Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1985, Page 26
26
DV. ÞRIÐJUDAGUR 28. MAI1985.
íþróttir
Kþróttir
íþróttir
íþróttir
Ljóshærða sprengikúlan á
m m — __ ■■ m
Love Street
„Það er miklu betra að hafa hann með sér en á móti.
Tottie hefur yfir miklum hæfileikum að ráða — hann er
mjög leikinn, hefur næmt auga fyrir samspili og skot-
harka hans er geysileg”... þetta skrifaði Jimmy
Baxter, fyrrum fyrirliði Glasgow Rangers, um Þóróíf
Beck, er Þórólfur fór að leika með Rangers í lok árs
1964. Þá var sagt að Þórólfur hefði verið besta jólagjöf-
in sem Rangers gat fengið.
V 9 „Eigíð þið ekki fleiri slíka leikmenn á íslandi—það væri ekki
ónýtt að fá þá íliðið hjá sér,” sagði framkvæmdastjóri
Stirling Albion eftir fyrsta leik Þórólfs Beck með St. Mirren
Beck
Þaö þarf ekki aö fara mörgum orö-
um um að Þórólfur er einn besti
knattspymumaður sem Island hefur
átt. Hann lék aðeins fjögur keppnis-
tímabil meö KR, áöur en hann hélt til
Skotlands 1961 — 21 árs. Hann
skoraði 46 1. deildar mörk í aöeins 35
leikjum með KR. — Þaö var alltaf
draumur minn, er ég var strákur, aö
gerast atvinnumaöur, sagði Þórólfur
í viötali við DV í sl. viku, þegar viö
heimsóttum hann.
Þeim sem fylgdust meö Þórólfi
Beck, þegar hann var aö byrja aö
leika sér meö knöttinn ungur á knatt-
spyrnuvellinum viö Framnesveginn,
varö fljótt ljóst aö þessi litli, ljós-
hæröi strákur ætti eftir að ná langt
sem knattspyrnumaöur. Þórólfur
náði mjög fljótt geysilegu valdi á
knettinum. Þórólfur haföi lítiö fyrir
því aö leika á hvern strákinn á fætur
öörum á vellinum. Þaö kom einnig
fljótlega fram að hann haföi næmt
skyn á því hvaö flokkaleikur var —
hvernig ætti aö leika til þess aö liðið
sem heild næði árangri.
Þórólfur tryggöi sér gullmerki
KSI fyrir knattþrautir 1957, þá 17
ára. Hann var þar meö einn af þrem-
ur fyrstu gulldrengjum Islands. Hin-
ir voru örn Steinsen og Skúli B. 01-
afsson.
Skoraðisexmörk
KR-ingar ákváöu að fara aö yngja
upp 1. deildariið sitt 1957 en þá var
vesturbæjarliðið aö berjast fyrir
tilveru sinni í 1. deild. Þurfti aö leika
aukaleik við Akureyri um fallið.
Þeim leik lauk með sigri KR og
skoraöi Ellert B. Schram þá sigur-
markið, 1—0.
Þórólfur Beck opnaöi marka-
reikning sinn hjá KR þaö sumar,
þegar hann skoraði sex mörk í leik
gegn Þrótti, er KR-ingar sigruöu
13—1 í haustmóti Reykjavíkurfélag-
anna. Þórólfur vakti þá mikla
athygli fyrir leik sinn og voru mörg
marka hans afar glæsileg.
Sigurganga KR hefst
Þaö var fljótt ljóst aö KR-liðið var
illsigrandi. 1958 hafnar KR í öðru
sæti í 1. deild, með átta stig — aðeins
einu stigi á eftir Islandsmeisturum
Akraness og 1959 nær KR-liöið þeim
frábæra árangri aö vinna 1. deildar
keppnina meö fullu húsi stiga — bar
sigur úr býtum í öllum tíu leikjum
sínum, skoraöi 41 mark en fékk
aðeins á sig sex mörk.
