Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1985, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1985, Side 20
20 DV. ÞRIÐJUDAGUR 28. MAI1985. REIKNISTOFNUN HÁSKÓLANS óskar að ráða tölvara á VAX-tölvur. Stúdentspróf eða starfsreynsla við tölvur æskileg. Umsóknir sendist til Reiknistofnunar Háskólans, Hjarðarhaga 2—6, 107 Reykjavík, fyrir 5. júní nk. Upplýsingar fást í síma 25088. SUMARTILBOÐ - 10% AFSLÁTTUR l tilefni sumars bjóðum við 10% afslátt af öllum vörum dagana 28. maí til 8. júní. Stórkostlegt úrval af fyrsta flokks postulíns- og kristalsvörum á góðu verði frá heims- þekktum enskum fyrirtækjum: Wedgwood, Spode, Aynsly, Poole, Dartington, Metropolitan o.fl. Verslunin Keieöal Laugavegi 61 — 63. p en»« Blomberg Heimilistækin. EINAR FARESTVEIT &. CO. HF. BERGSTAÐASTRA.TI I0A - SlMI 16995 LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsmann til eftirtalins starfs. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. • BÓKASAFNSFRÆÐINGUR hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur. • BÓKAVÖRÐUR hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur. Upplýsingar veittar á skrifstofu Borgarbókasafns í síma 27155. Umsókn ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkur- borgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknar- eyðublöðum, sem þar fást, fyrir kl. 16 fimmtudaginn 13. júní 1985. ^ YFIRLÆKNIR Reykjavíkurborg auglýsir stöðu yfirlæknis lausa til umsóknar. Starfið felur í sér að veita forstöðu atvinnusjúkdómadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur í hálfu starfi og trúnaðarlæknisstörf fyrir Reykjavíkurborg í hálfu starfi. Æskilegt er að umsækjendur hafi sérmenntun á sviði at- vinnulækninga. Upplýsingar veitir borgarlæknir í síma 22400. Umsókn ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkur- borgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknar- eyðublöðum, sem þar fást, fyrir kl. 16.00 föstudaginn 14. júní 1985. Nauðungaruppboð ’á eigninni Bassastaðir (úr landi Úlfarsfells), Mosfellshreppi, þingl. eign isfoldar Aðalsteinsdóttur, fer fram vegna vangreiöslu á uppboðsand- virði á eigninni sjálfri fimmtudaginn 30. .naí 1985 kl. 18.00. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Litla-Laxáí Hreppum: G0Ð VEIÐI í HENNI TIL F0RNA - VERDUR ÞAÐ ENDURTEKIÐ? Áin hef ur verið leigð út til stangveiði eftir 15 ára f riðun... Litla-Laxá er allmerkileg veiðiá enda bendir nafn hennar til þess að mikill lax hafi verið í henni til forna. Hún hefir mikla kosti sem laxá, svo sem góða hrygningarstaði og allgóð uppeldisskilyrði, einkum þegar lækir þeir sem í hana falla eru taldir með. Á hinn bóginn hefir hún þá ókosti, sem margar veiðiár hafa, aö vatnsmagnið og hitinn er mjög breytilegt, að hún ryðursig,o.s.frv. Litla-Laxá er fremur lítil bergvatns- á. Hún er um 37 km á lengd og þar af eru um 25 km laxgengir. Litla-Laxá á upptök sín í Laxaklettsmýrum, norðar- lega í Hrunaheiði. Rennur hún fyrst lengi til suðvesturs. En þar sem hún streymir ofan úr skarðinu milli Foss- öldu og Launvatnsheiðar er foss í ánni og gljúfur að henni. Þar beygir hún til suðurs og fellur ofan í Fagradal. Neðan við dalinn eru líka gljúfur en of- arlega í þeim Kiukkufoss. En þar sem þau enda er Hildarselsfoss sem heitir eftir eyðibýlinu í Hildarseli. Foss þessi er allhár (yfir 10 m) og langt frá því að vera fær nokkrum fiski. En upp aö þessum fossi kemst bæöi lax og silungur svo hér tekur við hin eiginlega laxá. Meðfram Litlu-Laxá er mikið gróðurlendi, eru eyrar allmiklar, sums staðar uppgrónar, en annars staðar eru valllendisbakkar. Aðalhrygningar- staðir laxins í Litlu-Laxá eru frá Högnastöðum eða Gröf