Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1985, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1985, Síða 36
ir FRETTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu ' efia vitneskju um frétt — hringdu þá í sima 68-78-58. Fyrir Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og rfreifing, sími 27022. hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og ! 3.000 krónur fyrir 1 besta fréttaskotið i hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Vifi tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 'FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ1985. Strandsigling ASÍogVSÍ: „Munum ræða við aðila” — segir forsætisráð- herra — Vonbrigði segir Þorsteinn „Eg geri ráð fyrir að við munum ræða viö aðila,” sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra viö DV í gær, aðspuröur um viðbrögð ríkis- stjómarinnar við þeirri staöreynd að nú hefði slitnað upp úr viðræðum aðila vinnumarkaðarins. Hann sagði að ekki hefði gefist tími, vegna anna við þing- störf, að ræða við aðila vinnumarkað- arins. „Þetta eru mikið vonbrigði, því við höfðum bundið vonir við að grund- völlur væri fyrir samningum. Ríkis- stjómin hefur hvað eftir annað lýst því yfir aö hún sé til í aö koma inn i málið eins og aðilar óska,” sagði Steingrím- ur. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálf- stæöisflokksins, sagöist ekki vilja hafa mörg orð um þetta á þessu stigi. Það yrði að koma betur í ljós hver staðan væri. „En það eru vissulega mikil von- brigöi ef ekki tekst að tryggja vinnu- friðinn og verja kaupmáttinn á þessum vordögum,”sagðiÞorsteinn. APH Sjómannaverkfallið: Rif ist er um molana „Það gekk ekkert,” sagði Guðmund- ur Hallvarðsson, formaður Sjómanna- félags Reykjavíkur, eftir sáttafund meö útgerðarmönnum í gær. „Það er starfsaldurshækkunin sem allt strand- ar á. Rifist er um molana því sú hækk- un yfir árið jafngildir fyrir útgerðina tapi í verkfallinu á einum sólarhring, svo dýrt er prinsippið,” sagði Guð- mundur. Ekki var annar samningafundur boðaður vegna verkfalla sjómanna í Reykjavík. A fundi miðstjórnar ASI í gær var lýst yfir fullum stuöningi við verkfall Sjómannafélags Reykjavíkur. -ÞG TALSTÖÐVARBÍLAR UM ALLA BORGINA SÍMI 68-50-60. ÞRÖSTUR SIÐUMULA 10 LOKI Fœr Seglbúða-Jón út- flutningsbœtur með rolluskjátunni? VIII ftytja sauðfé á fæti til Kanada — meðal annars útvalda kind f rá sjálf um landbúnaðarráðherranum „Þetta er sex ára gamall draumur,” sagði Stefanía Svein- bjamardóttir í viðtali við DV. Stefania býr I Kanada og rekur þar ásamt manni sínum f járbú og holda- nautarækt. Hún hefur farið þess á leit við islensk yfirvöld að hún fái að flytja út sauðfé héðan á fæti. Til stendur að flytja lífféð með leiguflugi til Kanada 24. júni. Stefania fór austur í Skaftafellssýslu og hefur þegar valið niu ær og einn hrút og er féðkomiðísóttkví. „Eg fór austur vegna þess hversu heilbrigt féð er þar því það eru strangar heilbrigðiskröfur sem Kanadamenn setja fyrir innflutningi þessum.” Nú þegar hafa blóðsýni verið tekin af fénu og send í rannsókn. Enn eru nokkrir endar lausir í þessu máli en að sögn Stefaníu hefur undir- búningurinn staðið yfir í tvö ár. Ein ær í hinum útvalda hópi sem Stefanía valdi er frá Seglbúðum, býli landbúnaðarráðherra, Jóns Helga- sonar. Eftir því sem næst verður komist hefur islenskt sauðfé ó fæti ekki verið flutt út síðan rétt fyrir 1920 er fé var flutt til Grænlands. -ÞG Haldið Halla Bryndfs Jónsdóttir, fegurðardrottning Islands, mátar höfuðfat búningsins er hún hyggst nota í Miss Universe keppninni; ieður, heifiin tákn og fuglsvængir. Mefi henni er hönnuðurinn, Karl Júliusson. DV-mynd GVA „Þetta er stilfærð útgáfa af vikinga- búningi og hann er skreyttur með heiðnum táknum,” sagði Karl Júlíusson, hönnuður og leðursölu- maður, í samtali við DV. Karl hefur að undanfömu unnið aö gerð búnings fyrir Höllu Bryndisi Jónsdóttur, fegurðardrottningu Islands 1985. Halla Bryndís er á fömm til Flórída i Bandaríkjunum þar sem hún keppir fyrir Islands hönd í keppninni um Miss Universe. Og að sjálfsögðu vill hún vera í einhverju islensku. „Búningurinn er aðskorinn úr svörtu og bleiku leðri og auk leðursins nota ég hrosshár og fulgsvængi,” sagði Karl sem þekktur er fyrir búninga þá er hann gerði fyrir Hrafn Gunnlaugsson í kvikmyndina Hrafninn flýgur. Annars er aðalstarf listamannsins rekstur verslunarinnar Leðursmiöjan á Skóla- vörðustig og innflutningur á leðri. „Vonandi á þessi búningur eftir að fljúga viða, alla vega eiga 700 milljónir sjónvarpsáhorfenda eftir aö berja hann augum er Miss Universe keppninni verður sjónvarpað um næstu mánaðamót,” sagði Karl Júlíusson. -EIR. Starfsmenntunarsjóð- ur BSRB stendur tæpt „Það er rétt, geta sjóðsins hefur aldrei verið minni,” sagði Lárus ögmundsson, formaður starfs- menntunarsjóðs BSRB, í samtali við DV. Sjóður þessi var stofnaður haustiö 1980. Hefur hann tekjur úr ríkissjóði. Fyrsta eina og hálfa árið var ekkert veitt úr honum. Var það gert til að safna fé í sjóðinn. I fyrra vöru 14 út- hlutanir úr sjóðnum sem veittir vom einstaklingum vegna náms. I ór eru þærorðnar5talsins. Um áramótin síðustu átti —hefur bitnað á kennurum Er sjóðurinn tæpar milljón krónur það minna en nokkm sinni fyrr. „Tekjur sjóðsins á þessu ári nema einni milljón og sex hundmð þúsundum,” sagði Láms. „Við höfum hins vegar veitt úr honum rúma eina milijón og niu hundrað þúsund krónur. Það sem eftir er, er því um sex hundruö þúsund. Þaö er deginum ljósara, að s jóðurinn hefur rýmað smám saman síðan 1982 og staða hans versnað með aukinni eftirspum, enda mó segja að markmið sjóðsins sé aö eiga ekki peninga.” — Hafiö þið þó haldið að ykkur höndunum i úthlutun það sem af er órinu? „ Já, við höfum þurft að gera það.” — Hafa einhverjar stéttir umfram aörar orðið þar illa úti? ,Já, það má segja þaö. I síðustu úthlutun, sem var í maí, héldum við að okkur höndum varðandi umsóknir kennara. Við frestuðum flestum þeirra umsókna. Astæðan fyrir því er einkum sú að sjóðurinn stendur höllum fæti og svo hitt að kennarar hafa fengið meira úr sjóðnum en aðrir og ýmislegt virðist benda til að þeir séu á leið út úr BSRB,” sagði Lárus ögmundsson. -KÞ Í i i i i í Í i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.