Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1985, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1985, Blaðsíða 3
DV. FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER1985. 3 Guðmundur J. Guðmundsson, f ormaður Verkamannasambandsins: Stutt í að f rystihúsin hafi engan að semja við - hvergi eins mikill fólksf lótti - hrynur þegar skólarnir byrja „Gangi þetta ekki saman held ég aö þaö sé stutt í það að þeir hafi eng- an til aö semja viö. Þvi að ég held aö þaö sé engin atvinnugrein sem jafn- mikill flótti er úr og þessi,” sagöi Guðmundur J. Guömundsson, for- maöur Verkamannasambandsins, um bónussamningana og fiskvinnsl- una. „ÞiÖ blaöamenn og fjölmiðlar eruð meö stórfelldar fréttir af því aö þaö þurfi aö loka einni, tveimur eöa þremur deildum á barnaheimili. Þetta eru kannski tiu-tuttugu manns. Þaö er tíundað nákvæmlega — ég er ekki aö gera lítið úr þessu fólki — hvort þaö séu fimm eöa sjö kennarar sem vantar í heilt kjördæmi. Þaö vantaði tvö þúsund manns í fiskísumar! Og meirihlutinn í heilu frystihús- unum voru börn yngri en 16 ára og útlendingar! Hér í Reykjavík í dag er unnið bæði í Bæjarútgerðinni og tsbirninum við eitt borð af hverjum þremur. Fólk fæst ekki í þessar stöður. Þetta hrynur niöur þegar skólarnir byrja. Afleiöingarnar af þessu eru alveg geigvænlegar. Verömismunur á pakkningum, hinum ýmsu pakkningum, hvort þaö eru þær ódýrustu eöa dýrustu, er það mikill að það er meira heldur en allt kaupið í frystihúsunum. t frystihús- unum er reiknað með að tæplega einn f jóröi hluti kostnaðar sé vinnu- laun. Mörg frystihúsin hafa framleitt nótt og dag. Það er komið með sprikl- andi þorsk allan tímann. Samt hafa mörg mjög slæma útkomu. Þrátt fyr- ir gífurlegan afla hafa þau framleitt það ódýra vöru aö þau standa illa. Þaö sagöi mér frystihúsmaöur aö vandinn væri ekki aö þaö vantaöi fisk, — heldur fólk,” sagöi Guðmund- ur J.Guðmundsson. -KMU. • „Afleiðingar þessa eru alveg geigvænlegar," segir Guðmundur J. Guðmundsson. • Magnús Ólafsson, fyrrum IMT-rit stjóri. „Framsóknar- flokkurinn steinrunninn” „Framsóknarflokkurinn er stein- runninn,” segir Magnús Olafsson, burtrekinn ritstjóri af NT og varafor- maöur Félags ungra framsóknar- manna, í viötali við DV. Magnús hefur nú tekiö viö starfi á vegum ríkisstjórnarinnar — hann á aö stjórna vinnubrögöum þeirrar nefndar sem sinnir „framtíöarkönnun á vegum ríkisstjórnarinnar”. Framsóknarflokkurinn er mjög til umræöu í viðtalinu — og Magnús segir hann aðeins eiga fjóra „hæfa” menn — sem hann nafngreinir. Viðtalið birtist í Helgarblaöi DV á morgun. -GG. Hagnaður hjá Hinu leikhúsinu Hagnaöur varð af rekstri Hins leik- hússins á síöasta vetri. Hart nær 30 þúsund manns sáu Litlu hryllingsbúö- ina sem sýnd var 65 sinnum fyrir nær fullu húsi í hvert sinn. Aö jafnaði var sætanýtingin um 93%. Alls sóttu um 37 þúsund manns dagskrár á vegum leik- hússins. I haust er ætlunin aö sýna Litlu hryllingsbúöina 20 sinnum til viö- bótar í Gamla bíói. Ekki hafa enn veriö ákveðin verkefni Hins leikhússins á næsta leikári sem hefst um áramót. GK. SUZUKI FOX PICKUP Bíllsem býður upp á marga möguleika Aflmikill og lipur jeppi og umfram allt ótrúlega sparneytinn. ísparaksturskeppni BIKR ogDV9. júnísl. eyddi Suzuki Fox 413 aðeins 6.2 Itr. pr. 100 km. Nú getum við boðið upp á vönduð trefjaplasthús á Suzuki Fox pickup. Þar sem Fox pickupinn er 57 cm lengri en Fox jeppinn, þá hentar hann mjög vel fyrir alla þá sem þurfa á miklu farangursrými að halda. Verð: Suzuki Fox 410 pickup 4 gíra kr. 349.000.- Suzuki Fox 413 pickup 5 gíra kr. 398.000.- Trefjaplasthús kr. 68.000.- Reynsluakið SUZUKI FOX Því meira sem þú ekur SUZUKI - því meira sparar þú Opið virka daga frá kl. 9-18 - laugardaga frá kl. 13-17. SVEINN EGILSSON HF. Skeifunni 17. Sími 68! PÁV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.