Þórólfur varö markakóngur —
skoraði 11 mörk.
„Auðvelt að vera
góður leikmaður
ígóðuliði”
— Eg man alltaf eftir þessum
árum meö KR. Það var valinn maður
í hverri stöðu — góð blanda af ungum
og eldri leikmönnum. — Já, þaö er
mjög auðvelt aö vera góöur leik-
maöur í góöu liði. Andinn var frábær
hjá okkur og viö vorum meö snjallan
þjálfara, Ola B. Jónsson, sagöi Þór-
ólfur, þegar viö spuröum hann um
velgengni KR-liösins.
— Hver var aðall liösins á þessum
árum?
— Þaö var fyrst og fremst hvað
leikmenn höföu yfir mikilli tækni aö
ráða og þá var leikskipulag liösins
mjög gott. Þaö var ekkert gróft til í
leik liðsins, sagöi Þórólfur og hann
bætti við: — KR var þá kallað Há-
skólaliðið. Allir leikmenn liösins
nema 2—3 voru í námi í háskólanum.
Þórólfur sagöi að hann heföi átt því
láni að fagna að leika með mjög
góðum framlínuspilurum. Gunnar
Guömannsson og öm Steinsen voru
á köntunum og þeir Sveinn Jónsson
og Ellert B. Schram viö hliðina á
mér. Fyrir aftan okkur voru leik-
menn eins og Garöar Ámason, Helgi
Jónsson, Höröur Felixson, Hreiðar
Ársælsson, Bjarni Felixson og Heim-
ir Guöjónsson stóð í markinu.
Setti markamet
Þórólfur varö fljótt mikill marka-
hrellir, skoraöi 15 mörk 1960 og setti
markamet 1961, er hann skoraöi 16
mörk. Þá skoraöi hann t.d. fimm
mörk í leik gegn Akureyri. KR og
Akranes böröust um Islandsmeist-
aratitilinn 1961. Þórólfur var óstööv-
andi í úrslitaleiknum — skoraöi þrjú
mörk í leiknum, sem KR-ingar unnu
4—0. Um 8 þús. áhorfendur sáu leik-
inn og Þórólf fara á kostum.
Þórólfur gæti komist
í enskt landslið
Þórólfur skoraði og skoraöi — og
þaö voru fáir markverðir sem gátu
varið frá honum.
— Hvert er eftirminnilegasta
markiö sem hann skoraði?
— Eg hef skorað mörg eftirminni-
leg mörk, en þaö er þó eitt mark sem
ég held alltaf mikið upp á. Það var
jöfnunarmark KR, 5—5, gegn Akra-
nes/Arsenal á Laugardalsvellinum.
Skagamenn styrktu liö sitt þá með
þremur leikmönnum Arsenal, sem
voru hér í heimsókn hjá Skagamönn-
um. Þaö voru þeir Jack Kelsy mark-
vöröur, Bill Dodgin miðvörður og
Clampton sóknarleikmaöur.
Skagamenn komust í 4—1 eftir
aöeins 21 mín. og þeir voru síðan yfir
5—3, og þegar nokkrar sek. voru til
leiksloka var staðan 5—4. Þá fékk ég
knöttinn fyrir utan vítateig, náöi að
leika á Dodgin og skaut síðan aö
m
Þórólfur Beck — gat
gert allt við knöttinn,
nema að lóta hann tala.
í tilefni þess aö Island og
Skotland leika á Laugardals-'
vellinum í HM-keppninni í knatt-
spyrnu höfum við ákveðið að rif ja
upp knattspyrnuferil Þórólfs Beck í
stuttu máli. Þórólfur lék með
skosku liöunum St. Mlrren og
Glasgow Rangers á árunum 1961 til
1966 og var hann þá í hópi bestu
knattspyrnumanna skosku knatt-
spyraunnar.
