Alþýðublaðið - 23.06.1921, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.06.1921, Blaðsíða 2
6 I ÁLÞlfÐOBLAÐÍÐ blaðiÍDs er í Alþýðuhúsinn við Ingólísstrcti og Hverfisgötn, Slmi 988. Auglýsingnm sé skikð þnngnð eða i Qntenberg i siðasta iagi ki 10 árdegis, þann dag, aem þær eiga að koma í blaðið. Áskriftargjald ein kr. á mánuði. Anglýsingaverð kr. 1,50 em. eindálkuð. Útsölnmenn beðnir að gera skil til afgreiðslunnar, að minsta kostl ársíjórðungslega. Xonnngnrinn og jótkið. Sá sem athugar dálítið nákvæm- lega sambandið milli konungsins og fólksins, rekur sig fijótt á þessa sérstöku lotningu sem menn bera fyrir konunginum, og gengið hefir að eriðum frá einni kynslóð til annarar. Það er eins og fólkið líti til hans sem yfirnáttúrlegrar veru. Það getur tæpast hugsað sér hann eins og aðra menn, sem [þurfi bæði að borða, drekka, snýta sér og fullnægja öðrum þörfum sfnum. Til grundvallar fyrir þessari skoðun liggur óttinn, sem menn báru fyrir konungsvaldinu fyr á tímum, og það ekki að ástæðu- lausu, og sem neyddi þá tii þess að sýna auðmýkt bæði í svip og hugsun, orðum og gjörðum. En eins nauðsynlegt og þetta gat verið á sínum tíma fyrir þá sem vildu reyna að hafa ofan af fyrir sér á auðveldsn hátt, eins óeðiilegt er það nú, þegar kon- ungurinn er ekki iengur drotnari, heldur aðeins embættismaður. Alt fyrir það er þessi auðvirði- lega og hégómlega konungsdýrk- un jafnvel ennþá meira áberandi nú á tímum frelsisins heldur en á kúgunartfmunum, og einmitt á okk- ar „demokratisku* tímum virðist hún vera að ná hámarki sfnu, þótt hlægilegt sé. Allar stéttir keppast við að sýna hollustu sfna við konunginn. Allar gera þær það jafn opinber lega og jafn smekkleysislega — Jarðarför dóttur minnar, Halldóru Guðrúnar Þórðardóttur, er ákveðin laugardaginn 25. þ. m., frá heimiii hennar, Vitastíg II, kl. II’A f. h. Guðrún Ingunn Sigurðardóttir. peningaaðallinn, smáborgararnir, j embættismennirnir, bændurnir, vfs- indamennirnir, verzl.fólkið, stjórn- málamennirnir og klerkarnir — það er jafnt á komið með þeisn öllum f þessu tilliti. Aldrei er löggjafarsamkomu slit- ið svo, að ekki sé hrópað: Lifi konungurinni og svarað sé með nfföldu húrrahrópi. — Og konungurinn ferðast sí og æ til þess að gefa fólkinu þá á- nægjulegu vitneskju að hann sé f raun og veru til. Ög fólkið er í sjöunda himni. Það lifir Iengi á þessum hátfðlegu endurminningum. Hversu göfugt er það ekki að sjá konunginn og heyra hann tala og hversu ógleymanlegt er ekki hand- takiðf Konungurinn veitir móttöku öll- um þessum hollustumerkjum, sem hégómlegt fólkið færir honum, — Og hann reynir eítir megni að launa trygðina, því hann veit að bak við tildrið leynist hégóma- girndin, og framkoma fólksins er því ekki eins einlæg eins og hún f fijótu bragði virðist. Og þá hefir konungurinn á reiðum höndum orðurnar og titl- ana og veitir það nokkrum af þessum þyrstu sálum, sem minna sterklega á eina þekta auglýsing- armynd — asnann, sem er á harða hlaupum eftir heyvöndlinum, sem ökumaðurinn heldur rétt fyrir fram- an nasirnar á honum. Og fólkið þakkar. En það, sem grátlegt er við alt þetta, er að því meiri sem lýð hylli konucgsins er, því fastari fótum stendur konungdómurinn, sem hann kemur fram sem full- trúi fyrir. í þessu efni er konungurinn sjálfsagt miklu glöggskygnari en fólkið, sem enga hugmynd hefir um það, að allar þessar tilraunir til þess að gera könunginn meiri en hann er — mann með svipuð um hæfileikum og flest annað fólk — að öll þessi sérstaka hollusta, sem sýnd er fulitrúa konungdóms- ins, er einskonar höfuðstóll sem { hann leggur á vöxtu og notar móti fólkinu sjálfu þegar tækifæri gefst. í þessu liggur atvara hins hé- gómlega sambands konungsins og fólksins. — H. J. iha iigiu eg vegin. Gnllfoss kom f gærmorgun frá útlöndum með margt farþega. Þar á meðal Svein Björnsson, konu hans ög son, Pétur Jónsson ópera- söngvara, Magnús Sigurðsson bankastjóra, Lárus Jóhannesson cand. jur., Hall Þorleifsson og konu hans, Jón Stefánsson list- málara, Einar Benediktsson skáld og konu hans o. m. fl. Sæsíminn komst aftur í lag í gærkvöldi. Snattspyrnan í gærkvöldi fór svo að Vfkingur vann með 3:2. Stóð K. R. sig miklu betur en við var búist og mátti vart f milli sjá hver betri var. Síðasti dagnrinn, sem menn geta fengið aðgöngumiða að fundi Eimskipafélagsins, er í dag. Embættisprófl í læknisfræði hafa nýlega lokið Níels Dungal og Egill Jónsson með I. eink. og Eggert Briem, Daníel Fjeldsted og Guðni Hjörleifsson með II. eink. betri. Hanknr, segiskip með hjálpar- vél, kom í fyrrad norðan af Siglu- firði austan um land. Hafði hann á fimtudaginn er var orðið að snúa aftur við Horn vegna fss, og við Langanes sá hann lfka ís. Far- þegi var Sig. Fanndal frá Siglu- firði. Sagði hann ágætan afla á miðunum þar nyrðra þegar gæfi á sjó og beita fengist; en hún er af skornum skamti, þvf sfldveiði hefir brugðist í vor á Akureyri.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.