Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1985, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1985, Side 1
NGAR OG AFGR alst,óháð dagblað DAGBLAÐIЗVISIR 133. TBL. - 75. og 11. ÁRG. - FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ1985. Málþóf Al- þýðubanda- lagsins Þrír þingmenn Alþýöubanda- lagsins, þeir Hjörleifur Gutt- ormsson, Svavar Gestssón og Steingrímur J. Sigfússon, héldu uppi málþófi á Alþingi í gærkveldi. Þeir fluttu allir alllangar ræöur um Byggðastofnun og tóku reyndar byggöamálin fyrir á ítarlegan hátt. Það sem vakir fyrir þingmönnunum er ekki að tefja fyrir frumvarpi um Byggöastofnun sérstaklega, heldur munu þeir vera að mótmæla vinnu- brögðum stjómarflokkanna nú í lok þingsins. Þeir segja að ríkisstjómin ætli nú með offorsi að keyra í gegn fjölmörg mál og haf i ekkert hugað að því að semja um þingslit við stjórnarandstöðuna. Umræðan um Byggðastofnun stóð í rúma fimm klukkutima og töluðu fyrrgreindir þingmenn megnið af þeim tíma. Iðnaðarráöherra sakaði þá um málþóf. Þeirri ásökun vísaði Sva var Gestsson á bug og sagði þetta ekki vera neitt méilþóf. Hjörleifur Guttormsson kannaðist heldur ekkertviðmálþóf. „Við erum ekkert meö slíkt. For- sætisráöherra hefur ekki óskað eftir samstarfi um þingslit og hefur látið i það skína að hér yrði setið í sumar. Við teljum byggðamál vera mikilvæg mál, sem verður að f jalla itarlega um,” sagði Hjörleifur. Þingfundur stóð fram á rauða nótt. __________________ -APH. Hvelangtvill Alþýðubanda- lagið ganga? „Þetta var mjög hressilegur fundur og menn vildu greinilega ræöa betur hversu langt Alþýðu- bandalagið vill ganga,” sagði Mar- grét S. Björnsdóttir þjóöfélags- fræðingur við DV í morgun. I gærkvöldi var Margrét framsögumaður á fundi hjá Alþýðu- bandalaginu í Reykjavík ásamt Sigurjóni Péturssyni, borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Umræðuefnið var hugsanleg samstaða minnihlutans í borgar- stjórn við næstu sveitarstjórnar- kosningar. Ákveðið var að loka engum leiðum og halda viðræðum áfram. -ÞG. BSRB ogríkið: Vikufrestun A fundi samninganefnda ríkisins og BSRB var ákveðið að fresta viðræðum þar til í næstu viku. Báðir aðilar telja nauðsynlegt að fá umhugsunarfrest í ljósi þess að slitnað hefur upp úr viðræðum ASI °gVSl. ,APH. Ný kollsteypa f ramundan, leyniviðræður „sterku” f lokkanna: STERKAR LÍKUR Á HAUSTKOSNINGUM Eftir að viðræður um nýja, al- menna kjarasamninga eru sama og strandaöar stefnir í átök á vinnu- markaðnum og sprengisamninga. Það táknar að jafnframt stefnir rak- leitt í haustkosningar til Alþingis. Staða „steiku” flokkanna, Sjálfstæð- isflokks og Alþýðuflokks, og al- mennt, pólitískt ástand ýtir fast und- irkosningar. Formenn beggja núverandi stjóm- arflokka hafa lýst því margoft yfir að þeir muni ekki láta nýja koll- steypu ganga yfir ríkisstjórnina. Jafnframt eiga samningar að vera frjálsir og lagaboð gegn kollsteypu- samningum kemur ekki til greina. Stjórnin á því ekki annarra kosta völ en að leggja árar í bát. Kraftaverk þarf til að fresta þessum örlögum hennar. Niöurstöður