Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1985, Qupperneq 36
FRETTASKOTIÐ
Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og tfreifing, sími 27022.
Hafir þú ábondingu
efia vitneskju um
frétt — hringdu þá i
sima 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notafi i DV, greifi-
ast 1.000 krónur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið i
hverri viku,
Fullrar nafnleyndar
er gœtt. Við tökum
vifl fréttaskotum
allan sólarhringinn.
Frjálst, óháð dagblaö
FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 1985.
Vextir
lækka
— bæöil, ogll.maí
Vaxtalækkanir eru nú í deiglunni.
Tveir viöskiptabankar, Landsbanki og
Iðnaðarbanki, hafa þegar tilkynnt 2%
lækkun vaxta á óverðtryggðum
útlánum 1. maí. Einnig samsvarandi
lækkun innlánsvaxta. Seölabankinn
hefur ákveðið lækkun sparisjóðsvaxta
um 2%. Það mun þýða almenna vaxta-
lækkun á óverðtryggöum lánum 11.
-HEEB.
BHM:
Afund
Alberts
Forráðamenn BHM ætla að ganga á
fund Alberts Guðmundssonar fjár-
málaráðherra í dag.
Tilgangurinn er aö ræða um störf
kjararannsóknamefndar sem á að
gera samanburð á launum ríkisstarfs-
manna og annarra í sambærilegum
störfum. Félagsfundur BHM sl.
miðvikudag gaf vikufrest til að ganga
f rá tímaáætlun þessarar nef ndar.
Þá var ákveðið á fundinum að hefja
aðgerðir til að undirbúa verkfalls-
aðgerðir. Ríkisstarfsmenn vilja fá
verkfallsrétt í líkingu við þann sem
bankamenn hafa. -APH.
Þrjú í gæslu-
varðhald
Tveir karlmenn og ein stúlka, sem
voru handtekin fyrir líkamsárásir og
þjófnað um sl. helgi, voru í gær úr-
skurðuð í gæsluvarðhald. Karl-
mennirnir til 15. maí, en stúlkan til 8.
maí Talið er víst að þau hafi unniö
verknaðina til aö útvega sér fé til
kaupa á fikniefnum. -SOS.
PAPILLON
ilmefnalaust
hárlakk
VISA
FYRIR V/SA
LOKI
Þarf Svarrir
ekki lækningaleyfi?
Ný stóriðja á Reykjanesi til athugunar í sumar:
Hundrað þúsund tonna
títanhvítuver skoðað
Nýtt stóriðjuver er nú til alvarlegr-
ar skoöunar. Að baki býr nýting jarð-
gufunnar á Reykjanesi. Þetta er 100
þúsund tonna títanhvítuver sem
myndi rísa á sömu slóðum og saltver
Sjóefnavinnslunnar hf. Áætlaö er að
stofnkostnaður yrði um fjórir millj-
arðarkróna.
Framtíð saltversins er nú til end-
anlegs mats. Hún er þó óháð mögu-
leikum títanhvítuversins sem er
raunar af allt annarri stærðargráðu;
líkt álverinu í Straumsvík að stærð
og umfangi. Títanhvíta er grunnefni
í hvíta málningu og einnig notuð sem
fylliefni í plast og pappír.
I títanhvítuna eru notuð jarðefni
sem flytja yrði inn í stórum stíl. E&ii
sem mögulegt er að nota í títanhvítu
finnst þó hérlendis, meðal annars í
Lóni og í Húnavatnssýslu. Ekki er
talið borga sig aö vinna það.
Athuganir á títanhvítuveri á
Reykjanesi eru meðal þess sem leitt
hefur af samstarfi Iðntæknistofnun-
ar Islands og bandariska fyrirtækis-
ins Battelle. Það starfar sem verk-
taki, einkum með opinberum aðilum,
að grunnrannsóknum, tengdum
framleiðslu og mörkuðum.
Samkvæmt heimildum DV er títan-
hvítumarkaðurinn 2,5 milljónir
tonna á ári. Verðlag á honum sveifl-
ast ekki nándar nærri eins og á jám-
og álmörkuöum. Til títanhvítufram-
leiöslu þarf mikla gufu sem er þegar
fyrir hendi að miklu marki á Reykja-
nesi. Þaðan er einnig stutt til góðrar
hafnar. Þannig þykir ýmislegt mæla
með því að títanhvítan sé áhugavert
viðfangsefni í tengslum við Reykja-
nesgufuna.
