Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1985, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1985, Page 8
30 DV. FÖSTUDAGUR14. JUNl 1985. Myndbönd — Myndbönd — Myndbönd — Myndbönd — Myndbönd Ólöglegt myndbandaefni—3. hluti. Hvernig horfir málið við kvik- „Töpum gífurlegum fjárhæðum,# „Fyrirtækiö Hamrasel hefur mynd- bandarétt á Warner hérlendis. Þeir eiga ekki aö fá myndir fyrr en 6 mán- uðum eftir aö ég sýni þær. Þessar ólög- legu spólur eru því ekki frá þeim komnar heldur er þeim smyglaö inn í landið.” Svo mælir Ami Kristjánsson, forstjóri Austurbæjarbíós. Eins og áö- ur hefur komið fram voru myndimar Police Academy og Purple Rain á boö- stólum á myndbandaleigum, löngu áöur en bíóið hóf sínar sýningar. „Viö töpum gífurlegum fjárhæðum á þessu. Það virðist bara vera fátt sem getur stöövaö þennan ólöglega inn- flutning.” Myndirnar Police Academy og Purple Rain voru nýlega sýndor i Austurbœjar- bíói. Löngu áður var hœgt að fá þœr á myndbandaleigum. ,,Fátt sem við getum gert," aegir Arni Kristjónsson, forstjóri biósins. Vantar lög og reglur — Er þessi ólöglegi innflutningur þáóvinnandivígi? „Þaö virðist vera. Þetta svindl er beinlinis lögvemdað hér á Islandi. Slíkt þekkist hvergi annars staöar í heiminum. I Englandi t.d. em menn umsvifalaust dæmdir fyrir svona lag- aö og settir í f angelsi. Þaö viröist vanta lög og reglugeröir um myndbandamarkaðinn á Islandi. Þetta er alit í lausu lofti.” —Veistu hverjir það eru sem stunda þennan ólöglega innflutning? „Viö vitum af þeim. Það er bara fátt sem við getum gert,” sagði Arni Kristjánsson. -ÞJV. „Vitum hverjir þetta eru" „Paramount er höfða mál vegna myndarinnar Beverly Hills Cop. Sú mynd hefur aldrei komiö út á mynd- bandi. Viö erum sjálfir meö fjöldann allan af málum í gangi, á hinum ýmsu stigum dómskerfisins,” sagöi Friðbert Pálsson, forstjóri Háskólabíós, aö- spurður um viöbrögö bíósins viö ólög- legu myndbandaefni. Áöumefnd Beverly Hills Cop og t.d. Killing Fields eru tvær þeirra mynda sem fluttar hafa veriö inn ólöglega á myndbanda- spólum. „Löggjöfin er fyrir hendi,” hélt Friö- bert áfram. „Gallinn er bara sá hve kerfið ersvifaseint.” Kvikmyndafyrirtœkið Paramount hefur nú höfðað mól vegna myndarinnar Beverly Hills Cop og Hóskólabíó er með fjölda mála í gangi ó hinum ýmsu stigum dóms- kerfisins. „Það er ekki hœgt að láta menn komast upp meö að draga aór fó sem aör- ir í rauninni eiga," segir Friöbert Pálsson, forstjóri Háskólabíós. „6—8 aðilar” „Þaö er mikill fjöldi myndbanda- leiga sem eru álitnar ólöglegar vegna aögeröa fárra. Þaö eru fáir aöilar sem flytja inn þetta ólöglega efni en þeir hafa hins vegar mikil ums vif. ’ ’ —Vitiði hverjir þetta eru? „Já, við teljum okkur vita þaö. Þetta eru6—8aðilar.” —Hefur þú verið beittur þrýstingi vegna þeirra mála sem bíóið hefur höföaö? „Eg vil nú sem minnst um þaö segja. En því er ekki að neita aö mér hefur veriö hótað og nokkrir aöilar hafa hætt að kaupa af mér efni beint en keypt það áf ram í gegnum þrið ja aðila. Þessi ólöglegi innflutningur hefur vissulega áhrif á fjárhagslega afkomu okkar. Þaö er ekki hægt að láta menn komast upp meö aö draga sér fé sem aðrir í rauninni eiga. Þaö veröur aö fara aö lögum ó þessu sviði sem öðrum,” sagði Friöbert Pálsson. -ÞJV. MYNDIR: 1. ROMANCING THE STONE 2. SPLASH 3. THE NATURAL 4. RHINE STONE 6. RITA HAYWARTH 7. COMPANY OF WOLVES 8. MARATHON MAN 9. CONAN 2 10. ELECTRIC DREAMS ÞÆTTIR: 1. RETURN TO EDEN 2. WIDOWS 3. ATLANTA CHILDMURDERS 4. ONCEUPON ATIME... 