Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1985, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1985, Side 13
DV. FÖSTUDAGUR14. JUNI1965. 13 Notkun og misnotkun talna Maður getur varla opnað blað, hvað þó timarit, ón þess að finna þar raðir af tölum, ef til vill hlutfallstöl- um. Oft er erfitt að vita hvað þetta þýðir. Sem kennari i tölfræði við hag- fræðideild Rikishóskóla Astraliu (Australian National University) hafði ég órlega um 180 stúdenta. Flestir voru að vísu hagfræðingar, en einnig voru þar félagsfræðingar og nokkrir læknar sem ætluðu að taka embættispróf. Eg kenndi í 26 vikur órlega, sem er ekki langur timL Samt notaði ég jafnan fyrstu kennslustund til þess að tala um mis- notkun og/eða misskilning talna, eins og raunar er gert i erlendum hó- skólum. Eg notaði dæmi sem léttara er að muna en þurra fyrirlestra, eins og prófessor Claus Nybölle, kennari minn í Kaupmannahöfn, gerði, með- al annarra. Mér datt í hug að lesend- ur DV hefðu gagn og gaman af að lesa þessi dæmi. Dæmil Þeir dóu allir. Dánarorsök: Drukknun. Slysavaldur: Meðaltal. Eftir fyrri heimsstyrjöld var borgarastrið í Kína. I hverju fylki, sem eru mörg þar, voru margir hers- höfðingjar sem vildu hrifsa völdin til sín. Einum þeirra datt snjallræði í hug. Hann ætlaði að koma óvinunum á óvart með því að láta hermenn sína vaða á. „Þetta er alveg óhætt,” sagði hann, „meðaldýpt vatnsins er 60 sentímetrar.” Það var rétt hjá hon- um; við bakkana var dýptin tveir sentimetrar en i miðri á var 250 sentímetra djúpur óll. Hermennim- ir, hlaðnir vopnum og vistum, gátu ekki synt og drukknuðu allir. Dæmi2 Meðalævi þelrra, sem höfðu aldrel smakkað vin, var styttri en hinna sem höfðu drukklð vín. Eftir heimsstyrjöldina fyrri ætluðu Bandarikjamenn að bjóða „hetjum” sem komu heim „heilbrigt ríki”, það er að segja áfengislaust riki. Prófessor í tölfræði var beðinn um að láta reikna út hve vindrykkja væri hættuleg heilsunni, til dæmis hve hún stytti ævi manna. Otreikningurinn sýndi hins vegar hið gagnstæða. Þeir sem aldrei höfðu smakkað vín dóu yngri en hinir, sem höfðu drukkið. Allir urðu undrandi. Við útreikn- ingana hafði háskóladeildin talið með ungbamadauða og dauða bama til 14 ára aldurs. Böm drekka auðvit- að ekki áfengi og áttu þvi ekki heima í samanburðinum. Dæmi3 Tala þeirra sem dóu af berklum, nema í lungum, hækkaði iskyggilega eftir 1930 i Þýskalandi. Dánarorsök: Eyðublað. Læknar og aðrir í heilsuvemdar- þjónustu vöknuðu við vondan draum: Dánarvottorðin sýndu greinilega að tala þeirra sem dóu úr berklum, nema lungnaberklum, hækkaði óvænt og skyndilega. Spurn- ingar vöknuðu um undarlegan far- aldur. Athugun sýndi að svo var ekki. Til ársins 1930 gátu tveir menn undirritað dánarvottorð, læknir sem stundað haföi hinn látna og leikmað- ur sem kallaðist líkskoðari (Leichen- beschauer). Sá maður var venjulega útfararstjóri og var búist við að reynsla hans væri nægileg til þess að EIRÍKAA. FRIÐRIKSDÓTTIR HAGFRÆÐINGUR skilgreina dánarorsök. Þegar hann fór til fjölskyldna heyröi hann oft aö hinn dáni haföi kvartað um verk i nýrum en aldrei farið til læknis. A dánarvottorð var því skráð: Nýma- sjúkdómur, óviss eðlis. 1930 gengu í gildi ný lög. Læknar einir máttu nú gefa út dánarvottorð og athuganir, ef til vill krufningar, sýndu oftast rétta dánarorsök. Fjöldi látinna úr lungnaberklum breyttist ekki, enda höföu þeir flestir verið , undir læknishendi. Dæmi4 t blöðum kom frétt: Sjúkdómur þessi er miklu hættulegri stúlkum en drengjum. 