Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1985, Síða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1985, Síða 1
DAGBLAÐIÐ —VISIR 121. TBL. - 75. og 11. ÁRG. FÖSTUDAGUR 31. MAÍ1985. Dularfullur sjúkdómur drepur seiði! MILUÓNATJÓN HJÁ NORÐURLAXI Frá Ingibjörgu Magnúsdóttur, fréttaritara DV á Húsavík: Undanfarnar 5—6 vikur hefur orö- iö verulegur seiöadauði hjá laxeldis- stööinni Norðurlax hf. viö Laxamýri í S-Þingeyjarsýslu. Er hér um aö ræða faraldur sem herjar á fyrsta árs seiði og ekki hefur tekist aö greina hvers eðlis hann er. Nú er um hálf milljón seiöa dauð og tjón er áætlað um 6 milljónir króna en gæti orðið 8 milljónir ef áframhald verður á seiöadauðanum. Að sögn Bjöms Jónssonar, fram- kvæmdastjóra Norðurlax hf., hafa þeir sem starfa hjá fyrirtækinu aldrei séð nokkuð þessu líkt. Allt hef- ur verið reynt sem hugsast getur til aö stöðva faraldurinn, en árangurs- laust. Sjógönguseiöin í stöðinni virö- ast vera ónæm fyrir þessari plágu en að sögn Björns kemur hún á versta tíma fyrir fyrsta árs seiðin, eða þeg- ar þau eru viökvæmust. Seiðin átti að selja í sumar og var búiö að lofa þeim út um allt land. Skortur mun verða á fyrsta árs seiðum því Norðurlax hf. var stærsti framleiðandi þeirra í fyrrasumar. -EIR. Áltekjurnar: Steingrímur heimtar skýringar „Eg tók þetta mál upp á rikis- stjórnarfundi í morgun og óskaði eft- ir skýringum, jafnframt að sam- ræmi gætti frá einni nefnd til annarr- ar aö þaö yrði einföld regla í þessum málum,” sagöi Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra í gær. Hann var þá spurður um kostnaö- inn vegna samninganef ndar um stór- iðju sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Upphæöimar hafa komið almenningi á óvart, fólki hefur blöskrað. I skýrslu iönaöarráðherra var ekk- ert minnsta á viðræður vegna Kísil- málmverksmiðjunnar. Vegna þeirra hækka til dæmis laun Guðmundar G. Þórarinssonar um 115 þúsund kr., í um630þúsund. Heildarlaun Jóhannesar Nordal vegna samninganefndarinnar eru yfir 400 þúsund kr. og Gunnars G. Schram yf ir 500 þúsund krónur. Þá hefur lögfræðikostnaður vegna samninganefndarinnar vakið mikla athygli, nemur milljónum. Um þessi mál er ítarlega fjallað á bls. 2. — sjá f réttaljós ábls.2 „Þettaeraf- þreyingfyrír sálaríífið” — sagði Reynir Pétur þarsem hann skeiðaði eftir Skeiðarársandi ígærdag „Hvaö segiöi, komuð þiö fljúgandi bara til að tala við mig? En unaðs- legt,” sagði Reynir Pétur Ingvarsson, göngugarpurinn mikli, þar sem hann skeiðaöi eftir Skeiðarársandi um miöj- an dag i gær. Eins og alkunna er er Reynir að ganga í kringum landið til að safna peningum fyrir íþróttahús á Sólheim- um í Grímsnesi. „Eg er búinn að labba 310 kílómetra, svo ég á ekki nema 1104 eftir. Þetta hefur veriö svo skemmtilegt. Fólk er alltaf að stoppa og tala við mig og láta mig hafa vegapeninga.” — Vegapeninga? „Já, það eru sko kunningjar mínir sem stoppa og rétta að mér hundraö kalli og hundrað kalli. Fyrir kóki eða svoleiðis, skilurðu. En ég kaupi ekki kók fyrir vegapeningana. Eg læt þá í sjóöinn. Svoleiöis hef ég fengið 3.200 krónur.” — Hvemig leggst svo ferðin í þig? ,JVIjög vel, en fyrst og fremst er þetta afþreying fyrir sálarlífið,” sagði Reynir og skeiðaöi áfram í áttina að Fagurhólsmýri þar sem hann ætlaöi að gista í nótt. -KÞ íslenskur sjónarvottur að harmleiknum í Brussel: „Allir voru skíthræddir” „Þegar maður sá að fólkiö var lát- ið liggja þar sem það var komið geröi maöur sér fyrst grein fyrir að dauð- inn var með i spilinu. Það var hreint ótrúlegt að verða vitni að þessu,” sagði Guðmundur Sæmundsson verslunarmaöur en hann varö vitni að blóðbaðinu á knattspymuvellin- um í Brussel í fyrradag. Guðmundur fór á leikinn ásamt kunningja sínum, Halldóri Gústafs- syni, og fengu þeir miða fyrir miðju vallar. Harmleikurinn átti sér aftur á móti staö fyrir endamörkum. „Þetta geröist svo snöggt að mað- ur náði ekki aö átta sig og eiginlega er ég ekki búinn að því ennþá,” sagði Guðmundur er DV hafði samband við hann á hótelherbergi hans í Brussel í gærkvöldi. „Það var eins og lögreglan hefði ekki hugmynd um hvernig hún ætti aö bregðast við og reyndar vorum við félagamir að ræða um það skömmu áður hversu lítið lið lögreglu væri á staönum.” — Hvernig leið ykkur meðan beðiö varátekta? „Það voru allir skíthræddir og á okkur dundu fyrirmæli úr gjallar- homum um að vera rólegir og hreyfa okkur ekki. Þvi hlýddu flestir þótt enginn vissi í raun hvaö gerst hafði. Það var eins og allt púður væri úr fólki, það var undarlegt að standa þama.” — Hvernig var svo að fylgjast með leiknum? „Leikurinn var ágætur, vel spilað- ur, en hér tala menn um að leik- mönnunum hafi ekki verið sagt frá hversu alvarlegt ástandið var fyrr en eftir leikinn. Einhvem veginn fannst mér eins og leikmennirnir spiluöu til þess eins að halda fólki góðu,” sagði Guðmundur Sæmunds- son. -EIR. Sjá einnig bls. 8-9 og íþróttir í miðopnu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.