HERB
Sjóefnavinnslan hf:
gerírfiskeldis-
mönnum tilboð:
Risaeldisstöð
á Reykjanesi? 0
Tilboð Sjóefnavinnslunnar hf. á
Reykjanesi til fiskeldismanna getur
oröið upphaf risaeldisstöðvar. Boðin er
umframorka, 1.650 gígavattstundir, á
4,1 eyri kílóvattstundin. Ef öll orkan
nýttist þannig fengi Sjóefnavinnslan
67 milljónir á ári í sinn hlut.
Þama er um að ræða ferns konar
orku, háþrýstigufu, lágþrýstigufu,
vatn og jarösjó. Margvísleg tækni-
vandamál em óleyst. Margir aðilar
koma við sögu, Isnó hf., Fiskirækt hf.,
Þorvaldur Guðmundsson, Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna og iðnaöarráðu-
neytið.
Þá er líklegt aö Kinnaberg hf. bætist
í hópinn, en að því félagi standa Hag-
virki hf., Vífill Oddsson og fleiri.
HERB
Hétiðahöld sumardagslns fyrsta fóru vel fram um allt land I gœr. Böm og fullorflnir skammtu sér saman
og fögnuflu sumarkomunni. Myndin er takin I skrúflgöngu I Kópavoginum þar sam lögregla far f farar-
broddi og lúflrasvait og göngumenn fylgja. DV-mynd VHV.
Bruninn á Vopnaf irði:
Tjón mun
minna en
óttast var
Iðnaðarráðherra grúskar í innviðum stof nana:
Sex milljónir komn-
ar í kruf ninguna
Uttekt á einum níu stofnunum sem
heyra undir iðnaðarráðuneytiö hefur
kostað um sex milljónir króna það
sem af er. Megniö af þessu fé kom til
nota vegna sölu hlutabréfa ríkisins í
Iðnaðarbankanum, nærri 4,7 milljón-;
ir. Dýrust er úttektin á Rarik, hátt í
tvær milljónirkróna.
Þessar upplýsingar komu fram á
Alþingi þegar Sverrir Hermannsson
iðnaðarráðherra svaraði fyrirspurn
fórvera síns, Hjörleifs Guttormsson-
ar. Hagvangur hefur annast úttekt
fjögurra stofnana og fyrirtækja.
Fyrir það voru greiddar rúmlega 3,4
miUjónir króna. Iðntæknistofnun
fékk rúmlega 600 þúsund fyrir úttekt
á Sjóefnavinnslunni.
Ottekt hefur verið gerð á Raf-
magnsveitum rOcisins, Orkustofnun,
RafmagnseftirUti ríkisins, Sements-
verksmiðju ríkisins, Landssmiðj-
unni, KisiUðjunni, Þörungavinnsl-
unni, Sjóefnavinnslunni hf. og Jarð-
borunum ríkisins. Auk þessa hafa
Landsvirkjun og Orkubú Vestfjarða
ráðið hagræðingarfyrirtæki til þess
að athuga ýmsa þætti í rekstri.
HERB
Tjón af völdum brunans í stærsta
fyrirtæki Vopnafjarðar, Tanga hf., er
mun minna en menn óttuðust í fyrstu.
Atvinnulíf í sveitarfélaginu raskast
nánast ekkert, að sögn Péturs Olgeirs-
sonar framkvæmdastjóra.
Vélstjóri varð eldsins var er hann
kom tU vinnu klukkan sjö í gærmorg-
un. MikUl reykur var þá í frystivélasal,
sem er sameiginlegur fyrir sláturhús
og frystihús. LítiU eldur sást. Einnig
var reykur um aUt sláturhúsið.
SlökkviUði Vopnafjarðar gekk greið-
lega aö slökkva eldinn. Hann var aðal-
lega í raflögnum, sem bendir til að
eldsupptök megi rekja til þeirra.
Ottast er að 20 tonn af nautakjöti,
■ sem voru í grisju, kunni að hafa
skemmst af reyk. Um 220 tonn af
kindakjöti eru talin heil enda í plast-
umbúðum.
Frystivélar eru taldar óskemmdar. I
gærkvöldi tókst að ræsa eina þeirra. a
Vonast er tU að fleiri fari í gang í dag. í*
-KMU.