Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1985, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1985, Page 10
10 DV. ÞRIÐJUDAGUR 28. MAI1985. Útlönd Utlönd Útlönd Útlönd Menningarvitar í arabalöndunum viö Persaflóann eru óöir og uppvægir orönir yfir því sem þeir kalia menn- ingarlega innrás framandlegra hug- mynda og siðvenja af ýmsu tagi, eins og trúleysi eða latneska stafrófiö. Margir þeirra tala um samsæri sem beinist aö því aö grafa undan menningarlegri arfleifö þeirra sjálfra, spilla þjóöarsiðum araba og koma í veg fyrir aö Persaflóaríkin fái lagt sitt af mörkum til heims- menningarinnar. Kvíöi þeirra á rætur aö rekja til örra þjóðfélagsbreytinga vítt og breitt um Persaflóann á síðustu ára- tugum eftir að olíuverslunin laðaöi til þeirra ógrynni auðs og urmul út- lendinga. Heföbundnari atvinnugreinar eins og perluköfun og úlfaldarækt eru nánast útdauöar. Þjónustumeyjum frá Asíu er nú falið uppeldi barnanna á fjölda heimila og sjónvarpiö hellir yfir landslýö daglega stór- skömmtum af bandarískum skemmtiþáttum af ómerkilegra tagi, þar sem höföað er til dýrslegri hvata, kynnautnar og ofbeldis. Viöbrögö menningarvita og trúar- leiötoga bera í orðum meiri keim af því aö talað sé um skefjalaust stríö gegn erlendum hemámsaðilum. — „Menningarleg árás” . . . ,,neo-ný- lendustefna”... „andleg þrælkun”... „fjandskapur viö arabísku”.. . eru örfá dæmi um orðfærið sem haft var á ný- legri ráöstefnu í Muscat. „Sumir, sem sjá ofsjónum yfir til- raunum okkar til þess aö fylgja þróuninni, eru óþreytandi í til- buröum sínum til þess aö rýja okkur öllum gildum, þjóöareinkennum og sérkennum,” sagöi dr. Mohammed Al-Rashíd, framkvæmdastjóri menningarstofnunar Persaflóaríkja. „Við veröum þó aö gæta okkar á til- raunum tii þess aö halda okkur niöri til þess að hafa okkur áfram sem eftirapendur sem ekkert leggi fram s jálfir af okkar eigin menningu. ” Said Hareb hjá háskóla Samein- uöu furstadæmanna tíundaöi nokkr- ar ögranir viö múhameðstrúna, eins og kenningar Darwins, tilvistar- stefnuna, þjóöernisþröngsýni, vest- ræna fríhyggju, kommúnisma, efnis- hyggju og trúleysi í annarri mynd. — ' „Bilið milli hegöunar og trúar hefur breikkað í múhameöskum samfélög- um á seinni árum, einfaldlega vegna áhrifa þróunarkenningarinnar sem gengið hefur yfir hinn vestræna heim,”sagðihann. Umsjón: Þórir Guðmundsson og Guðmundur Pétursson Áhrif útlendra barnfóstra ó ungviðið í Persaflóaríkjunum vekur kvíða. Aröbum ofbýður út- lendir menningar- straumar Múslímar hafna Darwinisma og þróunarkenning hans er ekki kennd í skólum Persaflóaríkjanna. Prófessor Shukri Faisal við íslamska háskólann í Saudi Arabíu sagði í viðtali við dagblað í Oman aö það „ríkti djúpur fjandskapur í garö íslams og hann væri látinn bitna á öllum íslömskum samtökum áður en þau næðu að dafna, um leiö og reynt væri aö hrifsa frá múslím arfboma menningarforystu. .. ” — „Þaö veöur allt uppi í árásum á arabíska tungu. Enginn þáttur málsins hefur sloppið viö spjöll af hálfu eyöilegg- ingaraflanna,” sagöi prófessorinn og nefndi sem dæmi aö sumir múhameðstrúarmenn heföu tekið upp latneska starfrófiö. Þessi kvíöi menningarvitanna