Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1985, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1985, Blaðsíða 8
8 DV. FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Djúpsprengjur upp í himinhvolfið? Vesturlönd á báðum áttum með túlkun á Tass-orðsendingu Erlendir sendimenn í Moskvu halda ekki aö Sovétmenn muni koma fyrir gervihnattasprengjum úti í geimnum, eins og margir lásu hótanir um í orö- sendingu Tass fréttastofunnar sovésku ígær. I Tass-orðsendingunni á ensku sagöi aö ef Bandaríkin geröu alvöru úr aö prófa gervihnattavopn þaö sem á aö gera tilraunir meö síðar í þessum mánuöi þá myndu Sovétríkin ekki lengur telja sig bundin af tveggja ára gömlu einhliöa banni á gervihnatta- vopn. Varnarmálaráðuneyti Banda- ríkjanna gaf út tilkynningu um aö til- raunir bandaríska hersins myndu vera gerðar eins og fyrirhugaö var. Tass fréttastofan talaöi um aö Sovét- menn teldu sig frjálsa til aö „koma fyrir gervihnattavopnum í geimnum.” Þetta hafa margir sérfræöingar taliö hótun um aö þeir hyggist koma fyrir sprengjum í himinhvolfinu sem þeir geta sett af staö hvenær sem þeir vilja. Nú segja sendimennirnir að í upphaflegu rússnesku útgáfu orðsend- ingarinnar séu notuö orö sem þýöi frekar að „senda upp” slíkar sprengjur. Sovétmenn eigi því að öllum líkindum ekki viö að þeir hyggist, senda eins konar djúpsprengjur upp í himinhvolfiö. Gervihnattavopninu, sem Banda- ríkjamenn ætla aö gera tilraunir meö, er skotið frá F-15 orrustuþotu. Umsjón: Guðmundur Pétursson I Í1t 1 og Þórir Guðmundsson JULIE BJARGAÐIBRADLEY „Afnemið fangelsi” Forráöamenn ýmissa samtaka um endurbætur í fangelsismálum frá Noregi, Bretlandi og Italíu leggja til aö fangelsi veröi lögö niöur. Þeir vilja að Sameinuöu þjóðirnar haldi ráöstefnu um máliö. Martin Wright, forstjóri breska fé- lagsins Howard League for Penal Reform, sagöi aö fjöldi kannana heföi sýnt fram á neikvæðar afleiö- ingar fangelsisvistar. Samt héldu dómstólar áfram að senda menn í fangelsi. Áhugamenn um máliö hafa fundað undanfarið í Mílanó á Italíu. Sóð eftir fangelsisganginum, þar sem vistmenn eru hafðir i rimla- búrum, en nýjasta kenningin er sú að leggja fangelsi alveg niður. Afganskir skæruliðar: Hörfa Sovétar? Afganskir skæruliöar segjast hafa brotiö á bak aftur sókn Sovétmanna í Paktía héraði. Þeir segja aö eftir haröa bardaga hafi þeir fengiö heri Sovétmanna til aö hörfa. Undanfarna daga hefur veriö tekiö á móti hundruðum særöra skæruliöa í Pakistan. Skæruliöar segja aö Sovétmenn hafi ráðist aö skæruliðum mjög nærri landamærunum viö Pakistan til aö skera á birgöalínur þeirra til Pakist- ans. Þeir heföu náö aö hrekja Sovét- menn í burtu af sumum svæðum eftir gagnárás skæruliða á sunnudag. Enginn óháöur aðili hefur getaö staöfest fullyrðingar skæruliða. Formaður eins stærsta stjórnmála- flokksins sem tekur þátt í bardögunum sagði aö 5.000 skæruliöar hefðu tekið þátt í bardögunum. Tíu ára gömul bresk skólastúlka bjargaöi lífi smábarns á Grikk- landi þegar handsprengjuárás var gerö á hótel í Aþenu á þriðjudag. Stúlkan, Julie Malton, var aö synda meö Bradley, þriggja ára gömlum, þegar þaö sem hún kallaði litinn svartan kassa féll í laugina. „Eg vissi ekki hvaö var í kassan- um en ég hélt aö þaö gæti verið eit- ur og Bradley myndi snerta þaö