Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1985, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1985, Qupperneq 2
2 DV. FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER1985. Garrí Kasparov hefur fengið dúndrandi start i Moskvu Önnur einvígisskákin í Moskvu: Vinnur Kaspar- ov aftur? Eftir gífurlegar svi ptingar fór skákin í bið og hefur Kasparov önnur einvígisskák Karpovs ogi Kasparovs, sem tefld var í gær, var æsispennandi frá upphafi og þar til hún fór í biö eftir 41 leik. „Enginn stórmeistaranna hér í Tsjaikovsky höllinni haföi hugmynd um hvor ætti betur milli 20. og 30. leiks,” sagöi David Goodman, fréttaritari DV í Moskvu. Er orrustureyknum létti hafði Kasparov undirtökin en er skákin fór í bið var óvíst hvort honum tækist aö knýja fram sigur. ,, J af ntefli eru réttlát úrslit í svo stór- kostlegru skák en ég veit að svartur stendur betur,” sagði stór- meistarinn Gufeld, frægur flækju- skákmaður. Karpov lék kóngspeð sínu fram og Kasparov svaraði með Sikileyjar- vörn. Þeir tefldu svonefnt Scheveningenafbrigði, sem tvívegis kom upp á taflborðinu í fyrra einvígi þeirra — meö 40 skáka millibili. Sýnt þótti aö Kasparov ætlaði sér stóran hlut því að hann setti biskup sinn í sjálfheldu á miðborðinu, sem hann átti ekki afturkvæmt úr nema með taktískum bellibrögðum. Karpov tók hraustlega á móti og allt var á suðu- punkti í blaðamannaherberginu. Er leiknir höfðu verið 22 leikir héldu stórmeistarar að Kasparov væri glataður en 5 mínútum síðar skiptu þeir um skoðun. Ognokkrum leikjum síðar töldu þeir sig sjá vinning í stöðunni fyrir Kasparov. Slíkar voru flækjurnar. Biöskákin verður tefld áfram í dag og þá kemur í ljós hvort Kasparov nær að kreista fram vinning. Óhætt er að segja að einvígið hefjist með miklum látum og fyrstu tvær skákimar lofa góðu um framhaldið. Kannski ekki nema von að þeir tefli grimmt því að Campomanes hefur ákveðið að við hverja jafnteflisskák renni 1% af verölaunafénu í sjóð til styrktar skák í þróunarlöndunum. Furðuleg ósvífni en um leið einkennandi fyrir FIDE-forsetann. Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Garrí Kasparov Sikileyjarvöm. 1. e4 c5 2. Rf3 dB 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be2 e6 7.0-0 Be7 8. f4 0—0 9. Khl Dc710. a4 Rc611. Be3 He8 12. Bf3 Hb813. Dd2 Þannig tefldi Karpov einnig í 45. vinningsmöguleika lón L. Ámason einvígisskákinni á dögunum en í 5. skákinni lék hann 13. Hel. Kasparov jafnaði tafiiö í báöum skákunum fremur auðveldlega. 13. —Bd7 Nú hugsaði Karpov í hálfa klukku- stund. I áðurnefndri skák skipti Kasparov strax upp á d4 eins og alþekkt er. 14. Df2!? Rxd4 15. Bxd4 e5 16. Be3 Be6!? Eftir 16. —exf417. Bxf4 Be618. Dg3 Rd7 á hvítur íviö betra tafl eftir 19. Bg4. Þetta er engu að síður „staðlað” framhald — biskupsleikur Kasparovs er djarfur. 17. f5 Bc418. Bb6 Dc819. Hfcl?! Hann hyggst leika 20. b3 og veiða biskupinn. Eftir 19. Hfdl d5 20. exd5 Dxf5 21. d6 e4 virðist svartur halda velli en 19. Hfel kemur sterklega til greina. Ef þá 19. — d5 20. Rxd5 Bxd5 21. exd5 Dxf5 22. Bc7 og hótar hrókn- um og e-peðinu. 