Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1985, Síða 10
10 DV. FÖSTUDAGUR26. APRIL1985.
Bein lína til Steingríms
Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra og formaður kvöld. Fjöldi spurninga og svara birtist í blaðinu á miðvikudag- Framsóknarflokksins, var á beinni línu til DV á þriðjudags- inn. Hér birtist síðari hluti spurninga lesenda og svara forsætis- ráðherra.
Hvað skal gert
svo bændur
búi áf ram?
Steinþór Þórðarson, Norðfirði:
— Nú hefur Framsóknarflokkurinn
talið sig flokk okkar bænda. (Steingr.)
„og er það ásamt fleirum”. — Hvað
hugsið þið ykkur að gera nú svo
bændur geti haldið áfram að búa á
jörðum sínum, það er farið aö þrengja
svo að bændum?
,,Ja, þú kemur þama aö því sem ég
hef kallaö eitt af þremur stóru aökall-
andi vandamálunum í okkar þjóð-
félagi, það er fjárhagsstaða bænda og
sú breyting sem að mínu mati verður
að verða á f ramleiösluháttum þar.
Nú, ég get sagt þér það að við höfum
verið að reyna að fara yfir þessi mál;
hve fjárhagsþörfin sé mikil, við teljum
að hún skipti svona 5 til 6 hundruö
milljónum, þaö sé sú upphæð sem þurfi
að ráöstafa bæði til að aöstoöa bændur
í þeirra fjárhagserfiðleikum í dag, til
að halda áburðarverðinu svona
skikkanlega niðri og svo framvegis...
til loðdýraræktar og nýsköpunar í
landbúnaöi.
Ég fyrir mitt leyti tel að þaö fram-
leiösluráösfrumvarp sem nú Uggur
fyrir, þar sem gert er ráð fyrir aö
draga á fimm árum mjög svo úr þörf-
inni fyrir útflutningsbætur en heimila í
staðinn að nota það fjármagn þennan
tíma sem sparast til nýsköpunar, vera
gífurlega mikilvægt spor.
Eg skal segja þér, og ég hef lengi
sagt það að það er orðið löngu tíma-
bært að viðurkenna að við flytjum ekki
út landbúnaðarvörur eins og ástatt er.
Þess vegna eigum við að ná samstöðu
um að nota þetta fjármagn til styrkja
landbúnaðinn eftir öðrum leiöum.”
Kennaralaun
Kristján E. Guðmundsson, Reykjavík:
— Telur þú Uklegt að þú fáir
kennara til að kenna viö framhalds-
skóla landsins fyrir 22.800 krónur á
mánuði?
„Ég tel þaö vera of lág laun fyrir
kennara sem hefur lagt mörg ár í
menntun og ber verulega ábyrgð. Við
þurfum að leggja mjög mikla áherslu á
góða menntun og góða þekkingu sem
undirstöðu þeirrar nýsköpunar sem
þörf er á í okkar atvinnulífi.
Ég hef sagt það áður að ég tel aö
kennaralaun hafi dregist aftur úr.
Kennarar fá núna í kringum 17 af
hundraði hækkun. Að vísu er það ekki
allt umfram það sem BSRB fékk áöur.
Það er líklega 8—9 af hundraöi
umfram það sem BSRB var búið að fá.
Ég verð að segja þaö í fullri hreinskilni
að ég hélt að hækkun til kennara yrði
eitthvað meiri heldur en þetta. En ef-
laust hefur Kjaradómiur gert sér
glögga grein fyrir því hvaða mismunur
væri á kjörum stétta utan og innan
ríkisgeirans.
Mér fannst skýrsla, sem gerö var á
vegum menntamálaráöherra um þessi
mál, mjög athyglisverð. I henni kom
fram, hvort sem viö vefengjum það
eða ekki, að kennarar hafa dregist
mjög aftur úr iðnaðarmönnum. Ef ég
man rétt, eru þeir núna um 10 af
hundraði á eftir iðnaöarmönnum en
voru árið 1971 með 10 eða 12 af
hundraöi hærri tekjur en iðnaðar-
menn. Ef þetta er rétt hafa kennarar
dregist mjög óeðlilega aftur úr.”
