Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1985, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1985, Page 42
> 42 > Nauðungaruppboð sem auglýst var í 9., 19. og 30. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1985 á eigninni Smiðsbúö 10, neöri hæö, Garöakaupstað, þingl. eign Bursta- geröarinnar hf., fer fram eftir kröfu Garöakaupstaöar, lönþróunarsjóös, lönlánasjóðs, Helga V. Jónssonar hrl. og innheimtu rikissjóös, á eign- inni sjálfri föstudaginn 31. maí 1985 kl. 17.00. Bæjarfógetinn í Garöakaupstað. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 9., 19. og 30. tölublaði Lögbirtingablaösins 1985 á eigninni Smiösbúð 10, íb. á efri hæö, Garöakaupstaö, þingl. eign Friö- riks Hróbjartssonar, fer fram eftir kröfu innheimtu rikissjóös, Veödeildar Landsbanka Islands, Garöakaupstaöar og Sveins H. Valdimarssonar hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 31. maí 1985 kl. 17.15. Bæjarfógetinn í Garðakaupstaö. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 9., 19. og 30. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1985 á eigninni Lyngmóum 11, 3. h. t. h., Garöakaupstað, þingl. eign Hálfdáns Þórhallssonar og Margrétar Gísladóttur, fer fram eftir kröfu Garöa- kaupstaöar og Guðjóns Ármanns Jónssonar hdl. á eigninni sjálfri föstu- daginn 31. mai 1985 kl. 16.30. Bæjarfógetinn i Garðakaupstað. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 9., 19. og 30. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Ásbúð 85, Garöakaupstað, þingl. eign Valgarðs Reinharðs- sonar, fer fram eftir kröfu Garðakaupstaöar, innheimtu rikissjóös og Gjaldheimtunnar i Reykjavik á eigninni sjálfri föstudaginn 31. maí 1985 kl. 15.30. Bæjarfógetinn í Garðakaupstaö. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 9., 19. og 80. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1985 á eigninni Ásbúð 62, Garðakaupstað, þingl. eign Siguröar Björnssonar hf., fer fram eftir kröfu Garðakaupstaöar, Brunabótafélags Isl. og inn- heimtu rikissjóös á eigninni sjálfri föstudaginn 31. maí 1985 kl. 15.15. Bæjarfógetinn í Garöakaupstað. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 9., 19. og 30. tölublaði Lögbirtingablaösins 1985 á eigninni Skógarlundi 12, Garöakaupstaö, þingl. eign Karls Jónassonar, fer fram eftir kröfu Garöakaupstaöar á eigninni sjálfri föstudaginn 31. maí 1985 kl. 14.30. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. ^ 1 Nauðungaruppboð sem auglýst var í 9., 19. og 30. tölublaði Lögbirtingablaösins 1985 á eigninni Smáraflöt 38, Garðakaupstað, þingl. eign Þorgríms Eiriks- sonar, fer fram eftir kröfu innheimtu ríkissjóös og Veðdeildar Lands- banka íslands á eigninni sjálfri föstudaginn 31. maí 1985 kl. 13.30. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 9., 19. og 30. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1985 á eigninni Miöbraut 5, 1. h., vesturendi, Seltjarnarnesi, þingl. eign Þóru Bjarnadóttur, fer fram eftir kröfu Ólafs Gústafssonar hdl. og Verslunar- banka íslands hf. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 30. maí 1985 kl. 16.30. Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 9., 19. og 30. