Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1985, Blaðsíða 8
8
RESTAURANT
tinggArden
Sumarstarf fyrir kvenkokk í Danmörku maí—sept. '85.
Haukur,
sími 41606.
Double Coin og WARRIOR
Kínverskir hjólbaröar, diagonal og radial, stórir og
smáir. Verðið það besta sem þekkist.
Umboðsmenn um land allt.
Reynir sf.
Sími 95-4400
Blönduósi
FR-félagar, Vesturlandi
Stjórn Félags farstöðvaeigenda á íslandi boðar til funda
með stjórnum deilda sem hér segir: .1 Hótel Borgarnesi
föstudaginn 26. apríl kl. 20.30, í Mettubúð Ólafsvík laug-
ardaginn 27. apríl kl. 11, Grundarfirði sama dag kl. 14,
Stykkishólmi sama dag kl. 17, Akranesi sunnudaginn 28.
apríl kl. 14.
Fundirnir eru opnir öllum félagsmönnum sem jafnframt
eru hvattirtil aðfjölmenna.
Stjórnin.
n
KÓPAVOGSBÚAR
Kópavogskaupstaður auglýsir leiguíbúðir og byggingar-
lóðir fyrir aldraða sem hér segir:
t. 28 leiguibúðir i raðhúsum, 89 m2 hver ibúö, sem fyrirhug-
að er að byggja i efri hluta Vogatungu. Helmingur
ibúöanna veröur leigður þeim, sem kaupa skuldabréf eða
eignarhluta i íbúðunum. Hinn helmingurinn verður
leigður þeim, sem við erfiðastar aðstœður búa i hús-
nœðismélum.
II. 31 byggingarióð fyrir sórhannaðar ibúðir i raðhúsum eða
parhúsum, 72 m’—90 m', hver ibúð i neðri hluta Voga-
tungu. Bilgeymsla fylgir 5 ibúðum.
III. 20 byggingarióðlr fyrir sórhannaðar ibúðir i parhúsum, 82
m’—94’ hver ibúð, f Sœbólslandi. Bílgeymsla fylgir hverri
fbúö.
Rétt til umsókna hafa allir þeir sem lögheimili eiga í Kópa-
vogi og náð hafa 60 ára aldri.
Umsóknareyðublöð eru afhent á tæknideild bæjar-
skrifstofanna í Félagsheimili Kópavogs, III. hæð,
Fannborg 2. Þar eru veittar nánari upplýsingar og þar
liggja frammi uppdrættir af byggingarsvæðunum og drög
að teikningum íbúðanna.
Umsóknum þarf að skila á sama stað eigi síðar en 7. maí
nk.
Þessi auglýsing er jafnframt könnun á áhuga aldraðra
fyrir þessum íbúðabyggingum og ræðst framkvæmda-
hraðinn að verulegu leyti af fjölda umsækjenda.
Bæjarstjórinn í Kópavogi.
DV. FÖSTUDAGUR 26. APRlL 1985.
Útlönd Útlönd Útlönd
Varsjárbandalagið
endurnýjað í dag
Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna,
kom til Varsjór í gær til aö undirrita
framlengingu á Varsjárbandalags-
samningnum. 1 dag munu leiðtogar
hinna sjö Varsjórbandalagsrikja
undirrita samninginn. Þeir komu til
Póllands i gær.
Samningurinn verður framlengdur
til 20 ára, meö möguleika á 20 árum i
viðbót ef þurfa þykir.
Wojciech Jaruzelski, formaður
pólska Kommúnistaflokksins, tók á
móti Gorbatsjov á flugvellinuum í Var-
sjá. Hann var í borgaralegum fötum en
ekki hinum venjulega herbúningi sin-
um.
Á flugvellinum tóku hópar fólks á
móti Sovétleiötoganum og hrópuðu
„velkominn” á rússnesku.
Miklar öryggisráðstafanir voru í
Varsjá fyrir heimsókn leiðtoganna.
Þetta er fyrsta ferð Gorbatsjovs til
útlanda siöan hann var kjörinn flokks-
formaöur. 1 ferð með honum voru
Tikhonov forsætisráöherra, Gromyko
utanríkisráöherra, Sokolov vamar-
málaróðherra og aðrir háttsettir
menn.