Fyrsti hluti frásagnar um knatt-
spyrauferil hans, sem byggður er á
biaðaummælum úr skoskum
blöðum og viötali við hann, er hér á
síðunni. Um næstu helgi — í helgar-
blaðl DV, verður annar hlut birtur.
-SOS
Fyrsti hluti
marki — knötturinn hafnaöi efst uppi
í markhorninu, sagði Þórólfur.
Eftir leikinn sagöi Dodgin þetta í
blaðaviðtali: „Eg er fullviss um aö
Þórólfur hefur hæfileika til aö
komast í enska landsliðiö. Þessir
hæfileikar hans komu hvað eftir
annaö fram í leiknum.”
— Haföir þú hug á að komast í at-
vinnumennsku, Þórólfur?
— Já, ég átti þann draum — strax
þegar ég var ungur, en félagar mínir
brostu þá. Það var svo 1961 sem ég
fékk tilboð til aö koma til St. Mirren í
Skotlandi. Félagið hafði þá verið hér
á keppnisferð og ég stóð mig vel í
leikjum gegn þvi. Skoraði t.d. fjögur
mörk fyrir S-Vesturlandsúrvaliö,
sem lagöi St. Mirren að velli, 7—1.
— Þú ákveður að taka tilboðinu frá
St. Mirren?
— Já, ég fór til Skotlands og kunni
vel viö mig hjá félaginu og nafn
heimavallar St. Mirren hafði að-
dráttarafl. Hann heitir Love Street.
„Eigiö þið ekki
fleiri slíka leikmenn?”
Þórólfur fékk óskabyrjun hjá St.
Mirren, er hann lék sinn fyrsta leik
með félaginu laugardaginn 28. októ-
ber 1961.
Hallur Símonarson, íþróttafrétta-
maöur DV, var svo heppinn að vera
staddur í Glasgow, þegar Þórólfur
lék sinn fyrsta leik með St. Mirren.
Hann skrifaði eitt sinn þetta um byrj-
un Þórólfs í Skotlandi:
„Eigið þiö ekki fleiri slíka leik-
menn á Islandi — það væri ekki
ónýtt, að fá þá í lið hjá sér,”
sagði framkvæmdastjóri Stirling
Albion, þar sem viö sátum í djúp-
um hægindastólum í stúkunni á
„Stirling”-leikvellinum og horföum
á „St. Mirren” leika við heimaliðið á
aflíðandi grasbrekku, sem átti aö
heita leikvöllur þeirra Stirling-
manna. Og leikmaðurinn, sem hann
átti viö, var Þórólfur Beck, sem lék
þar sinn fyrsta leik á útivelli meö
aðailiöi ,,St. Mirren” sem áhuga-
maður, og ég var svo heppinn aö fá
tækifæri til aö sjá þann leik.
Og vissulega gátu menn hrifizt af
leikni Þórólfs og auga fyrir samleik í
þeim leik. Hvaö eftir annaö tætti
hann vöm Stirlings í sundur með frá-
bærum sendingum, skoraöi eitt
mark sjálfur, og samherjum hans
tókst að nýta opnanir hans í tveimur
tilfellum, sem var heldur lélegt hjá
þeim. En „St. Mirren” sigraöi með
3—0 „og maðurinn bak viö þennan
fyrsta sigur St. Mirren í mörg ár í
Stirling var hinn nýi leikmaður liðs-
ins, hinn ljóshæröi Islendingur Þór-
ólfur Beck” — eins og skozku blöðin
sögðu eftir leikinn.
Þórólfur sló svo sannarlega í gegn,
þegar hann lék sinn fyrsta leik og
varð eitt aðalefni á íþróttasiöum
skosku blaðanna, og Willie Reed,
H0T STUFF HfUlffl
riCE C00L BECKl
Fyrirsögn úr einu skosku blaðanna, þar sem sagt er í greininni að
Þórólfur sé tvífari Di Stafanos.
St. Mirren. Þórólfur Beck er sitjandi — annar frá hœgri.