Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1985, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1985, Blaðsíða 8
30 DV. FÖSTUDAGUR 31. MAl 1985. Myndbönd — Myndbönd — Myndbönd — Myndbönd — Myndbönd Þessar myndir teljast allar ólög- legar hérlendis. Engu að siður er hœgt að fá þœr með lítilli fyrirhöfn á hinum ýmsu myndbandaleigum landsins. ÓLÖGLEGT - ENVINSÆLT Líklega er hið svokallaða ólöglega efni með því vinsælla sem mynd- bandaleigurnar hafa upp á að bjóða. Þessar spólur liggja ekki frammi í hillum leiganna heldur eru geymdar undir afgreiösluborðum eöa í bak- herbergjum. Sumar leigurnar eru með myndaalbúm þar sem viðskiptavinirnir geta skoöaö úrvalið og valið sér mynd. En hvaða myndir eru þetta? Police, Purple og Beverly Myndbandasíðan fór á stúfana og aflaði sér upplýsinga um nokkrar af þessum myndum. Sumar þeirra hafa nýlega verið sýndar í kvikmynda- húsum, aðrar hafa ekki sést hér ennþá. Af þeim sem sýndar hafa verið hér ber fyrst aö telja myndir Austur- bæjarbíós, Police Academy og Purple Rain. Þessar myndir ku hafa verið komnar á markað nokkru áður en kvikmyndahúsið tók þær til sýn- inga. Sömu sögu má segja um Ghost- busters Stjömubíós. . Háskólabíó hefur undanfarið verið aö sýna myndir sem jafnframt hafa verið á boðstólum á myndbandamarkaðn- um. Enn standa yfir sýningar á Beverly Hills Cop en hún var til á myndbandi hér áður en bíóið hóf sínar sýningar. Killing Fields og Indiana Jones and the Temple of Doom hafa einnig verið á markaði hér í nokkurn tíma. Fleiri myndir má nefna eins og t.d. Reuben Reuben Bíóhallarinnar, The dead Zone, Lassiter, Company of Wolves. Allar þessar myndir voru komnar hér áður en kvikmyndahúsin tóku þær til sýninga. Óheiðarlegt og óeðlilegt Þá eru það myndimar sem ókomn- ar eru í kvikmyndahús. Meðal margra má þar telja upp Ice Man með Timothy Hutton, The Idol- maker, Terror by Ashes með Micha- el Caine og Clint Eastwood, Purple Hearts með Ken Whal, Tresure of Domm með Donald Pleasence, Captein Invincible með Alan Arkin o.fl.,o.fl. Oþarft er að taka fram hversu miklu tjóni þetta þjófstart veldur rétthöfum myndanna. Þær eru í sumum tilfellum búnar að vera í allt að 6 mánuði á markaði hér áður en kvikmyndahúsin taka þær til sýn- inga. Að vísu hefur þetta orðið til þess að kvikmyndahúsin kappkosta að hafa stöðugt á boðstólum nýjar myndir. Engu að síður er hér um óheiöarlega og mjög óeölilega sam- keppni að ræða. Segir meira af ólöglegu efni á næstu myndbandasíðu. -ÞJV. Myndir: 1. Romancing the Stone 2. Rita Haywarth 3. Splash 4. Kill Joy 5. Rhine Stone 6. Conan 2 7. The Question 8. The Natural 9. Juggernaut 10. The Wilby Conspiracy Þættir. 1. Return to Eden 2. Atlanta Childmurders 3. Once upon a Time in America 4. Evergreen 5. Hollywood Wives 6. Mallence 7. Widows 8. Chiefs 9. Strumparnir 10. Falcon Crest l> o Vinsœldalisti DV er byggflur á upplýsingum frá 10 myndbandaleigum vifls vegar um landifl. Tónlist ★ ★ ★ ★ Frábær ★ ★★ Góð ★ ★ Miðlungs ★ Léleg 0 Afleit -ÞJV Leikstjóri: Robert Butler. Aðalhlutverk: Tuesday Weld, Ron Leibman. Tími: 105 mín. Þetta er dálitið skrýtin mynd. Spurningin er: hver er í rauninni sekur? Ung móöir (Weld) verður fyrir þeirri óhugnanlegu reynslu að börn hennar eru myrt á hroðalegan hátt. I fyrstu liggja móðirin og fyrr- um eiginmaður hennar undir grun. Lögreglu- maðurinn sem rannsakar málið kemst svo fljót- lega á þá skoðun að móðirin hafi ein myrt böm sín. Margir eru til að taka undir þennan órök- studda grun enda er konan litin hornauga vegna lausláts lífemis síns. Það fer