Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1985, Qupperneq 30
42
DV. FÖSTUDAGUR 31. MAl 1985.
SANTANA - BEYOND APPERANCES
SPARI-
FATA-
POPP
Nú oröiö er Phil Collins oröinn það
vel þekktur að óhætt er að nefna hann
án þess að rekja f ortíð hans sem söngv-
ara og forkólfs hljómsveitarinnar
Genesis eftir að Peter Gabriel hætti
þar. A síðustu árum hefur Phil Collins
hlotið mun almennarí vinsældir og
meiri hróður en nokkur hinna félaga
hans í Genesis eða hljómsveitin í heild.
Sérstaklega hefur hann fallið Banda-
ríkjamönnum vel í geð. Meginorsök
þessara vinsælda eru tvær fyrri sóló-
plötur hans en þar að auki hefur hann
aðstoðað marga fræga kappa á þeirra
plötum.
Nýjasta piata Phil Coliins, No
Jacket Required, hefur nóð ágætum
vinsældum enda er hún gerð eftir sömu
formúlu og hinar fýrri. Laglínurnar
grípandi, kraftmikill söngur og hress-
andi lúðraþytur, þó minna áberandi nú
en áður. Textamir eru lélegir sem
fyrr, — æ lov jú, væ dónt jú lov mi —
samsetningur. Textarnir fylgja ekki
prentaðir, sem betur f er.
Ekki er um að ræða miklar breyt-
ingar á stíl milli platna, enda hvers
vegna skyldi Phil Collins vera aö
breyta því sem hefur gert það svona
ljómandi gott á vinsælda- og sölulist-
um? Sum laganna eru líka gerð til þess
aö smella þar beint inn i efstu sætin,
dægurflugur eins og Sussudio. Rólegu
ballöðumar, t.d. One more night sem
margir þekkja og Long long way to go
em mér hins vegar meira að skapi, þar
nýtur Phil sín betur þó stundum sé
stutt í væmnina.
Af aðstoðarmönnum meistarans má
nefna þá frægustu, Peter Gabriel og
Sting sem báðir raula ofuríítiö með, en
stórgóöur gítaríeikarí, David Stuerm-
er.eráberandi.
Þegar allt kemur til alls verð ég að
telja Phil Collins til betri poppara og
játa að mér finnst hann sífellt
skemmtilegri. Tónlist hans hefur þann
eina tilang að vera skemmtileg og nær
honum án þess að vera klisjukennd eða
endurtekningasöm.
Á þessa plötu er hægt aö hlusta oft
sértilupplyftingar.
-Járn.
LIFIRENNA FORNRIFÆGD
Eg efast um aö nokkur hljómsveit í
sögu rokksins hafi gengið í gegnum
jafnmargar og miklar breytingar og
hljómsveitin Santana. Ekki nóg með
að mannabreytingar innan hljómsveit-
arinnar hafi verið tiðarí en hjá opin-
berum stofnunum hér á landi — heldur
hefur hljómsveitin líka fengist við
allar helstu tónlistarstefnur og
strauma sem upp hafa komið innan
rokksins síðastliöin 15 ár.
Upphaflega sló Santana í gegn á
latin-ameríska rokkinu sem hljóm-
sveitin kynnti fyrir heiminum. Síðan lá
leiðin smám saman yfir í jassrokkiö —
þaðan í fönkiö og á tímabili var tónlist
hljómsveitarinnar helguö einhverri
sértrúarstefnu sem Carlos Santana
haföi ánetjast. Eftir aö hann var laus
úr viðjum trúarinnar söðlaöi hann
gjörsamlega um og diskóið ómaöi af
plötumSantana.
Og það gerir það að vissu marki enn
því danstakturinn er ansi ríkjandi í
lögum þeirrar plötu sem hér er til um-
fjöllunar og kom út nú ó dögunum.
En þrátt fyrir allar þær byltingar
sem hafa orðið á hljómsveitinni og tón-
list hennar er eitt sem ávallt hefur ver-
iö til staðar. Og það er vörumerki
hljómsveitarinnar — gítarleikur
CarlosarSantana.
Því miður hefur æ minna farið fyrir
honum vegna þess aö hann er enginn
diskógitarleikari en þó reynir hljóm-
sveitin að koma fyrir svosum einsog
einu sólói i hverju lagi — annars myndi
maður ekki þekkja Santana frá hverri
annarri diskógrúppu.
