Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1985, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1985, Qupperneq 4
22 DV. FÖSTUDAGUR14. JUNl 1985. Hvað er á seyði um helgina Messur Guðsþjónustur í Reykjavíkur- prófastsdæmi sunnudaginn 16. júní 1985. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Guðsþjón- usta í safnaðarheimili Arbæjar- sóknar kl. 11.00 árd. Organleikari Jón Mýrdal. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Arni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 10.00 árd. Sr. Jón Bjarman prédikar. Organleikari Guðni Þ. Guðmundsson. Sr. OlafurSkúlason. DÖMKIRKJAN: Prestsvígsla kl. 11.00. Biskup Islands, Herra Pétur Sigur- geirsson, vígir kandidata í guðfræöi: Sigurð Ægisson til Djúpavogspresta- kalis í Austfjaröaprófastsdæmi og Helgu Soffíu Konráðsdóttur sem að- stoðarprest í Fella- og Hólaprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi. Vígslu lýsir sr. Kristinn Hóseasson prófastur í Heydölum. Vígsluvottar auk hans: Hólmfríður Pétursdóttir, sr. Hreinn Hjartarson og sr. Olafur Skúlason, dómprófastur sem annast altaris- þjónustu ásamt sr. Agnesi M. Sig- urðardóttur, æskulýðsfulltrúa. Dóm- kórinn syngur, organleikari Marteinn H. Friðriksson. 17. júni, þjóðhátíðarmessa kL 11.15. Sr. Agnes M. Sigurðardóttir æskulýðsfulltrúi messar. Einsöng syngur Magnús Jónsson, óperusöngvari. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Messa kl. 14.00. Sr. Grímur Grímsson messar. Félag fyrrverandi sóknarpresta. FELLA— OG HÖLAKIRKJA: Guðsþjónusta fellur niður vegna prestsvígslu í Dómkirkju. Sr. Hreinn Hjartarson. FRÍKIRKJAN 1 REYKJAVÍK: Messa og altarisganga kl. 14.00. Ræðuefni: Mannfagnaöur Meistarans. Sunginn verður sálmurinn „Eg er á langferð”, Fríkirkjukórinn syngur. Orgel- og söngstjóri Pavel Smid. 17. júní selja kvenfélagskonur kaffi og vöfflur á stéttinni við kirkjudyr frá kl. 14-17. Bænastundir eru í Frikirkjunni þriðjud., miðvikud., fimmtud. og föstud. kl. 18.00 og standa í stundar- f jórðung. Sr. Gunnar Björnsson. GRENSASKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Organleikari Arni Arinbjamar- son. Sr. Halldór S. Gröndal. H ALLGRÍMSKIRK JA: Messa kl. 11.00. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Þriðjudag fyrirbænaguðþjónusta kl. 10.30, beðið fyrir sjúkum. LANDSSPlTALINN: Guðsþjónusta kl. 10.00. Sr. RagnarFjalar Lárusson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Sr. Tómas Sveinsson. BORGARSPtTALINN: Guðsþjónusta kl. 10.00. KOPAVOGSKIRK JA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Þorbergur Kristjánsson. LANGHOLTSKIRKJA: Guösþjónusta kl. 11.00. Prestur sr. Arelíus Níelsson. Organleikari Krístín ögmundsdóttir. Ljóðakórinn syngur. Sóknarnefndin. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Norskir skólanemendur syngja. Þriðjudag 18. júní bænaguðs- þjónusta kl. 18.00, altarisganga. Ath. sumarferð safnaðarins verður 23.júní, nánar auglýst síðar. