Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1985, Page 12
12
DV. FÖSTUDAGUR 26. APRlL 1985.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON.
Fréttastjórar: JÓNAS HAR ALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SlOUMÚLA 33. SÍMI 27022.
Afgreiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022.
Simi ritstjórnar: 686611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12.
Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19.
Áskriftarveröá mánuöi 330 kr. Verð í lausasölu 30 kr.
Helgarblaö35 kr.
Þríhöföa þursinn
1 ævintýrum eru algengar frásagnir af þursum, sem
höföu þá náttúru, að væri af þeim höggvinn hausinn, þá
spruttu jafnskjótt þrír hausar í staðinn. Slíkt ævintýri á
nú að gerast hjá þursanum Framkvæmdastofnun ríkisins
samkvæmt þremur nýjum lagafrumvörpum ríkisstjóm-
arinnar.
I stað Framkvæmdastofnunar ríkisins eiga samkvæmt
frumvörpunum að koma Býggðastofnun, Framkvæmda-
sjóður Islands og sérstakt fyrirbæri, sem er nafnlaust, af
því að stjómarflokkamir gátu ekki komið sér saman um,
hvort heita ætti Þróunarsjóður eöa Þróunarfélag.
Samkvæmt frumvörpunum er ekki gert ráð fyrir, að
lögð verði niöur nein starfsemi, sem nú er á vegum Fram-
kvæmdastofnunar. Ekki er einu sinni vikið að dæmum
um slíkt í greinargerðunum, sem fylgja. Þvert á móti er
gert ráð fyrir auknum umsvifum eins og hjá þursum
ævintýranna.
Stærsti hausinn af hinum þremur nýju er Byggðastofn-
un, sem á að taka við Byggðasjóði, svo og áætlanadeild og
lánadeild gamla þursins. Samkvæmt opinberri hefð á Is-
landi fylgir þessu nafnbreyting. Áætlunardeild verður
áætlunargerð og lánadeild verður lánastarfsemi.
Auk þess á hin nýja stofnun aö fá ný verkefni, því að of-
angreind atriði eru bara „hluti” af fyrirhugaðri starf-
semi þessa hauss þursans. Ekki kemur þó fram, hver þau
verkefni skuli vera, enda talið heppilegast að takmarka
sem minnst vaxtarmöguleika haussins.
Enda er mikið í húfi. Byggðastofnun á ekki að sporna
gegn, heldur beinlínis „koma í veg fyrir”, að „óæskileg”
byggðaröskun eigi sér stað. Þetta á að gerast með lánum,
ábyrgðum og óafturkræfum framlögum. Hið síðasta er
stofnanamál og þýðir styrkir á íslenzku.
Til að koma í veg fyrir byggðaröskun á stofnunin að
hafa til ráðstöfunar, og þaö verðtryggt, 0,5% af þjóðar-
framleiðslu hvers árs. Núna mundi þetta nema 385 millj-
ónum króna, ef standast spár um þjóðarframleiðslu árs-
ins. Þetta skilst bezt í samanburði við þriðja hausinn.
Hinn nafnlausi þróunarsjóður eða -félag á að fá hjá rík-
inu, ekki í styrk, heldur að láni, 200 milljónir króna, ekki
árlega og verðtryggt, heldur í eitt skipti fyrir öll. Enda á
örverpið að kosta göngu þjóðarinnar inn í tölvuöld og ann-
að slíkt, sem raskað gæti byggð.
Stærð miðhaussins er svo einhvers staðar á milli hinna
tveggja, sem þegar hefur verið sagt frá. Framkvæmda-
sjóður á að taka við hlutverki Mótvirðissjóðs og annars
sjóðs, sem raunar heitir Framkvæmdasjóður. Á því sviði
virðist hafa gleymzt að skipta um nafn.
I heild má segja, að hinn þríhöfða þursi sé verðugur
árangur af markvissum og þrautseigum undirbúningi
helztu vitringa stjómarflokkanna. Myndast nú góðir
möguleikar á frekari útþenslu í atvinnu hjá ríkinu, betri
en núna eru í gamalli Framkvæmdastofnun.
