Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1985, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1985, Side 28
40 DV. FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER1985. Bryndís Kolbrún Siguröardóttir lést 24. ágúst. Hún fæddist á Siglufirði 7. nóvember 1938. Hún var dóttir hjón- anna Sigurðar Arnljótssonar og Jó- hönnu Jóhannesdóttur. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Ævar Þórhalls- son. Þeim hjónum varð fjögurra sona auðið. Utför Bryndísar var gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í morgun. Brynjólfur Guömundsson vélstjóri lést 29. ágúst sl. Hann fæddist á Flateyri við önundarfjörð 10. janúar 1919. For- eldrar hans voru Guðmundur Sigurðs- son og kona hans Margrét Guöleifs- dóttir. Brynjólfur tók mótorvélstjóra- námskeið hjá Fiskifélaginu í Reykja- vík árið 1946 og sigldi lengi sem vél- stjóri á bátum frá tsafirði. Árið 1966 lauk hann sveinsprófi í vélvirkjun. Síð- ustu árin starfaði hann hjá Blikksmiðj- unni Vogi hf. í Kópavogi. Brynjólfur giftist Sigríði Engilbertsdóttur. Þau eignuðust fimm börn og ólu upp eina fósturdóttur. Utför Brynjólfs veröur gerð frá Hafnarfjaröarkirkju í dag kl. 13.30. Jón Hjartarson frá Sæbergi lést 30. ágúst sl. Hann fæddist 18. apríl 1902 að Tannastööum í Staðarhreppi, V-Hún. Arið 1948 fluttist hann á eigin jörð, Sæ- berg við Hrútafjörð. Eftirlifandi eigin- kona hans er Lilja Eiríksdóttir. Þau hjón eignuðust einn son og ólu einnig upp dóttur Lilju. Útför Jóns var gerð frá Fossvogskapellu í morgun. Gústaf A. Guðjónsson, Bjarnarstíg 11 Reykjavík, lést í Landspítalanum að- faranótt 5. september. Timothy Frances Lapergola andaðist 5. september í Philadelphiu. Ingólfur Sigfússon, Holtageröi 33 Kópavogi, lést í Borgarspítalanum 4. september. Magnús Einarsson húsvörður, Hverfis- götu 83, lést- á Landspítalanum 4. september. Þórheiður Jóhannsdóttir lést 30. ágúst sl. Hún fæddist á Hellissandi 7. júli 1914, dóttir hjónanna Jóhanns Þórar- inssonar og Katrínar Þorvarðardóttur. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Ágúst Eyjólfsson bakari. Þeim hjónum varð tveggja dætra auöiö. Utför Þór- heiðar var gerð frá Fossvogskirkju í morgun. Margrét Sveinbjarnardóttir, Hátúni 10B, verður jarðsungin frá Lágafells- kirkju laugardaginn 7. september kl. 13.30. Margrét Öiafsdóttir frá Pálmars- húsi, Stokkseyri, verður jarösungin frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 7. september kl. 14. Óskar Haraldsson netagerðarmaður verður jarösunginn frá Landakirkju, Vestmannaeyjum laugardaginn 7. september kl. 14. Afmæli 75 ára afmæli á í dag, 6. september, Guðsteinn Þorbjörnsson bifreiðastjóri frá Vestmannaeyjum, Vörðustíg 3 í Hafnarfirði. Kona hans er Margrét Guðmundsdóttir. Eiga þau hjón 8 börn, 22 barnabörn og 12 barnabarnabörn. Guðsteinn verður að heiman í dag. Sjötugur er í dag, 6. september, Sturla Pétursson, skákmeistari. Kona hans er Steinunn Hermannsdóttir. Afmælisbarnið tekur á móti gestum, ættingjum, vinum, kunningjum og skákfélögum í Félagsheimili Rafveitunnar við Elliðaár milli kl. 17 og 19 í dag. Tapað -fundið Hendi tapaðist Hönd af gínu hvarf í Laugardalshöll- inni á mánudaginn sl. Sá sem hefur hana undir höndum, vinsamlegast hringi í síma 13160 eða skili henni í Laugardalshöll. / Föðurbróðir minn ingólfur Sigfússon Holtagerði 33 Kópavogi lést í Borgarspítalanum 4. september. Ingólfur Tryggvason. í gærkvöldi í gærkvöldi Kátar orrustuf lugvélar Einn helsti kosturinn við einokun Ríkisútvarpsins er tvímælalaust sá aö þjóðin þarf ekki að horfa á sjón- varp á fimmtudögum. Þetta er álíka heimsfrægt og bjórinn. Fimmtudagar eru eins og vin í eyðimörkinni. Er rökkva tekur streyma ljúfir tónar Svavars Gests um stofur í stað grárrar sjónvarps- slikjunnar sem vafalaust hefur slæm áhrif á andlega líðan fólks. Alla vega þola dýr hana illa því undan- tekningarlítið drepast allar flugur í gluggakistunum hjá mér á venjulegu sjónvarpskvöldi. 