Aðspurður kvaðst Steingrímur hafa
áhyggjur af því að margir framhalds-
skólakennarar myndu hætta störfum í
haust.
Umbúðir
bjórsins
Slgurður Ólafsson, Isafirði, spurði:
— I bjórfrumvarpinu er gert ráð fyrir
því að bannað verði að selja bjór í ein-
nota umbúðum. Hvers vegna? „Mér er
sagt aö þaö komi til af því að taliö er aö
einnota umbúðir geti valdið miklumi
óþrifnaöi.”
— Finnst þér ekki óeðlilegt að viö för-
um að eyða gjaldeyri í flöskur sem
verða fluttar hingað til landsins sem
einnig verður kastað eins og bjór-
dósum og mölvaðar. Hvaö heldur þúað
þetta kosti þjóöina í erlendum gjald-
eyri umfram þaö aö nota einnota um-
búðir?
„Ég er nú ekki alveg kunnugur
þessu. Hins vegar er ekki öruggt að
dýrara verði aö nota fleimota flöskur.
Einnota umbúðir eru mjög dýrar og
þaö yrði mjög dýrt aö flytja þær til
landsins. Einnig yrði allt of dýrt að
setja upp hér verksmiöju til að fram-
leiða bjórdósir fyrir svo lítinn mark-
aö.”
— Hvemig verður þá innflutningi
háttað. Fá erlendir aðilar leyfi til að
flytja hingað til landsins einnota flösk-
ur?
„Þeimyrði bannað aðselja íeinnota
umbúðum. Svo væri þaö þeirra mál
hvort þeir vildu fá flöskumar sendar
úr aftur. Þannig skilst mér að þetta sé
hugsað. Ég verð að viöurkenna að ég
hef ekki fylgst svo náiö með þessari
hliðmálsins.”
— Mig langar að skjóta því hér að að
það væri nú gaman að sjá þig hér oftar
á Vestfjörðum.
„Það er alveg rétt. Ég var reyndar
þarnafyrirviku.”
Misgengi
kaupgjalds
og lánskjara-
vísitölu ?
Björn Arason, Reykjavik:
— Er Framsóknarflokkurinn búinn
aö fastmóta sínar tiilögur um þaö
hvernig húsbyggjendum verði bætt
það misgengi sem orðið hefur á kaup-
gjalds- og lánskjaravísitölu?
„Ja, sko, Framsóknarflokkurinn
hefur lagt fram ákveðnar tillögur í þvi
sambandi og ekki síst hefur félags-
málaráðherra unniö þær. I þeim er
gert ráð fyrir að verja til þeirra mála
nokkrum hundruðum milljóna króna,
það er ekki vitað ennþá hvað það verð-
ur mikiö. Það voru 200 milljónir
ákveðnar í fyrstu til þess aö veita hag-
kvæm lán með niðurgreiddum vöxtum
í gegnum Húsnæðisstofnun til þess að
mæta þessu misgengi að nokkru leyti.
Nú veit ég vel að þú segir kannski
eins og svo margir að menn eigi bara
að fá þetta borgað út sem styrk eða
þess háttar. En við höfum ekki treyst
okkur til aö ráða við það.”
Efnirþú
loforðið?
Kristján E. Guðmundsson, Reykjavík,
spurðl:
— Þú gafst BHM nokkurs konar lof-
orð í svokölluðu „sjö punkta bréfi” um
að það yrði skipaður sérstakur gerðar-
dómur strax að loknum kjaradómi
sem úrskurðaði um ágreining mála í
samanburðarnefndinni. Munt þú beita
þér fyrir því að þessi gerðardómur
verði skipaður fljótlega?
„Ég get fullvissað þig um það að ég
mun fylgjast með því að við þetta verði
staöiö. Reyndar hef ég enga ástæðu til
að ætla annað. Ég bendi til dæmis á
það að í greinargerð Kjaradóms er ein-
mitt þetta atriði tekið upp. Að það hafi
orðið samkomulag um að skipa siikan
gerðardóm eða úrskurðarnefnd. Ég
mun leggja á það ríka áherslu að þetta
verði gert og ég efast ekki um að fjár-
málaráðherra geri það.”