Þá marka frumvörpin þrjú þá grunnmúruðu stefnu, að
ríkið skuli fara með fjármagn þjóðarinnar til að
tryggja, að það lendi í sem minnstum mæli í greinum,
sem horfa til framtíðar, og í sem mestum mæli í greinum,
sem horfa til gullaldar fyrri tíma.
Stjómarflokkamir tveir vita vel, eins og raunar fleiri
stjómmálaflokkar, að framtíðin er óvisst og hættulegt
fyrirbæri, sem ber að forðast, en fortíðin er traust og ör-
ugg. I faðm hennar liggur því leiðin.
Jónas Kristjánsson.
„Svo »afjandl stemmning sam Hkir A landsfundum Sjálfstesðisfiokksins kom i vag fyrir afl venjulegir
landsfundarfulltrúar gerflu sér grain fyrir afl þeir höfflu verið notaflir sem tilraunadýr."
F ramsóknarmennska
Mikiö öryggisleysi kallar oft fram
hjá mönnum og konum ofsakótínu.
Þannig var landsfundarfulltrúum
Sjálfstæöisflokksins fariö, en lokahóf
landsfundarins var eitthvert þaö
fjörugasta sem menn hafa upplifaö.
Landsfundarfulltrúar fundu aö þessi
landsfundur var ööruvísi en þeir
áttu aö venjast. öryggisleysi þeirra
skapaðist af því aö þeir áttu erfitt
með að átta sig á í hverju þessi
landsfundur hafði veriö ööruvísL
Tilraunadýr
Svo sef jandi stemmning sem ríkir
á landsfundum Sjálfstæöisflokksins
kom í veg fyrir aö venjulegir lands-
fundarfulltráar geröu sér grein fyrir
því aö þeir höföu veriö notaöir sem
tilraunadýr. Þorsteinn Pálsson,
talsmaöur þjööarsáttarinnar, haföi
notaö þá sem tilraunadýr i þjóðar-
sáttarmálinu. Landsfundurinn var
kallaður saman undir sósíalísku víg-
orði: Allir sem einn. Tillögum lands-
fundarmanna, sem beindust gegn
SlS eöa framsóknarlegu fýrirkomu-
lagi kosninga hér á landi, var um-
svifalaust vísað frá eöa i saltkistu
miöstjómar Sjálfstæöisflokksins.
Að lokum var samþykkt stjórn-
málaályktun svo almennt oröuö, aö
hver einasti allaballi heföi getaö
skrifaö undir hana, eins og einn
landsfundarf ulltrúi orðaöi þaö.
Þar meö höföu landsfundarfull-
trúar Sjálfstæðisflokksins sannað
þaö aö þeir eru reiðubúnir að taka
þátt i þeirri tegund þjóðarsáttar sem
Þorsteinn Pálsson stefnir að, þ.e.a.s.
ekki þjóöarsátt heldur floldcasátt.
Allir flokkar sem einn. Og þá er Þor-
steinn Pálsson fýrst og fremst að
hugsa til gamla flokkakerfisins.
Framsóknarhlýðni Þor-
steins Pálssonar
Þorsteinn Pálsson, formaöur Sjálf-
stæöisflokksins, sagöist hafa oröiö
var við áhyggjur flokksmanna sinna
af áhrifum SIS á rikisstjórn Sjálf-
stæöisflokksins og Framsóknar-
flokksins. Það er greinilegt af orðum
formannsins aö hann áttar sig ekki á
því að þessa dagana er Þorsteinn
Pálsson vinsælli maður hjá SlS en
hjá Sjálfstæöisflokknum. Fram-
sóknarhlýðni formanns Sjálfstæöis-
flokksins er alger. Þegar
Steingrímur Hermannsson, fram-
kvæmdastjóri rfkisdeildar SIS, ætlar
að úthluta 500 nýsköpunarmilljónum
í gegnum bitlingastjóm Fram-
kvæmdastofnunar hefur Þorsteinn
Pálsson ekkert við þaö aö athuga.
Hann hefur ekkert viö þaö aö athuga
aö SlS, Framkvæmdasjóðsdeild, sjái
um úthlutun þessara peninga sem
Kjallarinn
STEFÁN
BENEDIKTSSON
ALÞINGISMAÐUR I
BANDALAGIJAFNAÐARMANNA.
ætlaö er aö renna nýjum stoöum
undir atvinnulíf Islendinga.
