Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1985, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1985, Blaðsíða 7
DV. FÖSTUDAGUR 22. FEBRUAR1985. 29 Hvað er um að vera í íþróttum um helgina? Handknattleikur: Þrír leikir fara fram í 1. deild karla um helgina. I kvöld (föstudags- kvöld) leika Þór og KR í Vestmanna- eyjum og hefst leikurinn kl. 20. Ekkert verður leikiö á laugardag en á sunnudag leika Breiöablik og Víkingur í Digranesi kl. 20 og Stjarnan og Þróttur strax á eftir, kl. 21.15. 1. deild kvenna: Heil umferö fer fram á föstudags- kvöld. Þór og Valur leika á Akureyri kl. 20. IBV og KR leika í Eyjum kl. 21.15 og FH og IA leika í Hafnarfiröi kl. 21.15. Loks leika Fram og KR í Laugardalshöll kl. 21.30. 2. deild karla: Stórleikur veröur í 2. deildinni í kvöld þegar tvö efstu liö deildarinnar mætast í Laugardalshöll. Þaö eru lið Fram og KA sem leika. Klukkan átta leika Haukar og Þór frá Akureyri í Hafnarfirði. Á laugardag leika HK og KA í Digranesi kl. 14.45 og Fylkir og Þór, Ak., leika sama dag í Selja- skóla kl. 14.45. Körfuknattleikur: Tveir leikir verða í úrvalsdeild- inni. Haukar og KR leika í Hafnar- firöi kl. 14 á laugardag og IR og Njarðvík leika í Iþróttahúsi Selja- skóla kl. 14 á sunnudag. 1. deild karla: Ætla má aö úrslit ráöist í 1. deild karla um helgina. Efsta liöiö, IBK, leikur tvo leiki á Akureyri gegn Þór. Ef Keflvíkingar sigra í leikjunum hafa þeir tryggt sér sæti í úrvalsdeild næsta vetur. Fyrri leikurinn hefst kl. 21.30 á laugardag og á sunnudag verður leikiökl. 14. 1. deild kvenna: Tveir leikir verða í 1. deild kvenna. KR og IS leika í Hagaskóla kl. 15.30 á laugardag og á sunnudag leika Haukar og IR í Hafnarfiröi kl. 15.00. Skíði: Bikarmót í göngu og stökki fullorð- inna fer fram á Akureyri um helgina. Borðtennis: Um helgina er framhaldsskólamót BTI og unglingamót KR á dagskrá. Frjálsaf íþróttir: Islandsmótiö í frjálsum íþróttum innanhúss fer fram um helgina í Laugardalshöll og Baldurshaga. Keppt veröur í flestum greinum. Frjálsíþróttadeild IR sér um mótiö aö þessu sinni. Blak: Tveir leikir veröa í bikarkeppni karla. I Neskaupstaö leika Þróttur og Þróttur úr Reykjavík á laugardag klukkan 15. I Digranesi leika sama dag klukkan 15.15 HK og IS. I bikar- keppni kvenna leika IS og Víkingur í Hagaskóla klukkan 14 á laugardag. Einn leikur verður í 1. deild karla. Fram og Víkingur mætast í Haga- skóla klukkan 15.15 á laugardag. 12. deild karla leika í Glerárskóla á Akureyri KA og HSK klukkan 16.30 á laugardag. íþróttir — íþróttir Boltaíþróttir allsráð- andi um helgina — úrslit ráðast vsentanlega í 1. deild karla í körfu á Akureyri Boltaíþróttir veröa nær allsráð- andi hér á landi um helgina. Fjöl- margir leikir eru á dagskrá í hand- knattleik og verður leikið í öllum deildum og yngrlflokkum. Mesta spennan verður eflaust í 1. deild karla í körfuknattleik. Efsta liðið í deildinni, IBK, heldur noröur yfir heiöar og leikur tvívegis gegn Þór frá Akureyri. Vinni Keflvíkingar báöa leikina hafa þeir tryggt sér úr- valsdeildársæti að ári liönu. Vitað er hins vegar aö Þórsarar hafa fullan hug á sigrum í leikjum liöanna og veröur eflaust hart barist í Iþrótta- höllinni á Akureyri á laugardag og sunnudag. Framarar