1 gærkvöldi voru flugurnar aftur á móti kátar og þeystu um stofuna eins og ofurlitlar orrustuflugvélar. Enda var gaman. Fyrr var minnst á tón- ana frá Svavari Gests sem hann kryddar með sagnfræði og frum- sömdum gamansögum. Um daginn heyrði ég hann til dæmis kynna lagiö ,,To much heaven” og hnýta aftan við: „.. . eins og engillinn sagði þeg- ar hann fór með vænginn í viðgerð.” Svavar Gest ætti að vera búinn að fá listamannalaun fyrir löngu og svo mætti líka reyna að gera hann að út- varpsstjóra og forseta þess vegna. Á fimmtudagskvöldum hefur einnig þátturinn Gestagangur verið á dagskrá rásar tvö að undanförnu. Hann er ósköp þægilegur enda mun Ragnheiður Davíðsdóttir, umsjónar- maöur hans, vera lögreglukona. Það sýnir okkur og sannar að lögreglu- mönnum er ýmislegt til lista lagt. Dagskrá rásar 2 lauk svo með þætti er nefnist Kvöldsýn og skildist mér að þaö væri einhvers konar „ferðalagaþáttur”. Stjórnandi hans, Tryggvi Jakobsson, er hins vegar hinn mesti smekkmaður á tónlist og lék Vivaldi-tónlist sem var svo falleg að ég sofnaði með tárin í augunum. Sælbrosandi. Það má svo bæta því við að á meöan ég hlustaði á rás 2 í gærkvöldi missti ég af nokkrum dagskrárliöum í rás 1. Bar þar hæst Einsöng í út- varpssal, Erlend ljóð frá liðnum ár- um, Frá hjartanum frá RÚVAK, Fimmtudagsumræðu um dagvistun barna, veðurfregnir og síðast en ekki síst samleik þeirra Heidi Molnar og Rouja Eynard á flautu og hörpu. Eiríkur Jónsson. Guðmundur Árni Stefánsson, morgunmaður útvarps: Margt áhugavert á f immtudögum Ég horfði á leikna heimildarmynd af bandi um moröiö á John F. Kennedy í Dallas 1963. Þar var niöurstaða Warren-nefndarinnar á sínum tíma að morðið hefði ekki verið skipulagt af neinum nema morðingjanum sjálfum, Lee Harvey Oswald. Þar stæðu engir aðrir að baki. Niðurstaöa þessi var mjög umdeild en myndin studdi hana í hvívetna. I útvarpinu hiustaði ég á Gesta- gang Ragnheiðar Davíðsdóttur á Rás 2, og fannst mér sá þáttur ágætur. Ég hlustaöi einnig á Fimmtudags- umræðuna. Þar var rætt um dag- vistunarmál barna og voru gestirnir fjórir. Mér fannst þeir of margir og ekki fékkst nein niðurstaöa út úr úmræðunni. Almennt held ég að útvarpið, báðar rásir, megi vel við una hvað fimmtudagsdagskrána varöar. Mér þótti margt áhugavert og flestum gert eitthvaö til hæfis. -AÖH. Guðmundur Árni Stefánsson, blaðamaður og umsjónarmaður morgunþáttar i útvarpinu. Tilkynningar Háskólafyririestur Jesse L. Byock, prófessor í norrænum fræö- um viö Kaliforníuháskóla i Los Angeles, flyt- ur opinberan fyrirlestur í boöi heimspeki- deildar Háskóla Islands mánudaginn 9. september 1985 kl. 17.15 í stofu 423 í Árna- garði. Fyrirlesturinn nefnist „Society and Dispute in a Family Saga”, og verður fluttur á ensku. Hann f jallar um tengsl milli þjóðfélagsgeröar á Islandi og byggingar Islendingasagna og notar Droplaugarsonasögu sem dæmi. öllum er heimill aðgangur. Frístundaklúbburinn Hana— nú Félagar í Frístundaklúbbnum Hana— nú ætla í berjamó á morgun, laugar- daginn 7. september, kl. 13.00 frá Digranesvegi 12. Tilkynna skal þátttöku í síma 44677 í dag eða í síma 16603 í kvöld milli kl. 18.00 og 20.00. Ríkisskóli einkaskóli Aðalfundur skólastjóra- og yfir- kennarafélags hefst á morgun og stendur fram á sunnudag. Fundurinn verður haldinn á Hótel Esju og búist er við um 150 fundargestum. Fyrir utan aðalfundarstörf verða panelumræður á laugardag. Yfir skrift