Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1985, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1985, Side 15
pv. FÖSTUDAGUR 26. APRlL 1985. 15 Menning Menning Menning Menning Mullova og Abramovic hjá Tónlistar- félaginu Tðnlelkar Tónlistarfélagsins í Austurbœjar- biói 20. apríl. Flytjendur: Viktoria Mullova iiðluleikari og Charies Abramovic píanðieikari. Efnisskrá: Wolfgnag Amadeus Mozart: Sónata fyrir fiðlu og píanó i B-dúr KV. 378; Béla Bartók: Sónata fyrir einleiksfiðlu; Johannes Brahms: Sónata fyrir fiðlu og píanó nr. 1 í G-dúr op. 78; Niccolo Faganini: La Campaneiia ár Konsert i b-moll op. 7. Ekki var að undra að Austur- bæjarbió troðfylltist laugardaginn sem Viktoria Mullova og Charles Abram- ovic léku á vegum Tónlistarfélagsins, svo rækilega hafði Viktoria Mullova unnið hug og hjörtu íslenskra tónlistar- unnenda með leik sinum á fimmtudagskvöldinu áður, þegar hún lék með Sinfóníuhljómsveitinni. Nú lék hún með aðstoð Charles Abramovic, ungs og margverðlaunaðs píanista. Leikinn hófu þau með sónötu Mozarts, KV 378. Leikurinn einkennd- ist af nærfærni og samhent voru þau, en þó fannst mér Abramovic næsta hlutlaus við píanóið. Næst lék Mullova einleikssónötu Bartóks. Ég var búinn að lýsa því yfir fyrirfram, að ég hlakkaði mikið til að heyra hana spila Bartók og ekki varð ég fyrir vonbrigð- um. Þótt vissulega hrifist maður af því hvernig hún lét bogann valhoppa á strengjunum í Paganini konsertinum og fékk samt hvem tón til að sitja Tónlist Eyjólfur Melsted hreinan og tæran á öllum þessum harðahlaupum, þá var þaö ekki sist mergjaður tónninn í hægu strokunum einkum á djúpu tónunum, sem mér fannst allra mest heillandi í snilldar- leik hennar. Og leikur hennar í Bartók einleikssónötunni var kynngi- magnaður. Framhaldið var af sama toga en þó ágerðist sú tilfinning sem ég fékk fyrir hlutleysi píanóleikarans. Það var í raun meira en hlutleysi, því þótt hann spilaði allt stafrétt þá vantaði mikið upp á aö skapsmuna gætti i leik hans á borð við þá sem hjá fiðlungnum birtust og stundum fannst mér eins og hjá honum gætti vélrænu. Það er eiginlega leitt að svo fær píanisti skuli vera þannig gerður og þáttur þessi í fari hans enn meira áberandi við hlið svo litriks fiðlara. Því fór svo aö langtím- um saman hreinlega gleymdi maður tilvist píanistans, en beindi fyrir vikið athyglinni að makalausri snilld fiölarans. EM UPP Á LÍF OG DAUÐA HaukurDór— Teikningar GalleríBorg Varla þarf að fjölyrða um stöðu Hauks Dór innan íslenskrar keramík- listar, svo mjög sem ferill hans er sam- tvinnaður þroskasögu þeirrar greinar hér í landi. Haukur Dór var driffjöðr- in I endurreisn keramíkur á sjöunda áratugnum og hefur í hverju verki, hverri skál, fati og hver ju keraldi, lagt listamannsheiður sinn að veði. Arangurinn hefur verið eftir því. Nafn hans er nú trygging fyrir gagnvand- aörikeramík. Hins vegar er það á allt of fárra vit- orði að Haukur Dór hefur einnig verið sérstæður og firna kröftugur málari og afburða teiknari í svart/hvítu. Alltaf hefur hann verið samur við sig. Meðan poppið gekk yfir, var Haukur Dór ,,ný- expressjónisti” og hélt áfram að vera það gegnum súrt og konsept. Ekki