Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1985, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1985, Síða 13
DV. FÖSTUDAGUR 31. MAÍ1985. 13 FRELSIÐ SIGRAR Kjallarinn t leiðara Mbl. sl. sunnudag eru tek- in af öll tvímœll um að blaðið teiur að i menningarmálum sé „frjálslynd blanda” einka- og ríkisrekstrar frjálsbyggjunni fremri. Ofanrltaður tekur ekki aðeins heils hugar undlr þessi sjánarmið, heidur álitum við sem köllum okkur frjálslynd að þessi stefna njóti œ meira fylgis með þjóðlnni. Ekki einasta felur frjáislyndi í sér að öfgum er hafnað, heldur bendir flest til þess að frjálslyndlr stjómar- hcttir mundu falia einkar vel að ís- lenskri mennlngu. Hvað er frjálslyndi? Frjálslyndl er sá lífsskoðun að þá sé helst framfara að vænta þegar ríkið er ekki að þvælast fyrir einstaklingnum, heldur lætur hann njóta elgin frumkvæðis. Andstæðan er forsjárhyggja sem boðar, þvert á móti, að undirrót allra framfara sé forsjón og fyrlrhyggja stóra bróður og að hlutverk hans sé að hugsa fyrir þegnana. Um ávexti þessarar síðarnefndu stefnu, sem hér hefur verið rekin með offorsi um árabil, er það að segja að þeir eru augljósir á öllum sviðum samfélagsins. Svipast enginn lengi um í þessu landi án þess að sjá að verði ekki horfið frá þessari helstefnu áður en langt um líður munu Islendingar ekki kemba hærumar á þessu skeri. Litlifrændi Sá alvísi og alvaldi stóri bróðir, sem ráðskast með líf okkar í þessu landi, er afar frábrugðinn hinum fjarskylda og frjálslynda frænda sín- um. Sá síðarnefndi er ekki einasta mun grennri og snarari 1 snúningum, heldur og líka vinveittari, málefna- legri og strangari en hinn akfeiti ættingi hans. Hann mun ekki vasast í atvinnu- rekstri og sjóðum og yfirleitt ekki koma nálægt nelnum þeim rekstrl sem einkaframtaklð getur annast á sómasamlegan hátt. Umfram allt mun hann einbeita sér að þelm hljóðlátari undlrstöðu- þáttum þjóðlífsins sem markaðs- kerfið slnnir ekki og að þvi að tryggja að allir lúti sömu leik- reglum. I menningarmálum verður hann sá strangi dómari sem reynir að tryggja að vísindamenn og lista- menn sjái hag sínum best borgiðmeð faglegri fullkomnun. Frjálslyndþjóð Frjálslyndir stjórnarhættir munu án efa falla Islendingum vel í geð. tslendingar eru upp til hópa frels- isunnendur, enda fyrsta „nýja” þjóðhi: Afkomendur landnema sem kusu frelslð í vestrl fram yfir ánauð í austri. Þelr eiga það sammerkt að gera sér fyllilega ijóst að það var menningu þeirra einni að þakka (þ. á m. tslendingasögunum) að þeir yfir- leitt lifðu hér af. En fyrst og fremst vita þeir af eigin sérstöðu á öllum sviðum og átta £ „íslendingar eru upp til hópa frelsiunnendur, enda fyrsta „nýja” þjóðin: Afkomendur landnema sem kusu frelsið í vestri fram yfir ánauðíaustri.” „Frjólslyndir stjórnarhœttir munu ón efa falla Islendingum vel í geð." JÓN ÓTTAR RAGNARSSON DÓSEIMT Frjálslyndi í f ramkvæmd sig á þvi að einungis með tllrauna- starfsemi og rannsóknum munu þeir rata á bestu lelðlrnar. Lokaorð Islendingar þurfa ekki hátíðarhug- vekjur til þess að þaö rifjist upp fyrir þeim aö þjóöfélag þeirra og menning er einhver sú sérstæðasta í víðri veröld. Blandast fáum hugur um, sem sækir þessa þjóð heim, að hér er ekki rekin lágmenning, heldur heims- menning, sem gæti orðið mörgum öðrum fordæmi og