19.—d520. b3 Bb4 21. Ra2 Eftir aðra riddaraleiki ieikur svartur 21. —dxe4 og bjargar manninum. Nú eru tveir svartir biskupar í uppnámi og eitthvaö verður undan að láta? 21. —Ba3! 22. bxc4 Bxcl 23. Rxcl, Dxc4 24. exd5 e4 25. Be2 Eftir 25. Bbl er 25. —e3! óþægilegt, því að 26. Bxe3 strandar á 26. — Dc3 meö tvöföldu uppnámi. 25. —Dxc-2 26. Dd4Hbc8 Kasparov stóð upp eftir þennan leik og virtist hinn vígalegasti. Hann er kominn með frumkvæðið. Léttu menn hvíts liggja í hnipri og hann hefur í mörg horn aö líta. 27. h3 e3 28. d6 Hótun svarts var 28. —Re4 en nú vofir peðsgaffall yfir á d7. 28. —Dd2! Afar óþægilegur leikur. Drottn- inguna má hvítur augljóslega ekki drepa og hótunin er 29. —Hxcl + o.s.frv. 29. Rd3 Dxe2 Aðstoðarmenn Kasparov töldu 29. —Rd7 30. Rf4 Hc6 sterkara en 31. Hdl nær aö bjarga í horn. 30. d7 Rxd7 31. Dxd7 Dd2 32. Hel e2 33. Kgl! Eini leikurinn, því að svartur hótaði 33. —Hf8! og síðan 34. -Hc3 eða 34. —Hcl og vinnur. Nú er þeim leik svarað með 34. Kf2. 33. — a5! Hindrar að hvítur nái að treysta biskupinn í sessi og leggur lymskulega gildru: Ef 33. Kf2?? þá 34. —Hcd8! 35. Bxd8 De3 og hvítur er mát! Það skýrir næsta leik. 34. g3 Dh6!?35. Bf2Dc6 Ekki 35. —Dxh3? vegna 36. Hxe2.1 endataflinu hefur svartur vinnings- líkur án nokkurrar áhættu. 36. Dxc6 Hxc6 37. Hbl Hc4 38. Hxb7 Hxa4 39. Bel Ha3 40. Hd7 a4 41. Kf2 Og hér fór skákin í bið, Kasparov (svartur) lék biðleik. JLA. • Arnfinnur Jónsson skólastjóri tekur hér á móti 7. bekkingum ásamt að standendum í nýja Foldaskólanum i gœr. DV-mynd PK. Fyrstu nemendur í Foldaskóla „Við höfum skráö 180 nemendur og mér virðist að við förum af stað með þann f jölda,” sagði Arnfinnur Jónsson, skólastjóri nýja Foldaskólans í Grafar- vogi, í samtali við DV í gær. Fyrstu nemendur skólans mættu í gær en ráð- gert er aö kennsla hefjist í næstu viku. Mörg handtök eru enn óunnin svo kennsla geti hafist en Arnfinnur sagðist vonast til að það tækist að hef ja kennslu í næstu viku. „Það er gaman að fást við ný verk- efni og hafa fylgst með uppbygging- unni hér,” sagði skólastjórinn en hann var ráöinn til starfa sl. vetur. Arnfinn- ur Jónsson var skólastjóri í Fellaskóla áður. Foldaskólinn verður einsetinn skóli og nemendur hans eru frá 5 ára aldri til 13 ára aldurs. Nemendur 8. og 9. bekkja sækja skóla utan hverfis fyrst um sinn. Skólabyggingin er fjórar álm- ur, þar af þrjár samtengdar. I fyrsta hlutanum verður bókasafn skólans og félagsaðstaða en aðeins er tekin í notk- un nú efri hæð í fyrstu byggingunni. I fullbúinni skólabyggingunni mun verða mjög góö félagsaðstaða en sam- kvæmt hugmyndum sem stuðst var við við hönnun og uppbyggingu skólans mun skólabyggingin verða notuð til margháttaðs félagsstarfs auk skóla- starfsins. Kennarar við Foldaskóla verða 13 í vetur. Sagðist Arnfinnur Jónsson bú- ast við að nemendum mundi fjölga í Foldaskóla þegar á liði veturinn en skólinn mun fullbyggður geta rúmað