Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1985, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1985, Qupperneq 13
DV. FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER1985. 13 Allir kannast við söguna af stráknum sem sífellt var að kalla úlfur, úlfur. Að lokum nennti enginn að hlusta á hann. Þegar úlfurinn komst svo í sauðahjörð- ina og stráksi kallaði enn úlfur úlfur tók enginn mark á honum og úlfurinn át kindurnar. Mér dettur þetta í hug þegar sumir menn eru alltaf að tala um kreppuna; nú sé hún að koma, og ekki laust við að kenni nokkurs stolts í rómnum, að nú sé hún loksins að koma, kreppan sem þeir hafi alltaf verið að tala um ogbendaá. Auðvitað getur kreppan verið viss lausn á persónulegum vandamálum. Menn ráða ekki við reksturinn eða eitthvað bját- ar á og þá er það bara kreppan. Skussarnir hafa jú líka sín ráð. Pólskkreppa í þessu sambandi minnist ég stundum pólska hagfræðikenn- arans, stríðsflóttamanns í Englandi, þar sem hann var að kenna byrjunaratriðin í hag- sveiflum og kreppufræði. Til þess að nemendurnir skildu nú alveg ömurleika öldudalsins í efna- hagslífinu kúrði hann sig niður á bak við kennarapúltið og alveg niður á gólf. Svona var ástandið í kreppunni. Síðan potaði hann einum putta upp á kennaraborð- ið úr felustaðnum og það táknaði að nú hæfist efnahagsbati. Svo birtist höndin öll og smám saman sá pólski allur og þá var sem sagt kreppan búin og hjól efnahags- lífsins farin að snúast. Fáar þjóðir hafa fengið að kenna eins á mislyndi heimsins og Pólverjar. Einhvern veginn minnist ég alltaf þessa pólsk-- breska hagfræðikennara, kúrandi á bak við kennarapúltið, þegar einhverjir kreppusnilling- ar íslenskir hefja upp raust sína; ,,nú er hún komin, kreppan, sagði égekki”. Kreppa, kreppa! En í fræðilegri auðmýkt sinni, hertri í biturleik auðmýktrar þjóðar, svo fá dæmi fmnast í veraldarsögunni, trúði sá pólski nemendum sínum fyrir því að orsakir kreppu væru að sjálf- sögðu fjölmargar. Þá fyrst mætti þó búast við því að syrta tæki í álinn fyrir alvöru þegar menn temdu sér þann hugsunarhátt að nú skyldu allir fara að búast við kreppunni. Kreppan væri nefni- lega fullt eins mikið það sem menn byggjust við og tönnluðust á og raunverulegar breytingar á ytri aðstæðum sem oftast væri hægt að leiðrétta með litlum til- kostnaði, ef það skipti þá yfirleitt nokkrumáli. Hagvaxtarskeið upp- lýsingabyltingarinnar Sálarástand manna skipti því í rauninni jafnmiklu máli hvað kreppu varðar og eitthvert tap eða gróði fyrirtækja, ástand á verðbréfamarkaði eða gengi al- þjóðamynta. Sem sagt, ef marka má niðurstöður af ljóstækni- þingi, sem hér var nýlega haldið, má allt eins lækna kreppu með því að senda menn í sólbað, ná úr þeim þunglyndi og gera þá bjartsýna á lífið og tilveruna yfirleitt og hinar klassísku að- gerðir í peninga- og fjármálum sem hagfræðin fjallar þó meira Sumum fmnst þetta sjálfsagt hundalógík, og þeir um það, aðeins skal til varnar sagt að sífellt kreppukjaftæði sumra manna í jafngóðu landi og ís- landi getur vægast sagt verið afskaplega þreytandi, sérstak- lega