Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1985, Qupperneq 35
DV. FÖSTUDAGUR 26. APRIL1985.
47
Föstudagur
26. aprfl
Sjónvarp
19.15 Á döfinni. Umsjónarmaður:
Karl Sigtryggsson. Kynnir: Birna
Hrólfsdóttir.
19.25 Knapaskólinn. Lokaþóttur.
Breskur myndaflokkur um ungl-
ingsstúlku sem langar til aö verða
knapi. Þýðandi: Guðni Kolbeins-
son.
19.50 Fréttaágrip ó táknmáll.
20.00 Fréttlr og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Kastljós. Þáttur um innlend
málefni. Umsjónarmaður: Helgi
E. Helgason.
21.15 Skonrokk. Umsjónarmenn:
Haraldur Þorsteinsson og Tómas
Bjarnason.
21.45 Velkomin vestur — Viktoría
Múllova. Bandarísk heimiida-
mynd. I júlíbyrjun 1983 leituöu
tveir sovéskir tónlistarmenn, sem
voru í hljómleikaferð í Finnlandi,
hælis í bandaríska sendiráðinu i
Stokkhólmi. Þetta voru Viktoría
Múllova, kornungur fiðlusnilling-
ur, og Vagtang Jordanja, hljóm-
sveitarstjóri. Síöan lá leiðin til
Bandaríkjanna þar sem þau hafa
búiö og starfað síðan. I myndinni
er rakinn listamannsferill Viktoríu
Múllovu fyrir og eftir flóttann og
hún lýsir kynnum sínum af Vestur-
löndum. Hún kom til Islands á dög-
unum og lék með Sinfóníuhljóm-
sveit Islands 18. þessa mánaðar.
Þýðandi: Bogi Arnar Finnboga-
son.
22.55 Salamandran. (La sala-
mandre). Svissnesk bíómynd frá
1971. s/h. Leikstjóri: Alain Tann-
er. Aðalhlutverk: Bulle Ogier,
Jean-Luc Bideau, Jacques Denis
og Veronique Alain. Maður nokkur
kærir bróðurdóttur sina fyrir að
hafa skotið á sig með riffli. Hún
staðhæfir hins vegar að hann hafi
orðið fyrir voðaskoti. Ekkert verð-
ur þó sannað í málinu og er þaö iát-
ið niður falla. Síðar hyggjast tveir
ungir og hressir menn gera kvik-
myndahandrit um þetta efni og
lýsir myndin samvinnu þeirra. Ár-
angur hennar verður þó annar en
ætlað var. Þýðandi: Olöf Péturs-
dóttir.
00,55 Fréttir i dagskrárlok._____
Útvarp rásI
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
14.00 „Eldraunin” eftir Jón Björns-
son. Helgi Þorláksson les. (24).
14.30 A léttu nótunum. Tónlist úr
ýmsum áttum.
15.30 Tilkynningar. Tónieikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Síðdegistónleikar.
17.10 Síðdegisútvarp. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds-
ins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.55 Daglcgt mál. Valdimar Gunn-
arsson fly tur þáttinn.
20.00 Lög unga fólksins. Þorsteinn J.
Vilhjálmsson kynnir.
20.40 Kvöldvaka. a. Draumfarir í
annan heim. Halla Kjartansdóttir
spjallar um dulræn fyrirbæri í ís-
lenskum þjóðsögum. b. Hún Stein-
unn mín. Þorsteinn Matthíasson
flytur frásöguþátt. c. Maríufiskur-
inn. Jón R. Hjálmarsson les frá-
sögn Sigurðar Eyjólfssonar. Um-
sjón: Helga Agústsdóttir.
21.30 Frá tónskáldum.
22.00 „Stal ég?”. Smásaga eftir Val-
borgu Bentsdóttur. HÖfundur les.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrú
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Úr blöndukútnum. - Sverrir
PállErlendsson. (RUVAK).
23.15 A sveitalínunni: Umsjón:
Hilda Torfadóttir. (RUVAK).
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
Næturútvarp frá RAS 2 til kl.
03.00.