5. EVERGREEN 6. MALLENCE 7. STRUMPARNIR 8. BLOOD OF OTHERS 9. ELLISISLAND 10. FALCON CREST Vinsældalisti DV er byggflur á upplýsingum frá 10 myndbandaleigum vifls vegar um landið. TÓNLIST Flmt 'Tb« ExOfcitf, OwjMjg Leikstjóri: John Schlesinger Aðalhlutverk: Dustin Hoffman, Lauronce Olivior, Roy Scheider Tími: 125 min. Dustin Hoffman kann greinilega vel viö sig undir stjórn John Schlesinger. Þeir unnu saman að óskarsverðlaunamyndinni Midnigth Cowboy og í myndinni um Maraþonmanninn fer Hoff- man enn á kostum. Hann er hér í hlutverki háskólastúdents sem óafvitandi flækist inn í ráöabrugg gamals nas- ista (Olivier). Sá á mikinn sjóð gimsteina í banka í Bandaríkjunum og svífst einskis til aö nólgast þessi auöæfi. I rauninni eru steinarnir alls ekki hans eign heldur eru þetta verðmæti sem hann hirti af gyðingum í stríðinu. Nasistinn kemur loks sjólfur til Bandaríkjanna í því skyni að ná í steinana og fljótlega kemur í ljós að deild í bandarísku leyniþjónustunni er meö honum í ráöum. Og Hoffman greyiö fær illilega fyrir feröina vegna afskipta bróður hans af málinu. Þessi mynd er virkilega vel leikin enda vanir menn í hverju hlutverki. Aö öðrum ólöstuöum skarar Hoffman fram úr. Jafnframt býöur Maraþonmaðurinn upp á fyrirtaks spennu og það er virkilega þess viröi aö eyða kvöldstund í aðhorfaáhana. Prívate Dancer. Tlmi: ca 15 mín. Sagan segir aö Tina Turner sé búin aö vera lengi í „bransanum”. Hún ber þaö vissulega líka meö sér, augnskuggi og annar andlitsfarði ná ekki að hylja þreytumerkin. Umrædd Tina gaf út ekki alls fyrir löngu plötuna Private Dancer, þá fyrstu í nokkum tíma. Af þessari plötu náöu nokkur lög vinsæld- um, nægir í því sambandi aö nefna Whats love got.... A þessu tónlistarmyndbandi er að finna fjögur lög af þessari seinustu plötu Tinu. Allt eru þetta lög sem nokkuð voru spiluö hér, mis- mikiö þó, og sennilega hefur besta lag plötunnar heyrst minnst. Þetta er titillagiö Private Dancer sem er eftir þann ágæta tónlistarmann Mark Knopfler. Lagiö sjálft er frábært. Textinn fjaliar um gleöikonu sem á sér draum um aö komast burt úr ömurleikanum sem hún lifir í. En maður getur ekki annaö en veriö ósóttur viö myndbandsútgáfuna á þessu stórgóöa lagi. Um- fjöllunarefni lagsins er aö mestu látið liggja milli hluta og danssýningum og öðru „sjóvi” bætt inn í staöinn. Þrátt fyrir þetta er laginu Private Dancer gefnar þær tvær stjömur sem myndbandið fær. Leikstjórí: Peter Medak. Aflalhlutverk: George C. Scott. Timi: 113 min. Ohugnaöurinn í algleymingi. Maður nokkur leigir hús. Húsiö er gamalt og þar fara aö gerast undarlegirhlutir. Hryllingsmyndir á borö viö þessa eiga sér tryggan hóp aödáenda. Astæðan er mér hulin ráögáta. Ég hef aldrei séö hryllingsmynd sem mér hefur þótt gaman aö enda mun þaö ekki vera markmiö þeirra sem framleiöa myndimar að fólk beinlínis skemmti sér viö að horfa á þær. Ahorfandinn á aö skjálfa á beinunum, helst æpa. Þá komum við aö kjama málsins. Mér finnst heimskulegt að horfa á bíómynd til þess eins að veröa skelkaður. Undarleg útrás það. Hér er endurtekin gömul saga um dularfullt hús. Þar var eitt sinn framiö morð og nýi leigj- andinn á ekki sjö dagana sæla. Myndin er í sjálfu sér ekki Úla gerð en þessi ástríöa, aö hræða áhorfandann í tíma og ótíma, fer í taug- arnarámér. Myndin um Umskiptinginn er vafalaust kær- komin „ánægja” fyrir unnendur hryllings- mjmda. Aöeins miölungs fyrir okkur hin. Leikstjóri: John Cassavetes Aflalhlutverk: Gena Rowlands, Juan Adames. Tími: 120 mín. Mafian er á höttunum eftir konu og dreng. Gloria er fyrrum viðhald mafíuleiðtoga. Hún lendir í þeirri aöstöðu aö fá í hendurnar bam sem mafían ætlar að drepa. Vinkona hennar á barniö. Gtaria er ekki par hrifin af börnum en getur ekki horft aðgeröalaus á morö meö köldu blóði. Hún bregöur þvi á það ráö að flýja með krakkann en kemst aö því aö ekki er auðvelt að sleppa undan mafíunni. En Gloria er hörð í horn aðtaka. Hún hikar ekki viö að nota byssunasína og á endanum fer allt vel. Leikstjóri þessarar myndar er hinn kunni Casavetes. Honum hefur tekist að gera ágæta spennumynd með tilfinningalegu ívafi. Sam- band Gtariu viö drenginn er í fyrstu stirt og gengur á ýmsu áöur en þau fallast í faöma í lok- in. Þaö atriði er raunar sýnt hægt og er hið vemmilegasta. Leikur Rowlands og Adames er hins vegar í heild prýöilegur, sérstaklega er Rowland góð í hlutverki hörkutólsins Gtoriu. Góð afþreying fyrir þá sem hafa gaman af amerískum eltingaleikjum meö tilheyrandi til- finninganæmni. oUwrmaa. ★ ★ ★ ★ Fróbœr ★ ★★1Góð ★ ★ Miðlungs ★ Léleg O Afleit -ÞJV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.