ef það er haft í huga að ýmsir spá nú veröldinni fimmta stóra hagvaxtarskeiðinu á liðnum tveimur öldum, í kjölfar upplýs- ingabyltingar tölvuvæðingar og örtövlunnar. Samkvæmt þessari kenningu eru því í rauninni bjartir tímar framundan í efna- hag veraldarinnar og er þó ekki vitað til að höfundar hennar stundi sólböð sérstaklega í anda niðurstöðu ljóstækniráðstefn- unnar sem fyrr var vitnað í. íslenski brandarinn Ýmsir þykjast einnig sjá já- kvæð teikn á lofti nú þegar þar sem olíuverð á heimsmarkaði fer lækkandi, sem og alþjóðavextir. Meira að segja dollarinn er far- inn að lækka, eða um 13% af vegnu viðskiptameðaltali síðan í febrúar, og ætti þá hinn margum- ræddi og óttalegi viðskiptahalli Bandaríkjanna að fara að sjatna eitthvað. Það er svo auðvitað staðar- brandari á íslandi að olíur og bensín hækka hér stöðugt og Seðlabankinn er búinn að reikna Kjallarinn GUÐLAUGUR TRYGGVI KARLSSON HAGFRÆÐINGUR það út að lækkun dollarans sé slæm fyrir íslenskan efnahag. Hafa menn þá gleymt hinum hræðilega söng um háan dollara og háa vexti undanfarin ár? Að vísu spilar verðbólgan inn í olíu- verðið og hinn mikli útflutning- ur okkar til Bandaríkjanna inn í afstöðuna til hækkunar eða lækkunar dollarans. En hvað varðar það sem þjóðin hefur haft fyrir eyrunum dagsdaglega síð- ustu árin þá hljóma oft opinberar yfirlýsingar á stofnanamáli um þessi mál sem hreinn brandari, ef ekki sem skollinn úr sauðar- leggnum. Ekki viðskiptastríð Hvað um það - heimskreppan er ekki ákvörðuð á íslandi, hver um. _ „Sálarástand manna skipti því í W rauninni jafnmiklu máli hvað kreppu varðar og eitthvert tap eða gróði fyrirtækja, ástand á verðbréfamarkaði eða gengi alþjóðamynta.” sem orsökin er nú, og það verður fróðlegt að fylgjast með því í haust hvernig bandaríska þingið tekur á ýmsum tillögum til lausn- ar hinum mikla viðskipta- og fjárlagahalla Bandaríkjanna. Þarna gætu íslensku kreppuber- serkirnir æygt von því takist bandaríska þinginu að berja inn höft og tolla og viðskiptastríð við Japani þá er jafnvel von á því fyrir kreppukarlana að efna- hagsbati upplýsingabyltingar- innar verði ofurliði borinn af heimsku bandarískra þing- manna og þetta voldugasta ríki veraldar steypi heiminum aftur út í kreppu sem jafnvel niður- stöður Ijóstækniþings á íslandi fá ekki rönd við reist. Engin kreppa í Laugardalshöllinni En meðan veröldin heldur niðri í sér andanum og bíður þingsetn- ingar vestur í Washington þá ættu íslensku kreppukarlarnir að gera sér ferð á sýninguna Heimilið ’85 í Laugardalshöll. Þar svífur hvorki íslensk né al- heimskreppa yfir vötnunum, þar þyrfti ekki pólsk-breski hag- fræðikennarinn að fara í felur á bak við kennarapúltið til þess að lýsaástandinu. Vonandi verður það líka niður- staðan að skynsemi og bjartsýni ráði ferðinni og allir njóti ávaxt- anna af dugnaði þjóðanna, efna- hagssamvinnu og staðföstum ásetningi að byggja betri heim. Það er líka gott að slá á léttari strengi af og til og njóta þess sem vel er gert. Til þess er jú leikur- inn gerður auðvitað, líka í Laug- ardalshöllinni Náttúrlega