Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1985, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1985, Blaðsíða 3
DV. FÖSTUDAGUR 31. MAl 1985. 21 igulkerin eru opnufl ðflur en rétturinn er borinn fram og innmaturinn er hrognin þvi kjötið er næstum ekkert. DV-mynd VHV Villti tryllti Villi aftur af stað Unglingastaður fyrir 16 ára og eldri Unglingar í Reykjavík og nágrenni geta nú aftur farið að sækja skemmtistaðinn Villta, tryllta Villa við Skúlagötu en hann hefur gengið undir nafninu Safarí. Eigendur skemmtistaðarins hafa ákveðið að breyta innréttingum skemmtistaðarins og koma upp nýju diskóteki fyrir næsta haust. Það er gert til að lífga upp á skemmti- staðinn í hinni hörðu samkeppni í Reykjavík. Það verður byrjað á því að gera skemmtistaðinn að unglingastað í sumar. Ef sú tilraun heppnast vel, þá getur farið svo að staðurinn verði áfram unglingastaður, án vínveit- inga. Þafl mé fastlega reikna með þvi afl margir unglingar sæki Villta, tryllta Villa nú um helgina. Eigendur skemmtistaðarins hafa ákveðið að nota sumarið til að fram- kvæma ýmsar hugmyndir sem þeir hafa á prjónunum. Villti, tryllti Villi verður opnaður aftur í kvöld — fyrir 16 ára og eldri. Það verður opið á föstudags- og laugardagskvöldum fyrir þann aldurshóp, en fyrirhugað er að opna á sunnudögum fyrir unglinga 14 ára og eldri, þá á milUkl. 20 og 23.30. -sos Russnesk myndlist — síðustu sýningar um helgina Sýningunni „Myndlist í Sovét- Rússlandi”, sem haldin er í húsa- kynnum MlR, Menningartengsla Is- lands og Ráðstjórnarríkjanna, að Vatnsstig 10, lýkur um helgina. Sýn- ingin hefur verið vel sótt og vakið athygU, einkum hin fagurlega mál- uöu lakkskrín sem á sýningunni eru, 26 talsins. A sýningunni eru einnig 62 grafíkmyndir eftir 20 rússneska myndlistarmenn. I húsakynnum MlR er einnig uppi sýning á um 400 bókum, útgefnum í Sovétrikjunum á síöustu misserum, m.a. fjöhnargar listaverkabækur og myndbækur. Sýningarnar verða opnar um helgina, laugardag og sunnudag kl. 14—19 og er þá lokið, þar sem senda þarf sýningargripi og myndir utan bráðlega. Aðgangur er ókeypis. 60 ára verður á morgun, laugardag- inn 1. júni, Lilja Sveinsdóttir kennari frá Vestmannaeyjum, búsett að Neðri- Hundadal i Dalasýslu. Hún tekur á móti gestum í Bauganesi 13 Skerjafirði ámorgun eftirkl. 16. 80 ára er i dag séra Jón M. Guðjóns- son, fyrrverandi prófastur á Akranesi. Hann tekur á móti gestum i nýja safn- aðarheimilinu við Laugarbraut á Akranesi milli kl. 16 og 19 í dag. I tilefni afmælisins kemur út í dag veglegt af- mælisrit tileinkað séra Jóni. MADDAMA ÍGULKER I MATINN! — boðið upp á ígulker á matseðli Hótel Holts til reynslu í tvær vikur Má bjóða þér maddömu Igulker í matinn? Ef þig langar að prófa er hægt aö bragða gufusoðin ígulker á Hótel Holti þessa dagana. Sér- kennilegur réttur og að sumra áliti ekki aölaðandi í útliti svona við fyrstusýn. Igulkerin hafa verið á matseðlin- um á Hótel Holti til reynslu í tvær vikur og það eru alltaf einhverjir sem hafa hugrekki til að reyna nýja réttinn. Matreiðslan er ekki flókin, ígulkerin eru gufusoðin í fimm minútur, opnuð og borin fram meö ristuöu brauðL Bragöið minnir einna helst á rauðmaga — ef eitthvaö — og innmaturinn úr ígulkerinu er hrogn- in því kjötið er lítið sem ekkert. Þama er á ferðinni mjög við- kvæmt hráefni sem geymist í ör- skamman tíma. Kafað er eftir þvi við Isaf jarðardjúp og það sent í flugi Sveitaball: Kaktus að Hvoli Eina sveitaballiö, sem verður austan fjalls nú um helgina, verður að Hvoli. Það hefst kl. 22 annað kvöld — laugardagskvöld og stendur til kl. 02.00. Það er hljómsveitin Kaktus semsérumfjörið. -SOS í bæinn. Eftir nokkra daga er þetta ekki lengur hæft til matar — þrír dagar er einna lengstur geymslutími fyrir neyslu. Með því að sjóða nokk- urt magn saman og frysta síðan má lengja geymsluþolið eitthvað en þá er ekki um sama mat að ræöa og ef neytt er á fyrstu tveimur sólarhring- unum eftir veiðina. Igulkerin þurfa að vera lif andi við suðuna. Sem áður sagði er hægt að fá að bragða á þessu á Hoitinu og kostar ígulker í forrétt 195 krónur. Oþarfi er að láta vígaiegt útlit fæla frá því þarna er á ferðinni ágætismatur og skemmtileg tilbreyting frá hinum sigilda rækjukokkteil. Og svo geta þeir, sem hrífast verulega, sett upp sundgleraugun og hafist handa við eigin ígulkerjatínslu. Góða skemmt- un og verði ykkur að góðu! baj Létið ekki vigalegt útlitið fæla fré — þetta er herramannsmatur og bítur ekki. |»6rskabarett í síðasta sinn ___,laugard.gsKvöW f östudags- og WVíssiö eKKi af Þórskabarett býður upp á góða skemmti- krafta * Guflrún Alfreflsdóttir, Saga Jónsdóttir, Guðrún Þóröardóttir, Július Brjénsson og Kjartan Bjargmundsson. ★ Ástardúettinn Anna Vilhjélms og Einar Júliusson. ■k Tvær hljómsveitir: Dansband önnu Vilhjélms og Pónik og Einar. ■k Matur framreiddur fré kl. 20. Pantifl borfl timanlega ■ sima

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.