— Getur ríkisstjórnin fallist á það að
í framhaldi af áliti gerðardómsins fari
fram endurskoðunarmál fyrir Kjara-
dómi?
„BHM á rétt til að krefjast endur-
skoðunar verði umtalsverð breyting á
kjörum annarra í þjóðfélaginu. Ég þori
ekki að svara þér hvort menn myndu
treysta sér til að hækka á miðju tíma-
bili utan laga og reglna. Hins vegar er
það ljóst að samningar eru lausir í
haust á hinum almenna markaði og
mjög miklar líkur til þess að eitthvaö
það gerist sem veitir BHM-mönnum
tækifæri til að biðja um endurskoðun.”
Afbrigði utan
kerfis
Jóna Sigurðardóttir í Hainarfirði:
— Ég átti íbúö en varð að selja hana
vegna skulda. Við hjónin vorum á göt-
unni í f jóra mánuði en fengum síðan út-
hlutað í verkamannabústað. Við tókum
miklar skuldir með okkur og fórum til
ráðgjafa Húsnæðisstofnunar. En viö
virtumst ekkrvera í „því kerfi” vegna
þess að við fengum úthlutað í verka-
mannabústað.
„Ég hef ekki heyrt um tilfelli þessu
líkt. Þessi aöstoð hjá Húsnæðisstofnun
hefur verið ætluö þeim sem standa í
því aö koma upp eigin húsnæði. Ég
man ekki eftir að í reglunum, sem sett-
ar voru, hafi verið gert ráð fyrir svona
tilfelli. Eg skal spyrja um þetta í fé-
lagsmálaráðuneytinu. Ég hugsa aö
hvergi sé gert ráð fyrir svona tilviki.
Ég kanna þetta og læt hringja til þín.”
„Allt kerfi
þungtívöfum”
Grétar Júliusson i Reykjavik:
— Getur verið að skattafrádráttur til
húsbyggjenda komi til framkvæmda á
þessuári?
„Skattafrádrátturinn er til umræðu
á milli stjórnarflokkanna og fleiri að-
ila. Það er ljóst, og hefur alltaf verið,
að þessi afsláttur kemur aldrei til
framkvæmda núna. Þetta mál er ekki
afgreitt á þessari stundu.
Hvenær byrjaðir þú að byggja?”
spurði Steingrímur fyrirspyrjanda.
Svarið var fyrir tveimur árum.
„Hefur þú farið til ráðgjafa Húsnæð-
isstofnunar?”
— Já, svaraði Grétar, en þetta kerfi
erþungtí vöfum.
„Það er allt kerfi þungt í vöfum,”
sagði þá forsætisráðherra. „Þaö er um
að gera að berjast í gegnum það.”
Við eigum
íslandöll
Steinunn Þorsteinsdóttir, Hátúni
Reykjavik:
— Hvers vegna lætur ríkisstjórnin
sem aldrað fólk og öryrkjar búi við
betri kjör en aðrir þjóöfélagsþegnar en
þú og aðrir ráöherrar, ásamt Þorsteini
Pálssyni, hafa haldið því fram aö aldr-
að fólk og öryrkjar hafi fengið meiri
hækkanir í tið þessarar rikisstjórnar
en í tíð fyrri ríkisstjórnar; þaö er orðið
knýjandi að fá svar viö spurningu Jóns
Baldvins Hannibalssonar um hverjir
eigiísland?