missa svo viðvörunarorðin um krepp- una frægu síður marks ef eitt- hvað jákvætt er uppi á teningn- um svona af og til. Guðlaugur Tryggvi Karlsson. Flokkur mannsins og fjölmiðlamir Sá raunveruleiki sem fjölmiðlar bregða upp fyrir okkur er fyrir marga sá stórisannleikur sem mótar heimsmynd þeirra að miklu leyti og getur breytt fjöður í fjögur hænsni þannig að allir trúi því þó flestir gæti þess að ofbjóða ekki lesendum. Greinarhöfundur er einn af þeim sem hafa haft þá barnslegu trú að í fjölmiðlum birtist allt sem markverðast þykir og þar sé fáu logið fyrir utan kannski tölur sem birtast j Morgunblaðinu um fundarsókn hjá Alþýðubanda- laginu o.þ.h. Þessu sakleysi var spillt á hinn grófasta hátt þegar ég átti þátt í merkilegum atburði sem tugþúsundir landsmanna urðu vitni að og þúsundir tóku þátt í en fékk því sem næst enga umfjöllun i fjölmiðlum. Hringferðin sem aldrei var farin af flokknum semekkiertil Þessi atburður var hringferð Flokks mannsins sem stóð frá 25. júlí til 12. ágúst. Dagblaðið birti tvær fréttir af henni, aðra illa unna og hina 10 dögum eftir að hringferð lauk. Nokkuð góð frammistaða miðað við aðra helstu fjölmiðla landsins sem þögðu þunnu hljóði. Haldnir voru 16 fundir sem á þriðja þúsund landsmanna sóttu og var þetta bylting í framkvæmd og formi pólitískrar baráttu á íslandi. Varð víða metaðsókn þrátt fyrir að þetta sé talinn vonlaus tími til pólitískra fund- arhalda. Má geta þess t.d. að á Höfn í Hornafirði mættu um 70 heimamenn á fund hjá okkur en tveimur dögum seinna héldu þingmenn Sjálfstæðisflokksins fund og mættu um tíu manns. í lok hringferðarinnar var haldinn útifundur og mættu þar tvisvar til þrisvar sinnum fleiri en á sameiginlegan fund allra stjórn- arandstöðuflokkanna í fyrra. Blaða- og fréttamenn voru fjarri góðu gamni því ekki birtist svo mikið sem smáklausa í neinu dagblaðanna. í þeim veruleika sem fjölmiðlar draga upp fyrir okkur er þessi hringferð því: Hringferðin sem aldrei var farin af flokknum sem ekki er til. Um ríkisfjölmiðla Það er sök sér þótt pólitísk málgögn eða „frjáls og óháð” blöð flytji ekki fréttir af mark- verðum atburðum, þau þurfa ekki að standa neinum skil á sínum gjörðum nema sjálfum sér eða sínum hagsmunahópi. öðru máli gegnir um ríkisfjölmiðlana. Af þeim getur hver skattborgari krafist ábyrgrar fréttamennsku, hvað þá stjórnmálasamtök sem hafa um 5000 félagsmenn. Á meðan við á annað borð búum við ríkiseinokun á sviði útvarps- og sjónvarpsreksturs þá hlýtur það að vera lágmarkskrafa að þessir fjölmiðlar hafi sem mesta breidd í sínum málflutningi og hleypi sem flestum sjónarmiðum að. Pólitísk ritskoðun Á dögunum fóru starfsmenn BBC í verkfall vegna pólitískra afskipta af starfsemi BBC. Sumir leiðarahöfundar íslenskra dag- blaða hneyksluðust og kölluðu þetta pólitíska ritskoðun. Bless- aðir labbakútarnir gerðu sér ekki grein fyrir því að hér er, og hefur verið í áratugi, fyrirbæri sem nefnist útvarpsráð og er rammpólitískt. Þetta gerir það að verkum að hér er viðvarandi pólitísk ritskoðun á ríkisfjöl- miðlunum og gerir það málið að