Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1985, Side 43

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1985, Side 43
DV. ÞRIÐJUDAGUR 28. MAI1985. 43 Orkubú Vestfjarða: Hagnaður í fyrsta skipti frá 1978 I fyrsta sinn í sjö ár var rekstraraf- koma Orkubús Vestfjarða jákvæö en hagnaður þess nam 6,8 milljónum á síðasta ári. Engu að siöur voru gjald- skrár fyrirtækisins óbreyttar allt sfðastliðið ár og höfðu ekki tekið neinum breytingum frá þvi 1. ágúst 1983. Þetta kom meðal annars fram á aðalfundi Orkubúsins sem haldinn var fyrr í þessum mánuði. Rekstrartekjur fyrírtækisins námu samtals 328 milljónum en stærstu kostnaöarliðirnir voru fjármagnsgjöld og orkukaup frá Landsvirkjun og RARK. Stærstu verkefni Orkubús Vestfjarða á liönu ári var lagning aðalorku- flutningslinu frá Mjólká til Tálkna- fjarðar og var línan tekin í notkun til bráðabirgða um miðjan desember. Auk þess var fjárfest fyrir verulegar upphæðir í aðveitustöðvum, aðveitulin- um, innanbæjarkerfum og fasteignum. Orkusala fyrirtækisins á árinu var um 147 GWst og er það 5,4% aukning frá árinu áöur. Á aðalfundinum voru meöal annars kynntar niðurstöður rannsókna á surtarbrandi á Vestfjörð- um. I greinargerð Jakobs Björnssonar orkumálastjóra kom fram aö íslenskur surtarbrandur sé, sem stendur, langt frá því að vera samkeppnisfær við inn- flutt steinkol og hafi ekki verið það a.m.k. um tiu ára skeiö. Hann sagöi ennfremur að þetta væri í fyrsta skipti sem alvarleg tilraun væri gerð til aö meta íslenskt eldsneyti sem orkugjafa eða iðnaðarhráefni út frá nútímaleg- um viðhorfum og tækni. Guðlaug Sigmarsdóttir, hjúkrunarforstjóri Húsavík. Sigþrúflur Ingi- mundardóttir, formaður Hjúkrunarfólags Íslands. Þuriður Ingimundardótt- ir, formaður deildar hjúkrunarforstjóra. DV-mynd Ingibj. Hjúkrunar- forstjórar fundaá Húsavík Frá Inglbjörgu Magnúsdóttur, Húsa- vik: Félag hjúkrunarforstjóra er deiid innan Hjúkrunarfélags Islands. Fé- lagiö heldur tvo stóra fundi á árí og vorfundinn reyna þær aö halda úti á landsbyggðinni. 54 hjúkrunarforstjór- ar hafa þvi setið fund á Hótel Húsavík nú um helgina og eru þátttakendur alls staöaraf landinu. Þær Sigþrúður Ingimundardóttir, formaður Hjúkrunarfélags Islands, og Þuríður Ingimundardóttir, formaður deildar hjúkrunarforstjóra, létu mjög vel af aðstöðu til fundarhalda á hótel- inu, aðbúnaður væri góður, allt hefði leikið við þær, sérstaklega veðurguð- irnir og Guðlaug Sigmarsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Húsavík, sem annaöist undirbúning fundarins. Þátt- takendur fundarins eru stjórnendur í hjúkrunarþjónustu á Islandi. Auk al- mennra fundarstarfa er rætt á fundin- um um gæði hjúkrunarþjónustu og ákveöin stefnumörkun á því sviði. A dagskrá fundarins voru ýmis fag- leg málefni. Framsögueríndi fjölluöu um gæði hjúkrunarþjónustu og hvemig markvisst skuli unnið aö þeim málum og yfiriýsingu Alþjóða heilbrigðis- málastofnunarinnar, „Heilbrígði öllum til handa árið 2000”. Einnig fjallaði fundurinn um það alvarlega ástand er ríkir á heilbrigðisstofnunum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Fundurinn skorar því á stjórnvöld að gera ráðstafanir til þess að ráöa bót á því ástandi sem nú ríkir í samvinnu við hjúkrunarstjómir. Umhyggja, f élag til stuðnings sjúkum börnum: „Vantar alla