hefur smitað almenning aö nokkru. I lesendabréfi eins dagblaöanna þarna austurfrá mátti lesa á dögunum, eftir dáta nokkum í Oman (aö nafni Saleh AI-Fahdi): „Hvaða bjáni sem er getur séö aö fríhyggjan er aðeins nýtt andlit foms fjandskapar við íslam” — Aörir höfundar lesenda- bréfa kvarta undan öðriun merkjum útlendra menningaráhrifa, eins og dansmúsík, hárgreiöslum með Michael Jackson að fyrirmynd eða útlendingum sem ögri siðapostulum íslams meö klæðaburði sínum. Stjómvöld þessara landa em byrjuð á ráöstöfunum til þess að vernda landslýö fyrir ótakmarkaðri snertingu við straumana frá útlönd- um. Reglulega eru birtir í dagblöð- um listar yfir bannaöar kvikmyndir og sjónvarpssegulbönd, áfengi er bannað eöa mjög takmarkaö í öllum Persaflóaríkjunum aö undanskildu Bahrain. I Sameinuöu furstadæmun- um hafa yfirvöld til athugunar að takmarka fjölda hjónabanda milli þegna sinna og útlendinga. Varðandi þaö síöasttalda hefur Khalfan Al-Roumi, atvinnu- og félagsmálaráðherra Sameinuöu furstadæmanna, sagt aö svo mikil brögö heföu verið aö því aö ungir menn þar í landi kvæntust erlendum stúlkum að til stórvandræða horfði. Hjónaskilnuöum heföi fjölgað óhóf- lega og innlendum piparmeyjum f jölgaöi um leið mjög en ýmis félags- leg vandamál hlytust af. Oft hefur komið til opinberrar um- ræöu vandamálið út af innfluttum þjónustustúlkum en ekkert Persa- flóaríkiö hefur gripið til neinna sér- stakra ráðstafana til þess aö draga úr áhrifum þeirra á uppeldi yngri kynslóöanna. I Kuwait hefur opinber embættismaöur gengið fram fyrir skjöldu og krafist þess aö gripiö verði til strangra varúðarráðstafana vegna inn- flutnings á bamfóstrum, aöallega frá Indlandi, Pakistan og Filippseyjum. I Bahrain skrifaöi kona ein ný- lega að hún hefði staðiö barnfóstru sina aö því að kynna bami hennar trúarbrögð önnur en múhameðstrú. Yfirmaður fíkniefnavama þar í landi fullyrti að uppeldi, sem ekki væri í anda íslams, gæti leitt til fíknieihaá vana þegar ungmenniö yxi úr grasi. I Saudi Arabiu ákváöu stjórnvöld í fyrra að ekki kæmu til greina til ýmissa starfa aðrir en þeir er töluöu arabísku. Yfirvöld Bahrain hafa til ihugunar aö gera arabísku að opin- bem máli í einkarekstri sem í opin- berum rekstri. I Oman, eina Persaflóaríkinu þar sem útlendingum fjölgar enn, hafa þarlendir menn kvartað undan þvi að þeir þurfi aö grípa til nýrrar mál- lýsku, arabablendings, til aö gera sig skiljanlega viö strætis- vagnabílstjóra (aðallega indverska) og annaö innflutt vinnuaf 1. íslam vinnur á í Frakklandi I einni af útborgum Parísar safnast hinir trúuöu saman í gamalli kirkju og biöjast fyrir. En þaö er ekki sunnudagur heldur föstudagur og kirkjan er ekki lengur kristin kirkja: Henni hefur veriö breytt í múslímska mosku. Bænafólkiö er múhameðstrúarmenn. Islam hefur náö geysimikilli út- breiðslu í Frakklandi. Talið er aö fylgjendur trúarinnar séu á bilinu tvær til fjórar milljónir manna. Kaþólikkar eru 45 miÚjónir og mót- mælendatrúarmenn ein milljón. „Islam blómgast í Frakklandi,” segir Abbas Bencheikh-el-Hocine, fursti og rektór moskunnar í París. Þessi moska er heil röö hvít- þveginna bygginga á vinstri bakka Signu. Sem