Útvarp rás II
10.00—12.00 Morgunþúttur. Stjórn-
endur: PáU Þorsteinsson og Sig-
urðurSverrisson.
14.00—16.00 Pósthólfið. Stjórnendun
Margrét Blöndal og Ásta R'.
Jóhannesdóttir.
16.00—18.00 Léttir sprettlr. Stjóm-
andi: JónOlafsson.
Þriggja mínútna fréttir sagöar
kiukkan: 11.00, 15.00, 16.00 og
17.00.
Hié.
23.15-03.00 Næturvaktin. Stjórn-
endur: Vignir Sveinsson og Þor-
geir Astvaldsson.
Rásirnar samtengdar aö lokinni
dagskrárásarl.
Utvarp
Sjónvarp
Sjónvarp kl. 22.55:
Salamandran
— svissnesk bfómynd
Svisslendingar hafa löngum verið
þekktir fyrir beljur, bjöllur, geitaost,
súkkulaði, úrsmíði og bankareikninga.
I kvöld fá sjónvarpsáhorfendur að
kynnast nýrri og fremur óþekktri hlið
á þjóðinni sem byggir landið milli
fjallatoppanna, en þá veröur sýnd
svissneska kvikmyndin Salamandran,
(La salamandre). Myndin, sem er
komin ögn til ára sinna, var gerö árið
1971 undir leikstjórn Alain Tanners.
Söguþráður myndarinnar er á þá
leið að maður nokkur kærir bróður-
K
Úr svissnesku bíómyndinni sem er
á dagskrá sjónverps í kvöld.
dóttur sína fyrir að hafa skotið á sig
með riffli. Stúlkan þrætir fyrir og segir
að hann hafi orðið fyrir voðaskoti.
Málið er látið niður falla vegna skorts
á sönnunum.
Síðar ákveöa tveir spjátrungar að
gera kvikmynd um þessa atburði og er
samvinnu þeirra lýst.
Þetta tal um Sviss minnir annars á
söguna um Islendinginn sem hitti
Svisslending er vann í svissneska
sjávarútvegsráðuneytinu. Þegar
Islendingurinn fór að fetta fingur út í
það að Svisslendingar hefðu sjávarút-
vegsráðuneyti en landiö lægi ekki að
sjó, svaraði sá svissneski að bragði:
„Nú, þið Islendingar hafið fjármála-
ráðuneyti. ”
-jkh.
Sjónvarp kl. 21.45:
Land-
flótta
fiðlu-
snillingur
Fyrr í þessum mánuði lék ungur
fiölusnillingur á tónleikum með
Sinfóníuhljómsveit Islands í Háskóla-
bíói. Nafn hans er Viktoría Múllova, en
hún er landflótta frá Sovétríkjunum.
Það var um mitt ár 1983 að hún, ásamt
öðrum sovéskum tónlistarmanni, bað
um hæli sem pólitískur flóttamaður í
bandaríska sendiráðinu í Stokkhólmi.
Á dagskrá sjónvarps í kvöld verður
sýnd bandarísk heimildarmynd um
Viktoríu og líf hennar fyrir og eftir
flóttann. Má búast við að það verði
fróðlegt að fylgjast með þeim saman-
burði sem hún gerir á austri og vestri.
Viktorla Múllóva lék maö Sinfóníuhljómsveit islands fyrr i þessum
mánuði.
Fréttatímarnir á rás 2:
Veðrið
Veðrið
Norðan gola eða kaldi á landinu í
dag, þurrt og sumstaðar léttskýjað
sunnanlands en él fyrir norðan.
Veðrið hér
ogþar
tsland kl.6 i morgun: Akureyri
skýjað —1, Egilsstaðir alskýjað —
2, Höfn hálfskýjað 1, Keflavíkur-
flugvöllur skýjað 2, Kirkjubæjar-
klaustur skýjað 3, Raufarhöfn
skafrenningur —4, Reykjavík
skýjað 3, Vestmannaeyjar skýjað
3.
Utlönd kl. 6 í morgun: Bergen
skýjað —3, Helsinki snjóél 0, Kaup-
mannahöfn léttskýjað 2, Osló létt-
skýjað —10, Stokkhólmur létt-
skýjað —1, Þórshöfn haglél á síð-
ustu klukkustund3.