þeirra verður ríkisskóli — einkaskóli. -ÞG Fögur tónlist Sinfóníuhljómsveit Islands heldur í dag i tónleikaför um Norðurland. Fyrstu tónleikarnir í förinni verða í kvöld kl. 21.00 í Akureyrarkirkju. Bandaríkjamaðurinn Marc Tardue, sem á síðasta vetri stjómaði hljóm- sveit Islensku óperunnar, verður stjómandi i ferðinni. Á efnisskránni eru verk eftir Mozart, Haydn, Beethov- en, Bizet, Sigfús Einarsson og Sigvalda Kaldalóns. Sigríður Ella Magnúsdóttir syngur með hljómsveitinni í ferðinni. Einleik- ari á knéfiðlu er Carmel Russill. Næstu daga leikur hljómsveitin á Olafsfirði, Laugum í Þingeyjarsýslu, Húsavík, Siglufirði og Sauðárkróki. IMokkrar réttir haustið 1985 Fjárréttir Auökúlurétt í Svínadal Arnarhólsrétt í Helgafellssveit, Snæf. Brekkurétt í Norðurárdal, Mýr. Fellsendarétt í Miðdölum, Dal. Fljótstungurétt í Hvítársíðu, Mýr. Fossvailarétt v/Lækjarbotna (Rvík/Kóp.) Grimsstaöarétt í Álftaneshr., Mýr. Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit, Árn. Hítardalsrétt í Hraunhr., Mýr. Hraunsrétt í Aöaldal, S-Þing. Hrunamannarétt í Hraunamannahr., Árn. Hrútatungurétt í Hrútafirði, V-Hún. Húsmúlarétt v/Kolviöarhól, Árn. Kaldárrétt v/Hafnarf jörð Kaldárbakkarétt í Kolbsthr., Hnapp. Kjósarrétt í Kjósarhr. Kjósarsýslu Klausturhólarétt í Grímsnesi, Árn. Kollaf jarðarétt, Kjalarneshr., Kjós. Langholtsrétt í Miklholtshreppi, Snæf. Laufskálarétt í H jaltadal, Skagaf irði Miðf jarðarrétt í Miðfirði, V-Hún. Mælifellsrétt í Lýtingsstaðahr., Skag. Nesjavallarétt í Grafningi, Árn. Oddsstaöarétt í Lundarreykjadal, Borg. Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, Borg. Reynisstaðarrétt í Staðarhr., Skag. Selflatarétt í Grafningi, Árn. Selvosgrétt í Selvogi, Árn. Silf rastaðarétt í Akrahr., Skag. Skaftholtsrétt í Gnúpverjahr., Árn. Skaftártungurétt í Skaftártungu, V-Skaft. Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag, Skeiðaréttir á Skeiðum, Árn. Skrapatungurétt í Vindhælishr., A-Hún. Stafnsrétt í Svartárdal, A-Hún. Svignaskarðsrétt í Borgarhr., Mýr. Tungnáréttir í Biskupstungum, Árn. Undirfellsrétt í Vatnsdal, A-Hún. Vogarétt á Vatnleysuströnd, Gullbr. Valdarásrétt í Víðidal, V-Hún. Víðidalstungurétt i Víðidal, V-Hún. Þingvallarétt í Þingvallasveit, Árn. Þórkötlustaöarrétt v/Grindavík Þverárrétt í Eyjahr., Snæf. Þverárrétt í Þverárhlíð, Mýr. Ölfusrétt í Ölfusi, Ám. ölkeldurétt í Staðarsveit, Snæf. Dagsetningar föstudag 13. og laugardag 14. sept. þriðjudagur24. sept. mánudagur 16. sept. mánudagur 16. sept. mánudagur 16. sept. sunnudagur 22. sept. fimmtudagur 19. sept. laugardagur 21. sept. miðvikudagur 18. sept. laugardagur 7. sept. fimmtudagur 19. sept. sunnudagur8. sept. mánudagur 23. sept. Iaugardagur21.sept. sunnudagur 15. sept. þriðjudagur24. sept. miövikudagur 18. sept. þriðjudagur 24. sept. miðvikudagur 25. sept. laugardagur 14. sept. sunnudagur 8. sept. sunnudagur 15. sept. mánudagur 23. sept. miðvikudagur 18. sept. föstudagur20.sept. mánudagur 16. sept. miðvikudagur 25. sept. miðvikudagur 25. sept. fimmtudagur 19. sept. laugardagur 21.sept. sunnudagur 15. sept. föstudagur 20. sept. sunnudagur 15. sept. fimmtudagur 12. sept. miðvikudagur 18. sept. miövikudagur 18. sept. föstudag 14. og laugard. 15. sept. miðvikudagur 25. sept. föstudagur 13. sept. föstudag 13. og laugard. 14. sept. mánudagur23. sept. mánudagur23.sept. mánudagur 23. sept. þriðjudag 17. og miövikud. 18. sept. fimmtudagur 26. sept. fimmtudagur 26. sept. Hrossaréttir Víðidalstungurétt, V.-Hún. Skarðarétt, Skag. Reynistaðarrétt, Skag. Laufskálarétt, Skag. laugardagur 28. sept. sunnudagur 29. sept. sunnudagur29. sept. laugardagur 5. okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.