Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1985, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1985, Side 23
DV. ÞRIÐJUDAGUR 28. MAl 1985. 23 íþróttir íþróttir íþróttir Skosku leikmennirnir á œfingu ó Laugardalsvelli i gœr. Þeir æfðu tvisvar i gær, ekkert 6 sunnudag. Jock Stein annar fró vinstri. _ DV-mynd Brynjar Gauti. „TEK ENGA AHÆTTU GEGN ÍSLENDINGUM” — sagði Jock Stein, landsliðseinvaldur Skota. Verður með sömu leikmenn og sigruðu England á laugardag „Þetta verður erfiður leikur og ég tek enga áhættu. Verð með sama byrjunarlið og sigraði England á laugardag. Auk þess Everton-lelk- mennina Graeme Sharp og Andy Gray. Að vísu er Gray ekki alveg heill en reiknar með því að allt verði í lagi með hann fyrir leikinn,” sagði Jock Steln, landsliðseinvaldur Skotlands í knatt- spyrnunni, á blaðamannafundi á Hótel Sögu í gær. Þar var fjölmenni, 26 skoskir blaðamenn og það kom þeim greinilega ekki á óvart að Stein velur þá 11 sem sigruðu England á Hampden Park á laugardag. Skoska landsliðiö æfði á Laugardals- velli í gær og Stein sagöi. „Völlurinn er mjög góöur — mjög góður” og bætti við: „Eg reikna með mjög hörðum leik við Island en reikna ekki með að leikurinn þróist eins og leikurinn á Hampden Park. Það var breskur leikur og ég veit að íslenska liðið leikur ekki eins og það enska. Viö leikum ekki sama leik og þar. Við verðum að haga okkur eftir aðstæðum á Laugardals- velli.” í sömu stöðu „Leikurinn er mjög þýðingarmikill fyrir Skotland. Við verðum að sigra — en íslenska liðiö er í sömu stöðu og við. Það á einnig möguleika í riðlinum. Að vísu er Island án tveggja mjög sterkra leikmanna, Asgeirs Sigurvinssonar og Arnórs Guðjohnsen. Þetta eru öflugir leikmenn — mjög snjallir. En Island hefur samt sterkum leikmönnum á að skipa. Það er enginn leikur í heimsmeist- arakeppni auðveldur. Það verður að reikna með löndum eins og Islandi, Finnlandi, Irlandi og Wales en ef skoska liöiö leikur eins og á laugardag gegn Englandi verður allt í lagi fyrir okkur meö leikinn á Laugardalsvelli.” Skosku fréttamennirnir spurðu auðvitað mest um sína menn — um Sharp og Gray, Englandsmeistarana hjá Everton. Greinilegt á Stein að hann hafði mikinn hug á að nota Sharp i leiknum við Island en „það er áreiðanlega betra að hafa Gray með honum. Þeir þekkja hvor annan. Þeir hafa skorað mikið fyrir Everton en það er langt síðan þeir hafa leikið lands- leiki, stórléiki með landsliði. Þeir hafa að vísu mikla reynslu úr Evrópukeppn- inni með Everton og það hefur sitt að segja. Eg var ánægður með leik minna manna í vöm og á miðjunni gegn Englandi en framlínumennimir sköpuðu sér ekki nógu góð tækifæri,” sagði Stein á blaðamannafundinum. Það var létt yfir honum, skiljanlega eftir fyrsta sigur Skotlands á Englandi í níu ár og það mátti greina að ef hann gerði einhverjar breytingar á liði sínu þá yrði það Everton-leikmönnunum í hag. Leikmenn eins og Johnston og McStay, báðir Celtic, virðast ekki hafa mikla möguleika h já Stein nú. Liö Skotlands i leiknum á Laugar- dalsvelli í kvöld verður því þannig skipaö: Leighton, Aberdeen, Gough og Malpass, Dundee Utd., Miller og McLeish, Aberdeen, Souness, Sampdoria, Bett, Lokeren, Strachan, Man. Utd., Aitken, Celtic, Archibald, Barcelona, ogSpeedie, Chelsea. -hsím. 3. deild—A riðill: Fljúgandi start hjá Ármenningum Ármenningar, nýllðamir í A-riðli 3. deildarinnar, hafa fengið „fljúgandi start” í upphafi tslandsmótsins. Á laugardaginn sigraðu þeir lánlaust lið ÖC með tveimur mörkum gegn einu og eru því eitt þriggja f élaga með fullt hús í riðlinum þegar tveimur umferðum er lokið. Leikur Armenninga og IK einkennd- ist af mikilli baráttu beggja liðanna sem oft var á kostnaö knattspym- unnar. Kópavogsbúamir voru sterkari aðilinn lengst af en Armenningunum tókst að ná öllum stigunum, mest- megnis fyrir snilldarmarkvörslu Heimis Gunnarssonar sem meðal annars varði vítaspyrnu. Bragi Sigurðsson og Smári Jónatansson gerðu mörk Ármenninga en Guðjón Guðmundsson mark K. Selfyssingar áttu ekki í neinum vandræðum með Olafsvíkur-Víking- ana. Hilmar Hólmgeirsson kom Selfossi á bragðið en gestimir svöruðu með marki. Og við það sat í hálfleik. I seinni hálfleiknum náðu heimamenn síöan öllum tökum á leiknum og bættu þremur mörkum við markareikning- inn. Gylfi Sigurjónsson, Hilmar Hólm- geirsson og Daníel Gunnarsson sáu um þau og lokatölur því 4—1. Leikur Stjörnunnar og Grindavíkur bar lélegum aðstæðum glöggt vitni. Stjörnumenn þó mun sterkari aðilinn og mörk þeirra Jóns Áma Bragasonar og Rúnars Sigurðssonar gerðu út um vonir Grindvíkinga. HV fékk Reyni, Sandgerði, í heim- sókn og þurfti aö sjá á bak öllum stigunum til Sandgerðis. Ari Haukur Arason og Ævar Finnsson skoruðu mörkin er réðu úrslitum og HV er því enn án stiga. Fjórir leikir áttu að vera á dagskrá B-riðilsins um helgina en þeim var öll- um frestað vegna slæmra skilyrða. Staðan í A-riðlinum er nú þessi: Selfoss Stjaman Armann Reynir.Sandg. Grindavík IK HV Víkingur, Olafsv. 2 2 0 0 6-2 6 2 2 0 0 3-0 6 2 2 0 0 3-1 6 2 10 13-23 2 10 12-33 2 0 0 2 2-4 0 2 0 0 2 0-3 0 2 0 0 2 1—5 0 -fros. Belgíumet íhástökki Eddy Annijis setti í gær nýtt belgískt met i hástökki. Stökk 2,36 metra á móti í Antwerpen. Það er besti árangur utanhúss í hástökkl i ár. Heimsmet Kinverjans Zhu Jianhua er 2,39 metrar. hsím. Diadora Magic pro Stærðir: 36—47. Verð kr. 2.190,- Diadora Rio. y Stærðir: 31-43. Litir: hvítur/blár. Verð kr. 890-990 Diadora BMX Stærðir: 27—3 Litir: blár og rauður. Verð kr. 990,- Adidas Hamburg Stærðir: Verð kr. 890,- Adidas Topten, Stærðir: 36—46 Verð kr. 2.650,- Adidas Universal Stærðir: Verð kr 1.530,- Ensku liðasettin frá MERKI MEISTARANNA Liverpool — enska landsliðið Arsenal — Sheff ieli Wednesday Breiðablik. SPORTVORUVERSLUN Háaleitisbraut 68 Sími 8-42-40 Austurver

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.