Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1985, Qupperneq 16
16
DV. FÖSTUDAGUR 31. MAl 1985.
Spurningin
Fórst þú á landsleikinn við
Skota um daginn?
Elías Haraldsson deildarstjóri: Nei, en
ég sá hann í sjónvarpinu. Þetta var
ansi svekkjandi.
Páll Heiðar Hauksson neml: Nei, ég sá
hann ekki.
Kolbrún Pálsdóttir skrifstofumær:
Nei, ég missti því miður af honum.
Jðn Alvar Sævarsson nemi: Já, og mér
fannst þetta nokkuð góður leikur.
Stemmningin á vellinum var frábær en
grátlegt að tapa honum svona.
Svanhildur Pétursdóttlr bankastarfs-
maður: Nei, ég sá hann í sjónvarpinu.
Islensku leikmennirnir léku vel. Það
var synd að þeir skyldu tapa.
Kjartan I. Hrannarsson versiunar-
maður: Nei, ég var að vinna. Eg sá
hann i sjónvarpinu. Islendingarnir
áttu að vinna, þeir stóðu sig mun betur
enSkotar.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Konur eru til bölv-
unar í umferðinni
ökugikkur skrifar:
Vitið þið hvers vegna umferðin er
svo stirð og treg og vond í Reykja-
vík? Það veit ég og mér finnst ekki
nema sanngjamt að aðrir fái að vita
það einnig. Eg uppgötvaði svarið í
Lundúnum suöur fyrir skemmstu.
Fyrstu dagana var ég alveg agn-
dofa — umferöin gekk svo greiðlega,
sama hvað þétt hún var og aðstæður
erfiðar. Eg saup hveljur af hrifningu
yfir leikni ökuþóranna bresku, hve lip-
urlega þeir smugu inn í eyður, nýttu
sér svigrúm, hjálpuðu öðrum, slógu
ekki af hraðanum aö tilefnislausu. Á
fjórða degi rann upp fyrir mér loga-
gyllt ljós: þaö var undantekning að
kona sæist undir stýri!
Þegar ég kom aftur heim og fór að
aka um götur borgarinnar, steytandi
hnefann á hverju homi, sótbölvandi
og hálfsnöktandi af bræði vegna sein-
lætis og klaufaskapar allt í kringum
mig, þá sá ég samanburðinn: hér er
allt morandi af konum i umferöinni.
Og þær eru alls staðar til bölvunar.
Þær lötrast áf ram eftir götunum þótt
enginn sé fyrir framan þær en fyrir
aftan þær hlykkjast langar bílalestir
með sárgrömum bílstjórum, gníst-
andi tönnum af óþolinmæði. Þær
koma að gatnamótum, nema staðar
þótt enginn bíll sé i augsýn, góna til
allra átta og himinsins lika og bíða
þess að eitthvað gerist. Þær rykkja
loksins af staö en sjá sig um hönd og
klossbremsa af engu sýnilegu tilefni
með þeim afleiöingum aö næsti bíll
rekst aftan á þær. Auövitað eru þær
dæmdar í rétti, þótt allir viti aö þær
séu valdar að slysinu.
Kæra fósturlandsins Freyja:
Hættu að rembast við að keyra úr því
að þú getur það ekki. Taktu leigubíl
eða strætó eða fáðu þér hressandi
göngutúr en láttu okkur karlana um
að key ra. Þá verður umferðin betri.
Verið
varkár á
erlendri
grund
Sigurjón skrifar:
Fyrir stuttu mátti lesa í blöðum frétt
um íslensk ungmenni sem urðu fyrir
því að öllum farangri þeirra og pening-
um var stolið í feröalagi erlendis. Þessi
saga er ekkert einsdæmi. Það er aldrei
brýnt nægjanlega fyrir fólki að vera
varkárt á erlendri grund, þar sem all-
ar gerðir af skúrkum vaða uppi. Við er-
um svo vön örygginu hér heima að við
gerum okkur ekki grein fýrir hættunni
erlendis fyrr en kannski þegar það er
um seinan. Ég gæti þess alltaf i mínum
ferðum að geyma alla mína peninga,
skilríki og þess háttar í buddu sem ég
bind við mittið og geymi innan við nær-
buxurnar. Svo reyni ég að hafa sem
minnst af verðmætum í farangrinum,
t.d. skil ég myndavélina aldrei við mig
nema þegar ég sef og fer í sturtu. Sé
farið að dæmi mínu er hættan á
skakkaföllum eins lítil og hún getur
verið.
£8
Hringið
kl. 13-15 eða
SKRIFIÐ
Bréfritari er ekki hlynntur því aö sjó konur við stjórn ökutækja.
Þessi ferðaiangur hefur Itklega
orðið fyrir barðinu é fingralöng-
um skúrkum.
Bíllinn valt og 1 honum allt.
Endursýnið
þáttinn með
Jóni Páli
Hótmar skrifar:
Er hægt að fá þáttinn með keppninni
um sterkasta mann heims endursýnd-
an í sjónvarpinu? Hann var sýndur 20.
mai og eins og flestum er kunnugt bar
Jón Páll sigur úr býtum í keppninni.
Eg vona að forráðamenn sjónvarps
taki þessa ósk til greina.
ÁFENGISÚTSALA
í FJÖRÐINN
Hafnfirðlngur hringdl: fyrir helgar um leið og þeir bregða
Það hafa einhverjir drífandi menn sér í áfengisútsölurnar í bænum.
sett á stað undirskriftasöfnun fyrir Þetta ætti því að vera sameiginlegt
áfengisútsölu í Hafnarfirði. Eg skora hagsmunamál alira Hafnfirðinga,
á Hafnfirðinga að taka vel í þessa borgara, verslunarrekenda og
söfnun. Það er vitað mál að Hafn- bæjarstjómar.
firðingar versla mikið í Reykjavik
Nú eiga sjónvarpsáhorfendur von á þvi
að sjá þær stöllur Pamelu og Sue EUen
á skjánum á nýjan leik ásamt öðrum
úr Dallasfjölskyldunni.
Dallas
sýnt aftur
Tvær úr Kópavogi hringdu:
Við sáum í DV að það á að fara að
sýna Dallas aftur í sjónvarpinu. Okkur
langar til að þakka fyrir þessa ákvörð-
un sjónvarpsins, það hafa margir beð-
ið lengi eftir að DaUas birtist aftur á
skjánum.