En þrátt fyrir að þessi plata sé hin
þokkalegasta er það af sem áöur var
þegar Santana fór ótroðnar slóöir og
maður beið hverrar plötu frá hljóm-
sveitinni meö eftirvæntingu.
Nú er leikiö eftir tiskustraumum og
þaö svo rækilega aö í einu lagi plötunn-
ar gat ég ekki heyrt betur en að Phil
Collins væri genginn til liðs við Sant-
ana. Ekki nóg með að lagið væri ekta
Collins-lag og útsett sem slíkt með
blásaradeildinni og öllu tilheyrandi
heldur gerði söngvari Santana sér far
um að ná rödd Collins sem best — rétt
einsog hver önnur eftirherma.
Vissulega er Phil Collins allra góöra
gjalda verður en þetta finnst mér
nokkuð langt gengið.
En sem sagt ágætisplata. -SþS-
KILLING JOKE — NIGHT TIME
LELEGUR BRANDARI
Sennilega muna ekki margir eftir
bresku hljómsveitinni Killing Joke. Þó
var þessi flokkur þónokkuð viöriöinn
Islendinga fyrir nokkrum árum þegar
vinskapur tókst með hljómsveitar-
meðlimum í Þey og Killing Joke,
einkanlega oddvita þeirra, Jaz Cole-
man. Um hríð var sambandið það náið
að vart mátti á milli greina hvar Þeyr-
inn tók enda og Killing Joke tók við:
Jaz yfirgaf sina bresku bræður og
geröist heimilisfastur hér i nepjunni
uns einhver snuröa hljóp á þráðinn,
Jaz hvarf á braut og þessi þráður hefur
mér vitanlega ekki verið tekinn upp
síðan.
Þeir í Killing Joke hafa löngum ver-
ið uppteknir af margvíslegri dulrænu
og fundið ýmis merki umhana. Þannig
kenndu þeir hér dularkrafts jökla, álfa
og trölla og sóttu innblástur hingað á
klakann. Utkoman varð þung og tor-
melt.
Nóg um það. Nú er komin ný plata
frá Killing Joke, — Night time. Sú er I
ekki alveg eins óaðgengileg almúga —
hlustendum og jöklapælingarnar hér
áður fyrr en samt sem áöur ekkert
sleikipinnapopp. Tónlistin er hrátt og
pönkað rokk, hávaðasöm og svolítið
þvæld og gamaldags. Textamir eru
torskildir og fráhrindandi í fyrstu en
sjálfsagt fullir af djúpri meiningu. Eg
bara næ henni ekki.
Lögin eru flest tilbreytingarlaus og
gleöja ekki eyrað svona við fyrstu
hlustanir en vera má að einhver þeirra
vinni á síðarmeir. Undantekning er þó
lagið Eighties sem er lokalag plöt-
unnar, rokkari með snörpum ádeilu-
texta.
Ég veit ekki hvort þessi plata er
fremur svanasöngur eða endurreisn
þessara klassísku pönkara en mér
líkar hún ekki. Til þess er hún alltof
hrá, gróf og hávaðasöm og auk þess
mjög fráhrindandi og óaðgengileg
þeim sem ekki er þegar d júpt sokkinn í
pælingarnar. Kannski hittir hún beint í
mark hjá einhverjum gömlum djókara
sem finnst hún vera toppurinn. Hann
umþað. Jám
SMÆLKI
Sailnu! Ekkert lát Br á sóló
plötum frá söngvurum þekktra
hljómsverta eins og Rolling Ston
es, Queen, J. Geils 8and og fleiri.
í næsta mánuðí er væntanleg
sólóplata frá Sting, söngvara
Políce. og kemur út á þjóðfiátíðar
daginn okkar, þann sautjánda, og
iögin eru öll samín af söngvatan
um sjálfum ... í nassta mánuði,
örlitið fyrr, þann sjötta, ætti að
sjást hér í verslunum ný sólópiata
Bubba Morthens, Kona að nafni
... Meira íslenskt: Hljómsveiiin
Cosanostra sem vakti athygli
sjónvarpsóhorfenda þegar hún lék
lagið um rauðu fjöðrina i sjón-
varpssal fyrir skemmstu hljóöritar
sfna fyrstu plötu t sumar, diskólög
með enskum textum að þvi er
heimildir herma ... Qrðrómur um
samstarf Bronski Beat og Mark
Almond eftir brottför Jimi Somet
ville mun ekki á rökum reistur.
