Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1985, Side 14
Kennarar
Skólastjóra og kennara vantar að Gerðaskóla í Garði.
Almennar kennslugreinar auk handavinnu stúlkna og
íþrótta. Upplýsingar í símum 92-7053, 92-7211 og 92-
7177.
NÁMSGAGNASTOFNUM
NÁMSSTEFNA UM NÁMS-
EFNISGERÐ
Dagana 19.—21. ágúst gangast Námsgagnastofnun,
skólaþróunardeild menntamálaráðuneytisins, Kennara-
háskóli Islands og Hagþenkir fyrir námsstefnu um
námsefnisgerð í Kennslumiðstöð Námsgagnastofnunar,
Laugavegi 166 Reykjavík. Hámarksfjöldi þátttakenda er
25. Námskeiðið er ætlað kennurum og öðrum þeim sem
áhuga hafa á gerð fræðsluefnis fyrir börn og unglinga.
Dagskrá:
1. Námsefnisgerð, undirbúningur og aðdragandi.
Fagleg, kennslufræðileg og þjóðfélagsleg sjónar-
mið. Gagnasöfnun, heimildir, samanburður og
tengsl.
2. Námsefni, gerð, útlit og mat. Tölvuvinnsla/rit-
vinnsla. Handrit, myndir og hljóðefni.
3. Vettvangsferðir og samantekt.
Innritun fer fram í síma Námsgagnastofnunar, 28088, og
stendur til 1. júlí næstkomandi.
Nauðungaruppboð
Að kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Njarðvíkurbæjar og ýmissa lög-
manna veröur haldiö nauðungaruppboð til sölu lausafjármuna, eign
ismat hf. Veröur uppboöiö haldiö föstudaginn 7. júní nk. kl. 14.00, aö
Brekkustíg 40 Njarðvík. Meðal þeirra muna, er seldir verða, er'u kjötaf-
greiðsluborð, farsvél, pylsusprauta, kæliborð, pökkunarvél, símtæki,
auk þess bifreiöin U-4350 Mercedes Benz 1978. Greiðsla fari fram viö
hamarshögg. Uppboðsskilmálar liggja frammi á skrifstofunni.
Uppboöshaldarinn Njarðvík.
Lausafjáruppboð
Opinbert uppboö á reiöhjólum og öðrum óskilamunum i vörslum lög-
reglunnar í Hafnarfirði fer fram föstudaginn 7. júní 1985 og hefst kl.
16.00 að Flatahrauni 2, Hafnarfiröi. Munir þessir veröa til sýnis á sama
stað mánudaginn 3. júní og þriðjudaginn 4. júni kl. 14.00 — 17.00. Þar og
þá eiga menn þess kost aö sanna rétt sinn til munanna. Greiösla við
hamarshögg. Uppboðshaldarinn i Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 102. tbl. Lögbirtingablaðs 1984 og 2. og 8. tbl. þess
1985 á hluta í Þjóttuseli 1, þingl. eign Leifs Jónssonar, fer fram eftir
kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavík og Ara isberg hdl. á eigninni sjálfri
mánudaginn 3. júni 1985 kl. 14.15.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 102. tbl. Lögbirtingablaös 1984 og 2. og 8. tbl. þess
1985 á hluta í Vesturgötu 23, þingl. eign Sólrúnar Katrínar Helgadóttur,
fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavík á eigninni sjálfri
mánudaginn 3. júní 1985 kl. 10.30.
Borgarfógetaembættið í Reykjavik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 42., 51. og 57. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta í
Rjúpufelli 46, þingl. eign Eysteins G. Guðmundssonar og Auðbjargar
Kristinsdóttur, fer fram eftir kröfu Ævars Guðmundssonar hdl. og Guð-
mundar Jónssonar hdl. á eigninni sjálfri mánudaginn 3. júni 1985 kl.
14.30.
Borgarfógetaembættið I Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 102. tbl. Lögbirtingablaðs 1984, 2. og 8. tbl. þess 1985
á hluta í Unufelli 29, þingl. eign Kristínar Eiríksdóttur, fer fram eftir kröfu
Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Veðdeildar Landsbankans á eigninni
sjálfri mánudaginn 3. júní 1985 kl. 15.30.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 42., 51. og 57. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta í
Möðrufelli 11, þingl. eign Guðrúnar Axelsdóttur, fer fram eftir kröfu
Tryggingastofnunar ríkisins og Helga V. Jónssonar hrl. á eigninni sjálfri
mánudaginn 3. júní 1985 kl. 14.45.
