Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1985, Page 3
DV. FÖSTUDAGUR12. JOLl 1985.
21
Vegaþjónusta
FlB 32 ára:
Við
erum með
þjónustunet
um allt land"
— segir Jónas Bjarnason, framkvæmdastjóri FÍB
„Það má segja að við séum nú
komnir á fulla ferð,” sagði Jónas
Bjarnason, framkvæmdastjóri FlB,
en nú eru 32 ár liðin síðan FlB hóf
rekstur vegaþjónustu fyrir félags-
menn sína og aðra vegfarendur á
þjóðvegum landsins. Þjónustan hófst
í ár, eins og undanfarin ár, um hvíta-
sunnuhelgina og henni lýkur helgina
eftir verslunarmannahelgina.
„Við höfum 19 þjónustubifreiðar
til ráðstöfunar, þar af fimmtán í
fullu úthaldi um verslunarmanna-
helgina. Þetta er aukning frá því í
fyrra, en þá vorum við með átján bif-
reiðar og þrettán í fullu úthaldi,”
sagði Jónas.
Jónas sagði að ein ný bækistöð
bættist við í ár, i Strandasýslu. „Við
verðum einnig með bækistöð á Snæ-
fellsnesi og áfram verðum við með
bækistöðvar á Isafirði og i Búðardal,
en þær bækistöðvar voru teknar í
gagnið í fyrra. Annars höfum við
alltaf miðað við hringveginn þegar
við höfum skipulagt starfsemi
okkar. Viö fáum upplýsingar hverju
sinni hjá lögreglunni og öðrum hvar
mesta umferðin er á hverjum tíma
og högum starfi okkar eftir því. Eins
og undanfarin ár er umferðin mest í
Borgarfirði, Árnes- og Rangárvalla-
sýslu. Á þessum stöðum erum við
með bestu bílana okkar eða þá bíla
sem eru búnir bestum fjarskipta-
tækjum, eins og t.d. nýjum bíla-
símum,” sagði Jónas.
Dregnir frítt 40 km
„Við tókum það upp í fyrra að
veita félagsmönnum FlB þá
þjónustu að þeir fá viðgerð í allt að
eina klukkustund án endurgjalds
með öllu, ásamt því að biluð bifreið
er dregin frítt allt að 40 km. Með
þessu reynum við að gera meira
fyrir félagsmenn okkar,” sagði
Jónas.
Þjónustunet um allt land
Oskar sagöi að náöst hefðu samn-
ingar við bifvélavirkja á hverjum
stað eða í hverri bækistöð. Þannig
eru fagmenn á öllum bílum okkar.
Þá hafa náðst samningar við bif-
vélavirkja eða verkstæði í nær
hverju einasta þorpi á landinu um að
vera í viöbragðsstöðu og veita okkur
þjónustu þegar kall kemur.
Þá sagði Jónas að sjálfboðaliöar
ynnu mikið starf við vegaþjónustu-
vakt um helgar — á skrifstofu félags-
ins.
„Það hefur margsýnt sig að vega-
þjónusta FlB er nauðsynleg þrátt
fyrir að bundið slitlag sé komið víðs
Jónas Bjarnason,
framkvæmdastjóri FÍB.
vegar um landið og bílakostur lands-
manna sé orðinn betri en áður,”
sagði Jónas. -SOS
mm
rr
* m
Hór ó myndinni sjóst tveir starfsmenn vegaþjónustu FÍB, Karl Herbertsson og Óskar Gunnlaugsson,
við bilana FÍB13 og FÍB12.
Tónleikahelgi 1 Skálholti:
Helga, Camilla
og Ólöf
leika verk eftir Bach og Handel
Camilla Söderberg, Helga Ingólfsdóttir og Ólöf Sesselja Óskars-
dóttir.
Á morgun hefst önnur hátíðar-
helgi Sumartónleika í Skálholts-
kirkju. Kl. 15 leikur Helga Ingólfs-
dóttir sembaltónsmíðar sem J.S.