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. NESKIRKJA: Messa kl. 11.00. Sr. Frank M. Halldórsson. Miðvikudag 19. Logi Eldon sýnir í Hveragerði — „Þetta eru myndir sem ég hef málað á þessu ári og í fyrra. Einnig mun ég sýna eldri skissur og myndir,” sagði Logi Eldon, sem opnar mál- verkasýningu á morgun kl. 10 í félags- heimili ölfusinga, Hveragerði. Logi sýnir fjörutíu oliumálverk, landslags- og mannlífsmyndir. Sýning- in verður til 23. júní, opin frá kl. 10 til 22. Logi hefur áður haldiö f jórar sýning- ar á verkum sínum. „Það eru allir vel- komnir á sýningu mína,” sagði Logi. Reykjavík — sýningu Tryggva Árnasonar að Kjarvals- stöðum lýkur á mánudaginn Kæra Reykjavík — sýningu Tryggva Ámasonar að Kjarvalsstöð- um, lýkur á mánudaginn 17. júní. Tryggvi er kunnur grafiklistamaö- ur og hafa verk hans vakið athygli. Hann beitir nýrri aðferð silkiþrykks. Tryggvi vinnur í s jálf stæðum litaföll- um á silki sem er strekkt á ramma, þar sem fletinum er lokað að öðru leyti — litnum síðan þrykkt með gúmmísköfu í gegnum silkið á pappírina Þessir litafletir eru síðan tengdir saman með silkiþrykktri grafískri ljósmynd, oftast í þremur litum — hverri ofan á aöra og dýpt mynduð á þann hátt. Þessi aðferð er lítt þekkt hér á landi en er mikiö not- § uð erlendis og hefur notið vinsælda. S KæraReykjavíkergottnafnásýn- £ ingunni, því að stór hluti mynda hans •- er gerður eftir fyrirmyndum af hús- ® um í Reykjavík. Litameðferð í> Tryggva er mjög góð og margar myndir hans mjög vel unnar. júní fyrirbænamessa kl. 19.30. Sr. Frank M. Halldórsson. SELJASÖKN: Guðsþjónusta í byggingu Seljakirkju kl. 14.00. Guðs- þjónustan í Olduselsskólanum kl. 11.00 fellur niður. Fyrirbænasamvera fimmtud. 20. júní kl. 20.30 í Tindaseli 3. KEFLAVtKURKIRKJA: 17. júni. Hátíð- arguðsþjónusta kL 13.00. Ferðalög Dagferðir Ferðafélagsins 15. júní kl. 13.00. Viðey. Fararstjóri: I.ýöur Björnsson. Verftkr. 100. 16. júní kl. 10.00. Selvogssgatan-Herdísar- vík-gömul gönguleið. Fararstjóri: Sigurður Kristjánsson. Verð kr. 400. 16. júní, kl. 13.00. Eldborgin-Geitahlíð- Herdísarvík. Fararstjóri: Þórunn Þórðar- dóttir. Verð kr. 400. 17. júní, kl. 13.00. Selatangar-Grindavík. Selatangar eru gömul verstöð milli Grinda- víkur og Krýsuvíkur. Allmiklar verbúðarústir eru þar. Þama er stórbrotið umhverfi og má einkum netna Katlahraun vestan við Tangana. Fararstjóri: Hjálmar Guðmunds- son. Verðkr. 400. Brottför í allar ferðirnar frá Umferðarmið- stöðinni austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Náttúruskoðunar- og söguferð um Keflavík NVSV fer náttúruskoðunar- og söguferð laugardaginn 15. júní um Keflavík. Fariö verður frá bamaskólanum við Sólvallagötu kl. 14.45. Hægt verður að fara í bílinn í Reykjavík viö Norræna húsið kl. 13.30. Náttúrugripasafnið, Hverfisgötu 116 (við Hlemm) kl. 13.45 og Náttúrufræðistofu Kópa- vogs, Digranesvegi 12, kl. 14.00. Leiðsögumenn verða Sigmundur Einars- son, sem lýsir jarðfræði svæðisins, Guðleifur Sigurjónsson, ræðir um gróðurfarið, og Skúli Magnússon fræðir okkur um sögu- og ömefni. Áætlað er að ferðinni ljúki við bamaskólann kl. 18.30. Síðar er ekið að Norræna húsinu með viðkomu á sömu stöðum og á leiðinni suður- eftir. Fargjald kr. 200 en 300 fyrir þá sem koma á Reykjavíkursvæðinu. Frítt fyrir böm í fylgd fullorðinna. öllum er heimil þátttaka. ÚTI VI ST Útivistarferðir um helgina Helgin 14.-17. júní. Kl. 9.00. Látrabjarg. Siglt yfir Breiðafjörð. Svefnpokagisting. Kl. 20.00.Höfðabrekkuafréttur. Ný ferð. Stórkostlegt svæði í Mýrdal. Kl. 20.00. Skaftafell-öræfi. Ýmsir mögu- leikar. Gönguferðir um þjóðgarðinn. Skoðunarferðir um öræfasveit. Möguleiki á snjóbílaferð á Vatnajökul. Ganga á öræfa- jökul fyrir þá sem vilja. Kl. 20.00.Þórsmörk. Mjög góð gisting í Oti- vistarskálanum Básum. Pantið tímanlega vegna takmarkaðs gistipláss um helgina. Ath. Otivist notar allt gistirými í Básum frá 14.