Borgarfógetaembættiö í Reykjavík.
DV. FÖSTUDAGUR 31. MAI1985.
Menning Menning Menning
Indæl vorkveðja
Ténleikar Tónlistarfélagsins í Háskólabíói 25.
maí.
Flytjendur: Janice Taylor og Dalton Bald-
wln.
Efnisskrá: Gömul spönsk lög i útsetningum
Dorumsgaard; Hector Berlloz: Söngvar úr
Les Nuits d’Été; Ottorlno Respighi: Canto
funebre og La Fine; Claude Debussy: Le Jet
d’Eau, Receuillement og La Mort des Am-
ants; Gustav Mahler: Friihlingsmorgen,
Hans und Grete, Erinnerung, Scheiden und
melden.
Tíundu tónleika sína á þessu starfs-
ári hélt Tónlistarfélagið í Háskólabíói
síðastliöinn laugardag. Góðvinur ís-
lenskra ljóðaunnenda, Dalton Bald-
win, var við píanóið til aö leika meö
söngkonu sem kölluö hefur verið ein af
þjóðargersemum Kanada sakir raddar
sinnar og hæfileika, Janice Taylor.
Ekki er mér kunnugt um hver fann upp
þetta viðurnefni söngkonunnar sem
óspart mun notað í allri kynningu á
henni og hennar kostum enda skiptir
það ekki máli. Hitt þykir mér merki-
legra að til skuli þaö fólk sem viöur-
kenni að söngrödd geti talist þjóðar-
gersemi og væri betur að slíkt væri
gert á fleiri bæjum.
Engin stöðlun
Víst er að rödd Janice Taylor er sér-
stæð og laus viö þann keim stöðiunar
sem einkennir svo margar velskólaðar
raddir nútímans. Hún valdi sér ýms fá-
heyrð lög til flutnings, að minnsta kosti
ef tekið er mið af efnisvali söngvara
okkar og nágrannalandanna. Fyrst er
að taka gömlu spönsku lögin, eftir
Mudarra, De La Torre, Esteve, Anchi-
eta og Gabriel. Sérstæð og heillandi
falleg lög sem hæföu rödd og karakter
söngkonunnar einstaklega vel. Síðan
komu fimm lög úr Sumamóttum Berli-
oz við ljóð Gautiers, þess sem barðist
manna harðast fyrir frelsun listarinn-
Tónleikar
Eyjólfur Melsted
ar undan hinu siðræna oki og orti svo
formströng ljóð. Sumamætur eru perl-
ur og hér voru þær einstaklega vel
fluttar. Ekki spillti að hafa við höndina
snjallar þýðingar Þorsteins Gylfason-
ar sem fylgdu með efnisskrá.
Seinni hluti tónleikanna hélt áfram í
svipuðum dúr. Magnþrungin lög
Respighis komu fyrst, en eins og menn
vita er það aöeins eitt sem Respighi
hefur aldrei kunnað í sönglagagerð —
að hafa miskunn meö söngvaranum.
Vart þarf fram að taka að þaö misk-
unnarleysi hrein hvorki á söngvara né
meöleikara og hafandi ljóöaþýöinguna
við höndina hygg ég að hver einasti
tónleikagestur hafi getað notið þessara
stórkostlegu ljóðsöngva til fulls.
Ljóð Debussys létu kannski hvað
kunnuglegast í eyrum tónleikagesta,
yndisleg, ljúf og tregablandin og svo í
lokin komu Mahlerljóðin. Textameð-
ferð Taylor var mjög góð, vægast sagt,
en svo eðlileg sem mér hafði fundist
hún á hinum málunum kom hún mér
heldur „lærð” fyrir eyru á þýskunni.
Vönduð var hún, en mér fannst eins og
hjá henni skorti þessi eðlilegu tengsl
textans og músíkurinnar sem fyrir
hendi voru þegar hún söng á hinum
málunum.
