Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1985, Qupperneq 15
DV. ÞRIÐJUDAGUR 28. MAl 1985.
15
Háttvísi og fávísi
Tilveru menningarþjóðar mó likja
við sifeilda samræðu fortíðar, sam-
tíðar og framtíðar, við sífellda
samræðu visinda, lista og hagnýtra
fræða. I þessari samræðu iáta óiikar
raddir í sér heyra, og hver hefur sitt
að segja. En þessar ólíku raddir
verða allar að lúta sömu reglum —
ekki um, hvað þær segja, heldur
hveraig þær segja það, sem þær
hafa að segja. Ein röddin má ekki
hækka sig úr hófi, samræðan má
ekki breytast í einræðu. Og
raddimar verða að nota orð í
nægilega líkri meikingu, til þess að
þær getí ræðst við, þótt þær kunni að
horfa á sama hlutínn hver frá sínu
sjónarmiði. Þær hafa ólíkar skoðanir
— enda er samræðan ekki
skemmtileg nema skoðanir þeirra
séu ólikar. En þær veröa allar að tala
sömu tunguna, ella hættír samræðan
að vera samræða og ummyndast í
kappræðu, þar sem hver hrópar upp i
annan. I slíkri samræðu er stráks-
skapur bannaður. Menn verða að
kunna mannasiöi, svo að tekið sé
mark á þeim. Þeir verða að gæta
fullkominnar háttvísi.
Það telst að vísu ekki til tíðinda,
að þessar reglur menningarlegrar
samræðu séu brotnar. Það gerist á
hverjum degi, ekki síst í þeirri hörðu
stjórnmáiabaráttu, sem háð er á
Islandi. Hitt kann að vera i frásögur
færandi, þegar menn, sem taldir eru
sæmilega viti bornir, þverbrjóta
þessar reglur, en þetta hefur því
miður gerst hvað eftir annað síðustu
mánuði. Eg á með þessu auðvitað við
nýleg skrif þeirra Jóns Ottars
Ragnarssonar næringarfræöings í
DV og Ama Björnssonar læknis í
Morgunblaðinu um frjálshyggju.
Þeir hafa brotið tvær reglur
menningarlegrar samræðu, því að
þeir misnota orð og uppnefna fólk.
Þessir tveir menn tala fóvíslega,
ekki háttvíslega.
Hvað er frjálslyndi?
Jón Ottar Ragnarsson gerir í DV
greinarmun á frjálslyndi sínu og
frjálshyggju Miltons Friedmans,
sem sé öfgakredda, meö öllu óskyld
skoðun sinni. Jón Ottar misnotar hér
mjög orðið „frjálslyndi”. Hvaö
merkir það orð? Jón Þorláksson,
verkfræöingur og forsætisráðherra,
svaraöi þvi svo í Eimreiðinni 1926,
að frjálslyndi væri „vöntun á tíl-
hneigingu til aö gerast forráðamaður
annarra”. Jón Þorláksson hafði
síðan orðið „stjómlyndi” um það
viðhorf, sem andstætt væri frjáls-
lyndi. Þessi skilgreining er hvort
tveggja, hygg ég, upphafleg og
eðlileg (þótt þeir séu að vísu til, sem
noti oröið í annarri og ólikri
merkingu: í máli þeirra er „frjáls-
lyndi” haft umörlætíá annarra fé).
Það vita allir, sem vita vilja, að
Milton okkar Friedman er frjáls-
lyndur í hinni upphaflegu og eðlilegu
merkingu orösins. Hann er jafnvel
allt of fr jálsly ndur að margra manna
dómi! Hann vill ekki meina öðrum
mönnum neins — að því tilskildu að
þeir skaði ekki aðra með verkum
sinum. Menn mega hans vegna
skaða sjólfa sig, en ekki aðra. Hann
er þess vegna ekki síður á móti banni
við eiturlyfjaneyslu og á móti lög-
leiðingu bílbelta en verðlagsá-
kvæðum.