svo ég tók hann meö hendinni og setti hann á sundlaugarbarminn og á meðan ég var aö koma mér upp úr heyröi ég háan hvell í lauginni,” sagöi Julieeftirá. Tveimur handsprengjum var kastaö. Þær særöu 18 breska ferða- menn. Árásarmennirnir eru taldir vilja aö palestínskur fangi, sem játaöi aö hafa ætlað aö drepa sendi- herra Jórdans í Grikklandi, veröi látinn laus. formannssætinu. LÉK ILLA AF SER Þaö uröu hausavíxl í áströlskum stjórnmálum í gær þegar leiðtoga- skipti uröu í stjórnarandstööunni og Andrew Peacock vék úr formannssæti frjálslynda flokksins fyrir John Howard, lögfræðingi í Sydney. Á stormasömum þingflokksfundi í gær tefldi Peacock á sitt tæpasta vað í pólitískum ferli sínum þegar honum mislíkaði aö Howard skyldi ekki taka af skarið í vangaveltum fjölmiöla um aö Howard sæktist eftir formannsstöö- unnL — Boöaði Peacodc (oft kallaöur „sólarlampastrákurinn” vegna ung- legs og útilífslegs yfirbragðs) til fund- arins og lýsti flokksforystuna lausa til atkvæðagreiðslu og tilnefndi John Moore (talsmann frjálslyndra í utan- ríkismálum) framboðsefni til varafor- manns. En þingflokkurinn endurkaus Howard og leit Peacock á þaö sem van- traust á sig og sagði af sér. Howard var þá kosinn flokksformaður meö 57 atkvæöum gegn 6. Neil Brown, tals- maöur flokksins í dómsmálum, var kosinn varaformaður. Howard hefur þá stefnu í efnahags- málum sem miöar aö því að „fá bákniö burt”, draga úr ríkisafskiptum, selja ríkisfyrirtæki, lækka skatta, fækka opinberum starfsmönnum og draga úr áhrifum stéttarfélaga. Svalt í brúðarkjólnum Gunnlaugur A. Jónsson, fréttaritari DVíLundi: „Ég var ákveöin í að fasta fyrir utan sovéska sendiráðið í allan vetur,” sagði sænska stúlkan Marieanne Farrow í gærkvöldi er hún haföi lokiö óvenjulega árangursríku hungurverk- falli sinu. Fyrir einum mánuöi hóf Marieanne hungurverkfall sitt fyrir utan sovéska sendiráöiö í Stokkhólmi í þeim tilgangi aö knýja á sovésk yfirvöld að leyfa sovéskum unnusta hennar, að nafni Valentin Jurov, að flytjast frá Sovét- ríkjunum. Jurov kom í gærkvöldi meö flugi til Stokkhólms og þar mætti honum mikill fjöldi fréttamanna. Eru menn furðu lostnir yfir því hversu fljótt sovésk stjórnvöld brugðust viö. — Fyrstu við- brögö þeirra viö beiöni Jurovs um aö fá að flytja úr landi höfðu verið aö setja hann inn á geðveikrahæli en eftir aö unnustan hóf hungurverkfall fyrir utan sendiráöiö, klædd í hvítan brúðar- kjól, komst skriður á málið. Jurov, semer gyöingur, fékk aö vita aö hann fengi að fara úr landi ef hann fengi boö frá Israel um aö flytjast þangað. Honum var jafnframt tjáö aö þaö mundi greiöa fyrir málinu ef unn- usta hans hætti hungurverkfallinu. Sænskir fjölmiðlar velta nú fyrir sér hverju megi þakka þessi óvenjulega skjótu viðbrögö sovéskra yfirvalda. Einna helst hallast menn aö því aö Sovétmönnum sé umhugaö um aö ekki komi bakslag í batnandi samskipti viö Svíþjóö sem nýlega voru sögð loksins komin í eölilegt horf eftir kuldann í kjölfar kaf bátamálanna. Eins auðveld- aöi þaö lausn málsins aö Jurov haföi ekki gegnt herþjónustu og var því ekki talinn búa yfir ríkisleyndarmálum. — Hinir bjartsýnustu gera sér hins vegar vonir um aö hér sé um aö ræða stefnu- breytingu hjá nýjum ráöamönnum í Kreml.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.