um átta hundruð nemendur. -ÞG n B Egill Vilhjálmsson: Ollum sagt upp — veröur fyrirtækið selt? öllu starfsfólki í fyrirtækinu Egill Vilhjálmsson og Davíð Sigurðsson hf. hefur verið sagt upp störfum vegna slæmrar fjárhagsstöðu. Herma heimildir DV að jafnvel standi til aö selja fyrirtækið. Hefur Sambandið verið nefnt sem liklegur kaupandi. Starfsfólkinu, sem er 30 talsins, var sagt upp fyrir mánuði. „Þetta er liður í greiðslustöðvun fyrirtækisins sem sett var á fyrir tveimur mánuðum,” sagði Davíð Guðmundsson, sölustjóri hjá fyrirtækinu, í samtali við DV. „Það er verið að endurskipuleggja fyrirtækið. Hluti þessa fólks verður sennilega ráðinn aftur. Það kemur þó ekki í ljós fyrr en eftir einn og hálfan mánuö þeg- ar greiðslustöðvunin rennur út. ” — Hefur verið rætt um að selja fyrirtækið? „Já, eitthvað hefur verið unnið að því.” — Veistu hverjir hafa verið nefndir til sögunnar í því sambandi? „Nei, það veit ég ekki,” sagöi Davíð. — En hvað segir forstjóri Sambandsins um það aö kaupa Egil Vilhjálmsson og Davíð Sigurðsson hf. ? „Eg kannast ekki við það að við séum í neinum hugleiöingum um kaup á þessu fyrirtæki. Það hljóta að vera einhverjir aörir aðilar,” sagði Erlendur Einarsson. -KÞ. Greenpeace í Bandaríkjunum: 60 launaðir starfsmenn — ársframlög yfir 200 milljónir króna Óskar Magnússon, DV, Washington: Frámlög til friðunarsamtaka Green- peace í Bandaríkjunum á árinu 1984 námu sem svarar 220 milljónum ís- lenskra króna. Hér er einungis um aö ræða framlög til Greenpeace í Banda- ríkjunum en ekki annarra deilda sam- takanna víða um heim. Til samanburð- ar má geta þess að samtök fiskveiði- þjóða við Norður-Atlantshafið, sem Is- lendingar eru aðilar að, verja nú um 42 milljónum króna til sinnar starfsemi. „Þessi samtök lágu niðri um nokkurt skeið vegna þess að aðildarlöndin voru ekki tilbúin til að láta fé af hendi rakna til starfsemi þeirra. Við þykjum góðir að hafa náð samtals einni milljón dollara nú (um 42 milljónir íslenskra króna),” sagði Guðjón B. Olafsson, forstjóri Iceland Seafood í Banda- rikjunum. „Við teljum að það sé hægt að gera ýmislegt fyrir þá upphæö,” sagðiGuðjón. Sérfróðir menn sem DV hefur rætt þessi mál við benda á aö líta beri á framlög til Greenpeace sem hreinan hagnað og segja að mörg fyrirtæki þættust góð að hafa úr svo miklu fé að spila árlega. Russel Wilde, blaðafulltrúi Green- peace, sagði að ekki væri um aö ræða framlög frá fáum og stórum aðilum, eins og oft hefur verið látið að liggja, heldur framlög frá mörgum og smá- um. „Meðalframlagið er um 2.800 krón- ur. Hæsta framlag sem ég man eftir undanfarin ár nam fjórum milljónum króna en slík framlög eru sjaldgæf,” sagði Russel Wilde. „Samtökin fá enga opinbera styrki og við höfum enga styrki fengið frá fyrirtækjum,” sagði blaðafulltrúinn. Hjá Greenpeace í Bandaríkjunum starfa nú 60 manns á launum, en 150 manns á launum hjá Greenpeace í öll- um heiminum. Þar fyrir utan eru síðan sjálfboðaliðar. -þóG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.