TÍGRE
ÞARF
MEIRI
MAT
Skæruliðar sem berjast við stjómina
í Eþíópíu biðluðu til Vesturlanda í gær
að senda auknar matarbirgöir til
Tígre-héraðs. Þar vofir hungurdauöi
yfir tveim milljónum manna.
Á blaðamannafundi í Washington
sagði talsmaður frelsisfylkingar
Tígremanna að hundmð þúsunda
manna frá Tígre myndu deyja í sumar
yrði ekki komið til þeirra miklu magni
matar þegar í staö. Hann sagði að
regntímabilið í júní myndi eyðileggja
vegi og yrði ekki hægt að koma matn-
um til Tígre fyrir þann tíma myndi fólk
deyja hungurdauða í auknum mæli.
Þegar deyja 1.500 manns á dag í Tígre,
sagði hann.
Talsmaðurinn sagði að 90 prósent
Tígrebúa lifðu á svæðum undir stjórn
Skærullðar í Eritreu segja að hundruð þúsunda muni deyja komi ekki til auknar
matvælasendingar frá Vesturlöndum.
frelsisfylkingarinnar. Eþíópíustjórn ekki nógu mikið til að hjálpa þessu
og vestrænar hjálparstofnanir gerðu fólki, sagði hann.
skróp
Arafat:
SYRLAND KOMI
VEG FYRIR FRIÐ
Þúsundir skólabama víös vegar um
Bretland tóku sér frí síðdegis í gær úr
skólum til þess að mótmæla stefnu
Thatcherstjórnarinnar í atvinnu-
málum.
I Reading hjá London var 41 skóla-
piltur handtekinn fyrir aö grýta
kennara sína.
Þeir sem að mótmælunum stóðu
töldu að um 200 þúsund ungmenni í
skólum hefðu tekið þátt í skrópinu.
Tilefnið vom áætlanir stjórnarinnar
um að skera niður atvinnuleysisstyrki
til skólafólks sem er atvinnulaust þeg-
ar það lýkur nómi. Niðurskurð-
urinn ó að taka til þeirra sem ekki vilja
skrá sig til nýrrar starfsþjálfunar.
Yassir Arafat, leiðtogi Frelsis-
fylkingar Palestinu, PLO, sagöi i gær
aö Sýrland hefði komið í veg fyrir
friöarsamninga milli Irans og Iraks
með því aö hvetja Irani til að halda
áfram baráttu sinni.
Arafat sagði þetta á fréttamanna-
fundi í Kuwait. Hann er nú ó ferð um
löndin í Persaflóa til að gefa leiðtogum
þeirra landa skýrslu um ástandið i
Palestínu og i Suður-Líbanon.
Arafat sagði ekki hvenær Sýrland
hefði gripiö inn i gang móla í Persa-
flóastríðinu. Hann sakaði Sýrlendinga
líka um samráð við Bandaríkin um að
koma í veg fýrir brottflutning Palest-
ínumanna frá Sýrlandi til að berjast
gegn Israelum í Suður-Líbanon.
Umsjón: Þórir Guðmundsson
ogGuömundurPétursson
Frakklandsforseti
vitni í réttarhöld-
unum í Argentínu?
Valery Giscard D’Estaing, fyrrum
Frakklandsforseti, hefur verið kvadd-
ur sem vitni í réttarhöldunum yfir níu
fymim herstjórum Argentínu, sem
sakaöir eru um brot á mannréttindum.
Sækjandinn í málinu baö um Giscard
sem vitni, eftir að franskur dómari
sagði réttinum að Giscard hefði átt
fund með einum hinna ákærðu, Emilio
Massera aömírál. Höföu þeir tveir rætt
örlög Frakka sem horfið höföu í Argen-
tinu, þar ó meöal tvær nunnur.
Meðal herforingjanna á sakabekkn-
um eru þrír fyrrum forsetar: Jorge
Videla, Roberto Vilola og Leopoldo
Galtieri.
Uppþot varö í réttarsalnum í gær
þegar einn verjandi lenti í oröakasti
viö þingmann. Var lögfræðingurinn
leiddur út og síðar víttur.
I gær voru ótta ár liöin fró því að
„mæðumar á Mayo-torgi” hófu sín
vikulegu mótmæli út af horfnu fólki.