fyrirmynd. Vandinn er sá að þrælsóttinn sem aldalöng einokun kenndi okkur og kerfishugsun forsjárhyggjunnar hafa reynst okkur ótrúlega erfiðir fjötrarumfót. Fyrir bragöiö blasir nú við að það efnahagskerfi sem við byggjum á er smám saman að gera aö engu þann árangur sem 1100 ára barátta Islend- inga náði fram. Einungis með því að veita freisinu á nýjan leik inn í andrúm þjóölífsins munum viö rétta úr kútnum. Það sem máli skiptir er að það sé gert í tima. Jón Óttar Ragnarsson. Vakning bænda og vinnulöggjöfin Þankabrot um vaknlngu bænda og vinnulöggjöf þeirra Hræringar í íslenzkri bændastétt að undanfömu hafa ekki farið fram hjá neinum. Vakningin kemur að visu ekki til af góðu, það eru kjör stéttarinnar, sem knýja á hugsandi bændur um betri og virkari baráttu- leiðir, aukrm samstööu og samhug. Vaxtaokurstefna stjórnvalda og kjaraskerðing hjá bændum, sem er sambærileg viö aðrar stéttir launa- fólks, segja vissulega til sín ú sveita- heimilum eins og öðrum alþýöuheim- iiumþessalands. Þar eiga þeir bændur, sem í upp- byggingu standa eða hafa staðið, örðugastan kost og stefnir raunar í gjaldþrot mjög víða. Flokkar bænda, sem telja sig og stæra sig g jaman af, sitja nú við stjómvölinn, en lítinn yl ieggur til bænda að vonum, því sjón- armið fjármagnseigenda og brask- ara sitja i fyrirrúmi, og lítið aflögu af umhyggju og aögerðum til handa stritandi erfiðisfólki sveitanna. Forysta bændasamtakanna hefur bmgðist, segja bændumir, sem nú skera upp herör til varnar byggð og búsetu í landinu. Tvíbýli Framsókn- ar og íhalds i þessum samtökum veldur þvi eðlilega, aö þar fara menn sér hægt, þegar „bænda” flokkamir em við stjórn í einingu andans. Og von að bændur, sem á barmi gjald- þrots em, spyrji hverra hagsmuna er gætt, hverja er verið að vemda? Eg þykist vita að f orysta bændasam- takanna vilji margt öðmvísi en nú er og þar hafi menn áhyggjur af fram- tið landbúnaöarins. En flokksholiust- an er líka meö í för, óvenju sterk og hjarta bundin. Siöustu fréttir af sölumálum land- búnaðarins gefa ekki glæsta framtíð- arsýn. En minnkandi sala afurðanna er í órofa samhengi við stjórnar- stefnuna, bein afleiöing hennar. Tvennt ræður þar mestu: stór- minnkaðar niðurgreiöslur, sem valda hærra vöruveröi miðað við kaupmátt fólks en verið hefur um langt árabil, og svo hinn rýri kaup- máttur launafólks, sem gerir það að verkum, að fólk beinlinis dregur við sig neyzlu þessarar hollustufæðu, neyðist blátt áfram til þess. A sama tíma og þessi staðreynd blasir við er á Alþingi lagt ofurkapp á að knýja fram heildariöggjöf um málefni landbúnaðarins, þar sem tæpast er tekið á nokkrum megin- vanda, þar sem útflutningsbótarétt- ur er skertur miskunnarlaust, þar sem hvergi er aö finna áherzlu á niö- urgreiðslur varanna hér innanlands til þess bæði aö örva og auka sölu og gera neytendum hér kieift aö kaupa vöruna. En gjafir eru mönnum gefn- ar, en sýnd veiöi er það en ekki gefin. Ein ástæða hins alvarlega ástands i landbúnaði er sú, hversu seint bændum gengur að fá greiðslu fyrir vöru sína, þar fá ailir sitt áöur en aö bóndanum kemur og fullnaöarupp- gjöf hefur jafnvel dregist misserum og árum saman. Nú á að lögfesta það, að uppgjöri sé flýtt verulega og fallegt er það á pappímum. En upp- gjörsflýting kostar fjármagn og enn er með öliu ósvaraö