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Tjarnarstíg 22, Seltjarnarnesi, þingl. eign Gunnars Richter, fer fram eftir kröfu gjaldheimtunnar á Seltjarnarnesi, Baldvins Jónssonar hrl., Árna Stefánssonar hrl. og Helga V. Jónssonar hrl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 30. maí 1985 kl. 16.00. Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 9., 19. og 30. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Stekkjarkinn 7, efri hæö, Hafnarfirði, þingl. eign Sigurðar Hjálmarssonar, fer fram eftir kröfu Guðjóns Steingrímssonar hrl., Út- vegsbanka islands og Veðdeildar Landsbanka islands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 30. maí 1985 kl. 13.30. Bæjarfógetinn i Hafnarfiröi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 9., 19. og 30. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1985 á eigninni Reykjavegi 65, Mosfellshreppi, þingl. eign Gunnars Björns- sonar, fer fram eftir kröfu Arnar Höskuldssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 30. maí 1985 kl. 14.15. Sýslumaöurinn í Kjósarsýslu. DV. ÞRIÐJUDAGUR 28. MAI1985. Menning Menning Menning SKÍTAPAKK í CHICAG0 ÞjóAleikhúsið CHICAGO eftir Bob Fosse, John Kander og Fred Ebb. Þýðing: Flosi Ölafsson. Leikstjórn: Kenn Oldfield og Benedikt Araason. Dansahöfundur: Kenn Oldfield. Leikmynd og búningar: Robbi Don og Guðrún S. Haraldsdóttir. Lýsing: Kristlnn Danieisson. Tónlistarstjóri: Terry Davies. Kostir sýningar Þjóöleikhússins á Chicago liggja í augum uppi. Leikmyndin er snilldarlega hugsuö sem praktísk umgerö fyrir sjó, hún hefur marga útganga sem veita leik- stjórum fjölbreytta möguleika á innkomum og útgöngu, hún gefur dansahöfundi tækifæri til aö nýta fleiri en eina hæð í dansatriöum. Hún er þannig hönnuö aö atriðaskipti ganga snöggt fyrir sig, hljóölaust og án fyrirgangs, þannig aö sýningin þarf aldrei aö stoppa. Og svo er hún frábærlega falleg: háir veggir allt upp í turn í svartgljáandi, speglandi efni meö hvítum röndum, brú yfir mitt sviðiö og niður úr henni stigi sem renna má til og frá eftir þörfum. Inn í þennan svarta kassa er svo rennt minni sviðum, bæði á gólfi og úr lofti, til aö gera myndina flóknari og skýrari. Þessi kostur er þungur á metunum og sýnir og sannar aö for- ráðamenn Þjóöleikhússins eiga óhræddir aö fá bestu menn í leik- myndagerð til landsins til aö vinna meö okkar fólki. Þessi leikmynd er á heimsmælikvaröa sem vandaö og þaulhugsaöverk. Dansar Kenn Oldfield eru í annan staö prýöi þessa sjós. Þeir eru ekki ýkja frumlegir og ég efast ekki um aö andi Bob Fosse svífur þar yfir vötnum, en sem skipuleg heild gera þeir þessa sýningu aö eftirminni- legum sigri í danssýningum hér- lendis. Þeir eru ævinlega smekklegir, þrungnir spennu, vel hugsaðir í rýminu sem fyrir er, margbreytilegar og í anda hvers at- riöis. Þriöji kosturinn er svo dansara,- sveitin. Karlmennimir koma þokka- lega úr þessari prófraun — stelpumar slá í gegn. Tja, stelpur minar — hvaö á ég að segja fallegt um ykkur. Vitaskuld er þaö styrkur Islenska dansflokksins að hann hefur um árabil mátt reyna hvers kyns tilbrigöi viö dansmennt sína, sem er klassískur dans fyrst og fremst. I sýningunni á Chicago skilar sér árangur margra áratuga sögu, þeirrar heföar sem skapast hefur í Þjóðleikhúsinu meö samruna klassískrar dansmenntar, sem var í upphafi hugarfóstur og hugsjón Guölaugs Rósinkrans, og svo