Alþýðublaðið - 23.06.1921, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.06.1921, Blaðsíða 3
ALÞÝStJBLAÐtÖ Beitan, sem notuð er, er loðna, sem fæst i fyrirdrátt á Akureyri og kostar tunnan 25 kr. Frá Siglu firði róa fleiri bátar ■ I sumar en verið hefir undantarin vor, og síldveiði mun verða stunduð það- an af Norðmönnum, að einhverju Ieyti, þó minna verði en áður. Kennaraþingið 15.—18. júní. Mættir milli 70 og 80 kennarar alls. Sambandsféiag barnakennara og ungiingaskólakennara stofnað 17. júní. Umræður m. a. um kenslu kristinna fræða og var fundurinn ákveðinn með afnámi kverkensl unnar, en vildi í einu hljóði að kristin fræði væru kend í skólun- um, einkura um Jesú, orð hans, starf og líf. E.s. Borg er nú verið að ferma fiski og Iýsi hér og f Hafnarfirði; fer hún með það til Englands. Skúli iógeti fór í gær til Englands með fsfisk. Stúðentspróflnu er nú lokið, og eru hinir nýútskrifuðu stúdent- ar 20 alls, þar af 4 sem lesið hafa utan skóla; fara hér á eftir nöfn stúdentanna, og eru nöfn þessara fjögra merkt með stjörnu: Adolf Bergsson.............64 stig Einar Ástráðsson..........62 — Einar Olgeirsson.........79 — Gunnar Árnason............66 — Gunnar Bjarnason .... 54 — Helgi Briem...............65 — Jakob Gísláson.............79 — Karl Þorsteins.............62 — Kjartan Sveinsson .... 57 — Kristinn Björnsson* ... 68 — Magnús Ágústsson .... 76 — Oskar Þórðarson..........58 — Páll Þorleifsson* ..... 52 — Pétur Gíslason............55 — Ríkharður Kristmundsson 65 — Sigurður Ólafsson .... 72 — Tómas Guðmundsson* . . 54 — Torfi Bjarnason ...... 67 — Þ'orgeir Jóasson*........52 — Þorkell Þorkelsson .... 64 —■ BotnTÓrpnngarnir sem Beskyt- teren tók hifa nú sætt sektum. Fengu þeir 10,000 kr. sekt, en annar sá þýzki 15,000 kr., þar eð skjöl hans voru ekki l lagi. Senðiherra Norðmanna hér biður oss að skila þvt til þeirra, bæði myndasmiða og annara, sem tóku myndir af fimleikasýningu Norðmannanna á íþróttavellinum hér, að þeir geri svo vel og láti honum í té eitt eintak af hverri mynd. Prestafanðnr hefst hér í dag með guðsþjónustu í dómkirkjunni. Verða tveir kandidatar jafnframt vfgðir til prests, þeir Halldór Kol beins og Magnús Guðmundsson. Hafa aliir prestlærðir menn og prestvígðir aðgang að fundinum, sem haldinn verður í K. F. U. M. Hjónabanð. Síðastliðinn Iaug- ardag voru gefin saman i hjóna- band, af sfra Olafi Ólafssyni, ungfrú Guðfinna Gunnlaugsdóttir og Guðbjörn Hansson nætur- vörður. €rlenð simskeyti. Khöfn, 20. júní. Brezknr alrfkisfnnðnr. Sfmað er frá London, að brezk- ur alrfkisfundur hafi í dag byrjað. Fjallar hann meðal annars um endurnýjun ensbjapanska samn- ingsins, og eru nýlendurnar end- urnýjuninni meðmæltar, hæfilegt tiliit tekið til Amerfku. Kelaverkfalliö. Foringjar kolanemanna ensku skora á önnur verklýðsfélög að gera allsherjarverkfall. Þeir verka menn sem greiddu atkvæði með því að taka launakjörunum hefja vinnu í dag. Kína beiðist hjálpar. Forseti Kfna hefir beðið Har- ding bjáipar gegn kröfum Japana um fjármála-, stjórnmála- og her- málaráðgjafa; járnbrautarsérleyfi og frelsi til trúmálaútbreiðslu. Grikklanðsmúl. Curzon hefir stungið upp á því við Briand, að Grikkland láti bandamenn géra út um austur- iandamál Grikkja og Tyrkja. Khöfn 21. júnf. Norska ráðnneytið nýja. Símrð frá Kristjanfu,' að'stift amtmaður Biehr sé orðinn forsætis- S og fjármálaráðherra, dr. jur. Rae- stad utanrfkisráðherra og Mon- winkel útgerðarmaður verzlunar- ráðherra. Varúðarreglnr miklar hafa verið gerðar til þess að fyrirbyggja banatilræði við brezku konungshjónin, þegar þau verða við setningu norður írska þingsins. Grikklanðsmálin. Parísarfregn hermir, að afleið- ingin af tillögum bandamanna i Grikklandsmálunum geti haft frá- för Konstantfas í för með sér. Svo fremi að hann hafni þeim, verði Grikkiand aftur útilokað fjárhags- lega af bandamönnum. lítlenðar Jréttir. Nýtt meðal ?ið syfllis. Tveir læknar við Pasteurstofn- unina í Parfs, þeir Levaditi og Cezerac, hafa uppgötvað það ný- iega, við tilraunir, sem þeir hafa gért á kanfnum, að með vismuth- súru kalium natrium megi eyða syfllisbakteríum miklu fyr og miklu betur en með nokkru með- all, sem áður hefir verið reynt. Tilraunir, sem gerðar hafa verið á mönnum, gefa hinar beztu von- ir um að þetta nýja meðal muni verða að verulegu gagni. Kommúnistaforinginn þýzki, Heinrich Brandler, hefir verið dæmdur i 5 ára fangelsi af dóm- stólum þeim, sem stofnaðir voru til að kveða upp dóm yfir kom- múnistunum, sem teknir voru í marzupphlaupunum f Þýzkalandi i vetur. V erkamannafélögin í Rússlandi hafa nú 6,800,000 meðiimi samkvæmt upplýsingum, sem gefnar voru á sambandsþingi rússnesku verkalýðsfélaganna i Moskva { maf. Jafnaðarmenn í Rúmeníu hafa nýlega samþykt á sambands þingi sínu með 432 atkv. móti iii, að ganga i þriðja Internati onale.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.