þeirri grundvali- arspumingu, hvar þetta fjármagn sé, hvaöan þaö eigi aðkoma. Lágmarkskrafa bænda hlýtur aö Kjallarinn HELGi SELJAN ALÞINGISMAÐUR FYRIR ALÞÝÐUBANDALAGID löggjöf gegnum þingið nú á fáum vik- um áöur en bændum i landinu gefst ráörúm til þess að gaumgæfa þessi mál og gera sínar athugasemdir. Það fer vel á því að bændavinimir knýji þessi mál í gegn á aðalanna- tíma bænda, þegar lögö er nótt við dag og tóm tU hagsmunabaráttu er ekkert, ekki einu sinni til athugunar málsins. Hér er þó á ferð löggjöf sem snertir kviku landbúnaðarins og framtið hans. Og þar er boðoröið það að flýtir skuli ráða og flaustrið sitja i fyrirrúmi. Og gyllingin þunna er áleggið, sem menn eiga að gleypa, þó hvergi finnist trygging eða öryggi. Dauöur bókstafur skal blíva. Efni í aðra grein væri að virða fyrir sér hlut milliliöa í landbúnaöinum, í enn aðra sölumálin í erlendum vett- vangi, þar sem söluaöUinn hefur aUt sitt á hreinu og hefur enga hagsmuni af því að reyna nýjar aðferðir, fá við- unandi verð. En aðeins vegna miUi- ^ „Tvíbýli Framsóknar og íhalds í w þessum samtökum veldur því eðli- lega, að þar fara menn sér hægt, þegar „bænda”-flokkarnir eru við stjórn í einingu andans.” vera sú að fá þeirri spumingu fuU- svarað áður en þessi vinnulöggjöf landbúnaöarins veröur afgreidd. „GyUingin er þunn,” sagði Guðmundur J. um tUboð VSI á dög- unum. Enn þynnri er þessi gylUng, sem bændur eiga að taka sem fagn- aöarerindi. Efni í aöra kjaUaragrein væri svo það, hvemig reka ú þessa liðanna. Eg sá þaö skjalfest á dögunum, aö vinnuiaun við slátrun aö hausti, sem oft hafa verið básúnaö mjög, þau eru lægri á hvert kfló en umboðslaun SIS, heildsölu- og skrifstofukostnaður ýmiss konar, sem tíundaður er hjá ákveðnu sláturfélagi. Er nema von að bændur fái seint og Ula borgað og sumt jafnvel aldrei meðan aðrir fitna svo vel af erfiði þeirra og amstri? Hreyfinguna meðal bænda nú þarf að efla og styrkja, því þar er ein- göngu verið að fara fram á réttlátan hlut bændum tU handa, að vaxtaokri fjármagnskostnaðarins sé aflétt, að skipulagi verði komið á búhátta- breytingar og geri bændum kleift að framkvæma þá breytingu með skap- legum hætti. Hin nýja hreyfing er eðlilegt svar við stefnu stjórnvalda gegn launafóiki til sjávar og sveita, gegn dekrinu við auðhyggjuna, þar sem bisnessinn einn bUvur. Hún er greinUega hafin yfir flokkspólitísk sjónarmiö þeirra helmingaskipta Framsóknar og ihalds, þess bróður- lega tvibýlis, sem tröllriðið hefur samtökum bænda. Hún er fjölda- hreyfing þess erfiðisfóiks í sveitum, sem heimtar verðug verkalaun, sem vUl ekki una áþján skuldanna ofan á stöðugt strit. Það er svo kaldhæöni örlaganna, aö á sama tíma er verið á Alþingi að böðla áfram nýrri vinnu- löggjöf fyrir þessa stétt og eyrum virðist eiga að loka með öUu fyrir at- hugasemdum og ábendingum hinnar nýju öflugu hreyfingar bænda. Auð- vitað átti að kynna máUð nú og láta afgráðslu bíða næsta þings um sKkt stórmáL En kostningaskjáiftinn veldur því að menn vilja geta borið gyUinguna á borð bænda í kosninga- slag haustsins. GalUnn er aöeins sá að bændafólk mun sjá í gegnum gyU- inguna og dæma löggjöfina líkt og nýju fötin keisarans svo sem hún á skUið í núverandi f ormi. Á hvítasunnu 1985, HelglSeljan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.