Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1985, Blaðsíða 7
DV. FÖSTUDAGUR 31. MAl 1985.
29
ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR
Ingi Björn Albertsson — þjálfari og leikmaður FH-liðsins.
Hvað segir Ingi Björn Albertsson um 1.
deildar leiki helgari nnar:
„Við eigum á
brattann að sækja"
FH-ingar mæta Valsmönnum að Hllðarenda \ kvöld
Ingi Björn Albertsson, fyrrum
markaskorari úr Val, leikur gegn
sínum gömlu félögum þegar hann
kemur meö lærisveina úr FH aö Hlíö-
arenda — heimavelli Vals. — Eg hef
aldrei leikiö gegn Val aö Hlíöarenda.
Leikurinn gegn Valsmönnum leggst
ágætlega í mig, en hann veröur þó
erfiður. Viö erum litla félagiö, sem
er spáö litlu gengi, en Valur er stóra
félagið, sem hefur veriö spáö miklu
gengi, sagöi Ingi Bjöm Albertsson,
þjálfari FH-liösins.
— Eg veit að Valsmönnum líður
vel á Hlíðarendavellinum. Viö eigum
á brattann að sækja. FH mun þó ekki
leika neinn vamarleik — við munum
sækja og leika til sigurs, eins og allt-
af.sagðiIngiBjöm.
Ingi Bjöm er ekki eini leikmaöur
FH sem leikur gegn sínum gömlu fé-
lögum. Það gerir Dýri Guömunds-
son, fyrrum miðvöröur Vals, einnig.
— Þaö er slæmt fyrir okkur aö
Ölafur Danívalsson getur ekki leikið
meö okkur. Hann er nú erlendis í frii,
sagöi Ingi Björn.
Hverju spáir Ingi Björn?
Fjórir aðrir leikir veröa leiknir í 1.
deild um helgina og í tveimur þeirra
stjórna þjálfarar liöum sínum í leik
gegn félögum sem þeir hafa áöur
þjálfað. Hólmbert Friðjónsson,
þjálfari Keflavík, teflir sínum mönn-
um fram gegn KR og Jóhannes Atla-
son, fyrrum þjálfari Fram, stjórnar
Þórsliöinu í leik gegn Fram.
Viö spurðum Inga Bjöm, hvort þaö
kæmi þeim Hólmbert og Jóhannesi
til góða? — Já, það er enginn vafi á
því. Þeir gjörþekkja leikmenn mót-
herjaliöanna og þaö hlýtur aö hjálpa
þeim.
— Hverju spáir þú um leiki helgar-
innar?
— Eg vil ekki spá neinum tölum í
sambandi við leik Vals og FH.
Akranes—Þróttur: — Eftir aö hafa
séð Skagamenn leika og FH hefur
leikiö gegn Þrótti, hef ég trú á aö
Skagamenn vinni meö 1—2 mörkum.
Keflavík—KR: Þessi leikur endar
meö jafntefli, 0—0 eöa 1—1.
Fram—Þór: — Það myndi óneitan-
lega opna deildina, ef Þór næöi aö
vinna sigur. Eg er ekki á móti Fram,
sem hefur leikiö vel. Heldur er þaö
ekki skemmtilegt ef eitt félag fer að
stinga af — eins og Skagamenn í
fyrra.
Vikingur—Valur: — Viö Marteinn
Geirsson, þjálfari Víðis, erum góöir
vinir. Eg vona aö félag hans standi
sig og spái jafntefli, 0—0.
Ingi Björn sagði að lokum aö þaö
yrði örugglega ekki skoraö mikiö af
mörkum í umferð helgarinnar.
-SOS
Leikir helgarinnar
1. deild: 2. deild:
Föstudagur: Laugardagur:
Akranes—Þróttur kl. 19 SkaUagrímur—Vestmey kl. 14
Valur—FH kl.20 Völsungur—KA kl. 14
Laugardagur: BreiðabUk—Letftur kl. 16
Keflavík—KR kl. 14 Fylkir—Siglufjörður kl. 17
Fram—Þór kl. 14
Sunnudagur: Sunnudagur:
Víklngur—Viðir kl. 20 NjarðvUi—Isafjörður kl. 14
er á seyði um helgina?- Hvað er á seyði um helgina
Listasafn Einars Jónssonar
v/Njarflargötu
Safnið er opið laugardaga og sunnu-
daga kl. 13.30—16. Höggmyndagarður-
inn er opinn sömu daga kl. 11—17.
Listamiðstöðin v/Lækjartorg
Engin tilkynning borist um sýningu
þessa helgi.
Hafnarborg Strandgötu 34
Guömundur Karl Asbjömsson sýnir í
Hafnarborg dagana 25. maí til 9. júní.
Á sýningunni eru aöallega vatnslita-
myndir.
Ásmundarsalur v/Frayjugötu
I Asmundarsal stendur yfir sýning
Svövu Sigríðar Gestsdóttur á 39 mynd-
verkum; vatnslitamyndum og nokkr-
um tússteikningum. Þetta er 8. einka-
sýning Svövu Sigríðar og er hún opin
alla virka daga frá kl. 14—22 og lýkur
aðkveldi2. júní.
Gallerí islansk list Vesturgötu 17
Jóhannes Geir listmálari sýnir 10 olíu-
málverk og 46 olíukrítarmyndir í
Gallerí Islensk list. Sýningin er opin
daglega kl. 9—17 og kl. 14—18 um
helgar.
Gallerf Langbrók Amtmannsstig 1
Á morgun opnar Valgaröur Gunnars-
son sýningu á grafík. Galleríiö er opiö
virka daga kl. 12—18 og um helgar kl.
14—18. Sýningin stendur til 16. júní.
Ásmundarsafn v/Sigtún
Sýningin Konan í list Ásmundar
Sveinssonar veröur opnuð 8. júní nk.
Mokkakaffi
v /Skólavörflustig
Jón Axel opnar sýningu á Mokkakaffi í
kvöld.
Árbæjarsafn
Laugardaginn 1. júní byrjar sumar-
starfsemi Árbæjarsafns. I vetur hefur
verið unnið að því að ljúka viðgerð á
Dillonshúsi en hafist var handa við
gagngerar endurbætur á þvi haustið
1981. Þar veröa seldar veitingar í
sumar eins og venja hefur verið.
Safnið verður opiö frá kl. 13.30— til kl.
18.00 alla daga nema mánudaga.
Gailerí Borg
Pósthússtræti 9
Næstu viku verða til sýnis í Gallerí
Borg verk þeirra Kjarvals, Ásgríms
Jónssonar, Gunnlaugs Blöndal,
Katrínar Jónsdóttur, Nínu Tryggva-
dóttur og fleiri. Auk þess verða þar
nokkrar eldri myndir núlifandi lista-
manna. Myndirnar verða til sölu.
Galleríið er opið virka daga kl. 12—18
og um helgar kl. 14—18.
yGARB#
MEÐAL EFNIS
Að „fíla" það að fjara út
DV leitar að systur sinni í Amsterdam
Skagaætt
Ótrúlega margir þekktir fjölmiðlamenn eru af
þessari ætt.
Viðtal við Kosarev, sendiherra
Sovétríkjanna á íslandi.
Óeirðir á íþróttavöllum
Harmleikur danskrar móður
Forsíðuviðtal i danska vikuþlaðinu Ude og
hjemme við dönsku konuna sem fékk rangt
barn með sér heim af íslensku fæðingardeild-
inni.