Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1985, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1985, Qupperneq 9
DV. FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER1985. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Franskur fótbolta- skrfll f er ham- förum Skemmdarvargar sem segjast vera áhangendur Parísarknatt- spyrnuliösins Paris Saint-Germain, PSG, hafa undanfarnar þrjár vikur framið skemmdarverk á leikvöngum fjögurra annarra knattspyrnuliöa og hóta nú hinu fimmta. Eyöileggingaraldan hófst þegar þessi hópur umturnaði búningsklefa liðs í Auxerre. Tjóniö sem af því hlaust var metiö á sem svarar rúmum 700.000 krónum. Eftir þaö rústuðu þeir læknisherbergi og sal fyrir heiöursgesti á leikvangi í Nissa. Aö auki brenndu þeir búnings- herbergi þar, brutu vaska og sturtu- klefa, og rifu út rafmgansvíra og súnaleiöslur. Það tjón var metiö á sem svarar rúmum fjórum milljónumkróna. Nú hóta þeir Le Havre liðinu og í orösendingu sögðust þeir ekki víla fyrir sér að „brjóta, slá né drepa.” Parisarliflið glímir á leikvellinum en áhangendurnir fara hamförum á áhorfendapöllunum. Noregur: Ný könnun spair Gro Hariem sigri — nú æsast leikar í norsku kosningunum Frá Jóni Einari Guöjónssyni, fréttarit- araDVíOsló: Gro Harlem Brundtland verður næsti forsætisráðherra Noregs, samkvæmt skoðanakönnun sem var birt í Noregi í morgun. I könnuninni fá vinstri flokkarnir samtals 50,2 atkvæöi en borgaraflokkarnir samtals 45,2 prósent. I könnuninni fær Verkamanna- flokkur Brundtlands 39,7 prósent, sósíalíski vinstri flokkurinn 6,1 prósent og vinstri flokkurinn 4,4 prósent. Hægri flokkur Káre Willochs for- sætisráöherra tapar rúmum þrem prósentum frá síöustu kosningum og fær 29,8 prósent. I gær var einnig birt skoöanakönnun. I henni kom fram að 25 prósent kjósenda eru óákveðnir. Fundur for- manna flokkanna í sjónvarpinu í kvöld getur því haft úrslitaáhrif á kosningarnar. Þaö má því búast við æsispennandi kosningum á mánudag og engin leið er aö spá fyrir um úrslitin. Þaö eina vísa er aö DV mun hafa úrslitin á þriðjudag. Hvar er Sak- harov? — Hefur ekki sést í Gorky í þrjár vikur Stjúpsonur sovéska eölisfræðingsins og andófsmannsins Andrei Sakharovs telur að stjúpfaöir sinn hafi horfið af heimili sínu í Gorky. Sakharov hefur búiö í útlegð í Gorky undanfarin ár meö konu sinni, Yelenu Bonner. Þannig leit Sakharov út á myndbandi sem kom fram fyrir nokkrum vikum. Nú óttast stjúp- sonur andófsmannsins að hann sé horfinn frá Gorky. Frambjóðendur í Punjab draga sig til baka: Helmingur þurrkaði nafn sitt af listanum Stjúpsonurinn, Alexei Semyonov, er nú á áttunda degi hungurverkfalls ná- lægt sovéska sendiráðinu í Washing- ton. Hann segist verða áhyggjufyllri með hverjum degi um að stjúpfaðir hans og móðir séu horfin. „Mér sýnist öll merki boða mjög illt,” sagði hann. Hann sagðist óttast hið versta eftir að hann sá frétt þar sem haft er eftir sovéska andófsmanninum Lev Kopelev, sem nú er í Köln í Þýska- landi, að Sakharov og kona hans hefðu ekki sést í Gorky í meira en þrjár vik- ur. „Eg held að þetta sé mjög trúverð- ugt,” sagði Semyonov. „Fólk sem við höfum talað viö segir þetta sama.” Meira en helmingur upphaflegra frambjóðenda í kosningunum í Punjab fylki hefur hætt þátttöku í