-16.júní. Dagsf erðir um helgina: 16. júní kl. 10.30. Geitafell-Strandagjá. Mjög margt að skoða. Verö kr. 400. 16. júní kl. 13.00. Geitahlíð-Eldborgir. Frá- bær útsýnisstaöur. Auðveld ganga. Verð kr. 400. 17. júní kl. 13.00. Ganga á Esjuna. Verð kr. 300. Brottför í Otivistarferðir er frá bensínsölu viðBSI. Skógræktarfélag Reykja- víkur nemur land á Reynivöllum. Laugardaginn 15. júní verður hópferð á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkur að Reynivöllum. Lagt verður af stað úr Fossvogsstöð kl. 11.00. Rúta flytur þá er þess óska, öðrum er velkomið að nota einkabíla eða önnur farartæki til að komast til Reyni- valla. Rútan mun aka beinustu leið að Reyni- völlum og er Þorvaldur S. Þorvaldsson farar- stjóri. Það verður sungið, leikið og gróður- sett. Boðið verður upp á grillpylsur og gos- vatn. Til baka verður farið um Kjósarskarð og Mosfellssveit og komið heim um fjögurleytið. Þátttöku má tilkynna í s. 40313 og 44562. Skógræktarfélagið girti landspildu aö Reynivöllum í Kjós fyrir þremur árum og hefur dálitlu verið plantað þar áriega. Fyrstu plöntumar eru að vaxa úr grasi og mynda vísa að griðlandi fyrir lúna vegfarendur. Lifandi leiðsögn og fleira á Þingvöllum Göngur með leiösögn um Þingvelli verða í sumar með eftirfarandi hætti: Föstudaga og laugardaga kl. 13. Skógarholtsganga. Lagt á stað frá Þjónustumiðstöðinni á Leirum. Föstudaga, laugardaga og sunnu- daga kl. 16.30. Gengið um Þingvalla- helgi. Lagt á stað frá Peningag já. Þá verða kvöldvökur í Þingvalla- kirkju á laugardögum kL 20. Guðsþjónusta verður á sunnudögum kl. 14. Tilkyrmingar Konur í Kópavogi Munið gróðursetninguna að Fossá laugardag- inn 15. júní nk. Lagt verður af stað frá félags- heimili Kópavogs kl. 11 f.h. Tilkynnið þátt- töku fyrir fimmtudaginn 13. júní til önnu s. 41566, Þórhöllu s. 41726 og Steinunnar s. 42365. Geðhjálp með kaffisölu Geðhjálp verður með kaffisölu 17. júní í Veltusundi 3b. Þar veröur mikið af góðum kökum og álegg á borðum ásamt kaffi frá kl. 15.00 til kl. 19.00. Spilað verður á hljóðfæri og sungið, tekiö í spil og spjallað saman. Allir velunnarar Geðhjálpar eru hvattir til að lita inn og fá sér kaffi. Hátíð þjóðarinnar Stjörnusambandsboð Félag nýalssinna boðar til fundar á Þing- völlum 17. júní. Fundinum er ætlað að ná fram heimsókn stjörnuhámenningar sem breyta mun allri afstöðu, það er þekkingu til heimsins. Til þess að fá fram heimsókn þá þarf fólk að syngja og dansa. Nýalssinnar hvetja fólk til að koma samhuga á Þingvöll þann 17. júní. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar á ferð um Suðurland. Nú um helgina er hljómsveit Geirmundar Valtýssonar frá Sauðárkróki á ferð um Suður- land. A föstudagskvöldið leikur hljómsveitin í Inghól á Selfossi, laugardagskvöldið leikur hún á hestamannadansleik á Hvoli og á sunnudagskvöld á þjóðhátíðardansleik í Hótel Borgamesi. KRFÍ boðar til fundar 19. júní Kvenréttindafélag Islands heldur hádegisfund 19. júní nk. að Litlu- Brekku, Bankastræti, i tilefni þess að þá verða liðin 70 ár síðan íslenskar konur fengu kosningarétt og kjörgengi til alþingis. Á fundinum verður Auður Auðuns, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur og ráðherra, gerð að heiðursfélaga KRFI. Til að minnast dagsins mun Kristín Astgeirsdóttir sagnfræðingur flytja stutt erindi um 19. júni 1915. Vinsam- legast tilkynnið þátttöku í sima 18156.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.