Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1985, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1985, Qupperneq 14
14 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIOLUN HF. Stiórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA12—14. SÍMI 684411. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. S(MI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA12. Prentun: Árvakurhf., Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuði 330 kr. Verö í lausasölu 30 kr. Helgarblaö35kr. Dagsbrún má ekki ráða Dagsbrún má ekki fá aö ráða ferðinni í kjaramálum í þetta sinn. Tilboð Vinnuveitendasambandsins er miklu hærra en verkalýðsforingjar höfðu vænzt. Þetta kemur fram í ummælum margra þeirra í fjölmiðlum. Því þjónar ekki hagsmunum verkafólks, að tilboðinu sé hafnað, án þess að samningaviðræður fari í gang. Tilboð Vinnu- veitendasambandsins er gott fyrsta skref í samningum. Stjórn Dagsbrúnar tekur þann kostinn að hafna tilboðinu án þess að bjóða upp á samninga. Stjórn Dags- brúnar segir: „Tilboð VSl gengur út frá því, að kaup- máttarskerðing undanfarinna tveggja ára verði óbreytt næstu tvö ár. Engin kaupmáttartrygging er í tilboðinu. . . Með tilboði þessu er lokað á alla möguleika félaga til sér- samninga... Dagsbrún telur tillögu VSl óaðgengi- lega. . .” Þetta segir stjórn Dagsbrúnar. En hafa verður í huga, að tilboðið er lagt fram, áður en kjarasamningar eru uppsegjanlegir. Deilt er um, hvaða kaupmáttur felst í tilboðinu, þannig að munar fáeinum prósentum. Vinnu- veitendasambandið telur sig ekki geta gengið öllu lengra. Þrengt sé að fyrirtækjunum, svo að þau þoli ekki miklu meira. En vafalaust getur Vinnuveitendasambandið samt komizt eitthvað lengra. Þetta eru ekki úrslitakostir. Því er rétt, að samningaviðræður fari í gang á þessum grundvelli. Leysa þarf Guðmund J. Guðmundsson, formann Dags- brúnar og Verkamannasambandsins, úr fjötrum róttækl- inga. Fram kemur hjá Vinnuveitendasambandinu, að unnt gæti orðið að semja við einhver landssamböndin, jafnvel þótt Verkamannasambandið stæði utan við — í bili. Hitt er líklegra, að takist öðrum landssamböndum að laga tilboðið, yrði Verkamannasambandið að koma á eftir. Verkamannasambandið er klofið eins og fram kem- ur í ummælum sumra forystumanna þar. Guðmundur J. óttast, að róttæklingarnir taki Dagsbrún af honum. En hann mundi mjög hressast, ef einhver landssambönd kæmust verulega áfram í viðræðum nú. Við vitum, að kaupmátturinn fer minnkandi. Verði beðið til hausts, mun kaupmáttur verða kominn um fjögur prósent — eða meira — niður fyrir það, sem hann var fyrir ári. Þetta verður að hindra. Því þarf samninga í sumar, sem tryggi kaupmáttinn. Alþýðubandalagið er einnig klofið í afstööu til samn- inga nú. Þetta kemur fram í ummælum ýmissa alþýðu- bandalagsmanna í verkalýðshreyfingunni. Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Landssambands iðnverkafólks, segir til dæmis í DV: „Þetta er reyndar meira en ég hafði búizt við, að minnsta kosti í kauptölum. Við þurfum að líta á þetta betur, áður en við komum með fullmótaða skoðun á þessu tilboði.” Nú reynir á verkalýðshreyfinguna og einnig á ríkis- stjórnina. Samkvæmt tilboð VSl yrðu samningar uppsegjanlegir 1. desember í ár og 1. júní á næsta ári, færi verðbólga yfir ákveðin mörk og kaupmáttur þar með niður fyrir viss mörk. En aðgerðir ríkisstjórnar, svo sem lækkun skatta og úrbætur í húsnæðismálum, yrðu metnar, eins og sjálfsagt er. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sagði í viðtali við DV á föstudag: „Ég geri ráð fyrir því, að ríkisstjómin verði tilbúin að ræöa við aðila vinnumarkaðarins á þessum grundvelli.” For- sætisráðherra virðist ætla sér hlutverk sáttasemjara, og er þá betra, að hann valdi því. Ríkisstjómin bar ekki síður ábyrgð en aðilar vinnumarkaðarins á því, hve illa tókst til í síðustu kjarasamningum. Haukur Helgason. DV. ÞRIÐJUDAGUR 28. MAl 1985. Eigum við að halda ófram að selja útlendingum útsæðið eða taka til hendinni við alvöru ræktun? Vandi f fiskeldi —fyrri grein— Það vantar stefnumótun f fiskeldismólum. Atvinnugreinin hangir i lausu lofti, þrátt fyrir há- stemmdar yfirlýsingar stjórnmála- manna um að í henni sé að finna einn af efnilegustu vaxtarbroddum efna- hagslífsins. Greinin hangir í lausu lofti af þvi aö hún á hvergi heima i stjórnkerf- inu, heyrir eiginlega ekki undir neitt ráðuneyti og engum fjárfestingar- sjóðum er ætlað aö sinna henni. Hún hvílir á óstöðugum grunni af því að þrótt fyrir allt tal og mas árum saman hefur litið sem ekkert verið unnið að rannsóknum og undirbún- ingi undir aö þessi atvinnurekstur haslaði sér völl. Greininni er hætt af því að litlu fé og litlum mannafla hefur verið beint í sjúkdómavarnir og sjúkdómarannsóknir. Greinin á örðugt uppdráttar og það kann að verða áfallasamt i henni af því aö ekki hefur verið sinnt um að mennta starfsfólk til starfa í greininni. Hvemig má þetta vera kunna menn að spyrja eins og áhuginn er viötækur á fiskeldinu. Eg kann i rauninni ekkert svar við því, nema ef vera skyldi tllsvar sem ég fékk frá ágætum Islendingi sem lengi hefur verið búsettur í Noregi. Ég hitti hann í fyrrasumar og fór að spjaUa við hann um fiskeldi, árangur Norð- manna á þvi sviöi og hvað mér þætti þetta efnilegur atvinnuvegur fyrir okkur Islendinga með tiUiti tU nóttúruaðstæðna. Þessi gamli vinur minn svaraði að bragði: „Efnilegt fyrir Islendinga segirðu, nei, það held ég ekki. Fiskeldi er mikil ná- kvæmnisvinna, en Islendingar eru göslarar. Þetta fer i vaskinn hjá þeim eins og annaö sem nákvæmni og natni þarf við.” Eg verð að játa að mér varð bilt við, fannst þetta hark a- legur dómur og mig setti hljóðan. Síðan hef ég stundum hugleitt þessi orö og mér hefur orðiö hugsað til ým- issa nýjunga sem hér hefur verið fitjaö upp á og hvemig þar hefur gengið á ýmsu, eins og t.d. í minka- Kjallarinn KJARTAN JÓHANNSSON ALÞINGISMAÐUR FYRIR ALÞÝÐUFLOKKINN stæð á Islandi. Lítið er vitað um óhrif þeirra á vöxt og kynþroska. Hvað um erfðafræöflegar rannsóknir, t.d. með tilliti tU þess hvemig göngufiskur skflar sér? Vitneskja á þessum sviöum öllum getur skipt sköpum fyrir afkomu fiskeldisstöðvar. Sama gildir um þróun fóðurgerða. I menntunarmálum eru einu visarnir sú þekking sem menn geta fengið í Búnaðarskólunum á Hólum og Hvanneyri. Það nær afltof skammt. Þegar kemur að fjórmögnun fram- kvæmda verður sama undirbúnings- leysið uppi á teningnum. Bankarnir lána ekki ( þetta. Það eiga fjárfestingarlánasjóðir að gera segja þeir. En þá kemur einfaldlega upp úr dúrnum að þaö á enginn fjárfestingarlánasjóður að sinna fiskeldinu. Þeir em allir í öðru og lána bara í það gamla góða, sem þeir hafa alltaf lánaö i og við höfum þegar of mikið af, en ekki í nýjungar. a „Greinin á örðugt uppdráttar og w það kann að verða áfallasamt í henni af því að ekki hefur verið sinnt um að mennta starfsfólk til starfa í greininni.,, rækt og refarækt svo ekki sé lengra seilst. Vorum við ekki óundirbúin fyrir þessar nýjungar og lentum ein- mitt þess vegna í ýmsum áföllum? Þetta var kannski útúrdúr, en svo mflcið er vist að ætlum við að ná góðum árangri í fiskeldi verðum við að sinna undirstöðuþáttum eins og rannsóknum, menntun og sjúkdóma- vömum og búa greininni eðlileg f jór- festingarskilyrði. Lítum á rannsóknarverkefni. I þeim eru nánast engir. Sérstaða okk- ar er ó ýmsum sviðum, t.d. í mögu- leika á notkun varma. Harla litið er vitað um áhrif varma ó vaxtarhraöa nema í seiðum. Birtuskilyrði eru sér- — Fiskeldið reynist þannig ekkert óskabarn að því er fjárfestingarfé varðar, hversu hástemmdar sem yfirlýsingarnar hafa verið. A ýmsum stöðum er til þekking í fiskeldi, en samráðsvettvang skortir, vettvang þar sem saman starfa vísindamenn og þeir sem í greininnistarfa. Eg tel mjög brýnt að þeim gmnd- velli undir atvinnugreininni, sem ég hef hér rakið, verði nú þegar sinnt og stefnan mörkuð. Um þau úrræði sem ég tel mestu máli skipta mun ég f jafla i seinni grein minni um þetta mál, í DV á fimmtudaginn kemur. Kjartan Jóhannsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.