tákn þessa uppgangs trúarinnar bendir hann á glampandi tum moskunnar sem nú er veriö að endurbyggja fyrir jafnvirði 2ÖU milljóna króna. Útvarp frá Mekka París er eina höfuöborgin í Evrópu þar sem hinir trúræknu múhameðs- trúamrienn geta hlustað á beinar út- varpssendingar frá Mekka og á trúarlegt efni í útvarpinu allan sólar- hringinn. „Hvort sem þú ert verkamaður, sem vaknar snemma til aö fara í vinnu, eöa viöskiptamaöur frá Persaflóaríkjunum aö koma heim eftir skemmtanir næturinnar, þá geturðu kveikt á útvarpinu og beðist fyrir,” segir dagskrárstjóri stöðvarinnar, NibalMoussa. I París geta menn líka farið í kjöt- verslanir, bókaverslanir og jafnvel jaröarfararstöövar þar sem farið er eftir helgisiöum múslima. Öfgaöfl En með velgengni múhameöstrú- arinnar hafa ýmis öfgaöfl til hægri risiö upp á afturfæturna. Ráöamenn í bæjarfélögum hafa reynt aö stööva smíöi nýrra guðshúsa og þær moskur sem fyrir em má oft finna útataöar nasistakroti og slagorðum til stuðnings þjóðarfylkingu Jean- Marie le Pen. Kallaö á hina trúuðu til bæna. Múhameöstrú breiöist út hraðar en nokkur önnur trú í Frakklandi. Abbas segist ekki láta slíka and- stöðu aftra sér. Hún sé einangruð og hægt sé að komast yfir hana sýni múslímar aö islam sé ekki í neinni andstööu við franskt þjóðlíf. „Múslímska samfélagiö er ekki bara samfélag innflytjenda. Það er franskt samfélag líka,” segir hann. „Viljinn til að verja íslömsk einkenni og tryggja hreinleika trúarinnar þýöir ekki aö verið sé aö einangra sig frá frönsku samfélagi. Islam er lfkt og kristindómur eöa gyðingatrú ekki þjóöerni heldur trú.” Yfirfullar moskur A meðan kristnir prestar eiga í erfiðleikum meö aö fylla kirkjubekki sína þá eiga múslímaleiðtogar i vandræðum með yfirfullar moskur. „A föstudögum sér maöur fólk biöjast fyrir í garöinum og jafnvel úti á götu vegna þess að ekki er nægilegt rými inni,” segir Abbas. Moskan í París var byggö fýrir ríkisfé sem minnismerki um múslímsku hermennina frá nýlendunum sem böröust með Frökkum í fyrri heimsstyrjöldinni. Hún er stærsta moskan í Frakklandi. Stundum, sérstaklega á Ramadan- föstunni, sem nú er að hefjast, eru svo margir sem vilja biöjast fyrir í henni aö lögreglan veröur aö loka svæöinu. Innflytjendur Samfélag múslíma samanstendur aöallega af bömum og bamabömum innflytjenda frá Noröur-Afríku. Þaö hefur stækkaö um þriöjung, að minnsta kosti, á undanfömum 10 árum. önnur trúarsamfélög hafa hins vegar staðiö í stað eða minnkað. „Fjöldi múhameöstrúarmanna eykst alls staðar. Hverfrönsk sýsla, sveit og bær þarf nú sina eigín mosku,” segir Abbas sem kvartar yfir því að fátækt múslima hafi hindrað múslima í að byggja moskur. Arið 1983 vom 438 íslamskar moskur í Frakklandi. Sumir seg ja aö nú séu sennilega um 1.000 moskur í landinu, svo hratt er byggt. I París, Lyons, Marseilles, Lille og öðrum borgum em moskur af fullri stærö, meö bókasöfn, þvotta- aöstööu fyrir trúarlegar athafnir, félagsheimili og bænaherbergi. En flestar moskumar em miklu einfaldari. Sumar eru bara eitt tómt herbergi bak viö verksmiðju eða iönaöarstaö annan þar sem eru bænamottur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.