þre-
falt verð.
Ásmundarsalur
v/Freyjugötu
Engin sýning um þessa helgi.
Gallerí Borg
Pósthússtræti 9
Þar stendur yfir sýning á verkum í
eigu hússins, s.s. grafík, vatnslita-
myndir, gler, keramik og fl. Sýningin
er opin virka daga kl. 12—18 og um
helgar kl. 14—18. Sýningunni lýkur um
miðjan febrúar.
Gallerí Grjót
Skólavörðustíg 4a
Þar stendur yfir sýning aðstandenda
Gallerís Grjóts, s.s. myndlist, gull-
smiði, keramik og handprjónaðar
peysur. Sýningin er opin daglega kl.
12-18.
Hafnarborg
Strandgötu 34
Þar stendur yfir sýning þeirra Gests
Guðmundssonar, Sigurbjörns Oskars
og Jónínu Guðvarðardóttur. Á sýning-
unni eru teikningar, málverk og leir-
list. Opið daglega frá kl. 14—19. Sýn-
ingin stendur til 17. febrúar.
Árbæjarsafn
Opið eftir samkomulagi. Upplýsingar í
síma 84412.
Listasafn
Einars Jónssonar
v/Njarðargötu
Safniö opið laugardaga og sunnudaga
kl. 13.30—16. Höggmyndagarðurinn op-
inn sömu daga kl. 11—17.
Gallerí Langbrók
Amtmannsstíg 1
Sölusamsýning Langbróka. Opið virka
daga kl. 1?—18.
Þjóðminjasafnið
Þar eru til sýnis myndir eftir Sölva
Helgason. Opið á þriðjudögum,
fimmtudögum, laugardögum og
sunnudögumfrá kl. 13.30—16.
Ásmundarsafn
v/Sigtún
Þar stendur yfir sýning sem nefnist
„Vinnan í list Asmundar Sveinsson-
ar”. Opið þriðjudaga, fimmtudaga,
laugardaga og sunnudaga kl. 14—17.
Fyrirlestrar
Fyrirlestur á vegum Félags
áhugamanna um heimspeki
Sunnudaginn 3. febrúar mun Gunnar
Harðarson flytja fyrirlestur á vegum
Félags áhugamanna um heimspeki
sem hann nefnir: „Verkefni islsnskrar
heimspekisögu”.
1 fyrirlestri sínum hyggst Gunnar
ræða helstu rannsóknarsviö innan
íslenskrar heimspekisögu, heimspeki-
iðkan Islendinga fyrr á öldum og
spurninguna hvort Islendingar eigi sér
heimspekihefð.
Gunnar lauk B-A prófi í heimspeki
frá H.I. haustið 1978 og stundaði síðan
framhaldsnám í heimspekisögu við
Parísarháskóla og lauk þaöan doktors-
prófi í júní sl. Hann hefur unnið að út-
gáfu lærdómsrita frá miööldum á
vegum Heimspekistofnunar Háskóla
Islands.
Fyrirlesturinn verður fluttur í Lög-
bergi, stofu 101, og hefst kl. 15.00.
Spilakvöld
Kirkjufélag Digranespresta-
kalls
Félagsvist verður spiluð í safnaðar-
heimilinu, Bjamhólastíg 26, laugar-
daginn 2. febrúar kl. 14.30.
Félagsvist og dans í Templ-
arahöllinni
Félagsvist verður spiluð í kvöld kl.
21. Gömlu dansamir undir stjórn
hljómsveitarinnar Tígla hefjast kl.
22.30.
Borgfirðingafólagið í
Reykjavík
verður meö félagsvist í Síðumúla 35
(Skagfirðingabúð) sunnudaginn 3.
febrúarkl. 14.
Gítartónleikar í Stykkishólmi
Páll Eyjólfsson gítarleikari heldur
tónleika í kapellu St. Fransiskussystra
í Stykkishólmi laugardaginn 2. febrúar
kl. 16. Á efnisskrá verða verk eftir Luis
De Narvaez, D.Scarlatti, J.S. Bach,
M.C. Tedesco, I. Albeniz og F.M. Torr-
oba.
Páll hóf tónlistarnám i bamamúsik-
skóla Reykjavíkur en seinna I gítar-
skólanum þar sem kennari hans var
Eyþór Þorláksson. Hann lauk einleik-
araprófi þaðan 1981 og áriö 1982 hélt
hann til framhaldsnáms til Spánar.
Þar stundaði hann nám undir hand-
leiðslu spænska gítarleikarans Jose
Luis Gonzalez í borginni Alcoy. Þaðan
lauk hann námi í haust sem leið og
starfar nú sem gítarkennari í Reykja-
vík. Tónleikamir í Stykkishólmi verða
semfyrrsegir kl. 16.
t
PÚNIK OG EINAR
OG DANSBAND ÚNNU
VILHJÁLMS.
FÚSTUDAGS OG
LAUGARDAGSKVÚLD.
KVÚLDVERÐUR KL.
„8-10.
HÚSIÐ OPIÐ TIL KL. 3.