Við þaö lof sem fyrr hefur verið á
Dalton Baldwin hlaðið er engu að
bæta. Hann er sá sem ætíð kann að slá
rétta tóninn, meðréttum blæ og af rétt-
um styrk, á réttum tíma, en stundum
hvarflar að manni hvort ekki væri púð-
,ur í ef þessi fullkomni söngvarans
þjónn gerði uppreisn og krefðist þess
að fá að leika sjáifstætt, en likast til er
hann búinn að því áður en til tónleik-
anna kemur. Það fer víst enginn í graf-
götur um hversu mótandi áhrif svo
makalaus meöleikari hefur á söngvar-
ann og fullkomnun listar hans birtist
kannski gleggst í þvi sem lítur út sem
algjör undirgefni við „aðalstjörnuna”,
en fara samt sínu fram. Með þessum
tónieikum sendi Tónlistarfélagiö öllum
sem meötaka vildu indæla vorkveðju.
Höfuðlausn Gyrðis
Gyrðir Etlasson: einskonar höfuö lausn.
Mil og menning 1985,36 Ijóð é 44 bls.
Nýlega skrifaði ég ritdóm um ljóöa-
bók (Sigurlaugs, bróður Gyrðis, hann
gerir kápumynd þessarar bókar) og
kvartaði yfir því að ekki væri efnisyfir-
lit. Það er ekki heldur í þessari bók,
enda yrði það undarlegt, ljóðin heita
algengum táknum, sem sum gætu ver-
ið komin af veðurkorti, önnur ekki, en
allt virðist vera valið af fullkomnu
handahófi. örlítiðsýnishom:
W
asa
0.25
6
1
2
I fréttatilkynningu útgefanda segir
réttilega, að í þessari bók séu ekki f rá-
sagnir, heldur augnabliksmyndir.
Þessir textar eru einmitt mjög mynd-
rænir, og ef eitthvað gerist, þá sjáum
við yfirleitt aöeins einn, dramatískan
atburð, ekki atburðarás. Gjaman hefj-
ast ijóðin í miðjum klíðum, t.d. á orð-
inuog(semþá erstafsett: &).Enhvað
er sýnt? Oft er það herbergi um nótt,
stundum götumynd, oft í Reykjavík, en
stundum í þorpi, að því er virðist, eða
sveitabæ, einstaka sinnum i bíl úti á
þjóðveginum. Nótt er mun meira áber-
andi en dagur. Hversdagsleikinn yfir-
gnæfir í lýsingunum, mér sýnist lögð
áhersla á hann, en þá er hann lika and-
stæður ööru, það er eitthvað annarlegt.
Þetta er með ýmsu móti, lítum á nokk-
ur dæmi. Eitt kvæði er fyrirsagnar-
laust, endasegir:
„afsakið!
fyrir mistök í prentsmiðju hefur slæðst
hér
inni slitur af miöa sem fannst ásamt
stolnu
útvarpstæki í herbergi númer 24 á
hótelheklu
föstudaginn lánga anno domini 1947”
Og hvaða skilaboð skyldu nú vera á
miða, sem er tengdur ofbeldi, einhveiju
spennandi, sem rýfur hversdagsleik-
ann, miða sem hefur varðveist svona
lengi? Þar stendur það eitt, að farirðu
út, mætir þér örugglega ekkert nema
hversdagsgráminn. Dagsetningin
undirstrikar hve sígilt þetta er. Og það
sem stolið var, er útvarpstæki, en ein-
mitt útvarpið er einskonar stef í þess-
ari ljóðabók, fulltrúi hversdagsleik-
ans, t.d. þegar lýkur indjánahasar-
myndinni í leikfangalestinni í ljóðinu
— (bls.17) þá heyrist dæmigerð setn-
ing úr útvarpi. Gyrðir notar gjaman
reyfara, teiknimyndasögur og annan
bófahasar, kvikmyndir, t.d., til að
skapa andstæðu viö kunnuglegt um-
hverfilslendinga. Sjáumt.d.:
W
& upp spretta (snapp) sem á
snögg/klipptri
(x) filmu rimlarnir úr
stofugólf inu nema
við loft skellur glamur í lyklum
snúið í
skrá situr einn læstur í
andránni næstu
frá DV & TV um aldur &
ískaldar raddir
sem hvískra að utan um 99 ár
daga nætur
uppá vatn & brauð f rysta klefann
Þetta er atriði úr bófamynd (eða
teiknimyndasögu) í klassískum stíl,
stofugólf reynist búa yfir gildru, allt í
einu smellur stálbúr uppúr því utanum
söguhetjuna. Nú ætti næst að laumast
inn .JCínamaður með stóran sting”, og
vissulega er nú hvislað hótunum um að
Bókmenntir
Örn Ólafsson
fangelsið verði ævilangt, frá röddum
sem eru svo ískaldar, að klefinn frýs,
en hverju er fanginn sviptur? DV & TV
(sjónvarpi)! Þaö er kannski ljótt að
skrifa það í þetta blað, en mig meir en
grunar, að þessar skammstafanir eig;
aö tákna það rislægsta i hversdagsleik ■
anum. Það er því kaldhæðnislegt a ,
segja að fanginn „frjósi af skelfingu”
þegar honum er hótað missi þessa!