að lokum þannig að lögreglan ákveður að konan sé sek þó svo að fullnægjandi sannanir séu ekki fyrir hendi. Kon- an er ákærö og ríkissaksóknarinn vinnur málið fyrir réttinum. Það er margt gott í þessari mynd. Leikur Weld og Leibman er t.a.m. alveg prýðilegur. Hins vegar er erfitt að vera sáttur við niðurstöðu myndarinnar. Málið er allt of flókið til að áhorfandinn geti dæmt um hvort konan er í raun sek eða saklaus. Aðalatriöið er hvort hægt er að dæma einhvem fyrir það sem hann er. Það er spumingin. Leikstjóri: Richard Floischor. Aóalhlutverk: Charles Bronson. Tíml 103 min. Maður hefði svo sem mátt vita það. Bronson í hlutverki melónubónda sem hefur „fengið nóg” af kerfinu. Einn á móti öllum með riffilinn í hendi. Það er í raun óþarft að tala um nokkum sögu- þráð í þessari mynd. Atburðarásin er auka- atriði, aðalatriðin eru skotbardagar og dráp. Eg taldi að gamni mínu hve margir voru drepnir. Þegar upp var staðið voru þeir 12. Virðingar- leysið fyrir mannslífum er algjört. Áður var víst sagt aö Bronson væri einn á móti öllum. Þaö er ekki öldungis rétt því einhver konuræfill er hangandi utan í honum og hann segir henni sög- ur af misheppnuðu hjónabandi sinu. Þess á milli keyrir hún bílinn með hann skjótandi á allt kvikt. „Það er ekki nein tilviljun að Bronson er einmitt maður sem gefur þessari átakamynd lif,” segir á kápu. Hvílikt skrum. Það er ekkert sem réttlætir morð og Bronson gefur engum lif ef út í það er fariö. . Þetta er afleit mynd. Ofbeldið sett í öndvegi og síðan reynt að réttlæta það. Sveiattan. Tími: 120 mln. Christiane F. komst í sviðsljósið fyrir einum sex árum. Ástæðan? Heróínneysla. Hér er sögð saga stúlku sem kemst í kynni við eiturlyf á fermingaraldri. Reyndar er um leið sögð saga fjölda annarra unglinga sem svipaö er ástatt fyrir. Allt er notað, hass eöa spítt, og neysla Christiane eykst stöðugt. Að lokum prófar hún heróín til þess að komast inn í sama hugarheim og strákurinn sem hún elskar. Heróínið grípur þau bæði heljartökum og kostar þau nærri lífið. Þetta er átakanleg mynd. Áhorfandinn er leiddur inn í heim volæðis og eymdar þar sem unglingar eru skipulega að murka úr sér lífið. Þrátt fyrir þessa átakalýsingu finnst manni þetta á köflum ótrúlegt. Þetta virðist allt svo f jarlægt. En er það reyndin? Það er varla hægt að f jalla um þessa mynd án þess að minnast á tónlist Bowie. Hún hæfir vel þessari mynd, sérstaklega lagiðHeroes. Þetta er saga bamanna sem sögöu í einfeldni sinni: „Ég ætla bara aðprófa þetta einu sinni.” TUESDAY WELD Collection 1977-1982. Timl: 58 mln. Hljómsveitin Stranglers hefur staðið í eldlínu rokksins í rúm 8 ár. Og tónlist þeirra hefur vissulega breyst á þeim tíma. Þeir voru framverðir nýbylgjunnar þegar sú tónlistar- stefna kom upp í kringum 1977. Hljómsveitin hélt tryggð viö þá stefnu fram yfir 1980 þegar skyndilega var kúvent. Nýir tímar kalla á nýja tónlist og Kyrkjaramir fóru að spila fágað rokk. Eins og titillinn gefur til kynna er á þessu tónlistarmyndbandi að finna safn laga hljómsveitarinnar á 5 ára tímabili. Upp- tökurnar hafa sumar sést í sjónvarpinu hér, aðrar ekki. Kannski eins gott því víst er að íslenskir sjónvarpsáhorfendur myndu hneyksl- ast á hljómleikaútgáfu lagsins Nice and Sleazy. I því dansa fáklæddar stúlkur á sviðinu meðan hljómsveitin leikur lagið. En hvað sem því líður þá gefur þetta lagasafn góða mynd af þvi sem Stranglers hafa verið að gera í gegnum árin. Bestu lög: Strange little girl, Get a grip on yourself, Golden Brown.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.