Hins vegar hefur Somerville
breytt nafni hljómsveitar sinnar úr
Committee í Body
Politíc... Snotra hjartalagið er
aldrei langt undan þegar popparar
eru annars vegar ems og dæmin
sanna á síðustu mánuðum. Nú
hafa nokkrir popparar, sam jafrt
framt eru aðdáendur fótbohans, á
kveóió að syngja iag inn á plötu til
ágóóa fyrir sjóð sem hefði það
markmió að liðsinna aðstand
endum þeirra sem fórust á Brad
fordleikvanginum. Meðal þeirra
sem taka þátt i þessum styrktar
söng er góðkunningi okkar Rod
THE KANE GANG - THE BAD AND LOWDOWN WORLD OF...
BILAÐUR ATTAVITI
Breskar hljómsveitir og almennt
breskir rokkunnendur sjá sóltónlistina
í einhverjum hillingum þessi síðustu
misseri; allt popplif í Bretlandi snýst
meira og minna um sóltónlist og hver
bandaríska sólstjarnan rekur aðra á
breska listanum. Aukinheldur gengur
mýgrútur af breskum poppurum með
þann draum í maganum að ná góðum
tökum á sóltónlistinni. Enn sem komið
er hafa fæstir náð svo langt. Paul
Young kannski. Og þó.
The Kane Gang er hljómsveit frá
Newcastle sem ég heyrði fyrst í síðast-
liðið haust er gullfallegt lag hennar,
Closest Thing to Heaven, fikraði sig
upp á breska listann. Þetta lag gaf góð
fyrirheit og sólfílingurinn virtist nokk-
uð ósvikinn. Framhald varð hins vegar
ekki á velgengninni þó skoðana-
kannanir um áramót sýndu aö þessi
hljómsveit frá Newcastle væri í hópi
þeirra efnilegustu.
Þessi fyrsta breiðskífa The Kane
Gang sýnir okkur tvístígandi hljóm-
sveit með bilaðan áttavita, rammvillta
í frumskógi poppsins. I svona tilvikum
þýðir ekkert að kalla út hjálparsveitir,
engin hætta er á ferðum og týndu
sauðirnir verða sjálfir að finna réttu
leiðina út úr skóginum.
Meö jákvæðu hugarfari má segja að
rauði þráðurinn í plötunni sé einhvers-
konar missterk tilfinning fyrir sól-
tónlist en sannast sagna er enginn
þráður, hvorki rauður .. . né öðruvísi.
Sum laganna eru þó óvitlaus og væri ég
ekki margoft búinn að yfirfára plötu-
miðann héldi ég enn að inni í plötuum-
slagið hefði fyrir handvömm laumast
léleg safnplata með ýmsum hljóm-
sveitum.
Síöustu fréttir af The Kane Gang
herma að Paul Hardcastle eigi að
stjórna upptökum á næstu breiðskífu.
Mér er það hulin ráðgáta hvaða erindi
hann á viö Kane Gang nema að söðla
eigi gersamlega yfir í diskóið. Og til
hvers var þá þessi samtíningur? -Gsal.
Stewart, Elton John, George
Michael og Kim Wilde ... Djass
istinn heimskunni, trompetleik
arinn Miles Oavis, gefur út smá
skífu í þessari viku þar sem er að
finna lag Cyndi Laupers. Time
After Time ... Paul Hardcastle.
sem átt hefur topplag breska
popplistans síðustu vikur. hefui
valdið nokkrum óróa í Bandaríkj
unum meó lagi sínu um Víetnam
striðið, Nineteen. Ein stærsta
bandariska sjónvarpsstöðin, NBC,
hefur neitað að sýna hluta úr
vfdeóinu með laginu en flestar
sjónvarps og útvarpsstöðvar hafa
á hinn bóginn hampaó Paul Hard
castle og lagió hans var valið sem
þemasöngur á hátíð sem haldin
var nýlega vestra í tilefni þess að
tiu ár eru liðin-frá lokum stríðsins
i Indókína ... Bowielagið, sem
sýnt var í Skoorokki síðasta
föstudag, er komið út á smáskifu,
Loving The Alien af plötunni
Tonight ... Melody Maker út
nefndi á dögunum nokkur gáfuleg
ustu lagaheiti sem sést hafa. Þar
var að finna lög eins og Be-Bop A
Lula. Agadoo, Da Doo Doo Doo
Da Da Oa Da, Papa Oom Mow
Now og Ob-La-Oi Ob La Da...
Búió í bilí .
GsaL
i