endur- hæfingaraðstöðu” „Endurhæfing bama eftir slys og sjúkdóma” er yfirskrift fundar sem Umhyggja, félag til stuönings sjúkum börnum, gengst fyrir að Hótel Loft- leiðum í kvöld, þriðjudag. „Með þessu erum við aö vekja athygli á þvi aö viö hér i þessu landi búum við góöa bráðaþjónustu og slysa- varöstofu en hins vegar er litil sem engin endurhæfingaraðstaöa fyrir þessi böm,” sagði Sævar Berg Guðbergsson, formaður Umhyggju, í samtaliviðDV. Félag þetta var stofnað fyrir réttum fimm árum. Era félagsmenn um 50 talsins. „Tilgangur félagsins er að reyna að efla skilning á þörfum veikra barna og að tekið sé tillit tii þarfa þeirra,” sagði Sævar. „Þeir sem vinna mikið og eiga veik böm reka sig fljótt á það að það er hreinlega ekki gert ráð fyrir veikum bömum. Þetta fólk á oft erfitt með að fá frí frá vinnu sinni vegna bamanna og verða af þeim sökum oft fyrir meiri og minni tekjumissi. Þá má nefna þaö aö eigi bam við langvarandi veikindi aö stríða og þurfi ítrekaö aö leita sér- fræðings þurfa foreldrarnir að greiða fuUt göngudeildargjald í hvert sinn, 270 krónur. Til viðmiöunar má nefna að fullorðinn maður, sem á við sömu vandamál að striöa, þarf ekki að greiða nema helminginn af því gjaldi í hvert sinn. Þessu þarf að breyta.” Félagsskapur þessi er aðili að norrænum samtökum sem fjalla um þessi mál á ráðstefnu er haldin er einu sinni á árí. Umhyggja, félagiö sjálft, heldur svo tvo til þrjá fræðslufundi á ári. „Félagið beitti sér til dæmis fyrir því aö foreldrar mjög veikra bama fengju aðstöðu til aö gista á sjúkrahúsunum hjá bömum sínum þegar svo ber undir,” sagöi Sævar. „Það hefur okkur tekist, þótt sú aðstaða sé ekki mjög góð. Viö viljum auka þessa þjónustu viðforeldrana.” Fundur Umhyggju hefst klukkan 20.30. Þar mun Sveinn Már Gunnars- son læknir, sem sérhæft hefur sig í endurhæfingu bama eftir sjúkdóma og slys, flytja erindi. -KÞ. LAUSAR STÖÐUR HJÁ j REYKJAVIKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsmenn til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. • HJÚKRUNARFRÆÐINGA við hinar ýmsu deildir hjá Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. • AÐSTOÐARMANN viö skólatannlækningar. • SKRIFSTOFUMANN við skólatannlækningar í 50% starf, frá 1. júní nk. Starfsreynsla æskileg. Upplýsingar gefa yfirskólatannlæknir eða hjúkrunarfor- stjóri í síma 22400. • HEILSUGÆSLUSTÖÐIN ASPARFELL óskar eftir að ráða læknaritara í 50% starf. Starfsreynsla æskileg. Einnig vantar læknaritara í sumarafleysingar. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 75100. Umsókn ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkur- borgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknar- eyðublöðum, sem þar fást, fyrir kl. 16.00 föstudaginn 7. júní 1985. TIMAPANTANIR ÍSÍMA 621166 ■ LIÓSMYNDASTOFA REYKIAVlKUR ■J^y'CRFISGOTU NEYTENDUR ATHUGIÐ VERZLUIMARMAIMIMAFÉLAG REYKJAVÍKUR Verzlunarmannafélag Reykjavíkur og Kaupmannasamtök íslands vilja minna neytendur á að samkvæmt kjarasamningi verða verslanir lokaðar á laugardögum yfir sumarmánuðina, frð 1. júní til 31. ágúst. Á sama tíma er heimilt að hafa verslanir opnar sem hér segir: Mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga til kl. 18.30, fimmtudaga til kl. 20.00 og föstudaga til kl. 21.00. KAUPMANNASAMTÖK ÍSLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.