Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1985, Blaðsíða 14
Fyrirtæki til sölu
Til sölu fyrirtæki sem verslar með vörur fyrir sjávarútveg,
tilvalið fyrir einn til tvo aðila. Fyrirtækið hefur mikla vaxt-
armöguleika.
Verðhugmynd 1.500,000 — 2.000.000, góðir greiðsluskil-
málar.
Lysthafendur vinsamlegast leggi nafn og uppl. inn á af-
greiðslu DV, Þverholti 11, fyrir 1. maí merkt F—12.
HÖGGl
DEYFAR
í EFTIRTALDA JEPPA: j BROIMCO
Einnig SCOUTI1
stýrisdemparar
PÓSTSENDUM
BLAZER
JEEP
OGFLEIRI
!__________________________________________________________________________________________________________________________________________,
iaayB^B p, HABERG HF,
Skeifunni Sa — Simi 8»47»88
Tilboð óskast
í eftirtaldar bifreiðar skemmdar eftir umferðaróhöpp:
Subaru 1800 st.
Volvo 244 turbo
Daihatsu Charmant
Mazda 323
Wagoneer
Dodge Monaco
Datsun Cherry DX
árg.1984.
árg. 1982.
árg. 1979 (tveir bílar).
árg. 1980.
árg. 1974.
árg. 1977.
árg. 1983.
Bifreiðarnar verða til sýnis að Smiðjuvegi 1, Kópavogi,
laugardaginn 27. apríl frá kl. 13.00 til 17.00.
Tilboðum skal skilað til aðalskrifstofu, Laugavegi 103,
fyrir kl. 17.00 mánudaginn 29. apríl.
Brunabótafálag íslands.
SVEFNSÓFAR
Verð f ró
kr. 10.800,-
Eigum enn nokkra tveggja
manna svefnsófa á lager.
BORGAR-
húsq&qn
Hreyfilshúsinu á horni Grensásvegar
og Miklubrautar. Sími 68-60-70.
Úrvalid hjá okkur er meira en þig grunar.
/
DV. FÖSTUDAGUR 26. APRÍL1985.
Menning Menning Menning
Símon H. ivarsson og Siegfried Kobilza eru lagflir upp i þriðju reisu sina um landið.
DV-mynd VHV
LANDSREISA
— gítaríeikaranna Símonar H. ívarssonar og Siegf ried
Kobilza, hin þriðja, er haf in
Gítarleikaramir Símon H.
lvarsson og Siegfried Kobilza eru nú
lagöir upp í þriöju tónleikaferö sína
um landiö. 1 kvöld halda þeir tvenna
tónleika á Akranesi en siöan stefna
þeir austur á land og þaöan norður
og vestur um. Alls ætla þeir að halda
um 20 tónleika. Efnisskráin er
töluvert frábrugðin því sem verið
hefur í fyrri tónleikaferöum þeirra
félaga. Símon sagöi DV aö ,,áöur
lögöum viö áherslu á flamengó-
tón'Jst. Nú munum við einbeita
okkur aö klassískum verkum. Aö
vísu eru þar meö spánskir höfundar
sem hafa orðiö fyrir miklum áhrifum
frá flamengótónlistinni. Verkin eru
eftir Bach, Bethoveen, Falla og
Bocherini. Þar að auki ætlum við aö
kynna verk eftir nútímatónskáldiö
John Duarte, góðan höfund en litt
þekktan.
Kynning á klassík
Ástæöan fyrir þessari breytingu er
m.a. sú aö áður þurftum við að hafa
með okkur tvo gítara hvor. Nú ætlum
viö aö minnka farangurinn. Aðal-
ástæöan er reyndar sú að tilgangur
tónleikanna nú er aö kynna klassiska
gítartónlist og gitarleik”.
Fram til þessa hafa þeir félagar
haldið um 40 tónleika víös vegar um
landiö. Fyrsta tönleikaferöin var
farin áríö 1979. Síðan lögöu þeir aftur
land undir fót árið 1982 og nú er
komiö aö þriðju ferðinni.
Ævintýraferð
Siegfried sagði aö fyrir sig væri
þaö „miklu meira ævintýri að leika
hér en i Evrópu. Eg undrast hvaö
landsmenn eru hrifnir aö klassískum
gítarleik. Það eru þessar undirtektir
sem valda því aö ég hlakka alltaf til
aö koma og spila hér. Skipulagið er
líka ekki eins rígbundiö og í Evröpu.
Hér gerist alltaf eitthvað óvænt.
Erlendis veit maður meö margra
ára fyrirvara hvað mun gerast á
þessum og þessum tónleikum. Síðast
þegar ég var hér lék ég á fyrstu
gítartónleikunum sem haldnir hafa
verið á Breiðdalsvík. Hálf um mánuði
síðar spilaði ég í Carnegie Hall.