Um það má auðvitaö deila,
hvenær menn skaði aðra með verk-
um sínum. Friedman kann að hafa
rétt fyrir sér um sumt, rangt fyrir
sér um annaö. Getur til dæmis ekki
verið, að menn skaði aðra með
neyslu sumra eiturlyfja? Þaöbreytir
því þó ekki, að hann er frjálslyndur
maður, ekki stjómlyndur. En hvað
um Jón Ottar sjálfan? Ég get tekið
undir margt það, sem hann segir í
grein sinni: ríkið á að hætta öllum at-
vinnurekstri, og það á að lóta ein-
staklinga veita þá þjónustu, sem þeir
eru hæfari um að veita en ríkið. Jón
Ottar er að þessu marki frjólslyndur.
En síðan segir blessaður
maðurinn, að stórauka eigi framlög
islenska rikisins til vísinda og lista. I
þvi efni vill hann með öðrum orðum
gerast forráöamaður annarra. Hann
vill ekki leyfa skattgreiðendum
Kjallarinn
HANNESH.
GISSURARSON
CAND. MAG.
sjálfum að ráða því, hvort þeir leggi
fram fé til þeirra móla, sem hann
ber fyrir brjósti. Að þessu marki er
Jón Ottar auðvitað stjómlyndur.
Spurningin er hins vegar sú, hvort
hann sé sjálfum sér samkvæmur,
þannig að hann geti með gildum
rökum réttlætt framlög til lista og
vísinda, en ekki framlög tíl aukinnar
sauðfjárframleiðslu. Ég efast um, að
henni geti Jón Ottar svarað, en um
hitt efast ég ekki, að hann hafi mis-
notað orðið „frjálslyndi”. Miiton
okkar Friedman á þá einkunn mikiu
f remur skilið en hann.
Frjálshyggja
ogfasismi
Sú grein Jóns Ottars, sem ég hef
hér gert að umtalsefni, er þó öllu
spaklegri en ein fyrri grein hans, þar
sem hann lét að því liggja, að frjóls-
hyggja væri náskyld fasisma. En því
minnist ég á þessa illræmdu fyrri
grein hans, að nýiega varð annar
maður tíl þess að jafna frjálshyggju
við fasisma í Morgunblaðinu, Ámi
Björnsson læknir. Með slíkum
hrópum og köllum sýna menn það
auðvitað, að þeir kunna ekki þá
mannasiði, sem kref jast má af þeim
i menningarlegri samræðu. En þeir
sýna það líka, að þeir hafa ekkert
vald á þeim orðum, sem notuð eru í
slíkri samræðu. Þeir kunna ekki þá
tungu, sem við hin tölum. Þeir em f á-
vísir og þeir eru óhóttvísir. Eg ætla
því aö leyfa mér að reyna að fræða
þá litillega um merkingu orðsins
„fasismi”.
Þeir, sem hafa haft fyrir því að
kynna sér kenningar Mússólinis,
Hitlers og annarra postula fasism-
ans, vita, að fótt hötuöust þeir
fremur við en frjálshyggju. Fasistar
höfnuðu einstaklingshyggju frjóls-
hyggjumanna, því að þjóðin eða kyn-
þátturinn skipti að þeirra sögn miklu
meira máli en einstaklingurinn. Þeir
vora hlynntir mjög víðtækum ríkis-
afskiptum, ekki sist tíl þess að
tryggja að borgararnir höguðu sér
„siðlega”, og þeir Mússólíni og Hitl-
er ráku báðir áætlunarbúskap. Ekki
er heldur úr vegi aö minna á þaö,
að Hitler kenndi flokk sinn, Nasista-
flokkinn, við þjóðernisstefnu, sam-
hyggju og verkalýð (Die National-
Sozialistische Arbeiterpartei
Deutschlands), og stefnuskrá fiokks-
ins var mjög fjandsamleg atvinnu-
frelsi og einkaframtaki. Olíkari
frjálshyggju gat stefna þeirra satt að
segja varla verið!
