Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1985, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1985, Page 3
DV. FÖSTUDAGUR 31. MAl 1985. 3 EV SALURINN í FIATHÚSINU - EV SALURINN í FIATHÚSINU - EV SALURINN í FIATHÚSINU Lögfræðingur og bókhald- ari játa skjalafalsið Höfðu þegar selt fölsuð skuldabréf fyrir eina milljón Mennirnir tveir, sem grunaðir voru um að falsa skuldabréf og selja þau, hafa báðir játað. Eins og DV skýrði frá í gær var annar maðurinn handtekinn á skrifstofu borgarfógeta í fyrradag þegar hann var að sækja fölsuö skuldabréf úr þinglýsingu. Hinn maðurinn er héraðsdómslög- maöur og var hann handtekinn skömmu síðar á heimili sínu. Að sögn Erlu Jónsdóttur hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins er um að ræða þrjár seríur af bréfum og er hver þeirra að upphæð ein milljón króna. Tókst mönnunum að selja eina seríuna hjá veröbréfafyrirtæki í borginni. Fengust 800 þúsund krónur fyrir bréfin. Annar maðurinn, sem var handtekinn, er ekki löggiltur endurskoöandi, eins og greint var frá i gær. Hann hefur hins vegar unnið við bókhaldsstörf og starfrækt bók- haldsaðstoð um nokkurt skeið. Aö sögn Erlu Jónsdóttur er málið að fullu upplýst. Rannsóknarhagsmun- ir krefjast ekki að fariö sé fram á gæsluvarðhald. ..\0u9a' ***** Vönduð nýtísku- húsgögn frá Svafnsófi i sérflokki, fallagur sófi á daginn, gott rúm á nóttunni. Varflkr. 27.500,- Síðumúla 30. Takið eftir verðinu. Homsófi, fallegur, fyrirferðariitill. Varfl: áklœði 39.000, leður 64.000,- Lada Sport 1980 Simca 1100 1980 Renault 51980 Ford Futura 1978 Peugout504 1978 1929 EGILL VILHJÁLMSSON, 1985 SMIÐJUVEGI4, KÓPAVOGI, SÍMAR 79944 OG 79775. Við bjóðum stórkostlagt úrval sófasetta ■ fjölda lita i leflri og á- klœfli. Verflfrákr. 42.000,- Góðir greiflsluskilmálar. TM-HÚSGÖGN Síðumúla 30, sími 68-68-22. HSÍI Nemendur í átta ára bekk Langholtsskóla komu í heimsókn i Bœjarútgerð Reykjavikur í vetur. Þeir gerflu síðan i skólanum myndir frá heimsókninni. i gœr gáfu nemendurnir Bœjarútgerflinni eina þessara mynda. DV-mynd: S Framkvæmdastjóri Samherja á Akureyri: „Hljótum að standa vtó tilboðið í BÚH” Hvaða f yrirtæki er þessi Samherji sem hefur fjármagn til að kaupa Bæjarútgerðina í Hafnarfirði? „Viðræður eru að fara í gang, við munum ræða við bæjarstjórann í Hafnarfirði og fleiri á næstunni,” sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri Samher ja á Akureyri. Samherji hefur gert tilboð í Bæjarútgerð Hafnarfjarðar, býðst til að kaupa fiskvinnsluna og tvo togara, Apríl og Maí. Þetta er óneitanlega athyglisvert tilboð því BUH hefur ver- ið rekið meö miklu tapi undanfarin ár. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt að ganga til samninga við Samherja, þó ekki alveg þegjandi og hljóðalaust. Fulltrúar Alþýðuflokks og Alþýðubandalags, 3 að tölu, gengu út af fundinum þar sem þetta var sam- þykkt. En hvaða fyrirtæki er þessi Sam- herji á Akureyri sem skyndilega meö nokkrum öðrum einstaklingum ryðst fram á sjónarsviðið og býður í eitt af stærstu fyrirtækjum landsins í sjávar- útvegi? Samherji er að mestu í eign þriggja manna, að sögn Þorsteins Más Bald- vinssonar, hans og bræðranna Þor- steins og Kristjáns Vilhelmssona. Þeir bræöur eru báðir á Akureyrinni, frysti- togara Samherja. Þeir eru synir Vilhelms Þorsteins- sonar, framkvæmdastjóra Utgerðar- félags Akureyrar. Þorsteinn var áður á togurum UA og mun vera mikil afla- kló. Kristján er hins vegar vélstjóri. En hvaðan hafa ungir menn, sem stofnuöu fyrirtækið Samherja fyrir tveimur árum, peninga til aö kaupa Bæjarútgerð Hafnarf jarðar? „Eg vil ekkert um málið segja á þessari stundu, það er á umræðustigi,” svaraði Þorsteinn Már. Og þeir ætla að standa við tilboðið. „Viö hljótum að standa við tilboðið en ég ítreka að viðræður eru að fara i gang og í þeim hlýtur ýmislegt að koma upp á sem þarf að ræöa og ganga að. En ég vil ekki tjá mig frekar um þetta mál, talaöu við mig eftir svona 14 daga.” -JGH Deilan um skattamálin: „Þetta er fráleitt” — segir Þorsteinn Pálsson um fullyrðingar Alberts í DV Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, telur það vera víðs fjarri að auknir skattar til lausnar húsnæðisvandanum séu í andstöðu við stefnu flokksins og þingflokkur- inn standi heill á bak við þessar leiðir. Albert Guðmundsson segir þessar leiöir hins vegar stangast á viðstefnuflokksins. „Þaö er fráleitt aö leggja málið upp þannig," segir Þorsteinn. „Við teljum okkur rétt og skylt aö afla fjármagns til þess aö koma til móts við húsbyggjendur. Það verður ekki gert með öðrum hætti en meö tekju- öflun því við höfum hafnaö að taka meiri erlend lán í þessu skyni. Og því fer víðs fjarri aö þessar leiðir séu í andstöðu viö stefnu flokksins.” Þor- steinn segir það vera yf irlýsta stef nu flokksins að viöhalda sjálfseignar- stefnunni í húsnæðismálum. „Ef menn ætla að skjótast undan merkjum er þaö i samræmi við eitt- hvað annaö en yfirlýst fy rirheit sjálf- stæðismanna,” segir Albert. Um það hvort Albert sé að skjótast undan merkjum vill hann ekki fjölyrða. Hann segir að reynt hafi verið að fara eins vægilega í skattamálin eins og unnt hafi verið. Stóreignaskattur veröur nú 1,2 prósent yfir ákveðnu marki eins og hann var áður þegar verðbólga geisaði hér. Hann hafi verið lækkaöur niður í 0,95 prósent í kjölfar minnkandt verðbólgu. Það sé ekki óeðlilegt að grípa til þessara aö- gerða nú þegar verðbóigan hefur afturfariðuppáviö. APH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.