Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1985, Side 8
30
DV. FÖSTUDAGUR 22. FEBRUAR1985.
Myndbönd — Myndbönd — Myndbönd — Myndbönd — Myndbönd
Athyglisverðir fræðsluþaettir
„Fleira er matur en feitt kjöt,” eins og kell-
ingin sagði i kaupKlaginu og að sama skapi er
nú fleira til á myndbandamarkaðinum hírlend-
is en sápuóperur, bófahasar og fóik bútað
niður með vélsögum.
1 Myndbandalelgu kvikmyndahúsanna eru
nú tll útleigu tveir flokkar vandaðra sjónvarps-
þátta um villt dýralif viða um heiminn. Annars
vegar er um að rœða þœtti Lorne Green
(Bonanza), Last of the Wlld, og hbis vegar
þættina The World of survival, nokkrir af
þeim stðarnefndu hafa verlð sýndir f islenska
sjónvarpinu.
Fræðsluefni á myndböndum ryður sér nú æ
meira til rúms á myndbandamörkuðum ytra
enda oft ánægjuleg tilbreyting frá hasarmynd-
unum. Vonandi eru þessi myndbönd fyrsti vis-
irinn að þessari þróun hérlendis.
-Ffíl
Hryllingsmyndaþvotturinn a myndbandaleigunum:
Þörf aðgerð
Hreinsun logreglunnar a hryllings-
myndum úr myndbandaleigum
landsins í þessari viku var í sjálfu sér
þörf aðgerð sem framkvæma hefði átt
fyrir löngu enda megnið af þessum
myndum lítið annaö en fjárplógsstarf-
semi óvandaðra manna sem höfða til
lægstu hvata fólks.
Hins vegar ber að líta á það að viss
þörf er og hefur alltaf verið fyrir efni
af þessu tagi og vissulega hafa margar
ágætar hryliingsmyndir verið gerðar.
Af þeim 67 myndum sem kvikmynda-
eftirlitiö úrskuröaöi ólöglegar hérlend-
is er engin sem hægt er að segja að
hefði ekki átt að vera á listanum ef
undan er skilin myndin Scanners eftir
leikstjórann David Cronenberg sem
getið hefur sér gott orð á sviði
hryllingsmyndagerðar og þykir með
efnilegustu leikstjórum í heiminum á
því sviði í dag. Scanners er einnig ein
fárra mynda á listanum sem sýnd
hefur verið í kvikmyndahúsum hér-
lendis. Það eina sem hægt er að gera
athugasemd við í sambandi við þann
lista sem lögreglan hafði til hliðsjónar
er að á honum eru nokkrar myndir
sem þegar hafa verið sýndar í kvik-
myndahúsum hérlendis, eins og
Caligula, Class of ’84, Friday the 13th
og Visiting Hours fyrir utan Scanners.
Að banna þær er eins og að byrgja
brunninn eftir að barnið er dottið ofan í
hann.
-FRI.
Lögreglan í aðgerðum á þriðjudag-
inn. DV-mynd S.
Mál Videoheimsins til saksóknara:
Samningar tókust ekki
Mál Videoheimsins verður brátt sent
til athugunar hjá ríkissaksóknara og
mun embættið kanna gögn þau sem því
berast frá rannsóknarlögreglu
ríkisins.
Kröfur þær sem einstakiingar innan
Samtaka rétthafa myndbanda gera á
hendur leigunni nema á aöra milljón
króna. SRM reyndi að semja viö for-
ráðamenn leigunnar en upp úr þeim
viöræðum slitnaði og fer málið því sína
leið í dómskerfinu.
Upphaflega lagði RLR hald á milli 2
og 300 myndbönd í Videoheiminum og
síðan nokkur fleiri í framhaldi af því
og er þetta mál eitt hið stærsta sinnar
tegundar sem nú eru í athugun. Fyrir
utan hina opinberu rannsókn munu sex
einkamál vera í gangi gegn leigunni.
-FRI.
1. Chiefs
2. Falcon Crest
3. Stríðsins blóðuga helvfti
4. Með allt á hreinu
5. Dynasty
6. Lace
7. Ninje Master (4-6)
8. Escape from New York
9. To be or not to be
10. Celebrity
11.48 hrs.
12. Killer on Board
13. Lies
14. Educating Rita
15. Silent Partner
16. Summer Girl
17. The Nurse
18.1922
19. Silkwood
20. Blue Thunder
>
Q
The Anderson Tapes.
Leikstjóri Sidney Lumet.
Aðalhlutverk Sean Connery, Dyan Cannon.
Léttur þriller um innbrotsþjófinn Duke
(Connery) sem ætlar sér að hreinsa allt fémætt
úr f jórum íbúöum í stórhýsi nokkru. Hann fær til
liðs við sig f jóra aðra glæpamenn en það sem er
nokkuð skondiö við þetta rán er að frá upphafi
'fylgjast alls um fjórar mismunandi lög-
regludeildir með innbrotsþjófunum, mynda þá í
bak og fyrir og taka alit upp á segulband sem
þeir segja.