Það er síðan ekkert annaö en arg-
asta mógðun við þá Ludwig von Mis-
es, Karl Popper og marga aðra
fr jálshygg jumenn, sem urðu á sinum
tíma að flýja undan hinni brúnu vofu,
að kenna skoðun þeirra viö fasisma.
Við Islendingar erum svo gæfu-
samir, að við höfum aldrei reynt fas-
ismann á sjálf um okkur. En hvað um
íslenska menntamenn? Jón forseti
Sigurðsson var hreinn frjálshyggju-
maður, hafði lesið rit þeirra Jean-
Babtiste Say (helsta lærisveins
Adams Smiths) og Johns Stuarts
Mills með mikilli velþóknun. Var Jón
forseti fasisti? Þeir Olafur Björnsson
prófessor, Matthías Johannessen
skáld og Jónas H. Haralz bankastjóri
eru í hópi kunnustu frjálshyggju-
manna hérlendis. Eru þeir meö sömu
rökumfasistar?
Skýring kann að visu að vera til á
því, að fullorðnir menn geti í góðri
trú jafnaö frjálshyggju viö fasisma.
Þessi skýring er í sem fæstum orðum
sú, að þeir hafi óhyggjur af því, með
hvaða hætti menn noti það frelsi,
sem þeir hafi í frjálshyggjuskipu-
lagi. Við þvi er auðvitaö að búast, að
sumir misnoti þetta frelsi, hugsi tíl
dæmis ekki vel um heilsu sína. Og
verið getur, að menn eins og Jón Ott-
ar og Ami kenni um þeim mönnum,
sem aðhyllast þetta frelsi. Verið
getur, að þeir telji frjálshyggjumenn
bera ábyrgð á öUum þeim afleiöing-
um, sem frelsið kann að hafa fyrir
einstaka menn. En sú skoöun er
fráleit. Þeim, sem misnota frelsi sitt,
er auðvitað um misnotkun þess að
kenna, ekki öðrum. Menn hljóta að
bera ábyrgð á sjálfum sér, standa
eða falla með verkum sinum. (Og
skyldi misnotkun rikisvaldsins ekki
hafa haft verri afleiðingar en mis-
notkun frelsisins?)
Menningarleg samræða
Okkur getur greint á um, hvenær
menn skoði aðra með verkum sínum
og hvort góðar afleiðingar af frelsinu
vegi upp á móti illum afleiðingum af
því. Um þetta og margt annað
skulum við svo sannarlega ræða
saman, hlusta á ólikar raddir, læra
hvert af öðru. Eg hef í þessu
greinarkorni í rauninni ekki
gert athugasemd viö það, hvað
þeir Jón Ottar og Ámi hafa að segja,
heldur hvernig þeir segja það, sem
þeir hafa aö segja. Þeir eiga ekki að
misnota orð og uppnefna fólk. Þeir
eiga ekki að kalla stjómlyndi „frjáls-
lyndi” og frjálslyndi „stjórnlyndi”
eða frjálshyggju „fasisma” og fas-
isma „frjálshyggju”. Þeir mega það
auðvitað, því að við lifum sem betur
fer í réttarríki, þar sem frelsi þeirra
til þess að gera þetta er lögvarið, en
þeir eiga ekki að gera það, ef þeir
ætla að leggja sitt af mörkum til
hinnar sífelldu samræðu, sem fram
fer meö menningarþjóö. En við hin
skulum reyna að halda samræðu
okkar áf ram, ótruflaðir af orðastrák-
um.. .
Hannes H. Gissurarson.
Bjórumbúðir, bjórmerkingar
Nú er bjórframvarpið búið að fá á
sig endanlega mynd — mér er sagt,
að stuðningsmenn frumvarpsins þori
ekki að leggja til neinar breytingar á
frumvarpinu af ótta við að einhverj-
ar þingkellingar noti það sem tylU-
ástæðu tíl aö fella það. Tekið skal
fram að ég nota ekki þingkeUing í
stað þingkonu heldur er hér um að
ræða lýsingu á manni, sbr. orðið her-
kerling.
