Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1985, Qupperneq 10
10
DV. FÖSTUDAGUR 31. MAÍ1985.
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Grísku kosningarnar á sunnudag:
Getur Mitso-
takis stððvað
Papandreou?
Kosningamar í Grikklandi á
sunnudag eru hápunkturinn í langri
og biturri kosningabaráttu sem
hefur leitt saman tvo persónulega og
hugmyndafræðilega erkióvini.
Grikkir hafa skipaö sér í tvær
hreyfingar; Pasok, flokk Andreas
Papandreou forsætisráöherra, og
Nýtt lýöræði, flokk Konstantín Mitso-
takis.
Þessir tveir stjómmálaleiötogar
hafa yfirgnæft kosningabaráttuna og
þeir eru erkióvinir frá fomu fari.
Papandreou er 66 ára skapheitur
persónurisi, sem er aö sækjast eftir
nýju fjögurra ára tímabili við stjóm-
völ griska ríkisins til að ljúka viö þær
endurbætur í málefnum Grikklands
sem hann hóf fyrir fjórum árum.
Mitsotakis er jafngamall andstæð-
ingi sínum. Hann er þrekvaxinn og
skapstilltur, hægfara íhaldsmaöur
sem vili bæta samskipti viö
Bandaríkin og Vestur-Evrópu og
opna efnahagskerfi Grikkja.
Jafnir
Sumar skoöanakannanir sina Nýtt
lýöræöi og Pasok nokkum veginn
jafna en glæný skoöanakönnun, sem
birt var í tímaritinu Ena, sýnir
Pasok-sósíalistaflokk Papandreous
f jórum prósentum á undan Mitsotak-
is.
Báöir frambjóðendurnir spá því aö
þeir muni vinna meö nokkrum meiri-
hluta. Báðir hafa haldið gífurlega
stóra kosningafundi víðs vegar um
landiö. Vestrænir fréttamenn hafa
tekið eftir því að svo virðist sem
einungis stuöningsmenn mæti á
þessa fundi. Þegar Papandreou
talar á fundi í einhverjum bæ þá á
hann bæinn. Stuðningsmenn Nýs
lýðræðis halda sig þá inni eins og
sósíalistar gera þegar ihaldsmenn
funda.
Því hefur veriö lítiö um átök í
kosningabaráttunni þrátt fyrir að
mörg hörö orö hafi fallið.
Efnahagsmál
Lítiö hefur verið rætt um utanríkis-
mál i þessari kosningabaráttu en því
meira um efnahagsmál. Mitsotakis
tók af skariö strax í upphafi og sagö-
ist vilja hagkerfi sem byggðist mest
á frjálsum markaösháttum. Hann
lofaöi skattalækkunum til að lífga viö
efnahag landsins.
Papandreou tók sterklega á móti.
Hann hefur kallað Mitsotakis „svik-
ara” og „martröö.” Ræður hans eru
flestar allsherjarfordæming á Mitso-
takis og þvi sem hann kaliar „hægri
arm” stjómmála í Grikklandi sem
sósialistar saka um flest þaö sem
aflaga hefur farið á Grikklandi fyrir
stjómartíð sósíalista.
Papandreou vill stofna ráögjafar-
ráö fyrir iönaðinn sem í myndu vera
fulltrúar staöarstjómvalda og ríkis-
stjómar sem myndu hafa almennt
eftirlit með iönfyrirtækjum og því að
áætlunum ríkisins sé framfylgt.
Hann vill einnig berjast gegn skatt-
svindli hinnaríku.
Mitsotakis vill
skattalækkun
Mitsotakis hefur lofað aö afnema
innflutningsgjöld á bíla en á Grikk-
landi em þau óhemjumikil. Hann
hefur sagt aö þetta muni lækka
kostnað á bílum um þriðjung.
Merki kommúnistaflokksins, KKE, hangir uppi víða um Aþenu. Komast
kommúnistar i oddastöðu eftir kosningarnar?
DV-mynd Þ6G
Þriöji aöalflokkurinn í baráttunni
er gríski kommúnistaflokkurinn,
KKE. Leiötogi hans, Charilaos
Florakis, 71 árs gamall, hefur gagn-
rýnt stjómvöld harðlega fyrir að
hafa svikiö loforö sín um gagngerar
breytingar sem sósíalistar gáfu fyrir
kosningabaráttuna 1981.
Sumir segja aö vinni Pasok flest
sætin en án þess að fá meirihluta
muni KKE ef til vill samþykkja að
styöja stjóm sósíalista verði fyrst
ákveöin einhver lágmarksáætlun um
hvað skuli gera. Kommúnistar
myndu vilja aö samskipti NATO og
Grikklands yrðu fryst, aö stjómin
nálgaðist Sovétríkin meira í
utanríkismálum og nánari samvinna
yrði við Austur-Evrópu og þróunar-
ríki.
Ef hins vegar Nýtt lýðræði fengi
flest sætin án þess að fá meirihluta
er meö öllu óhugsandi aö
kommúnistar styddu stjóm ihalds-
manna.
