Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1985, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1985, Side 44
44 DV. ÞRIÐJUDAGUR 28. MAI1985. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Larry Flynt heitir umdelldur maður i Ameríku, cinna helst þekktur fyrír að gefa út karl- rembublaðið Hustler. Innihald blaðsins gengur helst út á alls- berar konur í hinum margvísleg- ustu stellingum. Slíkt efni i mán- aðarblaði vestanhafs virðist ganga vel í Kanann, a.m.k. hefur Fiynt hagnast vel á viðskiptun- um. Ekki eru allir sem sætta sig við Flynt né umdellt blaðið, einn þeirra gerði sér litið fyrlr og reyndi aö ráða kiámkónginn af dögum. Ekki tókst tilræðið alveg, en síöan hefur Flynt þó verið lamaður fyrir neðan mittl og ferðast nú í hjólastól. Fiynt sótt- ist opinberlega eftlr útnefningu til forseta fyrir síðustu forseta- kosningar í Bandarikjunum, lagði fram hina fáránlegustu stefnuskrá að flestra mati og gerði óspart grín að öllu heila kerfinu. Menn eru þó sammála um að klámkóngurinn hafi eln- ungis gert þetta til að vekja at- hygli á sér og hafi á vissan hátt óneitanlega tekistþað. Paul McCartney og Michael Jackson hafa sem kunnugt er unnið mikið saman og gert það feikigott. Flest þekkjum viö lagið „This girl is mine”, sem klifraði upp alla vínsældalista og var á toppn- um um allan heim í langan tlma. Saman gerðu þeir myndbands- spólu með laginu Say, say, say, sem cinnig varð vinsæl mjög. Það lag kom á nýlegri plötu gamla Bítilsins, „Pipes of peace”, sem auðvitað vakti mikla athygli. Á myndinni sjáum við félagana búa sig undlr upptökur á mynd- bandinu með laginu Say, say, say. Auðvltað verða menn að vera sæmilega rakaðir áður en teklst er á við stórverkefni í myndbandabransanum. Hún litur út eins og hver annar venjulegur túristi á frönsku Riví- erunni stúlkan á myndinni en er það i rauninni ekki. Hér er á ferð- inni engin önnur en Noor drottn- ing þeirra í Jórdaníu þar sem hún var i einkaferðalagi með eigin- manni sinum, Hussein konungi, um Frakkland. Hussein kóngur er 48 ára en eiginkonan aðeins 32, með nýlega fædda prinsessu, Iman að nafni. Konungshjónin tóku það rólega á frönsku Rivíerunni, fóru í stuttar skemmtisiglingar, dreyptu á rjómaís og höguðu sér i einu og öllu eins og venjulegir túristar. Inn á milil heilsuðu þau upp á góða vini og kunningja í Frakk- landi, hlttu þar m.a. Gemayel, forseta Libanon, er var á ferða- lagi í Frans. „Nauðsynlegt fyrir kóngafólk að komast aðcins i burt frá öllum skyldustörfunum heima við,” sagði Noor drottning og andvarp- aði. mm Fyrra markið staðraynd. Eirikur Jónsson, númar 9, hefur þarna þrykkt boltanum f nat Moggamanna. Magnús Ólafsson, knattspyrnukappinn kunni, fagnar innilega. Myndir-KAE. STORLEIKURILAUGARDAL Dagblaðið-Vísir og Morgunblaðið berjast á hverjum degi um hylli íslenskra blaðalesenda en á einum sólardeginum í síðustu viku var bar- áttan háð á öðrum vettvangi, liði fylkt á nýja gervigrasvellinum í Laugardal þar sem knáir knattspyrnukappar DV og Moggans spiluðu einn leik í knatt- spymu. I báðum liðum fyrirfinnast gamlar knattspymuhetjur og ekki vantaði áhugann, tekið á af lífs- og sálar- kröftum. Starfsmenn beggja blaöanna hafa haldið sér í ágætis æfingu síðustu mánuði, DV-menn eiga einn tíma í viku á gervigrasinu þar sem úthaldið er þanið og gömlum knattspyrnukúnstum Sætur sigur i höfn. Lið DV, talið frá vinstri, aftari röð: Ellert B. Schram, Gunnar V. Andrésson, Herbert Guðmundsson, Bergur Garðarsson, úgmundur markvörður Kristins- son, Þorsteinn J. Vilhjálmsson, Hilmar Karlsson og Jön Karl Helga- son. — Fremri röð frá vinstri: Magnús Ólafsson, Frosti Eiðsson, Kristján Már Unnarsson og Eiríkur Jónsson. DV-mynd KAE. haldið við og Moggamenn hafa æft Leiknum lauk með sigri DV, bæði framlínumönnunum Eiríki Jónssyniog knattspymuinnanhússívetur. mörkin skoruö í seinni hálfleik af Frosta Eiðssyni. Baráttan i algleymingi, Ellert B. Schram og Kristinn Sigurþórsson berjast um knöttinn. Í baksýn sést i ögmund Kristinsson og Bjarna Moggaljós- myndara. Hntta f uppsiglingu við Moggamarkið, varnarmenn Moggans við öllu búnir, Friðþjófur Helgason i flugtaki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.