Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1985, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1985, Blaðsíða 1
DV. FÖSTUDAGUR14. JUNl 1985. 19 Dansstaðir — Matsölustaðir — Leikhús — Sýningar — Vorblót í Árnesi — um helgina. Fjölskylduskemmtun á sunnudaginn Lítiö var um að vera á Suður- landi um hvítasunnuhelgina og verður nú bætt úr því með vorblóti í Arnesi, Gnúpverjahreppi, dagana 15. og 16. júní í tengslum við þjóð- hátíðardaginn. Tjaldstæði verða opin í Arnesi öllum að kostnaðarlausu auk þess sem Árnes sér um veitingar og aðra þjónustu. Veröur margt til skemmtunar, svo sem Baldur Brjánsson töframaður, Johnny King kántrí-rokkari, hinn ungi töframaður Ingólfur Ragnarsson og söngflokkur- inn Hálft í hvoru. Einnig veröur diskótek Ara Páls og hljómsveitin KAKTUS leikur fyrir dansi í Árnesi frákl. 22.00 til 03 á laugardagskvöld og 22.00 til 02 á sunnudagskvöld. En kl. 15.00 á sunnudag verður efnt til fjölskylduskemmtunar með skemmtiatriöum, söngvum og tónlist fyrir alla aldurshópa. Vorblótiö hefst kl. 22.00 laugardaginn 15. júní. Myndbönd o.fl. Hljómsveitin Kaktus. Kristinn í Hell- inum Kristinn Vilhelmsson, fyrrum meðlimur í Big band Bjama Böðvarssonar og Neo-tríósins, er nú staddur hér á landi. Kristinn, sem hefur verið búsettur í Danmörku, skemmtir nú gestum veitingahússins Hellisins við Tryggvagötu meö orgel- leik. Hann leikur á orgel fyrir Hellis- gesti í kvöld en tekur sér síðan frí á laugardags- og sunnudagskvöld. Þá verða það þeir Andri Backmann og Grétar örvarsson sem leika fyrir gesti staðarins. -sos Kristinn Vilhelmsson sést hér við orgelið. Mezzoforte á hljómleikum. Mezzoforte í Súlnasalnum: Er á leið til Barcelona — Sviss, V-Þýskalands, Finnlands og Danmerkur — Við komum fram í Súlna- salnum að Hótel Sögu nú um helgina, föstudags-, laugardags- og sunnu- dagskvöld, og leikum þar í 40 mínútur, sagði Eyþór Gunnarsson, hljóðfæraleikari í Mezzoforte. Eyþór sagði að tveir erlendir listamenn myndu leika með Mezzo- forte. Danski saxófónleikarinn Nils Macholm og Englendingurinn Westan Foster sem mun syngja nokkur lög. — Það er tilraun hjá okkur aö vera með söngvara, sagði Eyþór. Mezzoforte heldur síðan til Barce- lona á Spáni 20. júní þar sem hljóm- sveitin mun taka þátt í mikilli úti- hátíð þar sem veröa saman kómin 100 þús. manns. Frá Barcelona fer hljómsveitin til Sviss og leikur á St. Gallen Rock Festival, síðan til V- Þýskalands, Finnlands og Dan- merkur þar sem hún leikur í Tívolí í Kaupmannahöfn 21. júlí. Frá Dan- mörku heldur hljómsveitin svo til V- Þýskalands. Þess má geta að dansleikirnir í Súlnasal verða frá kl. 22 til 03.00. Hljómsveit Magnúsar Kjartans- sonarleikurfyrirdansi. -SOS The Tremelos. The Tremelos í Broadway Það verður tekin létt sveifla í Broadway um helgina. Enska hljóm- sveitin The Tremelos er komin til landsins og verður í sviðsljósinu í Broadway — fyrst í kvöld og síöan annað kvöld og mánudagskvöldiö 17. júní. The Tremelos var stofnuö 1959. Hefur hljómsveitin átt mörg vinsæl lög. Þau verða sungin í Broadway og má fastlega reikna með að mikið stuðverðiþar. Þá má geta þess að á sunnudags- kvöld verður Ríó í Broadway. -SOS Ef þú vilt dansa Ártún Vagnhöfða 11 Reykjavík, sími 685090. Diskótek á föstudagskvöld. Berti Möller kynnir vinsælustu lög rokkár- anna. A laugardagskvöld leikur hljóm- sveitin Goðgá fyrir dansi, Sæmi rokk og Didda skemmta. Broadway Alfabakka 8 Reykjavík, sími 77500. Tremelos skemmta á föstudags- og laugardags- og mánudagskvöld. Á sunnudagskvöld skemmtir Ríó trió i allra síðasta sinn. Glæsibær v/Álfheima Reykjavík, sími 685660. Hljómsveitin Glæsir leikur fyrir dansi föstudags-, laugardags- og sunnudags- kvöld. ölver opið alla daga vikunnar. Hótel Borg Pósthússtræti 10 Reykjavík, sími 11440. Dansleikir Orators, félags laga- nema, hefjast aftur eftir gagngerar breytingar á húsnæðinu. Opið verður föstudags- og laugardagskvöld. Á sunnudagskvöld verður einka- samkvæmi. Hollywood Ármúla 5 Reykjavík, sími 81585. Diskótek föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Hótel Saga v/Hagatorg Reykjavík, sími 20221. Dansleikir föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Hótel Esja, Skálafell, Suðurlandsbraut 2 Reykjavík, simi 82200. Á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld leika Guðmundur Haukur og félagar. Tískusýning öll fimmtudagskvöld. Klúbburinn Borgartúni 32 Reykjavík, sími 35355. Opið á öllum hæðum alla helgina, diskótek. Leikhúskjallarinn v/Hverfisgötu Reykjavík, sími 19636. Diskótek á föstudags- og laugardags- kvöld. Naust Vesturgötu 6—8 Reykjavík, sími 17750. Haukur Morthens og félagar leika fyrir dansi á föstudags- og laugardags- kvöld. Óðal v/Austurvöll Reykjavík, sími 11630. Diskótek föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Villti tryllti Villi Skúlagötu 30 Reykjavík, sími 11555. Dansiball fyrir alla, 16 ára og eldri, á föstudags- og laugardagskvöld. Sigtún v/Suðurlandsbraut Reykjavík, sími 685733. Diskótek föstudags- og laugar- dagskvöld. Ypsilon Smiðjuvegi 14D Kópavogi, sími 72177. Diskótek um helgina. Þórscafé Brautarholti 20 Reykjavík. Dansó-Tek á neðri hæðinni, hljómsveitin Hafrót sér um fjörið á efri hæðinni. Traffic Laugavegi 116 Reykjavík, sími 10312. Dsikótek fyrir alla, 16 ára og eldri, á föstudags- og laugardagskvöld. Akureyri H-100 Diskótek á öllum hæðum föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld til kl. 3.00.17. júní veröur opið til kl. 2.00. Sjallinn Hljómsveit Ingimars Eydal leikur fyrir dansi á föstudags- og laugardags- kvöld. 16. júní skemmta Tremelos. Janis Carol syngur fyrir matargesti alla helgina. 17. júní verður nýstúdentaball.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.