Papandreou illur
útfTyrki
Helstu utanríkismálin, sem talaö
er um, eru samskiptin við NATO og
við Tyrkland vegna ágreinings um
yfirráðarétt í Eyjahafi og vegna
ágreiningsins um framtíð Kýpur.
Papandreou segir að einungis
verði hægt að hefja viöræður við
Tyrki eftir að herliö þeirra verði á
brott frá Kýpur og eftir að búið verði
aö leysa Eyjahafsvandamálið á þann
hátt sem Grikkir vilji.
Mitsotakis segir hins vegar að til
aö leysa þessi mál verði að tala við
Tyrki.
Umsjón:
Þórir Guðmundsson
Samband Grikklands við NATO er
ekki upp á það besta. Grikkir neita
að taka þátt í heræfingum
Atlantshafsbandalagsins á meðan
ekki er tekið tiilit til óska þeirra
varðandi Eyjahaf, og sérstaklega á
meöan ekki fara fram heræfingar í
kringum eyjuna Lemnos. Tyrkir
segja að Grikkir eigi að flytja allar
hervéiar frá Lemnos í samræmi við
samning frá 1923. Grikkir segja að sá
samningur hafi fallið úr gildi með
nýjum samningi 1936. Ihaldsmenn í
Grikklandi eru sammála sósíalistum
aðþessuleyti.
Herstöðvar burt?
Samkvæmt yfirlýsingum stjómar
sósialista er Tyrkland höfuðóvinur
Grikklands. Stjómin segir að Var-
sjárbandalagslandið sem liggur að
Grikklandi, Búigaria, svo og
Júgóslavía og Albania, séu ekki
hugsanlegir óvinir. Ihaldsmenn eru
ekkisammála.
Papandreou hefur lofað að loka
bandarísku herstöðvunum fjórum
sem em í Grikklandi. Arið 1983 skrif-
aði hann undir samning um fimm
ára framlengingu á vamarsamningi
Grikkja og Bandaríkjamanna. Hann
segir að þegar sá samningur renni út
verði Bandaríkjamennimir aö fara.
Ihaldsmenn vilja að þeir verði um
kyrrt; segja að vamarsamningurinn
þjóni hagsmunum Bandaríkjanna,
NATO og Grikklands.
Hann hefur einnig heitið miklum
skattalækkunum og aö stytta
herskyldutíma.
Papandreou segir að verðbólga
muni fara niður í 10 prósent úr 17,7
prósentum sem hún er í nú áður en
hann ljúki öðru kjörtímabili sinu.
Verðbólgan var 24,5 prósent þegar
sósíaiistar tóku við stjóm fyrir
fjórum árum.
Opinberar tölur segja að um
300.000 verkamenn muni verða at-
vinnuiausir við lok þessa árs en það
er atvinnuleysi upp á 8,1 prósent.
Papandreou hefur lofað að skapa
200.000 nýjar stöður á öðru kjörtíma-
bili sínu og að hafa eytt atvinnuleys-
inu fyrir 1990.
Hann vill halda áfram aö beina
miklu opinberu fjármagni í heilsu-
gæslu og menntun og að tryggja
kaupmátt þrátt fyrir verðbólguna.
Opinberar tölur segja að halU á
viöskiptum viö útlönd sé 12,4
miUjaröar dollara en þegar sósiaUst-
ar tóku við var haliinn 7,9 miUjarðar.
Ihaldsmenn segja þó aö hallinn nú sé
í raun 20 miUjarðar.
„Svikarinn"
Papandreou reynir ekki að leyna
óbeit sinni á Mitsotakis. Hún á rót
sína að rekja aftur tU ársins 1965
þegar þeir voru báðir meölimir mið-
stjómar George Papandreous, föður
Andreasar.
Papandreou vill fjögur ár i viöbót til
að koma á þeim breytingum á
grísku samfálagi sem hann lofaði
árið 1981.
Þaö ár gekk Mitsotakis úr stjóm-
inni ásamt öðrum sem fylgdu
honum. Hann sagðist óttast stjóm-
málakreppu vegna deilna Papan-
dreous eldri viö Konstantín konung
annan. Síðan þá hafa sósiaUstar
kaUað Mitsotakis „svikarann”.
Mitsotakis er einn fárra stjóm-
málamanna sem geta staðið i Papan-
dreou i kappræðum. Hann hefur
notað ræðumennskugáfu sina tU að
etja íhaldsmönnum út í harða
kosningabaráttu gegn sósíalistum.
Barist um miöjuna
Ræður og loforð beggja aðal-
frambjóöendanna taka sitt mið af
þvi aö þeir em aö sækjast sérstak-
lega eftir atkvæðum þeirra 10
prósenta manna sem ekki hafa enn
gert upp hug sinn um hvem þeir ætla
Mitsotakis baðar sig i fagnaðarlát-
um stuðningsmanna sinna. En eru
þeir nógu margir til að koma
honum f forsœtisráðherrastólinn?
að kjósa. Bæði Pasok og Nýtt lýðræði
reyna að bjóða fram miðjustefnu tU
að heUla sem flesta kjósendur.