Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1985, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1985, Side 4
4 DV. FÖSTUDAGUR 31. MAl 1985. Listamenn á maður er dvalið hefur í Amsterdam í f jölmörg ár, situr á reykháfi hússins númer 5 og aðspurð segir hún: „Allt þetta dóp héma í Amster- dam er svo nálægt manni að ég forðast hreinlega að hugsa um það. Ekki er fólk í Reykjavik sífellt að velta sér upp úr vandræðum rónanna?” — Jú, víst! Það eru allir settir í meöferð á Islandi ef þeir smakka á- fengi að einhverju ráöi. „Erþað virkilega satt? Það er svo langt siðan ég hef verið heima. Hérna sést aftur á móti aldrei vín á manni þó bar sé á hverju götuhorni.” önnur myndlistarkona kemur nú hoppandi eftir þakinu og þegar hún hefur hlýtt dágóða stund á vanga- veltur landa sinna um eiturlyfja- helvítið í Amsterdam, skýtur hún inn í: „Þetta er vist ekki nærri eins slæmt héma og víöa í Suður-Evrópu. Þegar ég var þar á ferð fyrir skömmu var ástandið orðið þannig að allar teskeiðar voru horftiar af kaffihúsum. Sprautufólkiö hafði stolið þeim öllum til að hita heróínið og þaö var til mikiö af teskeiöum þama suöur frá hér áður fyrr.” Dóp ekki í tísku „Ooo, þær hverfa líka héma,” skorsteinum — DV íþrítugsafmæli f Amsterdam „Eg hef það fírit, bý í ellefu þúsund fermetra húsi með öðram og þú mátt trúa mér, hér í Amsterdam eru engir Islendingar á kafi í dópi. Hér er ekki hægt aö búa nema hafa eitthvað vit- rænt fyrir stafni — annars ertu lát- inn fjúka úrlandi.” Sú sem þetta mælir og býr í ellefu þúsund fermetra húsi í Amsterdam er þessa stundina stödd í 20 fermetra ibúð í sömu borg ásamt fjölmörgum löndum sfnum. Þaö má segja aö það sé einn maður á fermetra, hollenskir Islendingar að halda upp á þrítugs- afmæli. Sódavatn og sjússar „Hvemig er þetta meö stúdenta- flugiö? Er ekki ótækt að Flugleiðir séu aö bjóða ókeypis rútuferöir til Lúxemborgar til þess eins aö lokka frá ykkur stúdentana? ” Spurningunni er beint til starfs- manna Amarflugs á Schiphol-flug- velli sem komiö hafa sér þægilega fyrir í einu horninu í þessu þrítugs- afmæli meö sódavatn og sjússa. Sá sem spyr hafði áður lýst því yfir að hann legði stund á nútímatónlist i höfuðborg Hollands. Arnarflugsfólkið þarf ekki að hafa fyrir því að svara, því nú dynja spumingamará nútímatónskáldinu: „Hvaö á eiginlega að framleiöa mikið af þessum nútímatónskáld- um? Er ekki nóg að hafa Þorkel Sigurbjörnsson í útvarpinu vikulega?” Nútímatónskáldið snýst til vamar og Amarflugsfólkið fær Skðlafl fyrir afmœlisbarni í nýjan gest að glíma við. Sá er aldhúsi í Amstordam. nýkominn til borgarinnar og segir farir sínar ekki sléttar. Gleypa heilu flöskurnar „Það er alveg furðulegt hvað er stutt á milli sætanna i þessum Amar- flugsvélum,” segir sá nýkomni. „Eg var í flugvélinni áðan og þá sátu við hliðina á mér hjón frá Húsavík sem vora örugglega búin aö spara í heilt ár fyrir utanlandsferð. Og í hverju lenda þau svo? Þau panta sér sjússa, þessa á litlu flöskunum, en það er svo þröngt að þau geta ekki heilt i glösin. Fyrir bragðið verða þau að gleypa flöskurnar i heilu lagi eins og þegar fólk tekur lyfjabelgi.” Þessu fylgir ofsalegur hlátur á meðan flug- félagsfólkiö maldar i móinn og segir plássið í sínum vélum þaö sama og í öðrum. Með réttu. Amarflugsfólkið reynir að dreifa sér um salinn, en það er þröngt staðið og erfitt um vik. Fyrir bragöiö dreifist leikurinn út á næstu þök þar sem vorblíöan strýkur þak- skegg og vanga þeirra sem þar sitja. Forðast að hugsa um dóp Ung stúika, íslenskur myndlistar- JUDAS MAKKABEUS Tónleikar Slnfóníuhljómsveitar islands og Söngsveitarlnnar Fílharmóníu í Háskóla- bíói 30. maí. Stjórnandl: Guðmundur Emllsson. Einsöngvarar: Sigrún Hjálmtýsdóttir, Sigríöur Ella Magnásdóttir, Jón Þorstelnsson, Robert W. Becker. Verkefni: Óratorían Júdas Makkabeus eftir George Friedrich Handel. Afmælistónleikar Söng- sveitarinnar Fílharmoníu og þeir tónleikar sem Sin- fóníuhljómsveitin okkar gerir minningi Georgs Friedrics Handels hvað best skil, ó ári hans, Bachs, Scarlattis og tónlistarinnar íEvrópu, vora merktir sem aukatónleikar hljómsveitarinnar. Mér finnst, og það finnst reyndar fleirum, orðið aukatónleikar ákaflega óheppilegt um þá tónleika sem falla utan fastrar áskriftar hjá Sinfóníuhljóm- sveitinni. I sumum tilvikum lítur svo út sem viökomandi tónleikar séu eitthvert, eða jafnvel algjört, auka- atriði. Umræddir tónleikar bára þennan „auka”keim því í saman- burði við aðra tónleika var kynningu á þeimábótavant. Það varsvona rétt eins og flytja ætti eitthvert annars flokks óratoríum sem eins gott væri aö básúna ekki of mikiö út. Og árangurinn — fastafylgi hljóm- sveitarinnar skilaði sér ekki einu sinni og skyldi maöur þó ætla að kórinn drægi að viðbót við hljómsveitarfylgið. En hvað um það — það vora jú tónleikarnir og frammistaða kórs og hljómsveitar sem áttu að vera efni þessa pistils en ekki vangaveltur um aðsókn. Önnur uppröðun Það vakti athygli hvernig Guðmundur Emilsson stiUti hljóm- sveitinni upp, fiölunum sitt íil hvorrar handar og þar með lág- fiðlunum við hlið fyrstu fiðlu en cellóum á bak viö aðra fiölu. Meö þessu fyrirkomulagi tel ég að betri og meiri hljómur fáist úr úr hljóm- sveitinni. En uppstilling þessi krefst markaðra slags stjómandans, en ella, ekki síst þar sem hljómsveitar- limir eru óvanir að hlusta sig saman í þessari stöðu. En útkoman var jákvæð á þessum tónleikum og tæpast uppröðuninni um að kenna þótt hljómsveitin verkaði fremur Tónlist Eyjólfur Melsted hlutlaus framan af. Annars stóð hún vel fyrir sínu þótt ekki væra það „festival strings” í þetta skiptið. Brostnar vonir Val einsöngvaranna virtist hafa tekist vel á pappírnum, að minnsta kosti. Menn biðu þess alla vega spenntir að heyra hvað út kæmi og vist leit þetta spennandi út. Best er að segja alveg eins og er, að einsöngvaraliðið brást að miklu leyti vonum manna. Robert Becker var þungur á sér og þusaöi mikinn. Honum láta vel kraftahlutverk í dramatískum óperum, en Handel láðist að planta einu slíku inn í Makkabeus, enda slíkar rullur ekki komnar i tisku á hans tíð. Jón Þorsteinsson var eins og skugginn af sjálfum sér. Hittni hans á háu tónunum í lágmarki og hann var auðheyrilega alls ekki vel upp lagður. Þetta var sannarlega ekki hans dagur og ég á bágt meö að trúa því að hann eigi þá marga svona. Sigrúnu Hjálmtýsdóttur hefur farið mjög fram frá því að síðast heyrðist til hennar. Rödd hennar hefur vaxið stórum. Stíll hennar og túlkun voru afar sannfærandi og þekkileg í alla staði, en einni fæmi á hún eftir aö bæta við — að syngja hreinna. Sigríður Ella hélt uppi merkjum einsöngvaraliðsins og það með glæsi- brag. Því miður reyndust tónvissa, hreinleiki, öryggi, stílvissa og létt- leflri söngs hennar ekki smitandi. Betur aö hún hefði kunnað aö tosa hinum úr liðinu upp um einhverja af þessum flokkum sem hún var fyrir ofan. Góð afmælisgjöf Með einni undantekningu verður því miður að segja að einsöngvaraliðið hafi ekki veriö kórnum samboðið. Því kórinn var virkilega góöur. Hann söng hreint og hafði nægan kraft til að geta sungið átakalaust með öllu. Jafnvægi raddanna var mjög gott og heildar- hljómurinn hlýr og þykkur. Kórinn mætti sem sé vel undirbúinn til leiks og skilaði sínum hlut með stakri prýði. Það skrifast ekki á hans reikning, heldur óhjákvæmilega stjómandans, sem annars stjórnaði vel, sló skýrt og hélt öllu í góöum skorðum, að flutningurinn var full þunglamalegur, einkum í fyrri hlutanum. Kórinn gat ekki gefið sjálfum sér betri afmælisgjöf en þessa góðu frammistöðu. EM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.