Samkvæmt frumvarpinu má nú
selja tvenns konar öl á Islandi. Ann-
ars vegar verður til sölu svonefnt létt
öl, þ.e. öl meö áfengisinnihald allt að
2,5%, hins vegar öl meö áfengis-
styrkleika mUU 4 og 5%. Og ÖU með-
ferð er með mis jöfnum hætti.
Sterka öUð má einungis selja í
margnotaumbúðum og aUar áletran-
ir á umbúðunum fyrir utan vöra-
merkið sjálft verða að vera á ís-
lensku. Er því auðvelt fyrir menn aö
þekkja öltegundimar að. Ef flaskan
er með erlendum texta er öUð vænt-
anlega af veikari tegundinni, og víkj-
umþvífýrstaðþví.
tslenskar leiðbeíningar
Um nokkurt skeið hefur það verið
ósk manna að innflytjendur vöru
settu fslenskar leiðbeiningar á um-
búðir eöa létu islenska leiðbeiningar-
badtlinga fylgja ef framleiðandi teldi
sUkra leiöbeininga þörf. Þetta á sér-
staklega viö um ýmis hættuleg efni
eins og t.d. Umefni, eiturefni eða
dýra hluti eins og myndavélar, elda-
vélar eöa kæiiskápa. Eitthvað hefur
áunnist i þessum efnum, enn er þó
langur vegur tíl góðra viðskipta-
hátta. Er ég þess þó fullviss að þeir
innflytjendur sem þýddu á fullnægj-
andi hátt leiöbeiningar með vörum
sinum nytu þess margfalt í meiri
sölu. Má i þessu sambandi benda á
að nær vonlaust er að selja mynd-
band á leigu ef islenskan texta vant-
ar.
Ekki veit ég til þess að nokkur al-
þingismaður hafi lagt tíl að íslenskar
leiðbeiningar yrðu lögboðnar, fyrr en
nú. Og mér er spum: Hvaða upplýs-
ingar eru það á flöskumiöum sem er
lífshættulegt og refsivert (því refsi-
vert verður það)aö hafa ó dönsku?Af
hverju er nauðsynlegra að hafa
upplýsingar um áfengt öl af styrk-
leikanum 4—5% á íslensku en af öli,
sem hefur minna en 2,25% styrk-
leika? Og af hverju nær þessi upplýs-
ingaskylda ekki til annarra ófengis-
tegunda t.d. rauðvins, en oft eru
bráðnauðsynlegar upplýsingar á
rauðvínsflöskum, en þvi miður ritað-
ar á frönsku eða einhverju enn
óskiljanlegra máli.
Og ég spyr: Standast þessi ókvæði
prentfrelsisgrein stjórnarskrórinn-,
ar? Menn hafa litið svo á að prent-
frelsi á Islandi næði til hvaöa tungu-
máls sem er. Þannig væri t.d. gegn
prentfrelsisákvæöunum aö banna
Andrés önd ef hann væri á finnsku.
Alþingi getur út af fyrir sig kraflst
þess að leiðbeiningar um neyslu og
annað slikt séu jafnframt á íslensku
en ekki bannað birtingu þeirra ó öðr-
umtungumálum.
Margnota umbúðir
Og skal þá vikið aö margnota um-
Kjallarinn
HARALDUR
BLÖNDAL
HÆSTARÉTTARLÖGMADUR
búðum. Til er sú stefna í umbúða-
mólum að aldrei skuli geyma
drykkjarvökva í einnotaumbúðum.
Era færð til þess rök, annars vegar
sparnaöarrök en hins vegar náttúru-
verndarrök. Því er einlægt haldið
fram að menn, sem drekki úr ein-
notaflöskum, hafi það fyrir sið aö
henda flöskunum að þeim tæmdum,
einkanlega á tjaldstöðum og í þjóð-
görðum.