einhamur Nú er yngri kynslóðin allt i einu kom- in með tærnar þar sem hann hefur hæl- ana og brátt geta allir sameinast i expressjónismanum. Sem kunnugt er hefur Haukur Dór búið í Danmörku á undanförnum árum en skreppur heim til sýninga öðru hvoru, síðast með keramík í hittiðfyrra. En Haukur Dór er maður ekki einhamur því þrátt fyrir stórbúskap, rekstur veitingastofu og keramíkverkstæðis, hefur hann gefið sér tíma til að teikna. Nýjustu teikningar hans eru nú til sýnis í Gallerí Borg og ætti enginn sá sem einhvem timann hefur haldið um blýant eða teiknikol að láta þessa sýn- inguframhjá sérfara. Teikningar Hauks Dór eru ekki undirbúningur undir málverk eða nettleg skrásetning, heldur sjálfstæð og sterk myndlist. Hún verður til í miklum stormhviðum, þar sem teflt er saman línu, formi, ljósi og skugga, uns HaukurDór íGallerí Borg Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson myndlföturinn er fullhlaðinn þeirri spennu sem listamaðurínn er ánægöur með. Kjaminn frá hisminu 1 þeim átökmn er öllum bröguð beitt, teikningin er í senn stórgerð og undurnæm, form breiða úr sér eða klofna í ótal parta, áherslur eru dregn- ar til þess eins að reyna á úthald þeirra. Strokleðrið er Hauki Dór jafn tamt og teikniblýið, ekki aöeins til að hreinsa burt mistök, heldur einnig til að mýkja upp fleti eða dempa þá niður. Ætti ég að líkja teiknistíl hans við vinnubrögð þekktra manna, mundi ég segja aö hann væri einhvers staðar mitt á milli Svends Wiig-Hansen og de Koonings. Myndefni Hauks Dór er sprottið upp úr hans allra nánasta um- hverfi, veruleika og veikleika holdsins, hinu tilfinningalega samspili líkama og sólar, andstæðunum sem togast á innra með hverjum manni. Endanlega ræðst svipmót teikninga hans af böl- sýni þess sem ígrundað hefur gang lífsins og greint kjarnann frá hisminu. Frumkraftur Teikningar Hauks Dór hafa yfirleitt verið opnar, hálffígúratífar heildir þar sem meira er gefiö í skyn en fullyrt. En nú er hann auk þess farínn að kompónera með heillegar mannverur sem takast á, upp til fjalla eða niöri við sjávarrönd, upp á Iíf og dauða. Þessar myndir eru fínlegri í teikningu en eldri myndir Hauks Dór, en frum- kraftinum hafa þær samt ekki tapað. Næst væri gaman að sjá hverju lista- maðurinn hefur áorkað í málverkinu á síðustu árum. AI Fyrirliggjandi í birgðastöð Stálgæði: St. 35 - DIN 50049 - 2.2 - DIN 2615 Beygjur Stærðir: 1” - 10” SINDRA STALHF Borgartúni 31 sími 27222 ISIANDS- KLUKKAN eftir Halldór Laxness sagan um óbótamál Jóns Hreggviðssonar á Rein og baráttu ns við görótta réttvísi danskrar einokunar. ,Vont er þeirra ránglæti, verra þeirra réttlæti,“ r sagan um manninn sem varðveitti íslenska menningu á mestu nginga- og niðurlægingartímum íslensku þjóðarinnar. aldrei um eilífð verður til neitt ísland utan það sem Arnas Arnæus hefur keypt fyrir sitt líf.“ jm Snæfríði lögmannsdóttur, ástir hennar reisn og nið- þekt hefur ágætan mann finst góður mað- r.“ „Heldur þann versta en þann næst- þjóðar og stolt hennar sem er öllum hörm- ki mikill maður. Barður þræll er mik- brjósti á frelsið heima.“ XNESS íjdpfdí Veghúsastíg 5 sími 16837

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.