Þorsteinn Pálsson hefur þegar
áunniö sér mikla viröingu hjá SlS. Af
hegöun hans mætti stundum ætla aö
hann væri ungur maöur ó uppleið í
Framsóknarapparatinu. Þorsteinn
Pálsson hlaut nýlega hæstu einkunn í
kjördæmapoti fyrir þá hugmynd að
niðurgreiða sunnlenskar kartöflur
svo frainleiða mætti kartöfluflögur
úr þeim fyrir noröan. Hann hefur
líka hlotiö afreksmerki fyrir sanna
framsóknarmennsku vegna tillagna
sinna um breytta peningastjórnun í
þessulandi.
Rikisdeild Framsóknar-
flokksins
Það hefur verið vandamál hjá SIS
aö erfitt er að stjórna ríkisdeildinni f
gegnum Framsóknarflokkinn vegna
þess hve undirdeildirnar eru marg-
ar. Þorsteinn ætlar aö leysa þaö með
þeim eldhug sameiningarinnar sem
jafnvel gæti lyft augabrúnunum á
Albaníu-komma. „Sameinaðir stönd-
um vér, sundraðir föllum vér,” er
slagorð dagsins. „Allir sem einn,”
„sameinum sjóðina”, „sameinum
ríkisbankana” og næst kemur vænt-
anlega „sameinum flokkana”, því
þaö er ólíkt auöveldara aö sinna póli-
tískri sjóöastjórn og bankastjórn
meö einum f lokki en mörgum.
Þegar íslenskt launafólk á þess
kost að ferðast meö hollensku flug-
félagi til Evrópu fyrir minna gjald en
meö Flugleiöum eða Arnarflugi,
þ.e.a.s. fyrir viðráöanlegt gjald fyrir
launþega, þá situr Þorsteinn Pólsson
meö Albert Guömyndssyni og öörum
framsóknarmönnum í rQcisstjórninni
viö að kanna á hvern hátt sé hægt aö
koma í veg fy rir þetta fyrirbæri, sem
gengur í framsóknarmunni undir
nafninu „óheilbrigösamkeppni”.
Maður báknsins
Menn skyldu ekki gleyma því aö
hin fyrsta dáð þessa unga formanns
aö nýloknu kjöri hans var þaö aö
reyna að pota fyrrverandi þing-
manni í bankastjórastól. Telja menn
slíkan verknaö bera vott um baráttu
fyrir minnkim ríkisafskipta? Telja
menn slikan verknaö bera vott um
áhuga á auknu sjálfstæði ríkisstofn-
ana? N
Þó tekur steininn úr þegar Þor-
steinn Pálsson fer aö tala um hug-
takið stétt meö stétt og leggja út af
þvi. Hálf er ég hræddur um aö for-
verar hans í formannsstóli myndu
margir hverjir ranghvolfa í sér
augunum ef þeir gætu til hans heyrt.
Hér sýnir Þorsteinn Pólsson ekki
einungis sanna framsóknar-
mennsku heldur verður hann hér aö
svo hreinræktuðum allaballa aö ekki
gengur hnifurinn á milli hans og
Ásmundar Stefónssonar. „Allir sem
einn,” segir formaðurinn og stingur.
síðan upp á því aö leysa öll fram-
tíðarvandamál þjóðarinnar i einni
allsherjarnefnd ríkisstjómar, vinnu-
veitenda og launþega. KjaramóL at-
vinnumál og húsnæöismáL öll mál
skuli rædd og leyst í þessari nefnd.
Ef ekki næst samkomulag um
þessa nefnd og tillögur til úrbóta þá
finnst Þorsteini Pálssyni rétt að kjós-
endur fói aö segja álit sitt. En hvaö
ef samstaöa næst um þessa nefnd og
störf hennar? Hvað ef Sjólfstæðis-
flokkur, Framsóknarflokkur og
Alþýðubandalag mætast sáttir í
þessari nefnd? A þá aldrei f ramar að
kjósa, Þorsteinn Pálsson?
Stefán Benediktsson.
a „Þorsteinn Pálsson hefur þegar
^ áunnið sér mikla virðingu hjá SlS.
Af hegðun hans mætti stundum ætla að
hann væri ungur maður á uppleið í
Framsóknarapparatinu. ’ ’