Nú veit ég ekki til þess að farið hafi
fram nokkur könnun á því hvort
menn fleygja frekar einnota flöskum
eða margnota, allavega voru fiösku-
brot oröin vandamál á Islandi löngu
óður en einnota umbúðir voru fundn-
ar upp. Er enda sú flaska einnotaum-
búðir gagnvart þeim sem brýtur
hana eða hendir tómri. Og bjórdósir
era óreiðanlega ekki meira vanda-
mól en t.d. ávaxtadósir, mjólkur-
fernur eða floridanapelar og verður
ekki leyst nema með einum hætti að
skapa þann sið að fólk hendi ekki frá
sér sorpi á víðavangi. Það er best
gert með áróðri og með því að hafa
sorpkirnur á feröamannastööum svo
að ferðafólk geti losnað við sorp,
bæði bjórflöskur, beinarasl og plast-
flát.
En ef menn vilja endilega tak-
marka drykkju á öli, sem er 4—5%
að styrkleika, við ákveðna tegund
umbúða, þá held ég, að skynsam-
legra væri að hafa umbúðirnar úr
öðra en gleri, menn losna þá a.m.k.
við glerbrotin.
Og enn má spyrja: Af hverju má
selja öl, sem er minna en 2,25% að
áfengisstyrkleika, í einnota umbúð-
um?
Hræsni
Það sjá vitanlega allir, aö laga-
ákvæðin um áletranir og umbúðir
eru ekkert annað en hræsni. Nokkrir
þingmenn eru svo miklir aumingjar
að þeir þora ekki að vera með bjór án
þess og þora hvorki að vera með bjór
né á mótí honum. Þeir hafa reynt að
svæfa mólið — ekki vegna þess að
þeir séu á mótí því og gilti einu
hvemig því væri komið fyrir kattar-
nef og er út af fyrir sig lofsvert, —
heldur vegna þess, að þeir óttast ekk-
ert meira en að segja sannfæringu
sina í máli þar sem ekki liggja fyrir
flokkslínur. Skoðanalaus maöur
greiðir atkvæöi eftir flokkslinum
eins lengi og hann getur. Hann reynir
stundum að greiða atkvæði gegn
flokknum sínum ef hann er viss um
að það skaði engan — svona tíl þess
að sýna sjálfstæði sitt! En þegar
óflokksleg mál koma til umræðu er
gripið tfl hinna furðulegustu úrræða
til að komast hjá ákvörðun. Það er
lagt tíl að svæfa málið, fresta mál-
inu, og þegar allt annaö bregst er
gripið til þess ráðs að grípa á lofti all-
ar breytingartfllögur, sem gætu túlk-
ast sem einhvers konar hömlur. Til-
lagan um íslenskan texta á 4—5% öli
telst til takmörkunar á meðferð öls,
sömuleiðis tillagan um margnotaum-
búðirnar.
Þetta er sú dúsa sem nokkrir þing-
menn hafa stungið upp í sjálfa sig tíl
þess að geta sofnaö rólegir á kvöldin.
En hvað um það.
Loksins hafa þingmenn tekið öl-
frumvarp til afgreiðslu í þinginu og
það verður vonandi samþykkt.
Gallarnir eru vitanlega miklir, —
en þaö er ekki óstæöa til þess aö
kvelja þá menn sem era málinu með-
mæltir. Framfarir af þessu tagi
verða aldrei meiri en sá sem
skemmst vill fara ákveður.
Og svo má hugga sig við það að í
frumvarpinu er ókvæði um að endur-
skoða skuli lagaákvæðin fyrir árslok
1988 í ljósi fenginnar reynslu. Þá
verður búið að kjósa og þá verða
fleiri nútímamenn á þingi. Þá veröa
ákvæðin löguð — og raunar áfengis-
lögg jöfin i heild sinni.
Haraldur Blöndal