Utlönd kl. 18 í gær: Algarve
skýjað 17, Amsterdam snjóél á síð-
ustu klukkustund 4, Aþena hálf-
skýjað 18, Barcelona (Costa
Brava) þokumóða 14, Berlín létt-
skýjað 4, Chicago skýjað 20, Fen-
eyjar (Rimini og Lignano) létt-
skýjað 23, Frankfurt skýjað 7,
Glasgow hálfskýjað 9, Las Palmas
(Kanaríeyjar) súld 15, London al-
skýjaö 6, Los Angels alskýjað 21,
Lúxemborg skýjað 5, Madríd
skýjaö 15, Malaga (Costa Del Sol)
hálfskýjað 17, Mallorca (Ibiza)
skýjað 16, Miami léttskýjað 27,
Montreal skýjað 17, New York skúr
13, Nuuk skýjað 2, París skýjað 10,
Róm rigning 16, Vín skýjað 12,
Winnipeg snjókoma 0, Valencía
(Benidorm) mistur 15.
Gengið
Gengisskráning nr. 78 - 26. aprfl
1985 kL 09.15
„Gaman að vinna að þessu”
— segirAtli Rúnar
Halldórsson
f réttamadur á rás 2
Sú nýbreytni, að flytja stuttar fréttir
á rás 2, hefur almennt mælst vel fyrir
hjá hlustendum. Atli Rúnar Halldórs-
son, fréttamaður á fréttastofu rásar 1,
hefur séð um þennan fréttaflutning og
haft hann á léttari nótunum.
„Eg vinn mikið af þessum fréttum
úr landsmálablöðum og svo fylgist ég
með því sem starisfélagamir gera,”
sagði Atli þegar hann var spurður um
það hvernig þessir pistlar væru unnir.
„Eg reyni þannig oft að gripa það
helsta sem koma á í kvöldfréttum og
hita fólk upp með því að segja aðeins
frá því í fréttatímanum klukkan 5. Mér
finnst þetta mjög skemmtileg vinna,
maður er þarna fréttastjóri, frétta-
maður og þulur og ber ábyrgð á því
efni sem maður sendir frá sér.” Fram
kom að ætlunin er aö Atli sjái um þessa
tíma fram í maí en þá taki annar
fréttamaður við. Atli sagði að sér hefði
komiö á óvart hve lítið fólk hefði látiö
heyra í sér um þessa nýbreytni en
vonaðist til að fá álit fólks á því hvað
betur mætti fara hjá sér.
Fréttatímarnir á rás 2 eru alla virka
dagakl. 11,15,16ogl7.
Atli Rúnar Haildórsson fróttamaö-
Eining kL 12.00 Kaup Saia Tolgengi
DoHar 42,000 42,120 40,710
Pund 50,442 50,586 50,287
Kan. dollar 30,758 30,846 29,748
Dönsk kr. 3,7094 3,7200 3,6397
Norskkr. 4,6345 4,6477 4,5289
Sættsk kr. 4,6103 4,6235 4,5171
R. mark 6,3888 6,4071 6,2902
Fra. franki 4,3796 4,3921 4,2584
Bslg. franki 0,6633 0,6652 0,6467
Sviss. franki 15,9970 16,0427 15,3507
H08. gyBini 11,7936 11,8273 11,5098
V-þýskt mark 13.3609 13,3991 13,0022
it. lira 0,02090 0,02096 0,02036
Austurr. sch. 1,9013 1,9067 1,8509
Port. Escudo 0.2386 0,2393 0,2333
Spá. pssatí 02390 0,2397 0,2344
Japanskt yen 0,16640 0,16688 0,16083
irskt pund 41,832 41,952 40,608
SDR Isérstök í
dráttarréttindi) 40,9758 ! 41,0943
Sbnivari v«gn« gvngleskránlngar 22190.
Bílasýning
Laugardaga
og
sunnudaga
kl. 14-17.
TT
_L
INGVAR HELGASON HF.
Sýningarsalurinn/Rauðagerði. simi 33560
-------------- -----------------
ur.