Þetta eru ólíkir staðir en ég veit ekki
á hvorum þeirra var skemmtilegra
aðspila”.
Og nú tekur Símon viö: „Þaö
samdist meö okkur fyrir ári síðan að
leggja í nýja tónleikaferð. Ég hef séö
um skipulagiö. Það er ævintýri út af
fyrir sig. Eg byrjaði á aö senda út
um 20 bréf til kynningar. Aðeins einn
áræddi að svara. Síöar komst ég að
því aö margir óttuðust aö kostnaöur
viö tónleikana yröi of mikill því þaö
þyrfti að borga okkur. Yfirieitt
leikum viö á vegum tónlistarfélaga
eða tónlistarskóla sem ekki hafa úr
miklu að spila. Við komumst þó aö
samkomulagi um kostnaöinn þannig
aö við sleppum sléttir út úr ævin-
týrinu. Þeir sem viö leikum fyrir
greiöa útlagöan kostnaö en viö
leggjumtilvinnuna.
Á stööum sem eru fjarri Reykjavík
er greinilega mikill áhugi fyrir aö fá
einhverja til að halda tónleika. Þeir
sem búa nær höf uðstaðnum eru aftur
á móti vantrúaðri á að til nokkurs sé
að bjóða upp á menningarlegar sam-
komur. Nálægðin viö alla
menninguna í Reykjavik viröist
draga úr þeim kjark.
Áhugi fyrir austan
Eg get nefnt tónleika sem viö
höldum á morgun á Borgarfiröi
eystra sem dæmi um hvernig þetta
gengur fyrir sig. Við gleymdum að
gera ráö fyrir tónleikum þar þegar
við skipulögöum feröina um Austur-
land. Fyrir nokkrum dögum var
hringt að austan og viö beðnir aö
hafa Borgfiröinga ekki útundan, þaö
gerðist alltof oft. Með tilfæringum
tókst þó aö finna tíma enda voru
heimamenn tilbúnir til aö gera allt
fyrir okkur. Ég haföi heyrt það áður
að menningarsamkomur væru vel
sóttar þar. Þeir á Borgarfirði eystra
höföu aftur á móti mestar áhyggjur
af að við kæmumst ekki ef hann gerði
norðaustan átt meö snjókomu.
En svona er þessi tónleikaferð
skipulögð. Sveitarstjórinn í Hrísey
sér um tónleikana þar. Tónlistar-
félögin á Egilsstöðum og i Olafsvfk á
sínum stööum og þannig mætti lengi
halda áframaönefna dæmi. ’ ’
Frumlegt skipulag
Siegfried er greinilega hrifinn af
skipulaginu. „Svona nokkuð þekkist
hvergi annars staöar. Erlendis eru
umboösskrifstofur. Eg hef umboðs-
mann sem sér um allt skipulag og
semur um tónleika með árs fyrir-
vara og þaðan af meira. Ég læt hann
taka þessa daga til að koma til
tslands frá. Fyrst þegar ég kom
hingað hélt ég að þetta yröi þægilegt
sumarleyfi til aö prófa einu sinni.
Kynni mín af þjóöinni og vináttan við
Símon valda því að ég er nú komin í
þriöju feröina.
Þeir sem ætla sér aö lifa af tónlist
verða helst að spila í stórum húsum,
annaö borgar sig ekki. Þaö sem er
ómótstæðilegt við aö koma hingað er
ánægjan af aö spila þar sem svo vel
er tekiö á móti manni. ”
„Ef vonin um gróða ætti að ráða,”
bætir Simon við, „þá væri þetta
aumasti bissnes sem um getur. Ein
af ástæðunum fyrir að ég fer í svona
ferðir er þörfin fyrir að halda sér við
í greininni. Tónlistarmenn verða
engu siður en íþróttamenn aö halda
sér i formi. Nú svo er ódýrara að
halda marga tónleika því ákveðinn
grunnkostnaður er alltaf sá sami. Ur
því að á annað borö er byrjað er eins
gott aö nýta tækif ærið til f ullnustu.
Siegfried á þá líka kost á að sjá
meira af landinu. Hann lítur á þetta
sem ævintýri. Erlendis spilar hann
fýrir 40 þúsund á kvöldi en hér fýrir
ánægjuna eina.”
Að lokinni ferðinni um landið eru
líkur á að þeir Símon og Siegfried
haldi til Færeyja og leiki í Norður-
landahúsinu. Ástandið þar á bæ er
reyndar þannig um þessar mundir
að enginn getur ákveöið hvað á að
gera í húsinu. Það ætti þó ekki að
hefta för þeirra félaga lengi.
GK