Þegar þrælskipulagt innbrotið er í fullum
gangi kemst það upp, að vísu ekki fyrir tilstilli
allra lögregludeildanna heldur lamaðs stráks
sem á litla talstöð í einni af íbúðunum sem
rændar eru. Lögreglan leggur til atlögu.
Lumet á að baki margar stórgóðar myndir og
þótt þessi verði seint talin með merkari
myndum hans er hún pottþétt skemmtun sem
óhætt er að mæla með.
Rétt er að geta þess að The Anderson Tapes er
fyrsta myndin sem Christopher Walken (The
Deer Hunter, Dogs of War) lék í og sýnir hann
afbragðsleik eins og raunar flestir aðrir.
BEATTHE DEVIL.
Leikstjóri John Huston.
Aðalhiutverk Humphrey Bogart, Jennifer Jones, Gina
Lollobrigida.
Að segja að þessi mynd sé skrýtin er vægt til
orða tekið. Að óreyndu átti maður von á mun
betri mynd, einkum er haföur er í huga sá
kokkteill úrvalsliðs sem stendur að gerð hennar.
Fyrir utan framangreinda má nefna að Truman
Capote skrifaði handritið aö henni ásamt
Huston og í aukahlutverkum eru leikarar á borð
við Robert Morley og Peter Loore.
Handrit myndarinnar er þannig skrifað að
áhorfandinn á erfitt með að átta sig á því hver
efnistökin eru. Myndin hefst í smábæ á Italíu
þar sem hópur fólks bíður eftir skipsfari til
Afríku. Meðal þeirra sem bíða er hópur
viðskiptamanna sem ætlar sér að semja um
úranvinnslu í Afríku, ensk hjón á leið til kaffi-
akra sem þau hafa fest kaup á og Bogart og
Lollobrigida sem eru í samkrulli með viðskipta-
mönnunum.
Á miðri leið kemur upp eldur í skipinu og
farþegarnir verða að yfirgefa það. Þau fara á
árabát til Afríku þar sem hópur araba tekur þau
til fanga og þá loks fara línurnar aö skýrast.
Leikur er allur meö ágætum í myndinni en
hún verður ekki talin með betri verkum Huston.
M Ve te The Twooe /, Miib.NoiMWi. an aroc m
Class of 1984.
Leikstjóri Mark Lester.
Afleihlutverk Perry King, Timothy van Patten, Roddy
McDowell.
„Við erum framtíðin,” segir einn af pönk-
urunum í þessari mynd við kennara sinn eftir að
gengi þaö sem hann stjórnar og ræður lögum og
lofum í skólanum hefur gert kennaranum flest
allt til miska nema drepa hann.
Framsýn leikstjórans Mark Lester, sem bæði
framleiðir myndina og skrifar handritið, er væg-
ast sagt ótrúleg, sérstaklega ef haft er i huga að
pönkið er meira og minna í andarslitrunum
þessa dagana.
I skóla einum stjórnar pönkgengi nokkurt öllu
og leggur fyrir sig ýmsan óþverra, allt frá fíkni-
efnasölu til nauðgana og morða, án þess að
skólayfirvöld geri nokkuö af viti í málinu nema
einn kennari, sem fær bágt fyrir.
Bíll hans er sprengdur í loft upp og konu hans
nauðgað og ýmislegt annað. Hann á engra
annarra kosta völ en kála genginu sjálfur.
Það sem einkum háir þessari mynd er að
leikur í henni er allur þriöja flokks ef undan er
skilinn Roddy McDowell í hlutverki kennarans.
Efni hennar er í sjálfu sér þörf ábending á
þessum síðustu og verstu tímum en missir
soldiö marks vegna þess hve ýkt það er á-
köflum.
Hells angels on wheels.
Leikstjóri: Richard Rush.
Aflalhlutverk: Jack Nicholson.
Ein fyrsta mynd Jack Nicholson og áhuga-
verð fyrir þá sem vilja sjá kappann á sínum
yngri árum, en að öðru leyti er þessi ræma hið
mesta bull.
Meðalþeirrasem koma fram í henni er hinn
þjóðsagnakenndi forseti „engla helvítis”, Sonny
Berger. Eg þekki hann ekki í sjón en ef hann
leikur sjálfan sig í myndinni, eins og mig grun-
ar, verður seint sagt að leikhæfileikar íþyngi
honum.
Nicholson leikur ungan mann sem tekinn er
inn í „engla-gengið”. Síðan gengur myndin út á
að lýsa daglegu lífi þessa hóps utangarðs-
manna, eilífar mótorhjólaþeysur án markmiös,
partí þar sem allir reykja og ríða eins og mest
þeir mega, kryddað með slagsmálum við hina
og þessa sem „englunum” er á einhvem hátt
uppsigað við. Engan eiginlegan söguþráð er að
finna í myndinni og ef ætlunin var að gefa ein-
hverja innsýn í líf „englanna” bætir myndin
engu við sem ekki var vitað fyrir.
**** Fróbær *** Góð
★ Léleg
-FRI
★ ★ Miðlungs
O Afleit