100% fleiri stúlkur dóu á þessu ári en aðeins 10% fleiri drengir. Þetta var rétt reiknað. Árið á undan dó að- eins ein stúlka en núna tvær. Hins vegar dóu tíu drengir árið á undan en ellefu nú. Þannig em hlutföll án raunvemlegra talna meiningarlaus og villandi. Dæmi5 Roosevelt getur ekki unnið kosn- ingamar 1944. I forsetakosningunum í Banda- ríkjunum 1944 var Willkie i framboði á móti Roosevelt. Mánaðarrit eitt, um bókmenntamál, ákvað að kanna horfurnar. Gert var úrtak úr hópi lesenda ritsins og sá hópur spuröur. Fylgi Willkies var yfirgnæfandi. I kosningunum vann Roosevelt hins vegar yfirburðasigur. Máliö var einfalt. Þeir sem keyptu blaðið vom ekki fátækir, enda blaöiö dýrt. En þeir mörgu, sem vom í minni efnum, kusu flestir Roosevelt. Niðurstaðan Athugið allar tölur gaumgæfilega til þess að skilja innihald þeirra og þýðingu. Takið aldrei hlutföll til greina án þess að fá grunntölurnar sem hlutföllin eiga við. Athugið greinilega hver er grunnur úrtaks. Elríka A. Friðriksdóttir. @ „Athugiö allar tölur gaumgæfilega til þess að skilja innihald þeirra og þýðingu. Takið aldrei hlutföll til greina án þess að fá grunntölumar sem hlutföll- in eiga við. Athugið greinilega hver er grunnur úrtaks.” Iðnsýningin eystra átak í kjölfarið Kjallarinn Iðnsýning á Egilsstöðum vakti ýmsar áleitnar og kref jandi hugsan- ir. ' Fjölbreytni sýningarinnar kom áreiðanlega á óvart, bar vitni aust- firzku framtaki, áræðni og hugviti. Framar öðm vísaði sýningin til vegar um þá ótöldu möguleika, sem við eigum til að gera okkar verð- mætu hráefni enn verðmætari, þá möguleika sem víðar felast en menn gera sér grein fyrir í nýtingu hugvits og þekkingar, sem f yrir hendi er. Efniílangagrein Það væri efni i langa grein að gera þessari myndarlegu sýningu skil, tíunda þá athyglisverðu þætti, sem hún spannaði, greina frá einstökum hug- og handverkum, sem þama mátti sjá. Matvælaúrvinnsla átti þama sína málsvara með margt, sem verðskuldaða athygli vakti. Sömuleiðis ýmislegt I tré- og málmsmíði, svo og beinum uppfinning- um, sem þyrftu að fá betri umf jöll- un og ærna kynningu. Og heimilis- vinnan átti þama sína ágætu muni og eftirtektarverða. Tízkuvörur úr ullinni okkar, dvergasmíð úr berginu okkar, góm- sætir réttir frá sjávarsíðunni og úr sveitinni. Upptalning gæti órðið utan enda. A Austurlandi em blómleg landbúnaöarhéruð og þar blasa við ótal möguleikar í úrvinnslu, sem nýta þarf til hins ýtrasta. Of lítið hef- ur verið unnið þar að, þó gleðileg dæmi um hið gagnstæða finnist. Sama er að segja um hin mörgu sjávarpláss með sitt dýrmæta hrá- efni, sem enn er um of eftirlátið erlendum aðilum að vinna úr verð- mæta lúxusvöm. Þessi verðmæta- aukning í tengslum við frumfram- leiðslu okkar hefur oft verið í umræð- unni, en skipulegar aðgeröir í kjöl- farið skort. „Iflnsýningin eystra er því vonandi afleins upphaf afl stórðtaki í eflingu iflnaflar á Austurlandi, þar sem fjölbreytnin og framfarirnar setja mark sitt ð öflru f remur." Tillaga Guðmundar J. Guðmundssonar Þegar Alþingi fjallaði i vetur um tillögu Guðmundar J. Guðmundsson- ar um fullvinnslu sjávarafurða okk- ar, taldi hann upp og tíundaði glöggt þá miklu möguleika, sem við létum öðrum eftir að nýta. Himinhrópandi vom mörg þau dæmi og undirtektir manna úr öllum flokkum við til- löguna vom á einn veg. En síðan ekki söguna meir. Enginn fjölmiðill hefur