þeirra söngleikjahefðar sem hann lagði einnig út á: þessi saga skilar sér í dag í danshóp sem hefur lagt líf sitt og limi í kröfuharða og stranga list- grein, listgrein sem gefur hverjum þeim sem hana stundar stutt líf sspan en ánægjuríkt. Og eftir frammistööu sem þessa þá er ekki hægt annað en aö taka ofan fyrir þeim stúlkunum og muldra feimnislega þakkarorö. Þrír stórir kostir: umgjörö, dans og dansarar. Allt fyrsta flokks. Söngleikjafarganíð Hér á árum áöur meðan veröldin var óspillt af styrjöldum, öldin rétt byrjuð og leiklistarstarfsemin sömuleiðis, þá voru litlir danskir söngþættir mikið rúmfrekir í starfi Leikfélagsins. Menntaðir og dannaöir menn kölluðu þá söngva- smámuni. Síöan hefur það öðrum þræðinum þótt frekar ófínt að leggja slíka leikmennt fyrir sig og þykir enn. Að ekki sé talað um þegar amerískir söngleikir eiga hlut aö máli. Nú er þaö svo aö söngleikurinn ameríski er einkar þjóðlegt form, sprottið úr aldalangri hefö þeirra í skemmtun og leikhúsrekstri meö höfuöviðfangsefni sitt í seinni tíma þá þversögn sem ríkir í samfélagi þeirra vestra: drauminn um hamingju og ríkidæmi, vinsæld og virðingu; draum sem ekki getur ræst. 1 Chicago er einmitt fjallaö um þetta efni. Efnistökin eru aö vísu stranglega mótuö af nærveru Bob Fosse, söngleikurinn er frekar samsafn af dansatriöum við heldur tilþrifalitla músík, Kander var ekki í miklu melódiustuöi þegar hann samdi músik fyrir þetta verk. Ramminn um atburðarásina í leiknum er til að undirstrika þessa númeraröð: þetta er „burlesque” — stæling meö kynni, beinum frammí- köllum til áhorfenda, skipunum til hljómsveitarstjóra etc. I leikstjóm Ken og Benedikts er lítil áhersla lögð á þessa umgerð, ranglega aö mínu mati. öm Ámason er sviplítill kynnir og fær ekki tilsögn til að breiða úr sér, sem heföi óneitanlega styrkt rammann og skýrt. Leiklist Páll Baldvinsson Ameríski draumurinn er í þessum leik settur í óhugnanlegt samhengi — aö vísu er dálæti Kananna á glæpalýö sínum sjúklegt — hér eru morð og spilling framborin meö þeirri gyllingu sem gjarnan er notuð í kaupmennsku. En, og þaö stóra en skiptir öliu, ég get ekki betur séð en hugmynd þeirra Fosse og félaga sé grimmileg fordæming á slíku þótt þeir nýti sér þaö um leið. Þaö sem vantar átakanlega í sýningu Þjóöleikhússins á þessum ameríska heimsósóma er óhugnaöur, öll atriöi sem bera í sér hugsanlega fyrirbtn- ingu á manndrápi, litilsigldum brögöum blaöa og lagasnápa, múg- sefjun og skrílmennsicu borgarbúa Chicago, þau fletjast út, tapa vægi sem leiðir síðan til þess aö himin- hrópandi „amerísk” niöurstaöa leiksins, annars vegar skrípaleikur réttarhaldanna og svo velluleg lofræða morökvennanna í lokin um Guðs eigið land, geigar. Þessi vandi er ekki einungis fólginn í léttvægum áherslum í stefnu leik- stjóranna, hann er líka hulinn í verkefnisvalinu sjálfu: Chicago er réttlætanlegt viðfangsefni fyrir Islenska dansflokkinn og sýnir vonandi fjölda áhorfenda hvers hann er megnugur, sem tónlistarstykki fyrir söngvara er hann heldur lítils virði og sem leikrit á stykkið heldur litiö erindi. Nú var það áfellisefni þegar í haust að Þjóðleikhúsið skyldi ætla aö róa á sömu mið meö þessu verkefni og gert var í Gæjum og píum: sami þýðandi, sömu leikstjórar, sama fólk á sviði, sama tímabil. Þá