Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1985, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1985, Page 33
DV. FÖSTUUAGUR14. JUN! 1985. Sviðsljósið Sviðsljósið Spjallað saman í kringum grillið og beðið eftir bita. Á myndinni eru m.a. Sigmar Óttarsson, Guðmundur, Jensína Valdimarsdóttir og Elisabet Konráðsdóttir. Þau Sigmar, Jensína og Elisabet hafa lokið námi og eru á leið heim. Vorfundur FÍSNar Félag íslenskra námsmanna í Noregi hélt vorfund sinn viö Sognsvatn við Osló nú í vor. Á vor- fundinum var eins og venja kveðjuathöfn fyrir þá námsmenn sem hafa lokið námi og eru á leið heim á skerið. Fundurinn fór vel fram þrátt fyrir aö veðurguðirnir vildu minna íslensku námsmennina á að engin útihátið er án rigningar. Námsmennirnir létu vætuna ekki á sig fá og grilluðu og skemmtu sér sem mest þeir máttu fram eftir degi. Um kvöldið kynnti ungt skáld, Finnur Gunnlaugsson, sína fyrstu ljóðabók fyrir FÍSNar- félögum uppi á Stofu eins og að- setur námsmanna í Osló heitir. Gunnar Einarsson handboltamaður gleymdi regnhlífinni heima en lét það ekki á sig fá og not- aði bara kassa í staöinn til að verjast utanaðkomandi vætu. Hann er hér í hrókasamræðum við Jón nokkurn sem mun vera fóstra og virðist Jóni standa á sama þó að hann vökni. Eins og þeir vita, sem á annað borð fara i bíó, er venjulega mikill kvennafans sem birtist i hverri mynd um spæjarann mikla, James Bond. Í nýjustu myndinni, A View to a Kill, er ekki gerð undantekning frá þeirri reglu og safnað var saman búnti af fögrum fraukum til að prýða myndina. Þær stilltu sér upp til mynda- töku ásamt hetjunni sjálfri, þ.e. Roger Moore sem fer með hiutverk 007, kannski i siðasta sinn. Bíóhöllin mun væntanlega sýna A View to a Kill nú í sumar. Guðni Guðbergsson var ánægður með kveðjugjöfina sem hann fékk frá FÍSN en hann var að Ijúka framhaldsnámi í liffræði og starfar nú hjá Veiði- málastofnun. Myndir Elin Björk Unnarsdóttir. Útboð Tilboð óskast í að steypa upp vegg og gera tilbúið undir tréverk bankahús á Stokkseyri. Húsið verður ein hæð, án kjailara, 202 fermetrar, 754 rúmmetrar. Útboðsgögn verða afhent hjá Skipuiagsdeiíd Landsbankans, Áifa- bakka 10, annarri hæð, Reykjavík, gegn skiiatryggingu að upphæð kr. 6000,-. Tiiboð verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 2. júií ki. 11.00. Landsbanki íslands Hraðskreiðasti bátur á íslandi til sölu Báturinn er 21 fet norskur sérsmíðaður keppnisbátur Vél: 350 chevy Borg Warner gírkassi Stern Power keppnisdrif. Með bátnum fylgir 2ja hásinga vagn með fjöðrum, dempurum, bremsum og Ijósum Upplýsingar gefur Gunnar í vinnusíma 84473 alla virka daga. Báturinn er staðsettur á athafnasvæði Snarfara í Elliðavogi. Utsalan heldur áfram Alltaf eitthvað nýtt að koma inn. Einnig veittur 10% afsláttur af öllum nýjum vörum. Kreditkortaþjónusta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.