Athugum nú annað ljóð, þar hefi ég
undirstrikað orö úr yfirborðslegustu
heimsmynd biaöanna (já, þær eru
jafnan fleiri en ein í sama blaði, eða
heimsmyndin er á fleiti en einni hæð),
en feitletraö orð úr veðurfræði. Gyrðir
beitir hér tvíræðni, alkunna er að felli-
byljir bera kvennanöfn:
P
glerkennd augu lognmolla brennidepill
haustsól á niðurleiö (geislasneitt
ozonlag) tvær stúlkur haveacokeanda-
smile
skilti f jallhringur azúrbiár andstuttir
bílar að hraða sér heim (fellibylurinn
diana væntanleg á leiö sinni suöaustur
til buckingham)
mistursemþéttist
Eitthvað kann að orka tvímælis í
þessum merkingum mínum, en það
skiptir varla miklu. Sama gildir um
túlkanir mínar, þær geta verið um-
deilanlegar, en ég vona að þær veki þá
lesendur til andsvara! Aöalpersónan í
þessu ljóði er nánast ósýnileg, það eru
svo hversdagslegir miðaldra menn,
sem eru persónugerðir meö líking-
unni: „andstuttir bílar”, af því aðþeir
eru alltaf að flýta sér heim til sín, eða
þá í vinnuna, allavega í rútinuna. Og
yfir líf þessa fólks ryðjast auglýsingar
og fréttir af kóngafólki, rétt einsog
veðrið.
Lítið ber á fólki i þessum ljóðum, og
það segir þar helst eitthvað mjög lág-
kúrulegt eða sviplaust, það er einsog
segir á bls. 15: „sér á blápúnkt með
kúpli & litlausu tvívíöu fólki á flökti.” I
einu ljóðinú (sb hér fyrir aftan) eru
andstæðumar þær, að inní bíl er
næsta andlaus vaðall af ýmsu tagi,
landafræði, saga og grín, en útum
gluggann birtist fögur mynd. Reyndar
sýnir landafræðitalið hve breytiíeg er
mynd veruleikans og tilbúin, ekki einu-
sinni á hreinu hvað London merkir.
Athugið orð um liti og lögun (feit-
letruð hér): Dökkur þríhyrningur með
beinum línum, hvítur með bogmynduð-
um linum og rauö boglina. Gyrðir beit-
ir iðulega óvenjulegri orðskiptingu
milli lína, hún miðast viö það að skapa
orð úr orðhlutum, til að orðin geti
merkt tvennt í senn. Ymislegt er enn
órætt í ljóöinu, lesendum skal sérstak-
lega bent á að athuga 3. línu þess. And-
stæðumar í þessu Ijóði, sb, skýra
kannski hversvegna skáldið leggur sig
svo fram um að draga upp sérkenni-
legar myndir. Bók hans ætti að geta
orðiö mörgum til uppljómunar í hvers-
dagsgrámanum.
sb
né ha hvassiru o é sem hélt
london væri
amríku skrúfar upp rúðuna mazdan
áfram
regntiöarþök báöumegin holtsins
&þáng
að liggur beinn &---blakkur
pýramíði
fjall hár skorinn í himin kapeila bog
mynduð hvit segl rauð vík
&gírskiptíng
svar eftir stundarþögn já vissulega í
amriku & f rekar þrjár en ein a:
london, canada.. . 43o00’N81°15’W
london, kentucky 37oll’N84o05’W
london, ohio.. . 39°54’N83°28’W
en samtsemáöur mestmegnis
við thamesána
& lóðrétta núllbauginn ef
mérskjátlast
ekki því meir & leikhúsin
& shakespeare
gamli ritóður á sinni tiö
frá stratford
upon avon minnir mig altaf sama
djöfuls
þokan heyri ég & ekki leingur gasljósin