einum allsherjar skrípaleik sem gæti vel verið upprunninn úr einhverju austantjaldsríki. Rík- iseinokun á útvarpi og sjónvarpi ásamt pólitísku útvarpsráði er smánarblettur á íslensku þjóð- félagi sem við ættum að skamm- ast okkar fyrir. Nýju útvarpslög- in eru skref í rétta átt en pólitík- usarnir þurftu endilega að gera sitt stykki og var það nýtt þræl- pólitískt apparat, útvarpsréttar- nefnd. Þetta er lögbrot og brot á tjáningarfrelsi sem við í FM munum kæra. Lokaö á nýjan möguleika í dag eru erfiðleikar hjá þjóð- inni og þeim einstaklingum sem hana mynda. Við erum á brún hengiflugs hvað varðar erlenda skuldasöfnun og fjöldi einstakl- KJARTAN JONSSON FÉLAGI í FLOKKI MANNSINS OG NEMANDI í HÁSKÓLA ÍSLANDS inga finnur fyrir mikilli efna- hagspressu sem hefur orðið til þess að æ fleiri hafa misst vonina og gefist upp. Slík uppgjöf þýðir fyrir marga ýmiskonar sjálfs- flótta og jafnvel sjálfsmorð. Kom samhengið á milli efnahags-- pressu og sjálfsmorða vel fram í lok verkfalla BSRB í fyrra þegar jafnmargir frömdu sjálfsmorð á einum mánuði og á meðalári. Lítið er um nýja möguleika. Hundrað ára gömul jafnaðar- stefna með jafngömlum hug- myndum um stjórnarform er ekki nýr möguleiki. Ekki heldur nýtt pólitískt form kvennahreyfing- arinnar sem er ennþá eldri. Sóló- istar, sem skjótast upp á stjörnu- himininn og boða „nýjan” boð- skap, eru gamaldags og eiga samleið með fámennisstjórnum og miðstýringu en ekki þeirri valddreifingu og þróun lýðræðis sem koma skal. Það er því sið- leysi hjá fjölmiðlum að loka á raunverulega nýjan möguleika og stuðla þannig að því að við höldum sömu stefnu með öllu því sem henni fylgir. Þeir sem það gera bera ábyrgð á ástandinu einsogþað er. Kannski ekkert skrítið Þetta er þó kannski ekkert svo skrítið. Það væri virkilega skrít- ið ef okkur, sem erum að berjast gegn kerfinu, væri um leið hamp- að af því, eins og raunin virðist vera um suma svokallaða and- kerfissinna. Ef t.d. Morgunblað- ið tæki upp á því að fara að hampa okkur sérstaklega þá þyrftum við að doka við og end- urskoða það sem við værum að gera, það væri örugglega eitt- hvað vitlaust. Að lokum vegna hringferðar: Ef sú fullyrðing er rétt að fjöl- miðlar séu óhlutdrægir og flytji fréttir af því markverðasta sem gerist þá hlýtur þúsundir manna að hafa dreymt sama drauminn. Það að þúsundir dreymi sama drauminn hlýtur að teljastfrétta- efni en þar sem ég hef hvorki heyrt né séð neinar fréttir af því hlýtur fullyrðingin að vera röng. Annars fer dæmið að líta ansi skringilega út hjá mörgum á landsbyggðinni sem hafa orðið vitni að fjölmennustu pólitísku fundum sem haldnir hafa verið á viðkomandi stað um áraraðir en sjá svo ekkert um það í fjölmiðl- um. Þetta ættu fjölmiðlamenn að taka til athugunar því með sama áframhaldi gera þeir sig að fífl- um. Kjartan Jónsson. A „Þetta gerir það að verkum að hér er viðvarandi pólitísk ritskoðun á ríkisfjölmiðlunum og gerir það málið að einum allsherjar skrípaleik sem gæti vel verið upprunninn úr einhverju aust- antjaldsríki.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.