Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1985, Qupperneq 18
62
DV. LAUGARDAGUR 20. APRlL 1985.
dan*
£
Ruth Ellis skaut mann og var síðasta
konan sem dæmd var til dauða í
Bretlandi. Frá þessum atburðum
segir íkvikmyndinni Dance
with a Stranger
I
snörUíIni
Ariö 1955 brá bööullinn snörunni um
hálsinn á Ruth Ellis og þaö var í síö-
asta sinn sem kona var hengd í Bret-
landi. Glæpurinn aö baki dauðadómn-
um var morö en eins og Ruth EUis
sagöi sjálf: „1 Frakklandi eöa á ítalíu
er þaö kallaö ástríðuglæpur þegar
kona skýtur elskhuga sinn, en í Eng-
landi hengja þeir þær.” l>aö var sem sé
ögæfusamur ástmaður sem varð fyrir
kúlunni úr byssu Ruth Ellis og hann
hét David Blakely, ungur og óreglu-
samur yfirstéttarpiltur.
Sú staöreynd aö Ruth stóð mörgum
þrepuin fyrir neðan hann í þjóöfélags-
stiganuin var að inati margra ein af
ástæöunum fyrir því aö hún var hengd
í hæsta gálga, einungis þrem mán-
uðum eftir aö hún lét skotiö ríöa af. Nú
hefur kvikmyndaleikstjórinn Mike Ne-
well gert mynd um þessa atburði sem
inörgum þykir merkilegur minnis-
varöi yfir Ruth Ellis og einkason henn-
ar sem fy rirf ór sér fyrir t veim ámm.
Mynd sem
kom á óvart
Newell túlkar atburöina sem
leiddu til þess aö Ruth Ellis drap
Blakely og telur að ástriöuhiti þeirra
hafi engan hljómgrunn átt í freönu
og stirönuöu þjóðfélagi á sjötta ára-
tugnum í Bretlandi. Fæstir gagnrýn-
endur í Bretlandi áttu reyndar von á
miklu þegar Newell lagöi í að mynda
ævi Ruth, hann átti aö baki nokkrar
kvikmyndir sem gáfu engin sérstök
fyrirheit. Fjármunirnir sem variö
var til geröar myndarinnar voru
heldur ekki miklir á breskan mæli-
kvaröa, rúmlega ein milljón sterl-
ingspunda. Stjórnandi framleiösl-
unnar var aukinheldur Roger nokkur
RandaU-Cutler sem lengi hefur
starfaö í auglýsingabransanuin og
fy rir bragðiö var taUð lUdegt aö hann
vildi framleiöa emhvers konar glans-
mynd.
En raunin varö sem sagt önnur.
Myndin hefst á angurværuin söng
Mari WUson sem flytur lag Peggy
Lee, Would You Dance with a
Stranger. Áhorfandinn er síöan
leiddur inn í andrúmsloft eftirstríös-
áranna og Ruth EUis fylgt eftir á
hálfgeröri píslargöngu sem veitir
henni engin tækifæri til að lifa sam-
kvæmt löngunum sínum.
Draumur um
betra líf
Þegar frásögnin hefst er Ruth viö
stjömvölinn í Utlum næturklúbbi og
þar rekst hún á skólastrákinn David
Blakely sem lagt hefur ofurást á
kappakstursbíla og ekur þeim í frí-
stundum. Hann er drykkfelldur og
einhvem vegrnn er eins og hann hafi
ekki í rauninni neina löngun tU aö
vinna neina sigra hvorki á kapp-
akstursbrautinni né í einkahfinu.
Smám saman eyöheggur hann líf
lífsglaðrar og kynþokkafullrar konu
sem býr ein meö barni sínu. Ruth
örvmglast loks eftir að hafa misst
fóstur og margsvikiö Desmond Cuss-
en, eina manninn sem í raun viU
halda tryggö viö hana. Og þá er kom-
iö aö því aö hún hleypi af fyrir utan
krá í Hampstead á páskadag.
Frammistaöa Miröndu Richard-
son í hlutverki EUis hefur veriö köll-
uð því sem næst yfimáttúrleg og á
stærstan þátt í aö gera Dance with a
Stranger að eftirtektarveröri kvik-
mynd. Miranda hefur ekki fyrr lagt
stund á kvUtmyndaleik, en öðm
máli gegnir um Rupert Everett sem
leikur David Blakely. Hann á nú
einar fimm kvikinyndir aö baki. I
sumum fór hann meö smáhlutverk,
en í Another Country lék hann aðal-
hlutverkið, njósnarann fræga Guy
Burgess. Af öðrum leikurum í Dance
with a Stranger má nefna Ian Hohn
sem túlkar Desmond Cussen, ein-
mana, miöaldra mann úr lægri inið-
stétt sem lætur sig dreyma um
annað og betra Uf, rétt eins og Ruth
Ellis, á meðan hástéttadrengurinn
þeysir um á kappakstursbíl, leik-
fangi í yfirstærð.
Til minningar
um gálgann
I Dance with a Stranger dansa
allar persónurnar viö fólk sem þær
þekkja ekki og geta aldrei kynnst og
þaö hefur ekkert upp á sig aö ætla aö
reyna aö skipta um takt og láta dans-
reglur stéttaskiptingarinnar eins og
vind um eyrum þjóta. Sagan af Ruth
Ellis heföi sem best getað oröiö efni í
spennandi glæpamynd eöa tárvota
ástarsögu, en í meðförum leikstjór-
Ruth Eliis (Miranda Richardson) var töff týpa og af sumum kölluð ótind
dækja.
ans Mike Newells og handritshöfund-
arins Shelagh Delaneys veröur glæp-
ur Ruth EUis óumflýjanlegur endir á
vonlausu ástarævintýri, skýröur
fyrir áhorfandanum með þvi aö setja
atburöina í víðara samhengi boöa og
banna.
Höfundarnir hafa séð til þess að
áhorfendur verði áreiöanlega á
bandi Ellis sem á sínum tíma var
kölluð ótínd glæpakvensa og „dæmi-
gerö Lundúnadræsa”. I meöförum
Rupert Everetts veröur fórnarlamb-
ið David Blakely í senn heillandi og
fráhrindandi, kaldrifjaöur og kæru-
laus. Hjónaband hans og Ruth er
óhugsandi, til þess er biliö milli
þeirra alltof breitt og þá heföi sam-
band þeirra heldur ekki veriö í frá-
sögu færandi. Harmleikurinn er ef
tii vill einmitt fóiginn í því að David
er enginn draumaprins og Ruth er
ekki týpan sem giftir sig og snýr sér
að húsmóðurstörfunum.
I Dance with a Stranger kemur
glöggt fram andúð höfundanna á
dauðarefsingunni og ekki aö ástæðu-
lausu þar sem stjórnvöld í Bretlandi
eru nú farin aö viðra þá hugmynd að
breyta refsilögum, ráöa bööla til
starfa á ný og dusta rykið af snör-
unni. Kvikmyndin er því ef til vill
ekki síður gerö í minningu gálgans
en síðasta fórnarlambs hans af kven-
kyni í Bretlandi.
-SKJ
Byggt á: Sight & Sound, Winter
1984/85; Films and filming, mars
1985; films on screen and video, feb.
1985; Movies & Video, mai 1985.
Ævintýrifl um Ruth Ellis og David Blakely endaði ekki á ketti úti i mýri heldur i gálganum.