kosningun- um. Þegar tekið hafði verið við síöustu þátttökutilkynningunum í dag voru að- eins 922 nöfn á listanum yfir frambjóð- endur. Upphaflega höfðu 2.237 fram- bjóöendur skráð sig á listann. Líklegt þykir að frambjóðendurnir hafi dregið sig til baka af ótta við árás- ir öfgasinnaðra sikka. Fréttastofan United News of India sagði að rétt áður en frestur til að skrá sig rann út hefði verið straumur fram- bjóðenda til að þurrka nöfn sín út af listanum. I þessari viku skutu öfgasikkar sex manns til bana. Hryðjuverkamenn hafa hótað að eyðileggja kosningarnar sem fara fram 25. september. Dagblöð segja að lögregla hafi hand- samað um 400 hugsanlega óeirðar- seggi í Punjab. Lögregla gerði árásir á hótel í Delhí í leit að morðingjum borg- arráðsmannsins Arjum Dass sem var myrtur fyrr í vikunni. Nixon klappaöurupp Kínverskir nemar margklöppuðu I Richard Nixon, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, upp eftir að hann hafði haldiö ræðu í skóla þeirra um framtíð kínversk- bandarískra samskipta. Nixon sagði að þó sameiginleg ógn sem löndunum stafaði af Sovét- ríkjunum auðveldaði gagnkvæman skilning landanna þá hefði það ekki verið hið eina sem fyrir honum vakti þegar hann haföi frumkvæði að bættum samskiptum Kína og | Bandríkjanna. „Það var frekar vonir sem ég sá I jegar ég leit fram til 21. aldar- innar,” sagði Nixon. Þá, sagði hann, myndu samskipti Kína og Bandaríkjanna vera hin mikil-1 vægustu í heiminum. AOekkiiíPól- landieða áíslandi Pólskur hershöfðingi og aðstoð-1 arheilbrigðisráöherra segir að einu löndin í Evrópu þar sem áunnin ónæmistæring hafi ekki látið á sér kræla séu Island, Pólland og j Tékkóslóvakía. Mikiii ótti hefur gripið um sig I vegna veikinnar í Póllandi eftir að fréttir um hana bárust frá Vestur- löndum. Læknatímarit nokkurt sagði frá ónæmistæringartilviki í Póllandi en hershöfðinginn, Jerzy ' Bonczak, sagði að ekki eitt slíkt til-1 vik hefði komið upp. Úgandastjóm talarvið skæruliða Friðarviöræður milli hinnar nýju I Ugandastjórnar og aðal-skæruliða- hreyfingarinnar í landinu halda áfram í Naíróbí í Kenýa. Upp á síð-1 kastið hefur fréttamönnum þótt andrúmsloftið vera jákvæðara en í [ síðustu viku. Aöalmál samninganna er krafa ! skæruliða um að fá helming sæt-1 anna í herráöi landsins og fá þann- ig í raun yfirráð yfir hernum. ! Okello herstjóri hefur hingað til | neitað þessu algerlega. Okello hefur nú skipað Zedi | Maruru sem yfirmann hersins. Hann er fyrsti Ugandabúinn frá I suðurhluta Uganda sem gegnir því | embætti. Einræðisvald á stríðstímum? I grein sem birtist í The New Statesman tímaritinu breska í dag segir frá frumvarpsdrögum stjórn- arinnar sem háttsettur embættis- maður kallar „hryllileg, harð-1 stjórnarleg og yfirgripsmikii.” Frumvarpsdrögin eru þrjú. Þau gera ráð fyrir að ef til stríðs kemur þá geti bresk stjómvöld leyft I Bandaríkjastjórn að ráða yfir hluta Bretlands. Eitt frumvarpið gefur Bretlandsstjóm leyfi til einræðis sem gengur svo langt að þau geta fyrirskipað aftökur án dóms og laga. Breska stjórnin vildi hvorki játa né neita skrifum tímaritsins en talsmaður sagði að unniö hefði verið að ýmsum frumvörpum sem nauðsynlegt kynni að verða að| koma í lög ef til stríðs kæmi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.