„Ég fékk svar viö því um daginn
hverjir eigi Island. Það var ein móðir
sem sagöi frá þvi að sex ára sonur
hennar hefði einu sinni sagt þegar Jón
Baldvin var að auglýsa. Heyrðu,
mamma, af hverju er hann Jón Bald-
vin alltaf aö spyrja að því hverjir eigi
Island, veit hann ekki að við eigum Is-
land öll. Þetta held ég að sé nú rétta
svariö hjá sex ára snáða. Hvað varðar
elli- og örorkuiífeyrisþegana fuilyrði
ég að í prósentum að vísu, ég vil taka
þaö fram, er alltaf verið að hækka
meira til ellilífeyrisþega heldur en al-
menn laun. Ég vek einnig athygli á því
að í fyrra í febrúar lét ég fara fram at-
hugun á því hjá kjararannsóknarnefnd
hvar kjörin væru lökust og kom í ljós
að þau voru lökust hjá einstæðum for-
eldrum og hjá sumum ellilífeyrisþeg-
um, ekki öllum. Sumir ellilífeyrisþegar
virðast hafa það allgott. I samráði viö
ASI m.a. veitti ríkisstjórnin 350 miilj-
ónir króna, að vísu fyrst og fremst til
einstæöra foreldra en einnig til
hækkunar hjá ellilífeyrisþegum. Með
þessu er ég þó ekki að segja að þeir séu
öfundsverðir af sínum kjörum.
Stöðva
misnotkun
á ríkisbílum
Guðmundur Jónsson, Garðabæ:
— Hvenær ætlar ríkisstjómin aö
stoppa misnotkun á ríkisbifreiðum?
„Ja, þaö vill nú kannski svo ein-
kennilega til að það var til umræöu á
ríkisstjórnarfundi í morgun og ég hef
reyndar skipað nefnd sem skilaði áliti
og búið er að fjalla nokkuð um málið.
Það fjallar um alla bifreiðanotkun í
þágu ríkisins, bæði hjá ráðherrum og
öðrum ríkisstarfsmönnum.
Ég er að vona að þessar reglur verði
frágengnar alveg næstu daga. Hvort
þær koma í veg fyrir misnotkun skal
ég ekki segja því aö því miður er það
kannski erfitt. En þarna er gert ráð
fyrir að setja strangar reglur um akst-
ursbók og einnig strangar reglur um
það hvaða starfsmenn mega hafa rík-
isbifreið með sér úr vinnu og svo fram-
vegis og svo framvegis.
Steingrímur
með hundrað
þúsund
Hjalti Rögnvaldsson, Reykjavík:
— Ég er gjaldþrotaokurlánagreið-
andi í BSRB, mig langar að vita hvað
þú hefur i laun?
„Ég hef hundrað þúsund,” sagði
Steingrímur.
— Þolir þjóðarbúið það? Ég hef tutt-
ugu og þrjú þúsund og það þolir það
ekki, skilst mér. „Ertu með samtals
laun tuttugu og þrjú?” Já, með fasta-
kaupi í Þjóðleikhúsinu 23 þúsund.
„Hvað hefurðu svo mikið i aukavinnu
og svoleiðis?”
— Það er mjög misjafnt, Steingrím-
ur. „Þetta er með minni aukavinnu og
ég var mættur klukkan átta. „Hvenær
laukstu vinnudegi? ”
— Eg er ekki farinn, ég er í vinnutím-
anum ennþá. „Það er ég nú líka, þann-
ig aö þetta er jafnt á komið með okk-
ur.”
— Viö erum nú ekki á sama kaupi,
Steingrímur Hermannsson.
„Nei, en þú hefur náttúrlega tölu-
verða aukavinnu.” — Nei, hún er engin
mánuðum saman, en þolir þjóðarbúiö
þitt kaup? „Ja, það er kannski spurn-
ing hvort þjóðarbúiö þarf nokkuð að
hafa ráðherra og ég vil segja þér þaö
að ef ég væri að hugsa um tekjur væri
ég verkfræðingur eins og ég var, ég
væri hjá góðu fyrirtæki, kannski mínu
eigin, ynni minn tíma frá 9—5, hefði
tíma með minni fjölskyldu, ég á ekki
fri eitt einasta kvöld þessa viku alla.”
„Ég hef töluvert hærri laun en þú,
það er alveg rétt, ég hef líka miklu
meiri ábyrgð heldur en þú,” sagöi
Steingrímur Hermannsson.