Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1985, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1985, Side 15
DV. FÖSTUDAGUR14. JUNl 1985. 15 Menning Menning Menning Menning NÝSKÖPUN OG FORN FRÆGÐ Sýning Listmálarafélagsins að Kjarvalsstöðum Þeir sitja ekki auðum höndum i íslensku akademiunni, Listmálara- félaginu. I Galleriinu að Vesturgötu 17 sýna þeir með reglulegu millibili „það besta í íslenskri myndlist”, eins og segir aftan á nýlegri sýningarskrá, en hafa nú auk þess tekið ailan vestursal- inn að Kjarvalsstöðum á leigu fyrir hópsýningu. Eg hef áður látiö í ljós þá skoöun mina aö mér þykir Listmálarafélagið skrýtið fyrirbæri og gamaldags og nenni varla að útlista hana frekar. Hér stöndum við einfaldlega andspænis hópsýningu með öllum sinum kostum og göllum. Og hópsýningar geta víst aldrei orðiö heilsteyptar. En þær geta verið skemmtilegar og fjölbreyttar, og það er sýning Listmálarafélagsins ekki nema að takmörkuðu leyti. Endumýjun Ef á heildina er litið komast fígúra- tífir expressjónistar og landslagsmál- arar betur frá sýningunni en afstrakt- málaramir. Nýsköpun og hefð haldast betur í hendur í verkum hinna fyrr- nefndu, meðan hinir síðarnefndu reiða sig á forna frægð og enn eldra mynd- máL Þó er nokkrum afstrakt málurum gefið aö endumýja sig í hverju verki. Hér á ég fyrst og fremst við þá Kristján Davíðsson og Elías B. Halldórsson — hinn siðarnefnda með nokkrum fyrirvörum. Kristján ber varla liti á striga án þess að þeir slái neista hver af öðrum, og tekst að halda fullum dampi þótt myndflöturinn sé kominn upp í fimm fermetra. Elías B. hefur haft tilhneigingu til skreytni í verkum sínum, er ekki alveg laus við hana að þessu sinni, en nær samt að Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson yfirstíga hana og tilheyrandi viökvæmni í stórbrotinni myndgerð. Sjá, JC/hvalræði” og „Blá saklaus”. Umfangsmeiri Pétur Már Pétursson kannast ég ekki við, en verk hans lofa góðu. Lista- maðurinn virðist i fljótu bragði binda trúss sitt við ýmsa sígilda afstrakt expressjónista, t.a.m. de Kooning, steypir saman frjálslega máluðum formum og líkamsleifum af talsveröu öryggi. Svo mikil eru umsvifin í myndum Péturs, að hann mætti að ósekju hugsa í umf angsmeiri verkum. Af hinum hlutbundnu expressjón- istum risa þeir einna hæst bræðumir Siguröur og Hrólfur, svo og Jóhannes Geir. Einkasýningar Jóhannesar Geirs er stuttlega getið hér á síöunni, og hef litlu að bæta við þá umsögn nema frekara lofi. Sigurður virðist hins vegar allur færast í aukana sem myndlistarmaður í ellinnL „Vor í hrauninu” eftir hann er traust og hrif- andi verk, og myndir Hrólfs hafa til aö bera slagkraft langt umfram stærð. Það hefði þótt saga til næsta bæjar hér fyrir þrjátíu árum, að endumýjunar islenskrar málaralistar væri helst að vænta í landslagsmálverkinu. Svei mér þá ef ekki er eitthvað til í því. -AL Elias B. Halldórsson - K/hvalrœði (nr. 47). Sigurður Sigurðsson — Vor í hrauninu (nr. 36). Aðalsteinn Ingólfsson brögðum listamannsins með olíu og pastelliti. Sérstaða Efniviður Jóhannesar Geirs hefur svosem ekki tekið miklum stakka- skiptum á undanfömum árum. Ut um gluggann sinn sér hann Elliöaárstífl- una i öllum veðrum, eða þá að hann skýst upp í Heiðmörk, jafnvel til Grindavíkur. Þetta eru sjaldnast ferð- ir út í óvissuna, því listamaðurinn veit hvað hann vill finna og finnur það. Við sjáum hesta og hestamenn, báta, álftir á flugi, gömul hús, en öll þessi mótif em sem nótnablöö sem Jóhannes Geir notar til að skrá á þau stef sem hann hefur verið að þróa í meir en aldar- fjórðung. Þannig enda allar hugleið- ingar um málara sem tjá sig gegnum liti: í meira og minna subjektífum tón- listarlíkingum. En þótt slíkar likingar séu nærtækar, verður samt ekki horft framhjá því sem málað er, hinu frið- samlega sambýli manns og umhverfis, hinni hljóðu dagsins önn. Þessi sýning Jóhannesar Geirs markar að sönnu ekki tímamót á ferli hans, en hún stað- festir sérstöðu hans i islensku myndlistarlifL AI Sýning Jóhannesar Geirs „Nú er rétti tíminn til að mála,” segja málningarkaupmenn i bænum og keppast viö að auglýsa aldeilis ótrúlegt úrval lita, pensla, lakka og aðskiljan- legra efnablandna. Brátt líður að þvi að þök, veggir og gluggapóstar lifni við eftir veturinn, og Reykjavik verður óumdeilanlega litríkasta höfuðborg Evrópu. En besta litasjóiö í bænum er nú samt að finna á sýningu Jóhannesar Geirs í Galleríinu að Vesturgötu 17. Þar er listamaöurinn upp á sitt besta, með ótrúlegt úrval lita undir kontról, eins og kaupmennimir mundu segja. Þurfa menn aö vera sjóndaufir í meira lagi til að hafa ekki ánægju af töfra- Jóhannes Geir vifl eitt verka sinna. Myndlist í DAGSINS ÖNN mmj er komin! í sve Misstu ekki VIKU úr lífi þlnul VIKAN á öllum blaðsölustöðum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.