séö ástæðu til að spyrja um svefn þessarar tillögu í nef nd, sem virðist þó vær. Þar eru áhugamálin öðm bundin. Svipaða tillögu mætti flytja um möguleika okkar í fuUvinnslu land- búnaðarvara. Þar sem á hefur verið tekið, s.s. varöandi uUina, hefur undra- verður árangur náðst. Iönsýningin á Austurlandi minnti vissulega á hvaði gert hefur verið, en hún minnti ekki síður á, hvað mætti gera, ef áherzlur í fjármagnsnýtingu okkar væru aðr- ar og beindust að þessum þáttum. Ekki síður minnti hún á það, sem við getum gert hér innanlands í stað þess að flytja óheft inn aUs kyns vöm, sem við erum fuUfær um að framleiða jafngóða eða betri hér heima. En iðnsýningin var byggðasýning um leið, sýndi glögglega möguleika hinna dreifðu bygggða til aö hasla sér vöU í ýmiss konar iðnaði og ná þar eðlUegri hlutdeUd. En aðstoð ÖU og fyrirgreiðsla fjár- magns hefur veriö í lágmarki. Iðnráðgjafar dýrmætír leiðsöguaðilar Þó skal þess getið að verðleikum sem gert hefur verið. Iðnráðgjafar í landshlutunum em dýrmætir leið- söguaðUar og þá ráðgjöf þarf að auka. Samstarf sveitarfélaga, fyrir- tækja og einstakUnga í Iðnþróunar- félagi Austurlands vísar vissulega mjög tU réttrar áttar um samstiU- ingu kraftanna tU stærri átaka, auk- innarþróunar. HELGI SELJAN ALÞINGISMAÐUR FYRIR ALÞÝÐUBANDALAGIÐ áfc „En iðnsýningin var byggðasýning um leið, sýndi glögglega mögu- leika hinna dreifðu byggða til að hasla sér völl í ýmiss konar iðnaði og ná þar eðlilegri hlutdeild.” j En hér þarf vissulega að mörgu að I huga. Til að koma á fót öflugu iðn- fyrirtæki, sem er samkeppnisfært og getur hagnýtt sér tæknikunnáttu og hugvit sem bezt, þarf trausta undir- stöðu þegar i upphafi. Þar koma tU atriði eins og fjármagn, rekstrar- kunnátta, vömþekking, aðfangaöfi- j un, markaðskönnun og ýmislegt fleira, sem of langt yrði upp að telja. Aðstoðar er þörf á öllum þessum sviðum og skyldan er samfélagsins , að koma þar myndarlega á móti, því margfaldlega skUarsúaðstoðsértU baka, ef vel er að verki staöið og að hagkvæmni hugað, jafnhliöa þvi áræði og þeim dugnaði, sem til þarf. Menn líta g jaman tU ýmissa greina i dag, s.s. rafeindaiðnaðar og lífefiia- iðnaðar, sem sjálfsagt er að huga að til framtíðar horft. Ekkert skal úr þvi dregið. En verkefni dagsins í dag blasa hvarvetna við, nærtæk og kný jandi, sem af f ullri alúð og alvöru þarf aðsinna. Hlúaþarfað innlendum iðnaði öll framþróun er af hinu góða, aUar nýjungar ber að skoða í ljósi örrar tækniþróunar, nýrra mögu- leika. En ekki síður þurfum við að hlúa að þeim innlenda iðnaði úr aðföngum okkar sjálfra, sem alltof skammt er á vegi staddur. Austfiröingar eiga þakkir skildar ' fyrir að vekja svo verðuga athygU á (ótal möguleikum í öUum áttum, þeir treysta á eðlUega aðstoð tU að mega j ótrauðir áfram halda, þeir treysta á það, að áherzlur efnahagsUfsins j verði ekki á hinn auðtekna bisness, 'sem skilar Utlum arði í þjóðarbúið (sjálft tU sameiginlegra heUla. Það gerir iðnaður okkar ótvírætt og því röculegar, sem betur er að búið i upp- hafi. Þar er að finna framtíðararð — þar er einnig að finna mikUvæga leið , tillausnarbyggingarvandanum. Iðn- sýningin eystra er því vonandi að- eins upphaf að stórátaki i efUngu iðn- ■ aðar á Austurlandi, þar sem fjöl- , breytni og framfarimar setja mark sittáöðru fremur. j Þar er skylt að veita liðsinni hverjum sem þar getur lagt lóð á vogarskáL HelgiSeljan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.