binda allar sínar vonir við Þórsara því eini möguleiki Fram á úrvalsdeildarsæti byggist á tveimur sigrum Þórs um helgina. Blakmenn veröa á fullri ferö um helgina og verður leikiö í bikar- keppninni. Auk þess fer fram mjög mikilvægur leikur um falliö milli Fram og Víkings. Þessi lið hafa lengi átt í baráttu sín í milli og svo verður örugglega einnig nú. Það verður nóg að gera hjð Hreini Þorkelssyni um helgina. Hann leikur með ÍR gegn Njarðvíking- um í körfunni og einnig með HK i blakinu gegn ÍS. Hór reynir Hreinn körfuskot i leik gegn Val. DV-mynd Brynjar Gauti. er á seyði um helgina?— Hvað er á seyði um helgina? NORRÆNA HÚSIÐ v/Hringbraut. Siðasta sýningarhelgi á vaxlitateikningum Guðmundar Björg- vinssonar. Opið daglega kl. 14—22. ÞJÖÐMINJASAFNIÐ. Þar eru til sýnis myndir eftir Sölva Helgason. Opið á þriðjudögum, fimmtudögum, laugardögum og sunnudögum frá kl. 13.30 — 16. STOFNUN ÁRNA MAGNUSSONAR. Handritasýning, opin á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum frá kl. 14-16. LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR v/Njarðargötu. Safnið er opið laugar- daga og sunnudaga kl. 13.30—16. Höggmyndagarðurinn er opinn sömu daga frá kl. 11 — 17. LISTASAFN tSLANDS. Um þessar mundir stendur yfir sýning á verkum safnsins. Er þar að finna grafík- myndir, oliumálverk og höggmyndir. Einnig stendur yfir sýning á vatnslita- myndum Gunnlaugs Scheving og gler- verkum Leifs Breiðfjörðs. Safnið er opiö sunnudaga, þriðjudaga, fimmtu- daga og laugardaga kl. 13.30 — 16. ÁSMUNDARSAFN v/Sigtún. „Vinnan i list Ásmundar Sveinssonar" nefnist sýning í Ásmundarsafni. Opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. ÁSMUNDARSALUR v/Freyjugötu. Engin tilkynning borist um sýningu þessa helgi. MOKKA KAFFI v/Skólavörðustig. Þar stendur yfir sýning á Ijósmyndum eftir Loft Atla. Á sýningunni eru 3 svarthvitar myndir og 11 litmyndir, allar til sölu. Sýningin stendur til 25. febrúar. GALLERÍ GRJÓT Skólavörðustíg 4a. Engin tilkynning borist um sýningu þessa helgi. GALLERt LANGBRÓK Amtmannsstíg 1. Sýning á skartgripum eftir listamennina Grím Marinó Stein- dórsson og Rúri. Meginhluti gripanna á sýningunni er gerður úr áli og stáli sem er óvenjulegt efni í skartgripagerð. Allir gripirnir eru módelsmíð og í sumum þeirra er skammt milli skarts og skúlp- túr. Sýningin er opin virka daga kl. 12— 18 og um helgar kl. 14—18. Sýning- unni Iýkur3. mars. GALLERl ISLENSK LIST Vesturgötu 17. Þar stendur yfir sýning á málverkum Valtýs Péturssonar og ber sýningin heitið ,,Frá liðnum árum". Galleríið er opið virka daga kl. 9 — 17 og um helgar kl. 14 — 18. Sýningunni lýkur 3. mars. RAMMAGERÐIN í HJARTA HÓTELS LOFTLEÐA Það er alltaf gaman að fœra þeim, sem heima sitja, fallega gjöf. Þú getur hugsað til þeirra á meðan þú nýtur lífsins á Hótel Loftleiðum. Vandaðar vinargjafir í Rammagerðinni. HÓTEL LOFTLEIÐIR LÉg hræddur? i HdHI: Viötal við BentLarsen íhelgarblaði DVámorgun Björn í | Reynihólum á morgun Það er meðal annars þess vegna sem við ræðum við hann. I I I I I I Láttu drauminn rætast: Húsfreyjaná Hveravöllum feríbæinn Sérstakur 12 síðna blaðauki um skíða- íþróttir. ■ I I I I I I I I I I I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.