skoöanakannana hafa mánuðum saman sýnt yfirburða- styrk Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks meðal kjósenda. A bak við tjöldin hafa faríö fram viöræður milli áhrifamikilla einstaklinga í þessum flokkum um að nýta byrinn í haustkosningum og stefna að sam- eiginlegrí stjórnarmyndun, nýrri svokallaðri viðreisnarstjórn. Það ýtir mjög undir þessar bolla- leggingar að Alþýðubandalagið hef- ur misst helming fylgis síns, sam- kvæmt skoðanakönnunum og að Al- þýðuflokksmenn eru ekki of vissir umað JóniBaldvin, formanni, endist dampurinn til lengdar nema bardag- 'inn harðni fljótlega í kosningum. A hinn bóginn sækir nokkur efi að s jálf- stæðismönnum um samstarf við Jón Baldvin. Þeir telja að komi Alþýðuflokkur- inn á nýtt þing meö fjölmennan þing- flokk muni Jón Baldvin gera kröfur í stjórnarsamstarfi, sem gangi um of yfir stefnu Sjálfstæðisflokksins í framkvæmd. Hinir ungu forystu- menn hans ætla hins vegar að „standa á stefnunni”. Til greina kemur jafnframt að Bandalag jafn- aðarmanna veröi þriðja hjól undir vagninum. HERB Til deilu kom um borð í fiskiskipinu Freyju RE 38 síðdegis í gær þegar senda átti skipið til veiða. Þustu verk- fallsverðir um borö. Frestaði út- gerðarmaðurinn för þess og á niunda tímanum í morgun lá Freyja enn í Reykjavíkurhöfn. Verkfallsverðir litu svo á aö út- gerðarmaðurinn væri aö brjóla sjó- mannaverkfallið ef skipiö héldi til veiða. Hugðust skipverjamir, sem allir eru yfirmenn, taka með sér háseta skráöan sem kokk, en bannað er að breyta skráningu skipverja í verkfalli. Og ef þeir færu án hásetans væru yfirmenn að ganga í störf undir- manna. Lét útgerðarmaðurinn sér segjast við fortölur verkfallsvarða og frestaði brottför. -KÞ :r Fulltrúar Sjómannafélags Reykjavlkur ræða við Freyju-menn í gær. Útgerðar- maður skipsins frestaði brottför skips- ins og í morgun var það enn í höfn. DV-mynd S. Einkarétturinn afnuminn: Fríálst útvarp frá áramótum Utvarps- og sjónvarpsrekstur verður gefinn fr jáls f rá og með næstu áramótum, samkvæmt nýjum út- varpslögum sem samþykkt voru í gær. Mikil spenna ríkti í efri deild í gær þegar útvarpslögin voru samþykkt í óbreyttri mynd. Stjómarflokkamir ásamt Bandalagi jafnaðarmanna samþykktu frumvarpið en stjórnar- andstæðingar aðrir í efri deild voru á móti. Atkvæðagreiðslan fór þannig að 13 vom meö, 5 á móti og tveir þingmenn vom f jarstaddir. Davíð Aðalsteinsson, Framsóknar- flokki, lagði fram breytingartillögu fyrir hönd framsóknarmanna og sagði að ef hún yrði samþykkt þá kæmist á þjóðarsátt í þessu máli. Hans tillaga fólst í því að útvarps- réttamefnd gæti ákveðið hlutfall auglýsinga, að gerðir yrðu samning- ar viö Póst og síma og sveitarfélög um boðveitur og að lokum yrði ákveðinn kvóti í stjórnmálaumræðu í öllum fjölmiðlum sem féllu undir frumvarpið. Alþýðuflokkur bar einnig upp breytingartillögu sem f jallaði um að útvarpsnefnd og stjóm menningar- sjóðs útvarpsstöðva tækju til starfa nú á þessu ári og einnig að tryggt yrði aö lögin yrðu endurskoðuð að þremur árum liðnum. APH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.