og upp að Berg- hyl en þó mun hann eitthvað hrygna niður hjá Hrafnkelsstöðum og Seli og einnig dálítið ofan við Berghyl. Svo hrygnir hann í Reykjadalslæk og líklega eitthvað í Kluftá. Engar ábyggilegar skýrslur eru til um veiöimagn í Litlu-Laxá. Veiðiaöferðin hefir frá fornu fari veriö ádráttur, enda er áin mjög auðdræg. I Litlu- Laxá veiðist lax, urriöi, bleikja, áll og homsíli. En hvers vegna erum við að tala um Litlu-Laxá í Hreppum, má hún ekki muna sinn fífil fegri? Er eitthvað að hafa í henni? Gengur lax nokkuð í ána fyrr en í október? „Eg hef oft gengiö meö Litlu-Laxá og aðeins prufað að veiða í henni, líst mjög vel á ána og það eru margir skemmtilegir veiðistaðir í henni,” VEIÐIVON GunnarBender sagði Ámi B. Guðjónsson, einn af leigjendum Litlu-Laxár í Hreppum, en hann hefur ásamt fleirum tekið þessa fornfrægu veiðiá á leigu til fjögurra ára. „Þaö hefur verið lítið veitt í ánni síðustu 15 árin en menn hafa víst aðeins reynt og eins og gengur og gerist hafa sumir veitt vel. Fyrir nokkrum ámm fengust 400—500 laxar í ádrátt, aðstæöur virðast góðar og ég hef séð silung í ánni allt árið. Að Skjólborg veröur veiöibók og þar er hægt að fá gistingu. Lax getur gengið í ána í júli, ágúst, ef það er vætusamt sumar. Það hefur gengið vel að selja í ána og ódýrast kostar dagurinn 600 kr. og svo upp í 3000 en það er veitt á þrjár stangir.” En hvað gerið þið ykkur vonir um marga laxa í sumar, Ámi? „25—30 laxar veiðast og mikið af silungi, gæti maður reiknað með.” Það verður spennandi að fylgjast með þessari fyrrum góðu veiöiá. Heimildir um Litlu-Laxá í Hreppum, Vötn og veiðimenn, uppár Áraessýslu, Guðmundur Danielsson. „FENGUM EITT SINN 400 - 500 LAXA í ÁDRÁTT’ — segir Eiríkur Jónsson, bóndi íBerghyl Hver veiöiá á sína sögu og okkur langaöi til að forvitnast um Litlu-Laxá í Hreppum. Við náðum í Eirík Jónsson, bónda á Berghyl. Er hann fróður mjög um ána þó hann segist engan áhuga hafa á stangveiði, „leiðinlegasta sem ég geri”. Við spurðum fyrst um neta- veiði. „Það var veitt í klak og fékkst oft ótrúleg veiði, um 1970 fengum við 400—500 laxa í ádrátt. En hin síðari árin hefur netaveiðin snarminnkað og það er líklega vegna kulda. Laxinn kemur yfirleitt ekki fyrr en á haustin, í september, október. Strákarnir hér hafa verið að reyna að veiða og fengið bleikjur og urriða, ef það er þurrka- sumar gengur fiskur seint,” sagði Eiríkur að lokum. G. Bender. Langholtskirkjukór leggurland undirfót „Tilgangur þessarar farar er sá að kynna íslenska kórtónlist, gamla og nýja, og gefa sýnishorn af öflugri kórmenningu Islendinga,” sagði Guðlaug Guömundsdóttir, félagi í Kór Langholtskirkju, en um mánaðamótin leggja kórfélagar land undir fót og heimsækja þrjú Evrópulönd. Guðlaug sagði að fyrsti áfanga- staður kórsins yrði Austurríki þar sem kórinn myndi syngja í Karls- kirkjunni í Vín og síðar taka þátt í mikilli kórahátíð í Pernitz. Þá ætlaði austurríska útvarpið að taka upp þátt með kórnum. Einnig myndi mórinn syngja í Krems og Salzburg. Síðan lægi leiðin til Vestur-Þýska- lands, til Miinchen, þar sem kórinn træði upp. Síðasti viðkomustaðurinn yrði Italía þar sem kórinn syngi í Feneyjum og Flórens. „Við munum syngja við hámessu í Markúsarkirkjunni í Feneyjum og — heimsækir þrjúEvrópulönd Dómkirkjunni i Flórens. Er það í fyrsta sinn, svo vitað er, sem íslenskur kór mun aðstoða við messuhald í þessum hákaþólsku messum,” sagði Guðlaug. Sóknarprestur Langholtskirkju, séra Sigurður Haukur Guðjónsson, verður með í för kórsins. A meðan mun séra Pétur Maack messa þar og Ljóðakórinn og Kristín ögmunds- dóttir munu sjá um tónlistina. -KÞ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.