Bach gaf eiginkonu sinni, Onnu
Magdalenu. Hér verða fluttar þrjár
„franskar” svítur og tvö stutt sálma-
lög. Helga lék eina þessara svíta í
Kristskirkju á listahátíð í fyrra og
kölluðu gagnrýnendur þann sembal-
leik „uppljómun” og „stórviðburð”
og „glæsilegan forleik að Bach-ári”.
Kl. 17 hljóma fleiri Bach-verk í
Skálholti ásamt tónverkum Handels.
Camilla Söderberg leikur á altblokk-
flautu, Olöf Sesselja Oskarsdóttir á
viola da gamba og Helga Ingólfs-
dóttir á sembal sónötur eftir Bach og
Hándel.
Kl. 15 á sunnudag verður þessi
samleikur endurtekinn. Kl. 17 er
síðan messa þar sem prestur er sr.
Karl Sigurbjörnsson. Áætlunarferðir
eru báða dagana frá Umferðarmið-
stöðinni tveim timum fyrir tónleika.
Fólki er ráðlagt að koma tímanlega
— um síðustu helgi var húsfyllir
Skálholtskirkju.
„Tiroddu
þér inn
í tjaldið
hjá mér
— um 1000
manns verða
í Þórsmörk
um helgina
Þórsmörk hefur lengi þótt vinsæll
staður fyrir fólk að fara og njóta úti-
vistar og fallegs umhverfis. Það er
alltaf að færast í vöxt aö félagssam-
tök og vinnuhópar taki sig saman og
fari í Þórsmörk. Mikill f jöldi manna
leggur land undir fót nú um helgina,
heldur til Þórsmerkur og slær þar
upp tjaldbúöum.
DV veit um tvo stóra hópa, sem
fara yfir Krossá í kvöld, JC-menn á
Reykjanesi og starfsmenn Mjólkur-
samsölunnar. Einnig verða þar
nokkrir smærri hópar einkafyrir-
tækja.
Þá eru nokkur ferðafélög með
reglulegar feröir í Þórsmörk. Við
fengum þær upplýsingar hjá Utivist,
að það sé farið þrisvar í viku til Þórs-
merkur: á miðvikudögum, föstu-
dögum og sunnudögum, þannig að
fólk getur valið um þriggja daga
ferð, hálfa viku eða vikuferð.
Boðið er upp á gistingu i skála,
fararstjórn, gönguferðir, kvöldvöku
á laugardagskvöld og ýmislegt
fleira. Ferðalangar hafa verið mjög
ánægðir með þessar ferðir.
Otivist býður einnig upp á ferðir
að Veiðivötnum og Lakagígum um
helgina. Það verður haldiö í báðar
þessar ferðir í kvöld kl. 20 og komið
aftur til Reykjavíkur á sunnudags-
kvöldið. -SOS
Hundadagahátlðin á Akureyri:
Bikarleikur
endurtekinn
Bikarleikur IBA og lA frá 1969
verður endurtekinn í kvöld, föstu-
dagskvöld, á hundadagahátíðinni á
Akureyri. Af öðrum viðburöum þar í
kvöld má nefna djass á torginu frá 21
til 23 og Glimmersystur í Kjallaran-
um.
Á morgun, laugardag, verður
hápunktur hundadagahátíðarinnar.
Skrúðganga fer frá Laxdalshúsi kl.
13. Burtreiðar verða í íshokkíhringn-
um við Drottningarbraut kl. 14.30.
Vatnsknattspyma verður kl. 15.30 og
kl. 16 verður keppt í skriffinnsku og
nefndarstörfum. Klukkan 16.30 sýnir
íþróttadeild hestamannafélagsins
Léttis framan við Dynheima. Sam-
eiginlegur dansleikur verður um
kvöldið í Sjallanum, H—100 og Hótel
KEA.
Síðasti dagur hátiðarinnar er
sunnudagurinn 14. júlí. Þá verða úr-
slit Akureyrarmóts í sjómanni og
seinni umferð svokallaðra Islands-
leika fer fram í Sundhöll Akureyrar
og hefst kl. 13. JBH/Akureyri