var ekki síöur átaliö aö leikhúsið skyldi svo ákveðiö stefna á þá braut aö setja upp stóra og viðamikla söngleiki. Að sjálfsögöu á leikhúsið aö leggja rækt viö þennan þátt leikbókmennta heimsins, rétt eíns og þaö á að sinna nýjum erlendum leikritum, nýjum og gömlum ballettum, óperum eftir innlenda sem erlenda höfunda — að ógleymdum íslenskum leikritum frá fornu og nýju. Hyggilegra er samt að athuga þessa söngleikjastefnu til lengri tíma: hvert er takmark hennar annað en aö ná miklum fjölda áhorfenda inn í húsiö og eyða miklu fé í íbúð búninga og leikmyndar? Þjálfa efni í dansi og söng, sýna söngleiki frá fleiri en einu þjóölandi, skapa okkar eigin söngleiki? Leikur Þaö veröur aö segjast eins og er að frammistaða leikaranna í þessari sýningu er ekkert til aö hrópa húrra yfir: Carol Nielson leikur í fyrsta sinn í Þjóðleikhúsinu eftir starfsdvöl erlendis. Hún hefur þokkalega söng- rödd, takmarkaða leikhæfileika og á frekar erfitt með aö gæða burðar- hlutverk leiksins því lífi sem nauö- syn er á. Sigríður Þorvaldsdóttir leikur andstæðing hennar og síöar f é- laga innan fangelsisveggjanna. Hún er aö vanda flink „comedienne” en í þessu hlutverki skortir hana tilhlýði- leg heildartök á þessum karakter. Þær stöllur eru báöar því marki brenndar aö bjóöa okkur ekki upp á nógu lifandi persónur. Þaö gerir aft- ur á móti Róbert Amfinnsson með glans og hann megnar aö lyfta þessum leik upp á þær tragikómisku hæöir sem þarf til að sýningin öðlist boðskap og merkingu. Pálmi Gests- son leikur tungulipran og slægan lagasnáp, en passar illa í þennan skíthæl þrátt fyrir góða viðleitni. Aft- ur vantar á rétta persónusköpun — kannski rangt mannval. Margrét Guðmundsdóttir gerir fangavörsl- unni aftur góð skil. Þær Sigríður áttu dásamlegan dúett í kurteisissöngn- um. Svo er allur skarinn sem áöur hef- ur fengið hér réttmætt lof fyrir dans- mennt sina: þau leika mörg smá og stór hlutverk og kcmast furðanlega frá þeim. Sá þáttur sviösetningarinn- ar er ánægjulegur árangur. Ein- staka skín úr, ég get ekki stillt mig um að nefna Ásdísi Magnúsdóttur og Katrínu Hall. Hvers vegna finnur leikhússtjómin ekki verk sem hæfir makalausum hæfileikum og lífs- krafti Ásdísar? Þarf auman krítiker úti í bæ til aö benda þeim á slíkt verk- efni? Þýðíngarmikið mál Flosi Gunnlaugur þýöir þennan texta sæmilega og í sínum stíl. I leik- skrá meö leiknum fær þessi mæti herra meira rúm en bæði höfundar og leikstjórar verksins og lætur þess þá getið aö hann hafi fyrst og fremst viljað gera textana sönghæfa. Merk- ing skiptir alltaf mestu máli í söng- textum. Og eigi hún aö skila sér veröur hljómstilling að vera meö besta móti, einkum ef hljómsveit er hávær undir hressri stjóm. Nú situr gagnrýnandi Dagblaösins alltaf úti í horni á þriðja bekk svo hann getur lítiö dæmt um hljómstillingu. Þess vegna er sæmast aö segja sem minnst um óskýran textaflutning í söng og hljómstUlingu yfirleitt. Lokaorð Það er sem sagt margt prýöilegt viö þessa sýningu. Þeir sem vilja fylgjast grannt meö dansmenningu og sjónrænum framgangi leiklistar- innar mega ekki láta hana framhjá sér fara. Þjóðleikhúsið á skiliö hrós fyrir dirfskufulla tilraun, þrátt fyrir ágallana sem spilla samt ekki þess- ari kvöldstund.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.